Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1987, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 6. MARS 1987.
15
Ólafur, Steingrímur
og griðastaðurinn
Það er ánægjulegt til þess að vita
hve viðhorf íslenskra ráðamanna til
hlutverks íslands á alþjóðavettvangi
hafa verið að breytast á síðustu miss-
erum. Við höfum vanist því að ísland
sé taglhnýtingur bandarískra hags-
muna á þingum Sameinuðu þjóð-
anna og að ráðherrar okkar kiki í
hnjaliðunum frammi fyrir ofurvaldi
herraþjóðarinnar. Okkar menn hafa
látið sér nægja að taka undir kalda-
stríðssönginn og kallað það sjálf-
stæða utanríkisstefnu.
Skemmst er að minnast kjarkleysis
Matthíasar Á. Mathiesen utanríkis-
ráðherra er hann þorði ekki að taka
undir mótmæli bandarískra þing-
manna gegn stjömustríðsáætlun
Reagans forseta og heyktist meira
að segja á því að taka undir tillögur
þeirra um hann við tilraunum með
kjamorkuvopn. Það er reisn að slík-
um fulltrúa Islands á erlendri
gmndu eða hitt þó heldur.
Leiðtogafundurinn
Leiðtogafundur Gorhatsjovs og
Reagans í Höfða sl. haust hefur opn-
að augu íslensku þjóðarinnar fyrir
þeim möguleikum sem ísland á á
alþjóðavettvangi. Ólafur Ragnar
Grímsson orðaði það svo hér í DV á
sínum tíma að ísland hefði góða
möguleika á að verða griðastaður í
vígbúnaðarfárinu sem nú geisar. Og
það ánægjulega hefur gerst að Stein-
grímur Hermannsson forsætisráð-
herra tók undir þessi orð í Moskvu
fyrr í vikunni og sagði í Kreml að
stórveldin gerðu vel ef þau kæmu á
fót stofnun á íslandi sem hefði að
Kjallariim
Valþór Hlöðversson
blaðamaður
markmiði að stuðla að friði meðal
þjóða. Hér er með myndarlegum
hætti tekið undir með þeim sem vilja
leita nýrra leiða til að binda enda á
hið kalda þrjátíu ára stríð sem skek-
ur heimsbyggð alla.
Starf Ólafs Ragnars
Það er ekki bara leiðtogafundur-
inn sem tengir nafn íslands vonum
manna um frið í heiminum. Þing-
mannasamtök þau, sem Ólafur
Ragnar Grímsson veitir forystu, hafa
á síðustu mánuðum hlotið fjölda við-
urkenninga fyrir að stuðla að friði
og afvopnun. Síðast urðu samtökin
þess heiðurs aðnjótandi að verða
fyrst til að taka við Indiru Gandhi
„Þátttaka Ólafs Ragnars í þessu mikil-
væga friðarstarfí, sem stríðshrjáðar þjóðir
víða um heim treysta á að skili árangri,
hefur gífurlega þýðingu fyrir ísland ef rétt
er á haldið.“
verðlaununum, en þau eru hin
stærstu sinnar tegundar að frátöld-
um friðaverðlaunum Nóbels. Mun
Ólafur Ragnar taka við þessari við-
urkenningu í Nýju-Delhi í sumar.
Þátttaka Ólafs Ragnars í þessu mik-
ilvæga fríðarstarfi, sem stríðshijáðar
þjóðir víða um heim treysta á að
skili árangri, hefur gífurlega þýð-
ingu fyrir ísland ef rétt er á haldið.
Hún beinir sjónum manna að
landinu og sýnir okkur sjálfum fram
á að þrátt fyrir smæð þjóðarinnar
geta hæfir einstaklingar hennar tek-
ið forystu á alþjóðavettvangi.
