Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1987, Page 17
MIÐYIKUDAGUR 11. MARS 1987.
17
Lesendur
guðanna bænum, Jón Gústafsson, farðu að hætta eða að minnsta kosti að fækka þessum simakveðjum og láttu
heldur músikina vera uppistöðuna."
Leiðinda símakveðjur
Útvarpshlustandi skrifar:
Nú get ég bara ekki haldið aftur af
mér lengur í sambandi við þátt á
Bylgjunni. Ég vil taka það fram að ég
hlusta mikið á Bylgjuna og er mjög
ánægð með hana að flestu leyti.
Þessi umræddi þáttur er næturvakt-
in sem Jón Gústafsson er með annað
hvert laugardagskvöld. Jón er gjör-
samlega búinn að eyðileggja þessa
stemmningu sem var á næturvöktun-
um þegar Bylgjan byrjaði fyrst. Þá gat
fólk setið og hlustað á hress og
skemmtileg lög og einnig róleg og góð
en núna virðist uppistaðan í þessum
þáttum vera kveðjur í gegnum síma.
Síðastliðið laugardagskvöld taldi ég
til dæmis 10 kveðjur og svo kom eitt
lag og síðan aftur kveðjur og í það
skiptið 12 kveðjur og svona gengur
þetta alla næturvaktina. Mér finnst
að með þessum eilífu símakveðjum sé
verið að eyðileggja að maður geti se-
tið og hlustað á skemmtilega nætur-
vakt.
I guðanna bænum, Jón Gústafsson,
farðu að hætta eða að minnsta kosti
að fækka þessum símakveðjum og
láttu heldur músíkina vera uppistöð-
una.
Ég vona að Jón sjái sér fært að koma
þessu í viðunandi horf.
Öldur Ijósvakans margþættar
Gunnar Sverrisson hringdi:
Nú á síðari tímum er fræðsla og
aðrar gagnlegar upplýsingar í háveg-
um hafðar, reyndar tímanna tákn.
Finnst mér að það hljóti að vera vandi
fyrir heildina að velja og hafna í
hverju tilviki og krefjast áttunar hjá
hverjum og einum til að vel fari og
heimta eðlislæga sjálfsögun til að hver
þegn sem í hlut á haldi vöku sinni.
Mér kom þetta í hug nú fyrir stuttu
er ég heyrði að enn ein útvarpsstöðin
hér á höfuðborgarsvæðinu taki til
starfa þann 18. þessa mánaðar, er þá
bætist við hóp þeirra stöðva er nú
hafa starfað um hríð. Fagna ég því að
meiri möguleikar eru fyrir hvem ein-
stakling heldur en áður að velja og
hafna, í því ljósi sem ég gat um hér í
upphafi.
Að lokum langar mig til að bæta þvi
við að reynslan af þeim stöðvum, sem
fyrir em, er harla góð og gefur góð
fyrirheit um hvað framtíðin ber i
skauti sér í þessum efnum.
Sullufemur
Hörður Hafsteinsson hringdi:
Mikið er ég orðinn langþreyttur á
þessum mjólkurfemum, þetta em
svo ópraktískar femur sem mest get-
ur verið. Þegar ég ætla að reyna að
hella í bollann eða annað ílát þá
helli ég út um allt. Ég er ekki eini
klaufinn við að meðhöndla þessar
femur því ég veit um mikinn fjölda
sem á við sama vandamál að etja.
Niðurstaðan hlýtur því að vera sú
að þessar femur em mjög klaufalega
hannaðar og er ekki vanþörf á að
fá nýjar femur á markaðinn er gætu
þjónað þessu hlutverki mun betur.
Eins lítra femumar, þessar ferkönt-
uðu sem em t.d. undir Tropicana og
fleiri ávaxtadrykki, em miklu hand-
hægari umbúðir og leysa þennan
vanda vel (þær em notaðar undir
mjólkina á Akureyri). Það væri mik-
il bót í máli ef slíkar umbúðir væm
settar á markaðinn og myndi maður
þá losna við allt þetta „sullu-mall“
sem mjólkurfemunum er nú sam-
fara.
Ég get ekki skilið af hverju þessar
femur em á markaðnum því þetta
em sannkallaðir gallagripir er eng-
an veginn þjóna sínu tilætlaða
hlutverki.
Það væri mikil bót í máli ef þessar ferköntuðu umbúðir væru settar á markaðinn þá myndi maður losna við allt
þetta „sullu-mall" sem mjólkurfernunum er nú samfara, en þær eru hinir verstu gallagripir.
LEÐURVINNA/SMÍÐI
Vegna forfalla getum við bætt nokkrum nemendum
við. Kennt er í 8 vikur og kennslugjald er kr. 3.000,-
Upplýsingar á skrifstofu Námsflokka Reykjavíkur í
símum 12992 og 14106.
LITANIR, SKOL OG STRÍPUR FYRIRALLA
VERIÐ VELKOMIN
VALHÖLLl
ÓÐinSGÖTU 2. REYKJAVÍK ■ SIMT22138 ■
Laus staða
Við læknadeild Háskóla islands er laus til umsóknar
tímabundin lektorsstaða í lífeðlisfræði.
Gert er ráð fyrir að ráðið verði í stöðuna til þriggja
ára. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf
umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og náms-
feril og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 6. apríl nk.
6. mars 1987.
Menntamálaráðuneytið.
SÖLUMENN
Okkur vantar: Sölumann og afgreiðslumann í verslun
okkar sem eru vanir sölu og afgreiðslu á vélum og
iðnaðarvörum. Aðeins vanir menn koma til greina.
Umsóknum ekki svarað í síma. Góð laun fyrir rétta
menn.
Skeifan 11 D,
Reykjavik.
Lausar stöður
Við félagsvísindadeild Háskóla Islands eru lausar til
umsóknar eftirtaldar stöður:
1. Lektorsstaða í stjórnmálafræði. Umsækjandi skal
vera hæfur til að annast kennslu í undirstöðugrein-
um í stjórnmálafræði og kennslu og rannsóknir á
a.m.k. einu af eftirfarandi sviðum íslenskra stjórn-
mála: 1. Ákvarðanaferli og stofnanaþróun innan
stjórnkerfisins. 2. Hegðun og viðhorfum kjósenda.
3. Samanburðarstjórnmálum.
2. Dósentsstaða í aðferðafræði. Umsækjandi skal hafa
aflað sér víðtækrar menntunar og reynslu í rann-
sóknaraðferðum félagsvísinda og tölfræði. Kennsi-
an verður á sviði aðferðafræði, tölfræði og
tölvunotkunar.
3. Lektorsstaða í bókasafns- og upplýsingafræði.
Æskilegar sérgreinar eru einkum skráning og fiokk-
un. Staða þessi er tímabundin og er gert ráð fyrir
að ráðið verði í hana til þriggja ára.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um visindastörf
umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og náms-
feril og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 6. apríl nk.
6. mars 1987.
Menntamálaráðuneytið.