Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1987, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1987, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 1987. Menning „Skemmtikonsert par excellence“ Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands i Háskólabíói 5. mars. Stjómandi: Páli Pampichler Pálsson. Einleikari: Oddur Bjömsson. Efnisskrá: Franz Schubert: Sinfónía nr. 2 í B-dúr, D. 125; Lars-Erik Larsson: Consert- ino fyrir básúnu og strengjasveit op. 45 nr. 7; Atii Heimir Sveinsson: „Júbilus" fyr- ir básúnu og blásarasveit; Pjotr lllitsch Tschaikowsky: Capriccio italien op. 45. Löngum hafa menn litið á æskus- infóníur Franz Schubert sem ungæðislegar þreifingar, þótt þær viðvaningslegar og gisið hljóðfæra- settar. Það verða þær víst að teljast ef þær eru miðaðar við sinfóníur Beethovens, en þó gjalda þær þess líka að vera bomar saman við sinfó- níur rómantíkeranna sem á hæla Schubert komu. Þeir karlar höfðu yfirleitt við snöggtum stærri hljóm- sveitir að miða en Schubert. Hann var kannski litlu betur staddur en Mozart sem upplifði víst fæsta píanókonserta sína, til dæmis, í stærra formi en að leika þá með strengjakvartett, í besta falli kvint- ett. Svo komu kumpánar á vegum útgefenda eftir að tónskáldin vom komin undir græna torfu og bömuðu verkin blásararöddum og alls kyns krúsidúllum. Mér þótti því vænt um að heyra af hve mikilli einlægni hljómsveitin okkar spilaði Aðra Schubert og dró það músíkalskt fagra í henni fram. Síst var dregið úr sveiflubroti Þótt Lars-Erik Larsson sé eitt af merkilegri tónskáldum Svía á þess- ari öld er nafn hans ekki á hvers manns vörum hérlendis, reyndar aðallega þekkt meðal fámenns hóps músíkgeggjara. Litlu konsertamir, sem hann samdi fyrir ýmis einleiks- hljóðfæri, hafa þó átt drjúgan þátt í að halda nafni hans á lofti. Þeir em hressileg músík og mönnum þykir yfirleitt gaman að spila þá, en líka að hlusta á þá. Oddur Bjömsson blés konsertinoið líflega með strengjun- um og dró síst úr því sveiflubroti sem í verkinu leyndist. Tónlist Eyjólfur Melsted Eins og hjá þeim sem spila aðeins beint frá hjartanu Júbilíus, konsert Atla Heimis fyrir básúnu og blásara, er innan við fjög- urra ára gamalt verk, en birtist hér í gjörsamlega óþekkjanlegri mynd frá því sem uppmnalega var. En við- og ofaná-byggingin hefur tekist harla vel. Meðal annars beitir Atli Heimir svipuðum vinnubrögðum og í Silkitrommunni, að fjölfalda radd- ir, bæði einleikara og annarra, og spila með og gegn þeim. Að svoleiðis löguðu er býsna gaman þegar vel er gert, eins og í þessu tilviki. Oddur spilaði básúnuhlutverkið frábærlega og hljómsveitin að baki var viss í sinni sök undir rökvissu og einbeittu slagi Páls Pampichlers. En það sem gerði útslagið á að ég skemmti mér svo konunglega við að hlýða á verk- ið var hversu mjög Atli Heimir byggir viðamikinn slagverksþátt verksins á þeim leikaðferðum sem maður beitir dags daglega með þeim sem ekki em taldir geta lært nóg til að festast undir oki reglna og mynst- urs hinnar svokölluðu æðri „tónlist- ar“ heldur verða að spila allt beint frá hjartanu. Sú fjandans kenning stóðst Það má með sanni segja að á dag- skrá þessara tónleika hafi verið skemmtitónlist. Það er Júbílus í bestu merkingu þess orðs og þegar slagverkamenn höfðu fírað verkinu af tók við annað skemmtistykki, nefhilega Capriccio italien. Undir myndrænu slagi Páls Pampichlers lék hljómsveitin okkar þetta létt og skemmtilega, án þess að yfirdrífa eða gera smeðjulegt eins og hún hefur stundum spilað Tschaikowsky á undanfömum árum. Ég hef áður haft orð á því að lygilega margir fastagestir láti sig vanta þegar sam- an fer íslenskur stjómandi, íslenskur einleikari og íslenskt verk á efnis- skrá, jafnvel að allt þrennt þurfi ekki til. Sú fjandans kenning stóðst í þetta sinn - því er nú verr. En mátulegt á þá sem ekki nenntu, því þeir misstu af einhverjum best Oddur Bjömsson básúnuleikari. heppnaða skemmtikonsert sem „skemmtikonsert par excellence* hljómsveitin okkar hefur leikið - -I Fundur Reagans og Gorbatsjovs Guðmundur Magnússon: Leiötogafundurínn i Reykjavik Almenna bókafélagið, Reykjavík 1986. Þriðjudaginn 30. september 1986 komst Island skyndilega í heimsfrétt- imar, þegar tilkynnt var, að þeir Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Mikael Gorbatsjov, aðalritari Sam- eignarflokks Ráðstjómarríkjanna, ætluðu að hittast í Reykjavík tíu dög- um síðar. Öllum Islendingum em fundardagamir tveir líklega enn í fersku minni. Nú hefur Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur