Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1987, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1987, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 6. MARS 1987. Fréttir Heilbrigðisráðherra um lyfjaeinokun: Athugum lækkun lyfjaverðs - kostir frjálsrar samkeppni kannaðir „Ég lít svo á að þetta verði liður í því að láta athuga betur með hvaða hætti hægt sé að lækka lyfjaverð og hvernig hægt sé að láta kosti frjálsr- ar samkeppni njóta sín í lyfjasölu,“ sagði Ragnhildur Helgadóttir heil- brigðisráðherra, þegar leitað var eftir skoðun hennar á þingsályktun- artillögu Áma Johnsen og fleiri um að lyfjasala verði gefin frjáls. Sagði Ragnhildur að það væri áhyggjuefni hve lyfiaverð væri hátt og heildarkostnaður mikill. Verð- myndunin væri eitt áhyggjuatriðið. Sagðist ráðherra hafa sett á stofn nefnd til að athuga þessa hluti og væri enginn í nefndinni úr lvfjaverð- lagsnefnd. Verkefni nefridarinnar væri að athuga samsetningu lyfja- verðsins og hvemig kostir frjálsrar samkeppni gætu sem best notið sín í lyfjasölu. Sagði Ragnhildur ástæðu til að draga úr lyfjakostnaði. Ólafur Olafsson landlæknir kvaðst ekki hafa séð þingsályktunartillög- una í endanlegri mynd en nefndi að ein ástæða þess að mikill munur væri á fjölda lyfjaávísana frá lækn- um væri sú að fjöldi samskipta lækna við sjúklinga væri mismun- andi en auðvitað kynnu menn ekki allar skýringar á þessum mun. Varðandi álagningu á lyf sagði landlæknir að hér væm aðrir siðir en í nágrannalöndunum, smásöluá- lagning væri mjög há og upphæð álagningarinnar hækkaði með verð- inu og sagðist hann lengi hafa viljað ná fram breytingum á því. Sagði hann að í nágrannalöndunum væri jöfnunargjald lagt á lyf en álagning væri ekki eins og hér þar sem miðað er við að minnstu apótekin beri sig. -ój Eyðnipróf: Nokkrir á dag „Það koma nokkrir á dag,“ sögðu starfsmenn Heilsuvemdarstöðvarinn- ar aðspurðir um aðsókn í eyðnipróf. Þó prófið kosti í raun 1300 krónur er það ókeypis íyrir þá sem notfæra sér þjónustuna. Reikningarnir eru sendir til Kynsjúkdómavama ríkisins. Nær allir sem gangast sjálfviljugir undir eyðnipróf reynast ekki smitaðir af eyðniveimnni. Styður það þá skoð- un landlæknis að þeir sem ná þarf til komi ekki af sjálfsdáðum í mótefna- mælingu. Af þeim sökum hefur hann lýst sig andsnúinn almennum mót- efhamælingum á landsmönnum. I skoðanakönnun DV fyrir nokkm lýstu um 85 prósent aðspurðra sig fylgjandi slíkum aðgerðum. -EIR Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%> hæst Innlán óucrötryggð Sparisjóðsbækur óbund. 8.5-11 Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 10-15 Sb 6 mán. uppsögn 11-19 Vb 12 mán. uppsögn 12-20 Sp.vél. 18 mán. uppsögn 18 Bb Ávisanareikningar 3-10 Ab Hlaupareikningar 3-7 Sp Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5-2 Ab.Bb, Lb.Úb.Vb 6 mán. uppsögn 2,5-4 Ab.Ub Innlán með sérkjörum 10-21,5 Innlán gengistryggð Bandaríkjadalur 5-6 Ab Sterlingspund 9.5-10.5 Ab Vestur-þýsk mörk 3-4 Ab Danskar krónur 9-9.75 Ib ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir vixlar(forv.) 17,75-20 lb Viðskiptavixlar(forv.)(1) kge/21. 