Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1987, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 1987.
7
Atvinnumál
Starfsdagar i grunnskólanum á ísafirði þóttu heppnast mjög vel.
DV-mynd Bjami
Starfsdagar í
grunnskólanum
Bjami Guðmaisson, DV, ísafirði:
Síðastliðinn föstudag fór skrúð-
ganga ein mikil um aðalgötur ísa-
fjarðar. í broddi fylkingar fór
brunabíll og hópur barna og ungl-
inga fylgdi á eftir. Reyndust hér fara
nemendur úr grunnskólanum sem
voru að auglýsa sýningu sína í skól-
anum um helgina. Undanfama viku
var hefðbundin bekkjarkennsla
neínilega látin lönd og leið.
Þessa starfsdaga notuðu rúmlega
600 nemendur skólans til að vinna
verkefni sem bar yfirskriftina „ísa-
fjörður“ og fólst í að nemendur unnú
kynningar á flestum stofnunum, fé-
lögum og fyrirtækjum í bænum. Við
útdeilingu verkefha var reynt að
taka tillit til þroska nemenda;
yngstu bömin fengu t.d. það verkefhi
að lýsa störfum manna í bænum.
Mun sú úttekt hafa verið ýmsum
lærdómsrík. Elstu nemendumir
fengu svo verkefhi á borð við blað-
aútgáíu, gerð myndbands og fleira.
Afraksturinn var til sýnis sl. laug-
ardag. Reyndist sýningin umfangs-
mikil og í meira lagi forvitnileg.
Menn reyndu að geta sér til um að-
sókn og var þúsundið ekki talið
fjarri lagi. Ekki er gott að giska á
hvaða svið hafi notið mestrar hylli
en þó er víst að yngstu gestimir
dvöldu lengi í dýragarðinum sem
komið hafði verið upp. Þar voru
samankomin mörg þau dýr sem finna
má í bænum, utan húss og innan.
Eflaust er að gestir og aðstandend-
ur sýningarinnar munu eftirleiðis
lfta bæinn í nýju ljósi. Og vonandi
nýtast kynni af nýjum vinnubrögð-
um nemendum í framtíðinni.
Landburðuraffiski
úr Breiðafirðinum
Suðumesjabátar famir að róa á Breiðafiarðarmið
Á sama tíma og afli er mjög tregur
á miðum Suðumesja- og Vestmanna-
eyjabáta er kominn mikill og góður
þorskur í Breiðafjörðinn og segja má
að nú sé landburður af fiski hjá bátum
af Snæfellsnesi. Þá em bátar af Suður-
nesjum famir úr ördeyðunni yfir í
fiskinn fyrir vestan.
Að sögn Kristjáns Helgasonar á
hafriarvoginni á Rifi hefur afli stærri
netabáta verið þetta 11 og upp í 26
lestir eftir að skotið kom í síðustu
viku. Loðna er gengin í Breiðafjörðinn
og er talið að þessi mikla þorskgengd
sé henni að þakka. Þó vilja sumir
Snæfellingar halda því fram að svo sé
ekki heldur sé það orðinn árviss at-
burður að fiskgengd komi í fjörðinn
og sé það afleiðing skynsamlegrar
veiðistefhu Breiðafjarðarbáta undan-
farin ár.
Afli Ólafsvíkurbáta hefur einnig ve-
rið mjög góður eða frá 15 lestum og
upp í 28 lestir. Að sögn manna fyrir
vestan er um að ræða fallegan og stór-
an þorsk, smáfiskur sést varla í
aflanum. Ofan á bætist svo einmuna-
tíð þannig að gæftir hafa verið eins
og þær geta bestar orðið.
-S.dór
Þýski fiskmarkaðurinn
er nú aftur á uppleið
Fiskmarkaðir í Bremerhaven og
Cuxhaven eru nú aftur á uppleið eft-
ir mikið verðfall vegna offramboðs á
fiski frá íslandi um mánaðaunótin
síðustu. Þá hrapaði verð á karfa og
ufsa niðurí 35 krónur. Ferskfisksalar
hér heima tóku við sér og hættu við
að senda gáma á markaðinn og hefur
það haft sitt að segja við að hífa
verðið upp aftur.
Að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar
hjá Landssambandi útvegsmanna
seldi togarinn Ögri RE í Þýskalandi
217 tonn fyrir 12,3 milljónir króna í
fyrradag. Það þýðir 56,80 króna með-
alverð fyrir kílóið og þykir ágætis
verð. Megnið af aflanum var karfi.
Breski markaðurinn hefur verið
betri en þýski markaðurinn undan-
farið. Það mun og staðreynd að
breski markaðurinn fer aldrei eins
langt niður og sá þýski.
Fyrir utan minni fisk frá íslandi
hefur það lyft verðinu. bæði í Bret-
landi og Þýskalandi. að vont veður
hefur verið lengi á Norðursjó og h't-
ill fiskur því borist þaðan á markað-
ina. -S.dór
FUNDIR
FORYSTUMANNA FRAMSOKNARFLOKKSINS
STEINGRÍMUR HERMANNSSON,
FORMAÐUR
Þjóðin þekkir og metur
tök þeirra á efnahags-
og atvinnumálum.
Hverju spá þeir
um framvindu
þessara málaflokka
og hvað segja þeir um
stjórnmálaviðhorfið ?
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON,
VARAFORMAÐUR
KEFLAVÍK- STAPI f KVÖLD KL 21.00
Hólmavík — Félagsheimili
Vopnafjörður — Félagsheimili
Patreksfjörður — Félagsheimili
Reyðarfjörður — Félagslundur
Borgarnes — Hótel Borgarnes
Akureyri — KEA
Grindavík — Festi
14. mars kl. 14.00
19. mars kl. 21.00
23. mars kl. 21.00
25. mars kl. 21.00
28. mars kl. 14.00
2. apríl kl. 20.30
5. apríl kl. 15.00
AKRANES - STILLHOLT f KVÖLD KL. 20.30
Hvammstanga 14. mars kl. 14.00
Sauðárkrókur 15. mars kl. 14.00
ísafjörður — Félagsh. Hnífsdal 19. mars kl. 20.30
Grindavík — Festi 23. mars kl. 21.00
Keflavík — Stapi 25. mars kl. 21.00
FRAMSOKNARFLOKKURINN