ísland sem griðastaður
Þessa gjörbreyttu stöðu þurfúm
við Islendingar að nýta okkur og orð
Steingríms í Moskvu gefa vissulega
vonir um slíkt. En um leið og við
hvetjum til nýrra leiða í umræðunni
um stöðvun vígbúnaðarbrjálæðisins
verða íslenskir ráðamenn að sýna
meirí kjark og móta sjálfstæðari ut-
anríkisstefnu en hingað til hefur
verið fylgt. Þar verðum við að skipa
okkur í raðir þeirra ríkja sem hafna
blindri forsjá vígtröllanna í austri
og vestri og skapa í verki griðastað
fyrir umræður um aukna lífsvon í
firrtum heimi. Um leið reistum við
nýjar stoðir undir atvinnulíf okkar
því gjaldeyristekjur ^af ráðstefhum
og ferðamönnum, í tengslum við
hlutverk landsins sem griðastaðar,
yrðu margfalt meiri en hermangs-
gróðinn sem í dag rennur í sjóði
stórfyrirtækja stjómarflokkanna.
Hækkandi sól eykur mönnum
bjartsýni eins og vera ber. Við skul-
um þó vona að ummæli Steingríms
Hermannssonar í Moskvu hafi ekki
verið skálaglamur eitt heldur vitnis-
burður um hug ráðamanns sem vill
hlut Islands meiri á alþjóðavett-
vangi. Þá er vel.
Valþór Hlöðversson
4
i 4
....um leið og við hvetjum til nýrra leiða í umræðunni um stöðvun víg-
búnaðarbrjálæðisins verða íslenskir ráðamenn að sýna meiri kjark og
móta sjálfstæðari utanríkisstefnu en hingað til hefur verið fylgt."
Landslög eiga að gilda
... líka fyrir húsbyggjendur
„í réttarrikjum er það nú til siðs að sá sem verður valdur að því að réttur
annars er brotinn er skaðabótaskyldur.
Þeir sem hafa lagt í að kaupa íbúð-
arhúsnæði á síðustu árum hafa, eins
og öllum er kunnugt, lent í ófyrirsjá-
anlegum fjárhagsörðugleikum. Ekki
er nóg með að yfirvöld hafi gengið
fram fyrir skjöldu og afnumið verð-
tryggingu á launum heldur hafa
ýmsir þættir komið til og hefur þar
verið um að ræða þvert brot á lands-
ins lögum. Eitt af þessum atriðum
er á hvem hátt verðtryggðir verk-
samningar eru gerðir upp.
I lögum nr. 13/1979 um stjóm efha-
hagsmála má lesa eftirfarandi
klausu: „. . . .Verðtryggð viðskipti
utan banka og innlánsstofhana fara
eftir þeim reglum sem Seðlabankinn
setur. . . . “. Seðlabankinn útfærði
reglur um inn- og útlánaviðskipti
banka en sinnti í engu boði ofan-
greindrar lagasetningar. Þess vegna
ríkja lög frumskógarins við gerð
verðtryggðra verksamninga. Og til
þess að breiða )dir handvömm Seðla-
banka fundu ráðamenn það út að
hér giltu „fijálsir samningar". Til
þess að þessir frjálsu samningar
gætu útfærst sem verðtryggðir þurfti
að miða við einhverja vísitölu og í
flestum tilfellum var notuð vísitala
byggingarkostnaðar. Sú blessaða
vísitala á, samkvæmt landslögum,
að reiknast út af Hagstofu íslands á
þriggja mánaða fresti. Samt sem
áður fara fram mánaðarlegir út-
reikningar á byggingarvísitölu en
hafa ekki lagagildi.
Línuleg vísitala
I plaggi, útgefnu af Hagstofunni,
má líta eftirfarandi klausu: „. . . .
við uppgjör verðbóta á fjárskuld-
bindingar samkvæmt samningum,
þar sem kveðið er á um að þær skuli
fylgja vísitölu byggingarkostnaðar,
Kjallaririn
Anna Kristjánsdóttir
i framboði fyrir
Bandalag jafnaðarmanna
gilda hinar lögformlegu vísitölur
sem reiknaðar eru fjórum sinnum á
ári eftir verðlagi í mars, júní, sept-
ember og desember og taka gildi
fyrsta dag næsta mánaðar. Vísitölur
fyrir aðra mánuði en hina lögboðnu
útreikningsmánuði gilda hins vegar
ekki nema sérstaklega sé kveðið á
um það í samningnum.
