Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1987, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1987, Síða 29
MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1987. Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11 ■ Húsaviðgerðir Iðnlr. - húsasmiður. Tek að mér alla smærri trésmíði, t.d. gler- og hurðaí- setningar, milliveggi, húsaviðgerðir o.fl. Sími 14884 eftir kl. 17. Kreditkortaþjónusta. Sparaðu þér spor- in! Þú hringir inn smáauglýsingu, við birtum hana og greiðslan verður færð inn á kortið þitt! Síminn er 27022. ■ Til sölu BILUARDBÚÐIN Smiðjuvegi 8 Sími 77960 Píluspil, pílur, snokerkjuðar o.fl. í miklu úrvali. Billiardbúðin, Smiðjuvegi 8, sími 77960. Full búð af hjálpartækjum ástarlífsins og æðislega sexí nær- og náttfatnaður í miklu úrvali fyrir dömur og herra. Komdu á staðinn, hringdu, eða skrif- aðu. Ómerkt póstkröfu- og kredit- kortaþjónusta. Opið alla daga nema sunnud. frá kl. 10-18. Rómeó og Júl- ía, Brautarholti 4, 2. hæð, sími 14448, 29559. Box 1779, 101 Rvík. ■ BOar til sölu Þessi bíll, sem er sérhannaður veit- ingabíll, er til sölu. Uppl. í símum 53739 og 52717 á kvöldin. Þurfum fleiri svona mót - sagði Helgi Ólafsson stónneistari „Jón L. hélt uppi merki íslenskra skákmanna í þessu móti og stóð sig vel. Við hinir vorum langt frá okkar besta. Ég er ekki sammála því sem sumir halda fram að þetta mót hafi verið of sterkt íyrir okkur. Ég er á því að við þurfum einmitt fleiri svona mót. Það er ómetanleg reynsla að fá að tefla gegn þessum mönnum. Helst þyrftum við að fá annað sterkt mót strax næsta haust. Ef við fáum ekki tækifæri til að tefla við okkur sterk- ari menn, fer okkur ekkert fram,“ sagði Helgi Ólafeson í samtali við DV. Helgi sagði að þótt íslensku skák- mennimir hefóu ekki staðið sig nógu vel á þessu móti, þýddi það ekki að þeir gætu ekki staðið sig vel á því næsta. Þetta gengi bara svona til í skákinni. Hann var spurður hvort hann teldi að heimavöllurinn væri verri fyrir íslensku skákmennina? „Ég skal ekki um það segja, þó finnst mér það eins og að fara í gegn- um svipugöng að ganga í gegnum áhorfendaskarann á leið út úr hús- inu eftir að hafa staðið mig illa. Það segir enginn neitt, en ég veit að ís- lenskir áhorfendur á skákmótum hafa svo mikla þekkingu á skák að þeir eru engum öðrum áhorfendum líkir og ég veit að þeir hugsa sitt. Það er einnig ánægjulegt að hafa þessa fastagesti í salnum. Maður er farinn að þekkja hver á þennan eða hinn hóstann og ég tek orðið eftir því ef einhvem fastagest vantar. Þetta er ánægjulegt en samt liggur það þungt á manni að tefla hér heima ef manni gengur illa,“ sagði Helgi Ólafeson. -S.dór Á þessu höfum við lært okkar lexíu - sagði Jóhann Hjartarson stórmeistari „Við höfum sannarlega ekki stað- ið okkur nógu vel, íslensku skák- mennimir, nema Jón L. Hans frammistaða er góð. En við höfum lært okkar lexíu á þessu móti. Það er alveg nauðsynlegt fyrir okkur að fá að taka þátt í svona sterkum mótum, annars fer manni ekkert fram,“ sagði Jóhann Hjartarson í samtali við DV. Hann sagðist telja að svona mót heföi vantað frá því að