Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1987, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1987, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 1987. Dægradvöl Helmingur bekkjarins á fyrsta stigi í Stýrimannaskólanum: Stefán Þormar, Halldór Vióarsson, Kristján Ásgrímsson, Jón Óskarsson, Siguróur Sigfússon og Árni Bjarnason. Það þykir jafhan eftirsóknarvert hjá strákum að komast á sjó um tíma. Margir komast yfir sumartíma á bát þegar frí er í skólanum og öðlast þannig sína fyrstu reynslu á sjónum. Sá þykir jafiian vera hinn heppnasti sem hreppir pláss á báti því tekju- möguleikar eru óvíða meiri. Oftar en ekki verður veran á sjón- um lengri en upphaflega var ætlað og margir ákveða í framhaldi af því að leggja sjómennskuna fyrir sig. Hafið heillar og sjómennskan er um margt ólík störfum í landi. Flestir utan af landi 1 Sjómannaskólanum í Reykjavík gefst mönnum kostur á að mennta sig í faginu, annaðhvort í Vélskólan- um eða Stýrimannaskólanum. í Stýrimannaskólanum hitti blaða- maður DV að máli hressan hóp nemenda sem er á fyrsta stigi. Nem- endur við skólann eru flestir utan af landi og er hlutfall höfuðborgar- svæðisins í nemendafjölda aðeins brot miðað við landsbyggðina. Strákamir í Stýrimannaskólanum hafa allir verið töluverðan tíma á sjó því inntökuskilyrði í skólann er lág- mark tveggja ára siglingatími til sjós. Námið er því sjaldnast valið af handahófi eins og svo oft vill verða, heldur er það beint framhald af starfsreynslu sem gerir það að verk- Einn af öörum létu nemendur sig falla i sjóinn í sérstökum flotbúningum. Það var mikið um aó vera og æfðar voru ýmsar björgunaraðferðir. Hér er verið að æfa björgun með Markúsarnetinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.