Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1987, Side 30
30
MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1987.
Menning
List i nánustu framtíð
Opnar samsýningar eru ævinlega
happdrætti íyrir alla þá sem nálægt
þeim koma: listamenn, sýningarstaði
og áhorfendur. Listamennimir vita
ekki í hvaða kompaníi þeir verða, sýn-
ingarstaðir geta átt von bæði á
merkilegum verkum og ómerkilegum,
áhorfendur sömuleiðis.
'"^Stórfynrtækiö IBM tefldi því á tæp-
asta vað með að bjóða öllum íslensk-
um mvndlistarmönnum innan 35 ára
til afmælissýningar sinnar sem það
nefnir,, Myndlistannenn íramtíðar-
innar“. Það hefði nefnilega verið
óskemmtilegt að sitja uppi með eintóm
böm og amatöra á tvítugsafinælinu.
Mynd3ist
Aðalsteinn Ingótfsson
Hins vegar firrti IBM sig helstu
vandræðum með því að standa skyn-
samlega að sýningunni, hét góðum
verðlaunum og skipaði nefnd fag-
manna til að vinsa úr aðsendum
verkum.
Það eru ekki síst þær ráðstafanir.
og svo auðvitað heppnin, sem gert
hafa þessa sýningu bæði fjölbreytta
og skemmtilega. Aldrei þessu vant
^endur samsýning undir nafni, þvi
meðal hinna sextíu og fjögurra þátt-
takenda er að minnsta kosti tylft
ungra listamanna sem eiga eftir að
gera ágæta hluti í nánustu framtíð.
Að vísu em sumir viðstaddra þegar
bvrjaðir á sinni framtíð, og hefðu því
mátt sitja heima til að gefa yngri og
minna þekktri kvnslóð tækifæri til að
spreyta sig, ég nefni aðeins þau Brvn-
hildi Þorgeirsdóttm', Helga Þorgils.
Kristin G. Harðarson og Tolla.
Aóallega að mála
En þessir listamenn gefa sýningunni
hins vegar nauðsynlega breidd.
Hvað er það svo sem þessi bráðefni-
lega unga kvnslóð er að gera? Aðal-
lega að mála. Það er að minnsta kosti
"Jirtið um skúlptur á sýningunni, ekki
fer þar heldur mikið fvrir grafík. Þó
hef ég grun um að margir hinna ungu
málara geti gert ágæta grafík þegar
þeir eru ekki að vinna fyrir stórsýn-
ingar.
Aukinheldur finnst mér áberandi,
hve mjög þeir gera sér far um að finna
sér sjálfstæðar leiðir í myrkviði nútí-
malistarinnar, þar sem stefna dagsins
er orðin úrelt á morgun.
IBM-sýningin að Kjarvalsstöðum
Það gera þeir aðallega með því að
laga útlendar tískubylgjur að íslensk-
um veruleika og vitund eða finna sér
eitthvað það í íslenskri menningu sem
samsvarar hinni útlendu tísku.
Þetta kemur til dæmis mjög greini-
lega fram (kannski alltof greinilega...)
í tveimur málverkum Þorvalds Þor-
steinssonar, sem talaði hvggilega um
viðhorf sinnar listamannakvnslóðar í
sjónvarpsþætti um daginn, en hann
gerir séra Matthías Jochumsson að
nokkurs konar goðsagnaveru, sam-
svarandi þeim tímalausu karakterum
sem nú má finna í málverkum margra
meginlandslistamanna.
Stórverðlaun
Svo eru sumir sem þurfa alls ekki
að leita út fyrir landsteinana í list sinni
en hafa samt dottið niður á algild og
áhrifamikil sannindi, sjá landslags-
myndir Georgs Guðna Haukssonar
sem hefðu auðvitað átt að fá þau stór-
verðlaun sem i boði voru. 100.000
krónur, þótt verðlaunað málverk
Svanborgar Matthíasdóttur sé út af
Svanborg Matthiasdóttir - Staður, olía á striga, verðlaunaverk IBM.