75-22 Almenn skuldabréf(2) 18-21,25 Úb Viðskiptaskuldabréf(l) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr) 18.5-21 Lb Utlán verðtryggð Skuldabréf Að2.5árum 5.75-6.75 Lb Til lengritima 6.25-6.75 Lb Utlán til framleiðslu ísl. krónur 15-20 Sp SDR 7.75-6.25 Lb.Úb Bandarikjadalir 7.5-6 Sb.Sp Sterlingspund 12.25-13 Bb.Vb Vestur-þýsk inörk 5.75-6.5 Úb Húsnæðislán 3.5 Lifeyrissjóðslán 5-6.5 Ðráttarvextir 27 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala feb. 1594 stig Byggingavisitala 293 stig Húsaleiguvisitala Hækkaði 7,5% 1jan. HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 113kr. Eimskip 300 kr. Flugleiðir 310 kr. Hampiðjan 140 kr. Iðnaðarbankinn 135 kr. Verslunarbankinn 125 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbank- inn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Spari- sjóðirnir. Nánari upplýsingar um peninga- markaðinn birtast í DV á fimmtudög- um. Það verður fjör i flugstöðinni 14. april. Hundruð útlendinga við vígslu nýju flugstöðvarinnar: Óvenjulegur tíkall: Bakhliðin er spegilmynd framhliðar Gestimir látnir borga Þúsundum gesta verður boðið í hanastél þegar nýja flugstöðin á Keflavíkurflugvelli verður vígð 14. apríl næstkomandi. Þar af verða hundmð útlendinga og hafa boðskort þegar verið send utan. „Við bjóðum útlendingunum hvorki ókeypis ferðir né uppihald. Þeir verða að greiða fyrir sig sjálfir. Hér er um að ræða flugmálastjóra i Evrópu og sjálfir Norður-Ameríku, flugvallarstjóra á flugvöllum sem íslensk flugfélög hafa viðskipti við og forstjóra flugfélaga sem fljúga yfir Norður-Atlantshafið. Þá verða þama ýmsir erlendir verk- takar og aðrir sem tengjast flugstöðv- arbyggingunni,“ sagði Sverrir Haukur Gunnlaugsson hjá varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins. -EIR Skyttumar seldar til Norðurianda „Þetta er í fyrsta sinn sem alíslensk kvikmynd er seld til dreifingar í kvik- myndahús á öllum Norðurlöndum," sagði Friðrik Þór Friðriksson um kvikmynd sína, Skyttumar. „Það var norskur aðili sem keypti kvikmyndina um leið og hann sá hana.“ Þrátt fyrir söluna til Norðurlanda verða 30 þúsund innlendir áhorfendur að sjá Skytturnar til þess að endar nái saman í fýrirtæki Friðriks Þórs. Skyt- tumar kostuðu 14 milljónir í ffam- leiðslu, norski aðilinn greiddi 2 'A milljón fyrir sýningarréttinn á Norð- urlöndum. Kvikmyndin verður ekki sýnd í íslenska sjónvarpinu né gefin út á myndbandi. Um framhaldið sagði Friðrik Þór: „Svo fer ég með myndina á kvik- myndahátíðina í Cannes þar sem gengið verður ffá afganginum." -EIR Eins og sjá má er bakhlið tíkallsins spegilmynd framhliðarinnar. DV-mynd BG DV hefur borist í hendur nokkuð óvenjulegur tíu króna peningur þar sem bakhlið hans er spegilmynd af framhliðinni. Stefán Stefánsson, aðalgjaldkeri Seðlabankans, sagði í samtali við DV að þótt hann hefði séð ýmis mis- tök í sláttu íslensku myntarinnar væri þetta í fyrsta sinn sem hann frétti af þessari útgáfú. „Mistök í sláttu myntarinnar em alltaf töluvert á ferðinni hjá okkur eða-þá að gallar finnast í mynt- inni,“ sagði Stefán. Hann nefndi sem dæmi um mistök að króna hefði ve- rið slegin sem 50 aurar og fimm króna peningur sleginn sem króna og þar að auki gylltur. Hjá honum kom einnig ffam að safnarar sækt- ust töluvert