þeir strákam- ir urðu stórmeistarar fyrir 2 árum og hann sagðist vona að fleiri fyrir- tæki sýndu jafnfrábært framtak og IBM að styrkja Skáksambandið til mótahalds á borð við þetta. Jóhann sagði Short vel að sigrinum kominn. Hann heföi sýnt mikinn styrk. Hér hefði verið á ferðinni einvalalið skákmanna og það hefði verið mjög gaman að taka þátt í mótinu, þótt velgengnin hefði mátt vera meiri. „Nei, ég held að það sé ekkert verra fyrir okkur að tefla hér heima. Helst er það áður en mótið hefst að manni þykir vera nokkuð ónæðis- samt. Fjölmiðlar sinna svona mótum frábærilega vel og eiga þakkir skild- ar. En ég held að áður en mótið hófet hafi það truflað mann nokkuð að vera í fjölmiðlum og fylgjast með umfjöllun þeirra. En eftir að út i mótið er komið skiptir það ekki máli,“ sagði Jóhann Hjartarson. -S.dór Góður bíll. Escort 1600 L ’83 til sölu, sjálfekiptur. Verð 320 þús. Til sýnis og sölu á Bílasölu Guðfinns. S. 621055. ■ VersLun B 20% afsláttur á óléttubuxum. Verslunin M. Manda, Kjörgarði, 2. hæð, Lauga- vegi 59, sími 622335. „í sjálfu sér liggur mér ekkert á að gerast lögmaður en mér iiggur á ef ég ætla mér einhvem hlut í skákinni og það er komið að þeira tímamótum að ég verð að velja á millisagði Margeir Pétursson í samtali við DV í gær. Margeir vermdi neðsta sætið á raótinu og er það ekki vani hans að sitja þar. Þetta mun raunar í fyrsta sinn sem Margeir verður neðstur í skákmóti. Hann starfar sem lögfræðingur hjá Búnaðar- bankanum og sinnir því skák minna en ella. Hann stóð sig illa á Hastingsmótinu um áramótin og aftur núna. Hann var spurður hvort það gæti fkrið saman að ætla að tefla við atvinnumenn og vera í öðm starfi en skák? „Ég sé það nú að slíkt fer alls ekki saman. Ég undirbjó mig of lítið fyrir þetta mót og þaö hefhdi sín. Ég verð alla vega að leggjast undir feld nú og hugsa mitt mál. Þrátt fyrir slakt gengi haföi óg gaman af mótinu. Eg var stundum óheppinn og nokkrum sinnum var ég með betri stöður en lék af mér. Það er athyglisvert að afleikimir komu alltaf á milli 40. og 45. leiks, sem segir mér það að ég var ekki nógu vel undirbúinn, ekki í nógu góðri þjálfun. Ég tók að þreytast óeðlilega mikið þegar á skákimar leið. Slíkt er merki um ónógan undirbúning og lítið úthald. Það má segja að ég sé með 50% vinn- inga í mótinu fram að 40. leik, þá komu töpin,“ sagði Margeir. Hann tók mótlætinu með að- dáunarverðu jafnaðargeði. Það er vonandi að Margeir taki skákina fram yfir lögfræðistörfin næstu órin, hann getur svo miklu meira en hann sýndi ó þeesu móti. -S.dór 2§ DV Sérverslun með glæsilegan nátt- og undirfatnað og hjálpartækjum ástar- lífsins. Sendum allt í ómerktri póst- kröfu. Nýjung: Hringdu og fáðu uppl. um Klúbb aldarinnar. Opið 14-22.30 um helgar 18.30-22.30. Ný alda, Box 202, 270 Varmá, s: 667433. Framleiðum alla teg. trestiga og hand- riða, teiknum og gerum föst verðtil- boð. E.P. stigar hf„ Súðarvogi 26, sími 35611. Veljum íslenskt. Bæjarins bestu baðinnréttingar: Sýn- ishorn í Byko og Húsasmiðjunni, hreinlætistækjadeild. Sölustaður HK-innréttingar, Dugguvogi 23, sími 35609. ■ Bátar Skipasalan Bátar og búnaður. Sómi 800 ’85, vél Volvo Penta 165 hö„ tveggja skrúfu drif, vel búinn tækjum. 