DV-myndir GVA
Georg Guðni Hauksson - Snæfellsjökull (t.v.) og Hekla, olia á striga.
Helga Egilsdóttir - Römm er su taug (t.v.) og Texti á mynd, akrýl á striga.
fyrir sig ágæt málamiðlun.
Annars er talsvert um að fólk sé að
reyna að ná sambandi við vestrænan
húmanisma í gegnum goðsagnaheim-
inn, eða þá að leita eftir upprunalegum
og ómenguðum sannleika, annaðhvort
með tilvisunum í list frumþjóða eða
dýralíf.
Hið goðsagnalega skýtur til dæmis
upp kollinum í verkum Helgu Egils-
dóttur, Helga Þorgils og Kristínar
Maríu Ingimarsdóttur en hið frum-
stæða á svo aftur hug og hjarta lista-
manna eins og Bjargar Örvar, Erlu
Þórarinsdóttur og Ragnars Stefáns-
sonar. Þá er ógetið allra dýranna í
verkum þeirra Bjargar Örvar, Ingileif-
ar Thorlacius, Óskar Vilhjálmsdóttur,
Ragnars Stefánssonar, Svanborgar
Matthíasdóttur og Þóru Sigurðardótt-
ur.
I heildina séð er um það bil helming-
ur verkanna á sýningunni fígúratífur,
eða að minnsta kosti laustengdur við
veruleikann, sem ætti að gefa okkur
einhvcrjar vísbendingar um það á
hvaða leið íslensk myndlist er.
Mikilfengleg og gjörólík
Fimmti hluti sýningarinnar er í
óhlutbundnum stíl, sumt í express-
jónískum eða ljóðrænum anda (erfitt
að gera greinarmun á þessu tvennu)
sjá til dæmis mikilfengleg og gjörólík
málverk þeirra Hjördísar Frímann,
sem er nýtt nafri fyrir mér, og Ráð-
hildar Ingadóttur.
Hins vegar er strangflatamálverkið
heldur klénna, þótt ýmislegt geti enn
gerst í verkum Ingu Þóreyjar Jó-
hannsdóttur og Þórunnar Hjartar-
dóttur.
Tvær stúlkur, Hrafnhildur Sigurðar-
dóttir og Jóna Imsland, virðast einnig
líklegar til afreka í skrautlegri af-
straktlist sem virðist að einhveiju leyti
hafa orðið til í textílpælingum.
Aðrir eru í ýmislegu mixi á pörtum
úr veruleikanum, landslagi og öðru
slíku, og afstrakt myndmáli, sjá býsna
þroskavænleg verk þeirra Helga Val-
geirssonar og Bergþórs Gunnarssonar,
en samkvæmt sýningarskrá er sá síð-
amefndi sjálfmenntaður.
Það væri ósanngjamt að taka fleiri
unga listamenn sérstaklega til um-
getningar, til þess gefst örugglega
tækifæri seinna meir.
IBM á mikla þökk skilið fyrir fram-
takið. Ég vil aðeins setja út á sýning-
arskrána, sem hefði mátt vera
ítarlegri. Það er til dæmis óþægilegt
að hafa ekki upplýsingar um tækni-
hlið listaverkanna.
Nú ætla ég að vona að önnur fyrir-
tæki fylgi í kjölfarið og efni til
samstarfs með listamönnum. Með því
slá þau margar flugur í einu höggi.
-ai
UtRe Mi
Tánlist
Eyjólfur Melsted
Tónleikar Blokkflautukvartettsins Ut Re Mi
i Norræna húsinu 28. febrúar.
Á efnisskrá verk effir Georg Forster,
Heinricus Isaac, Ludwig Senfl, Balthasar
Fritsch, Valentin Haussmann, Antony Hol-
borne, John Taverner, J. Baldwine, Will-
iam Byrd, Alessandro Marcello og óþekkta
höfunda.