Strax á árinu 1981 fundu sumir
byggingaverktakar það út að þeir
gætu grætt ennþá meira ef þeir
svindluðu dálítið á verðbótaútreikn-
ingnum. Og þeir bjuggu sér til
reikningsform sem þeir kölluðu línu-
lega vísitölu. Það byggist á þvi að
reiknuð er prósentuhækkun milli
lögboðinna vísitalna og deilt með
dagafjölda og greitt samkvæmt því.
Á verðbólgutímum getur verið um
stórar upphæðir að ræða sem vega
þungt í vasa launamannsins, gera
sjálfa bygginguna dýrari, hækka þar
með fasteignaverð og lvfta verðlagi
í landinu; mynda með öðrum orðum
gerviverðlag.
Brot á landslögum
Nokkrir húsbyggjendur gerðust
svo djarfir að gera athugasemdir en
byggingarverktakar fóru þá margir
að hafa ákvæði í samningum sem
kváðu á um að hann væri gerður
samkvæmt línulegri vísitölu. Þetta
er auðvitað allt saman brot á lands-
lögum, fjárdráttur, og ber að fara
með slíkt samkvæmt almennum
hegningarlögum.
En hver eru svo svör dómstóla við
þessum þjófnaði? Jú, bæði mörg,
órökstudd og þvert á allt sem kalla
má lýðræði og réttlæti. Þeir segja
nefnilega: Að hér giltu ffjálsir samn-
ingar. Að um leið og samningur
væri undirritaður hefði greiðandi
hans samþykkt með undirskrift sinni
hvaða vitleysu sem var. Að ef greið-
andi væri byijaður að greiða af
samningnum gæti hann ekki allt í
einu staðið upp og sagt að verið
væri að stela af sér. Með öðrum orð-
um: í lagi að ginna fólk í lögformlega
samninga. Þessu verður hver heil-
vita maður að mótmæla. I fyrsta lagi
er ffjáls samningagerð bara rugl og
bull og þó svo væri má að sjálfsögðu
ekki brjóta landslög. I öðru lagi veit
fólk ekki í bvijun um að það sé vís-
vitandi verið að hafa af því fé á
ólöglegan hátt. Ef svo væri væru
þjófnaðir ekki til.
Kjaraskerðing kjánaskapur
Niðurstaðan er því sú að dómstólar
hafa reynt að lögvernda þá aðila sem
með ólögmætum hætti hafa dregið
sér fé í stórum stíl. Og stjómvöld,
sem berjast við verðbólguna ár eftir
ár, sjá ekki að þarna er á ferðinni
ansi stór þáttur sem vegur þungt til
viðhalds verðbólgudraugnum. Þau
halda í kjánaskap sínum að kjara-
skerðing sé það sem dugar best.
Bandalag jafhaðarmanna sættir
sig ekki við að þær þúsundir manna,
sem hafa tapað fé sínu með þessum
hætti, fái það ekki aftur. I réttarríkj-
um er það nú til siðs að sá sem
verður valdur að því að réttur ann-
ars er brotinn er skaðabótaskvldur.
Þetta mál er eins og sagan af litlu
gulu hænunni, nefhilega: Af því að
Seðlabankinn sinnti ekki embættis-
skyldu sinni og gaf út haldbærar
reglur gátu verktakar farið að draga
sér fé og af því að margir í þeirra
hópi flokkast undir þá hagsmunak-
líku, sem flórflokkurinn ber á
örmum sínum, gátu dómstólar ekki
farið að dæma þá og láta þá svara
til saka þvi þá hefði kunningjaþjóð-
félagið riðlast.
En það breytir því ekki að lög
hafa verið brotin, gjaldtaka verið
ólögleg og þolendur verða að fá fé
sitt til baka. Allt annað er brot á
almennum mannréttindum og
stjórnarskrá íslenska lýðveldisins.
Bandalagið var stofhað til að vinna
gegn hagsmunaöflunum í þjóðfélag-
inu. Það var stofnað m.a. til að
standa vörð um rétt einstaklingsins
og það mun verða gert jafhvel þó
að við þurfum að leita til dómstóla
annarra þjóða.
Anna Kristjánsdóttir
„í fyrsta lagi er frjáls samningagerð bara
rugl og bull og þó svo væri má að sjálf-
sögðu ekki brjóta landslög.“