eftir þessum peningum og spyrðust fyrir um þá í Seðlabank- anum. -FRI Vinnudeilur í Slippnum á Akureyri: Hagkaup í dag: Hægt að láta mæla blóðþiýstinginn Fólki gefst kostur á að láta mæla í sér blóðþrýstinginn í Hagkaup síðdeg- is í dag í tengslum við kynningu á bókinni „Listin að lifa með kransæða- sjúkdóm - það sem þú og fjölskylda þín þarf að vita um hjartakveisu“. Bókin verður kynnt í stórmarkaði Hagkaups í Skeifúnni eftir kl. 4 af stjómarmönnum úr Félagi velunnara Borgarspítalans. Þar verða einnig hjúkrunarfræðingar, sem munu mæla blóðþrýsting þeirra sem áhuga hafa á, en hækkandi blóðþrýstingur er einn þeirra áhættuþátta sem valda krans- æðasjúkdómum. Hugmyndina að þýðingu bókarinnar fengu hjúkrunarffæðingar á hjarta- deild Borgarspítalans en á þeim brenna heitast ýmsar spumingar sem svarað er í bókinni. Félag velunnara Borgarspítalans fékk þýðanda og gaf bókina út. Um tvö þúsund íslendingar leggjast árlega í sjúkrahús vegna kransæða- sjúkdóma eða um það bil fimm á dag til jafnaðar. Tveir af þessum fimm hafa ekki komið áður á sjúkrahús vegna sjúkdómsins. Áhættuþættimir háþrýstingur, reykingar, kólesteról og önnur fitueffii, matarvenjur og streita eru allir skýrðir í bókinni og þar em á mjög alþýðlegan hátt settar fram upplýsingar og ffóðleikur um það hvemig má bregðast við einkennum sjúkdómsins, varast hann og lifa eðli- legu lífi þótt hann hafi gert vart við sig. -A.BJ. Rafvirkjar ]ón G. Hauksscn, DV, Akureyri: Nær allir rafvirkjar hjá Slippstöð Akureyrar, tíu talsins, mættu ekki til vinnu í gærmorgun. Þeir standa í vinnudeilu við Slippstöðina vegna þess að þeir hafa farið ffam á bætt kjör. Enginn þeirra vildi tjá sig um það í gær um hvað kröfumar snú- ast. Hefur verkstjóra þeirra verið falið að ráða aðra menn í þeirra stað. „Mennimir sögðu upp með lögleg- um fyrirvara fyrir þrem mánuðum vegna óánægju," sagði Sævar Sæ- mundsson, verkstjóri rafvirkjanna, í gær. Hann er ennþá við vinnu. Sævar bætti við að þetta væri við- kvæmt mál sem væri í biðstöðu, en „þeir em hættir, þó það sé verið að reyna að leysa málið,“ sagði hann. „ Við erum tíu rafvirkjar sem mætt- um ekki í morgun. Það er aðeins einn sem sagði ekki upp,“ sagði Ei- ríkur Kristvinsson, trúnaðarmaður rafvirkjanna hjá Slippstöðinni, við DV í gær. Hann sagði að þetta mál gengu út snerist um kröfur rafvirkjanna í kjaramálum en vildi að öðm leyti ekki tjá sig ffekar um málið. Hann sagði að Rafvirkjafélagið og forráða- menn Slippstöðvarinnar ættu nú í samningaviðræðum. „Kröfur rafvirkjanna eru ekki á borðinu hjá mér núna. Ég veit í rauninni ekki um hvað þær snú- ast,“ sagði Gunnar Skarphéðinsson, starfsmannastjóri Slippstöðvarinn- ar, í gær. Hann sagði ennfremur að Slippstöðin hefði staðið í viðræðum um einn kjarasamning við alla innan fyrirtækisins og hefðu rafvirkjamir verið inni í því dæmi. - Verða miklar tafir á þeiin verkum sem Siippstöðin er með af þessum sökum? „Tíminn verður að leiða það í ljós,“ sagði Gunnar. „Ég get engu um það spáð í augnablikinu “ Gunnar bætti því við að þegar raf- virkjamir hefðu sagt upp á sínum tíma hefði það verið vegna óánægju með svokallaða premíusamninga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.