Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1987, Page 4
4
MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 1987.
Stjómmál
Hvaða stjóm vill fólk?
í Jámum milli viðreisnar
og núverandi stjómarmynsturs
- niðurstóður skoðanakónnunar DV
Núverandi stjórnarmynstur nýtur mikils fylgis.
Ummæli fólks í könnuninni
Karl sagði, að Sjálfstæðisílokkur-
inn þyrfti að vera í stjóm, en erfitt
væri að velja með hverjum. Kona
sagði, að betra væri að hafa tvo
flokka en þrjá. Karl úti á landi
sagði, að alveg væri sama, hverjir
stjómuðu. Karl sagðist vilja hafa
sömu stjórn með Steingrím sem for-
sætisráðheira. Karl úti á landi
sagðist vilja hefðbundna vinstri
stjóm. Karl á Reykjanesi kvaðst
allavega vilja, að Steingrímur
stjómaði. Karl í Reykjavík kvaðst
heldur vilja sömu stjóm áfram en
viðreisnarstjóm. Kona í Reykjavík
sagðist vilja fa Alþýðuflokkinn með
Sjálfstæðisflokknum. Kona úti á
landi sagði, að ekki væri hægt að
svara þessu fyrr en eftir kosningar.
Kona úti á landi sagði, að vel heföi
gengið hjá þeim, sem væm núna við
völdin. Kona úti á landi sagði, að
engu breytti, hverjir sætu í stjóm.
Stjómimar væm allar jafnslæmar.
-HH
Hvaða flokkar vill almenningur
að myndi ríkisstjóm eftir kosning-
amar? Þetta er forvitnileg spuming
í kosningabaráttunni. f skoðana-
könnun DV um síðustu helgi
reyndust tvö stjómarmynstur hafa
yfirburði að fylgi. Núverandi stjóm-
armynstur, Sjálfstæðisflokkur og
Framsókn, fékk mest fylgi eða 31,8
prósent þeirra, sem tóku afstöðu.
Viðreisarstjóm Sjálfstæðisflokks og
Alþýðuflokks kom á hæla hinu
mynstrinu með 30,3 prósent. Munur-
inn á fylgi þessara tveggja stjómar-
mynstra er svo lítill, að hann er ekki
marktækur.
Miklu neðar á töflunni komu þeir,
sem nefhdu stjóm Sjálfetæðisflokks-
ins eins, eða með 5,2 prósent. Þá kom
óskastjóm Ólafe Ragnars Grímsson-
ar: Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag
og Samtök um kvennalista, með 4,5
prósent. Næst kom stjóm Alþýðu-
flokks og Alþýðubandalags. Hin
heföbundna vinstri stjóm: Alþýðu-
flokkur, Framsókn og Alþýðubanda-
lag, fékk aðeins 2,7 prósent. Þá má
nefiia, að Stefaníustjóm, Alþýðu-
flokks, Sjálfetæðisflokks og Fram-
sóknar hlaut aðeins 2,1 prósent.
Margir þeir, sem svömðu, vom
bjartsýnir á möguleika flokka sinna
til stjómarmyndunar, þótt mikið
skorti á þingmeirihluta. Vísast til
þess til meðfylgjandi töflu.
Úrtakið í könnuninni var 600
manns. Jafnt var skipt milli kynja
og jafnt milli Stór-Reykjavíkursvæð-
feins og landsbyggðarinnar. 330 tóku
afetöðu til spumingaminnar. Spurt
var: Hvaða flokkar vilt þú að myndi
ríkisstjóm eftir næstu kosningar?
-HH
Fylgi hinna ýmsu stjórnarmynstra í skoðanakönnuninni i hlutfalli af þeim
sem tóku afstöðu:
Núverandi stjórnarmynstur 105 eða 31,8%
Viðreisnarstjórn 100 eöa 30,3%
Sjálfstæðisfl. einn 17 eða 5,2%
Alþýðufl., Alþýðubandal. og Kvennal. 15 eða 4,5%
Alþýðufl. og Alþýðubandalag 11 eða 3,3%
Alþýðufl., Framsókn og Alþýðubandal. 9 eða 2,7%
Alþýðubandalag og Kvennal. 9 eða 2,7%
Stefanía (Alþýðufl., Sjálfstfl., Framsókn) 7 eða 2,1%
Alþýðubandal. eitt 7 eða 2,1%
Framsókn og Alþýðubandalag 6 eða 1,8%
Alþýðufl. og Framsókn 5 eða 1,5%
Sjálfstæðisfl. og Alþýðubandal. 5 eða 1,5%
Alþýöufl. einn 4
Sjálfstæðisfl., Framsókn og Alþýöubandal. 3
Framsókn, Alþýðubandal. og Kvennal. 3
Alþýöufi., Framsókn, Alþýðubandal. og Kvennal. 2
Alþýðufl., Sjálfstæðisfl. og Alþýðubandal. 2
Eitt atkvæði fengu: stjórn Alþýðufiokks, Sjálfstæðisflokks og Kvennalista,
stjórn Alþýðufl. og Þjóðarflokks, Framsókn ein, stjórn Sjálfstæðisflokks
og Kvennalista, stjórn Alþýðufl., Framsóknar og Þjóðarflokks, stjórn Sjálf-
stæðisflokks og Þjóðarflokks, stjórn Alþýðuflokks og Kvennalista, stjórn
Framsóknar og Kvennalista, Kvennalistinn einn og stjórn Kvennalista og
Flokks mannsins.