og blaða- maður á Morgunblaðinu, tekið saman stutt og aðgengilegt rit um leiðtoga- fundinn í Reykjavík, prýtt fjölda mynda úr hinu umfangsmikla safni Morgunblaðsins, og hyggst ég hér fara örfáum orðum um þetta rit. Guðmundur segir skilmerkilega frá tildrögum leiðtogafundarins og til- gangi, lýsir gangi hans og mörgum þeim hliðarsporum, sem einstakir menn tóku í sambandi við hann. Hann reynir að lokum að meta gildi fundar- ins og hugsanlega framvindu. Skipti hann einhverju máli? Þótt Reagan og Gorbatsjov næðu ekki samkomulagi hér í Reykjavík, voru þeir miklu nær því eftir hann en þeir höfðu áður ve- rið, eins og Guðmundur bendir á. Sem kunnugt er ræddu þeir í fullri alvöru um mjög róttækar tillögur um um- fangsmikla afvopnun í Norðurálfunni, meðal annars allsheijareyðingu skammdrægra og langdrægra kjam- orkueldflauga. Gorbatsjov setti þó það skilyrði, að Bandaríkjamenn hættu við geimvamaáætlun sína, en Reagan hafnaði því alfarið. Sáraeinföld Stöldrum snöggvast við þennan helsta ásteytingarstein Kremlverja. Einn kosturinn við rit Guðmundar Magnússonar er, að þar er talað af meira viti um geimvamaáætlun Bandaríkjamanna en algengast er í ræðu og riti á Vesturlöndum. Þessi áætlun er í rauninni sáraeinföld. Bandaríkjamenn ætla að re>ma að granda kjamorkueldflaugum, sem Reagan og Gorbatsjov i Reykjavík. skotið er á land þeirra, áður en þær komast þangað. Núverandi vamir þeirra og annarra vestrænna þjóða hvíla hins vegar á ógnarjafhvægi kjamorkuvopnanna. Bandaríkjamenn hóta nú Kremlverjum því, að þeir ráð- ist á lönd þeirra með kjamorkuvopn- um og leggi þar allt í rúst, ef Kremlverjar ráðist á þá. Ég skal fús- lega játa, að mér finnast þær vamir, sem felast í að granda aðeins árásar- flaugum, miklu skynsamlegri en hinar, sem hvíla á hótunum um gagnárásir á heilar þjóðir. Það hefði auðvitað verið fullkomið glapræði, hefði Reagan Bandaríkja- forseti skuldbundið þjóð sína hér í Reykjavík til að hætta við geim- vamaáætlunina. Ef eitthvað er, þá er ég sammála Kohl Þýskalandskanslara Bókmenntir Hannes Hólmsteinn Gissurarson og öðrum leiðtogum Norðurálfuríkj- anna um, að Reagan hafi gengið of langt í viðleitni sinni til að ná sam- komulagi við Gorbatsjov. Hann bauð gagnkvæma eyðingu kjamorkueld- flauga. En hefði hann ekki með því skilið Norðurálfuna eftir án nokkurra raunvemlegra vama? Því má ekki gleyma, að vamir álfunnar hvíla enn sem komið er á hótuninni um sameig- inlega gagnárás Atlantshafsþjóðanna á Ráðstjómarríkin, um leið og víg- drekar Rauða hersins skríða inn fyrir landamæri Vestur-Þýskalands, Nor- egs eða Tyrklands. Ólíkar hugmyndir Guðmundur Magnússon leggur áherslu á annað í riti sínu, sem sumum sést yfir, þegar þeir sjá myndir af bros- andi leiðtogum á sjónvarpsskjánum. Það er, hvílíkur reginmunur er á risa- veldunum tveimur, sem áttu fulltrúa við samningaborðið í Höfða. Þótt Bandaríkin séu vitanlega ekki full- komin, er þetta fijálst land og opið. En Gorbatsjov og félagar hans í hinni nýju stétt Ráðstjómarríkjanna virða einskis almenn mannréttindi, eins og málsvarar ýmissa minnihlutahópa, sem eiga þar undir högg að sækja, minntu okkur á hér í Reykjavík. Þeg- ar risaveldin deila, takast óneitanlega á ólíkar hugmyndir: mannréttinda- hugsjón Johns Locke og skoðana- bræðra hans annars vegar og sameignarstefha Karls Marx og fylgi- fiska hans hins vegar. En hvers vegna slitnaði upp úr samningaviðræðunum í Reykjavík þrátt fyrir það, sem sumir kunna að kalla óhóflega undanlátssemi Reagans Bandaríkjaforseta? Var það í raun og vem vegna þess, eins og margir hafa haldið, að Kremlveijar óttist geim- vamaáætlun Bandaríkjamanna, þar sem þeir hafi ekki fjárhagslegt bol- magn eða tæknilega getu til þess að mæta henni með annarri jafiigóðri? Ekki meirihlutafylgi Einhver sannleikskjami kann að vera í þeirri skýringu, þótt Kremlveij- ar hafi að vísu áratugum saman stundað svipaðar rannsóknir á geim- vömum og Bandaríkjamenn. Mikael Voslenski, höfundur hinnar kunnu bókar Nómenklatúra og einn æðsti maðurinn úr Kremlkastala, sem flpið hefur til Vesturlanda, varpaði fram annarri skýringu, þegar ég ræddi við hann á dögunum. Hún er, að Gor- batsjov hafi ekki ömggt meirihluta- fylgi í stjómmálanefiid (pólitbúró) Sameignarflokks Ráðstjómarríkjanna og ráðin hafi verið tekin af honum á miðjum fundinum. Ég sel þetta ekki dýrar en ég keypti það. En það þykist ég hins vegar vita, að í alþjóðamálum verðum við enn sem fyrr að vera bún- ir við hinu versta, þótt við hljótum að vona hið besta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.