Þótt blokkflautan hafi ekki enn
unnið sér háan virðingarsess í ís-
lensku tónlistarlífi höfum við þó
borið gæfu til, eða öllu heldur verið
svo heppin, að þegar á hana hefur
verið leikið á alvörutónleikum hér
hafa þar verið á ferð tónflytjendur
sem vel kunna að blása. Aðeins á
öðrum vettvangi heyrum við þetta
flæðandi og falska glingursvibrato
og fleira í þeim dúr sem óvandaðri
blásarar beita til að fela vanmátt
sinn. Blokkflautan, yfir og undir-
tónasnauðust allra hljóðfæra, út-
heimtir að á hana leiki aðeins
vandaðir blásarar. Fingrafimi er í
sjálfu sér ekki úrslitaatriði heldur
það að kunna vel að blása.
Með hrútshornum líka
Ut Re Mi blokkflautukvartettinn,
sem skipaður er fjórum konum, þeim
Ulrike Volkhardt, Brigitte Braun,
Siri Rovátkay-Sohns og Evu Praet-
orius, fellur tvímælalaust í hóp
þeirra sem rækta góðan blásturs-
kúltúr. Fyrst höfðu þær á skránni
verk eftir Georg Forster. Það var vel
við hæfi því margar rætur liggja til
Forsters. í safni hans, „Ein Auszug
guter alter und newer Teutscher li-
edlein," sem út kom í Numberg árið
1539, er að finna ótalmörg lög þau
og þemu sem urðu samtímamönnum
hans og eftirkomandi tónskáldum
að uppistöðum í margan tónavefinn.
Allra fyrst blésu þær reyndar ekki á
blokkflautu, heldur hrútshom, sem
keypt voru á flóamarkaði, ætluð til
skrauts upp á vegg. Þær létu hins
vegar gera úr þeim flautur, sem
minna á ókarínur - afar skemmtilegt
og sérstætt hljóðfæri.
Af sextándu aldar mönnum
Fyrri hluti tónleikanna var annars
í grófum dráttum helgaður þýskum
sextándu aldar tónskáldum sem sum
náðu að blómstra undir verndar-
væng hinnar þá nýfrjálsu lútersku
kirkju, en sá síðari aftur á móti
breskum. Þar trónuðu karlar eins
og Antony Holbome, John Tavemer
og William Byrd, sem voru mikil-
virkir dansa og gleðimúsíkhöfundar
á sinni tíð. Reyndar skálduðu þeir
eitthvað alvarlegs eðlis líka og Byrd
mun meira að segja hafa tekið dans-
þemu upp í sálma.
Fyrirmyndarflokkur með
úrvalshljóðfæri
Lokaverkið var konsert fyrir flaut-
ur eftir Alessandro Marcello. Eftir
hann tók meistari Bach meðal ann-
ars óbókonsert og umskrifaði fyrir
hljómborð. Þar léku þær stöllumar
á gömlu flautumar sínar. Var þar
töluvert annar svipur á en á tónleik-
unum fram að þvi. Jú, tilgangurinn
með Islandsför þeirra var fyrst og
fremst sá að sækja hingað sett af
renaissance blokkflautum sem þær
létu smíða hér. Flautumar, sem Adr-
ian Brown smíðaði fyrir þær úr
hlyni, em hreinustu kjörgripir, út frá
hljóminum að dæma. Mig gmnar
reyndar að þær kunni að þykja
þungar, en hvað gefa menn ekki fyr-
ir góðan hljóm? Það leyndi sér þó
ekki að flauturnar vom tæplega til-
blásnar og liðsmenn Ut Re Mi enn
að venjast þeim, en vel mátti heyra
að þama færi fyrirmyndar blásara-
flokkur með úrvalshljóðfæri í
höndum. EM