3-7 tonna tré- og plastbátar í úrvali. Sölum. heima 91-34529. Skipa- salan Bátar og búnaður, Tryggvagötu 4, sími 622554. Svakaleg skák! - sagði Jón L. Ámason eftir sigurinn í gæikveldi „Ég segi það satt að þetta er ein- hver sú svakalegasta skák sem ég hef teflt. Ég man ekki til þess að hafa verið leikinn jafngrátt og í kvöld. Kortsnoj var með gjörunna stöðu. Það var svo komið að ég gat engan mann hreyft og fómaði þá þessum riddara í örvæntingu til að flækja stöðuna. Hann gleypti við honum eins og öllum fómum og þá tóku hjólin að snúast mér í vil. Að vísu þurfti hann að leika af sér oftar til þess að ég ynni skákina og hann gerði það og allt í einu gat ég valið um leiðir til að máta hann,“ sagði Jón L. Ámason eftir að hafa lagt Kortsnoj að velli í gærkveldi. Jón sagði að þeir Kortsnoj hefðu farið yfir skákina á eftir og eytt í það klukkustund. Kortsnoj heföi ekkert verið sár út í sig fyrir að hafa af sér 250 þúsund krónur. Hann heföi fyrst og fremst verið sár út í sjálfan sig. „Ég er sæmilega ánægður með minn hlut í mótinu, þótt ég sé ekki ánægður með hlut okkar íslensku skákmanna ef á heildina er litið. Mótið var kær- komið tækifæri fyrir okkur og því leitt að við skyldum ekki standa okkur betur en raun varð á. En þetta var dýrmæt reynsla sem við munum allir búa að í framtíðinni. Það gerist ekki á hveijum degi að við fáum tækifærj^. til að tefla á svona sterku móti og IBM á þakkir skildar fyrir framtak sitt,“ sagði Jón L. Ámason hálfdasaður eft- ir risaátökin við Kortsnoj í gær. -S.dór Peningar skipta mig minna máli en skáklistin sjálf - sagði Viktor Kortsnoj sem missti af 250 þúsund krónum í gærkveldi „Peningar skipta mig ekki miklu máli. Ég er nógu efnaður til að geta lifað áhyggjulausu lífi og peningar skipta mig miklu minna máli en skák- in sjálf. Mér urðu á hrapalleg mistök í kvöld. Þau mistök ergja mig meira en þeir peningar sem ég missti af,“ sagði Viktor Kortsnoj í samtali við DV í gærkveldi. Hann var spurður um þá gagnrýni sem hann hefði haft uppi við móts- haldið. „Þetta er mót í 14. styrkleikaflokki, sem þýðir að þar keppa sterkustu skákmenn. Mér þótti ýmsu ábótavant við mótshaldið en verst af öllu var að umferðimar skyldu ekki allar byija á sama tíma. Maður stillir sig inn á ákveðinn tíma í svona mótum og þeg- ar tímasetningunni er breytt mglar það mann í ríminu. Það fór afar illa í mig.“ - Þú ert farinn að nálgast sextugsald- urinn, finnst þér þú vera farinn að dala eða hver er skýringin á heldur slæmu gengi þínu á skákmótum síð- ustu misserin? „Ég held að ég sé ekki farinn að dala aldursins vegna. En það er rétt. ég tefldi illa í marga mánuði en nú er ég að koma aftur upp úr öldudaln- um. Ég var óheppinn hér og tefldi ef til vill of stíft til vinnings í sumum skákum en ég er ánægður með árang- ur minn í Sjávarvíkurmótinu í Holl- andi í janúar. Ég vona það alla vega að ég sé nú á leið upp úr öldudal," sagði þessi heimsfrægi skákmeistari. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.