I dag mælir Dagfari
Ljósagangur í Hafnaifirði
Þeir em aldeilis klumsa í lögregl-
unni í Haínarfirði um þessar mundir.
Þeir sjá ekki aðeins rautt heldur líka
blátt. Svo er mál með vexti að síðast-
liðið haust var farið að ræða um að
hafa blá blikkljós á lögreglu-, sjúkra-
og slökkvibílum en leggja af þessi
rauðu sem við öll þekkjum. Eitthvað
fréttist af þessum vangaveltum suð-
ur í Hafnarfjörð og það alla leið inn
á lögreglustöð. Töldu yfirmenn þar
að búið væri að ákveða að koma
þessu á og pöntuðu sér bláa ljós-
kúpla á bíla sína hið snarasta,
dunduðu síðan við að skipta úr
rauðu yfir í blátt og daginn sem þeir
töldu að breytingin ætti að taka gildi
óku þeir hreyknir um bæinn og
blikkuðu bláu ljósunum ótt og títt.
Vakti þessi framtakssemi mikla að-
dáun og athygli innfæddra sem
héldu um stund að Hafharíjörður
væri orðinn eins og alvömbær í útl-
öndum og margir Hafnfirðingar
þekkja úr sjónvarpinu og frá sýning-
um kvikmyndahúsanna. Nokkrum
vikum seinna bar svo við að lög-
reglumaður úr Hafiiarfirði átti
erindi til Reykjavíkur. Uppgötvar
hann þá sér til mikillar undrunar
að í höfuðborginni vom allir löggu-
bílar enn með rauð ljós á þaki.
Felmtri sleginn hraðaði hann heim-
för í Fjörðinn og sagði frá tíðindun-
um. Óhug sló á menn á lögreglustöð
Hafnarfjarðar. Var vakað fram eftir
kvöldi og rætt um hvað til bragðs
skyldi taka. Ráðsnjöllum manni kom
þá í hug að reynandi væri að kanna
hvemig þetta væri í Kópavoginum.
Var nú lagt á ráðin um hvemig
kanna mætti það mál án þess að
athygli vekti. Næstu nótt var ákveð-
ið að bjóða smákrimma í Firðinum
sakamppgjöf ef hann legði það á sig
að aka á hundrað úr Firðinum og
til Reykjavíkur. Maðurinn gekk að
þessu og brenndi af stað. Var þá
umsvifalaust hringt í Kópavogslög-
reglu og tilkynnt, án þess að getið
væri hver hringdi, að ökuníðingur
nálgaðist bæjarmörk Kópavogs.
Lögreglumaður úr Firðinum, óein-
kennisklæddur, ók síðan í humátt á
eftir smákrimmanum og varð vitni
að því að lögreglubíll úr Kópavogi
með rauð, blikkandi.ljós stöðvaði bíl
krimmans. Þótti þá einsýnt að ekki
höföu aðrir en Hafhfirðingar skipt
yfir í blátt.
Næstu daga vom lögreglubílar lítið
á ferðinni á götum Hafnarfjarðar.
Unnið var baki brotnu við að taka
niður bláu kúplana og setja þá
gömlu rauðu aftur á sinn stað. Þegar
því var lokið tóku lögreglumenn í
Hafriarfirði aftur gleði sína og bæj-
arbúar þekktu aftur sinn heimabæ.
Vonað var í lengstu lög að þessi
mistök fréttust ekki í önnur byggð-
arlög og menn alvarlega varaðir við
að hafa orð á þessu við nokkum
utanbæjarmann. Leið nú og beið um
stund. Þá barst bréf til lögreglunnar
í Hafnarfirði frá yfirmönnum dóms-
mála í landinu. Þar segir að brátt
taki gildi ný reglugerð um lit á kúpl-
um á þaki löggæslubifreiða. Skuli
þeir vera bláir að lit en ekki rauðir.
Þetta þótti Hafnfirðingum með ólík-
indum og vissu nú ekki sitt ijúkandi
ráð, enda löngu búið að mölva bláu
kúplana mélinu smærra til að koma
öllum sönnunargögnum fyrir kattar-
nef. Bláir kúplar vom þó pantaðir í
skyndi og jafhframt ákveðið að
benda á að loksins heföu utanbæjar-
menn ákveðið að fara að dæmi
Hafhfirðinga og taka þá sér til fyrir-
myndar í einhveiju. En í Reykjavík
og öðrum nágrannabyggðum létu
menn sér fátt um finnast og töldu
þetta litamál þeirra aðeins eitt dæ-
mið um sérvfeku þeirra ef ekki
eitthvað þaðan af verra. Einhver var
meira að segja svo ósvífinn að slá
því fram hvort ekki væri best að
þeir í Firðinum heföu græn ljós á
löggubílum sínum svo ekki færi milli
mála hvaðan þeir væm ef svo illa
vildi til að þeir villtust úr sínum
heimabæ.
En ætli þetta sé nú ekki fyrst og
fremst sönnun þess hve leiðin er oft
löng á milli dómsmálaráðuneytisins
og þeirra sem eiga að halda uppi
lögum og reglu í þjóðfélaginu. Senni-
lega hafa ófáir embættfemenn í
ráðuneytinu legið yfir þessu litamáli
mánuðum saman áður en þeim tókst
að gera það upp við sig hvor liturinn
væri fallegri, blár eða rauður.
Dagfari