Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1987, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1987, Síða 31
MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1987. 31 smekk.“ Varð niðurstaðan sú að starfsmenn Ríkisútvarps og sjónvarps skyldu ekki leigja raddir sínar í auglýsinga- skyni. Sendi útvarpsstjóri frá sér tilmæli sem kváðu á um þetta. Ekki þótti starfsmönnum kosturinn góður, að mega ekki næla sér í aukagetu með því að tala inn á auglýsingar. Og það var einmitt Jón Múli sem sagði að Ríkisútvarpið skyldi þá borga sér fyrir þau störf sem hann gæti unnið en fengi ekki að vinna. Nú er þetta deilumál sumsé útkljáð þannig að starfsfólk ríkisfjölmiðlanna getur tekið til við að auglýsa fot, sjampó, tannkrem, hártoppa, svita- meðul og allt sem nöfnum tjáir að nefna. Semurvið sjálfan sig Einn er sá maður á Nes- kaupstað sem er allt í öllu eins og það cr kallað. Hann heitir Kristinn V. Jóhannsson. Kristinn er forseti bæjar- stjórnar, formaður stjórnar Síldarvinnslunnar á Nes- kaupstað, framkvæmdastjóri Samvinnuféfags útgerðar- manna á staðnum og einnig í forsvari fyrir Olíusamlag út- vegsmanna. Að auki er hann umboðsmaður Trygginga- stofnunar. Það má ímynda sér að Krist- inn hafi í nógu að snúast þegar samningaviðræður á sjávar- útvegsvængnum standa yfir því þar lendir hann í þeirri sérkennilegu aðstöðu að þurfa að komast að samkomulagi við sjálfan sig. Enda segja þeir gamansömu á Neskaupstað að hann eigi að sitja við kring- lótt borð á snúningsfæti svo að hann þurfi ekki að standa upp til að semja við sjálfan sig. Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum. Páll Magnússon. Mega selja raddir sínar Nú loksins hafa starfsmenn Ríkisútvarpsins fengið leyfi til aðtala inn á auglýsingar. Sem menn muna varð mikið fjaðrafok út af þessu máli þeg- ar þeir Páll Magnússon og Jón Múli tjáðu þjóðinni trekk í trekk að þeir hefðu „einfaldan JónMúli. um hross eftir hvarfið á Þverá. Truflun á línunni Enn eru hrossin á Þverá ófundin þrátt fyrir ítarlega leit. Þykir nú fullvíst að ein- hver truflun hafi verið á línunni þegar sálarrannsókn- armaðurinn fékk vitrunina um að huldufólk væri að fiytja eigur sínar á hrossunum og myndi skila þeim að því loknu. Hitt er vitað að fólk tók þessa skýringu mjög alvarlega eins og vera ber. Urðu margir til að hafa samband við félags- menn í Sálarrannsóknarfélag- inu þegar huldufólksfréttin hafði birst í D V. Erindið var, oftar en ekki, að biðja þá að skyggnast um eftir ýmsum hlutum sem menn höfðu týnt en voru þeim kærir. Ekki er vitað til þess áð þau tilmæli hafi borið árangur enn sem komið er. Hvíslingar En það eru fleiri en sálar- rannsóknarmaðurinn sem fengið hafa „vitranir" vegna hrossahvarfsins á Þverá. Þær „vitranir" fara ekki hátt enda hollast fyrir þá sem að þeim standa. Það er nefnilega svo að Sandkom ýmsir, sem kenna sig við hestamennsku sunnanlands, þykjast hafa séð hina og þessa nafngreinda menn á ferð um Öxarfjörðinn um það leyti sem hrossin hurfu. Að sjálfsögðu eru þessar sögur sagðar til að koma orðrómi á stað um um- rædda menn. Þessar skýringar á hestahvarfinu eru helst ekki látnar fiakka nema í lágum hljóðum í skúmaskotum enda þannigti! komnar að þær þola illa dagsins ljós. En það er eins og ævinlega að sögusagn- ir af þessum toga dæma þá sem að þeim standa en ekki hina sem verða fyrir þeim. Því mið- ur fyrir þá kjaftaglöðu... Enginn morgunmatur Fanginn sat í klefa sínum og beið aftökunnar þegar prestur smeygði sér inn til hans. - Heyrðu, ég hef ekki fengið neinn morgunmat, sagði fang- inn. - Það er ekki mitt mál, synd- uga sál, sagði presturinn. Ég er hér til að sjá um að þú fáir þína andlegu fæðu. Næst kom fangavörðurinn inn í klefann. - Heyrðu mig, ég hef ekki fengið neinn morgunmat, sagði fanginn við hann. Kemur mér ekki við, svar- aði fangavörðurinn. Ég er bara að líta eftir að allt sé í lagi í klefanum. Loks kom böðullinn. - Nei, heyrðu nú, ég er ekki farinn að fá neinn morgun- mat, sagði fanginn. Það er ekki mitt mál. svar- aði böðullinn. Ég er hér til þess að sjá um að þú fáir ekki kvöldmat. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir. KLIPPINGAR FYRIR ALLA. VERIÐ VELKOMIN. VALHÖLL- mKmE6wsm ÓÐinSQÖTU 2, REYKJAm ■ SlMl-22138 ■ Stórbílaþvottastöðin Höfðabakka 1, sími 688060. VIÐ ÞVOUM: JEPPA, SENDIBÍLA, VÖRUBÍLA, RÚTUBÍLA, STRÆTISVAGNA, OLÍUBÍLA, VÖRUFLUTNINGABÍLA, GÁMA o.fl. EINNIG VENJULEGA FÓLKSBÍLA. Verðið er ótrúlega hagstætt. V E R SI jAN IR! Hin sívinsœla og myndarlega FERMINGAR- GJAFAHANDBÓK er á leióinni og kemur út 26. mars nk. Þeir auglýsendur sem áhuga hafa á aö aug- lýsa í FERMINGA RGJA FA HA NDBÓKINNI vinsamlegast hafi samband við auglýsingadeild DV, Þverholti 11, eóa í síma 27022, kl. 9-17 virka daga sem fyrst - í síöasta lagi föstudaginn 20. mars. N A M S K E I O SAlMlSKI PTI Nú er að hefjast námskeið þar sem foreldrum gefst kostur á að kynnast og tileinka sér ákveðnar hugmyndir og aðferðir í samskiptum foreldra og barna. Þar verður m.a. fjallað um hvað foreldrar geta gert til að: • aðstoða börn sín við þeirra vandmái • leysa úr ágreiningi án þess að beita valdi • byggja upp jákvæð samskipti innan fjöl- skyldunnar Námskeiðin byggja á hugmyndum Dr. Thomas Gordons sálfræðings og hafa nær 1.000.000 foreldra sóttslík námskeið bæði í Bandaríkjun- um sem í Vestur-Evrópu („Parents Effectiveness Training"). Leiðbeinendur hafa hlotið tilskilda þjálfun og leyfi til að halda þessi námskeið á íslandi. Námskeiðin verða 3 klst. í einu, í 8 skipti. Næstu námskeið eru að byrja Skráning og upplýsingar í síma 82804 og 621132. saNskipti FR/EÐSLA OG RÁÐGJOF S.F.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.