Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1987, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 1987.
31
Sandkom
Þeir eru sjaldséöir i góðviðr-
inu.
Loksins var
hefflað
Einmunablíða hefur verið
sunnanlands það sem af er
vetri. Hefurþessi veðursæld
ekki verið með öllu andskota-
laus þótt menn hafi yfirleitt
verið mjög ánægðir með hana.
Sem dæmi um svörtu hliðarn-
ar má nefha að vegir hafa,
margir hverjir, verið ill- eða
ófærir. Og þótt skrýtið sé hef-
ur það þótt viðburður hafi
veghefill sést á ferðinni á veg-
um úti undanfamar vikur þótt
veður hafi sjaldan eða aldrei
verið heppilegra til vegabóta.
Landsbyggðarfólk hefur því
mátt hossast í holunum, von-
laust um að vegagerðin tæki
nú við sér og heflaði vegina.
Því var það að menn rak í
rogastans þegar gult flykki
sást mjakast eftir þjóðvegin-
um austur í Tungum um
daginn. Horfðu þeir lengi á
fyrirbærið áður en þeir þorðu
að trúa því að þama væri veg-
hefill á ferðinni. Bóndi einn,
sem var fljótur að átta sig,
stökk þegar í símann og
hringdi í vegagerðina. Þegar
hann náði sambandi benti
hann mönnum á að telja hefl-
ana á planinu fyrir utan. Það
léki nefnilega grunur á að ein-
um þeirra hefði verið stolið.
Það var svo skömmu síðar
að fáni var dreginn að húni á
öllum bæjum í Gaulverjabæn-
um. Þá var hefillinn kominn
þangað...
Hins vegar mega bændur á
bæjunum innan við Laugar-
vatn enn hjakka í holunum
ætli þeir að bregða sér milli
bæja því veghefillinn lang-
þráði hefur enn ekki sést á
þeim slóðum.
Farsímar
hleraðir
Einhverjir munu nú hafa
tekið til við þá tómstundaiðj u
að hlera farsíma. Að sögn
Bæjartíðinda í Vestmannaeyj-
um hefurað minnsta kosti
einn aðili í Eyjum komið sér
upp tækjakosti til að hlera
farsímtöl en slík tæki mun
auðvelt að komast yfir erlend-
is. Hefur það þótt mikið sport
að hlera farsíma í Eyjum und-
anfarnarvikur.
Mjög margir hafa fest kaup
á farsímum að undanförnu.
Það eru einkum sjómenn og
bílstjórar sem tekið hafa þessa
tækni í þjónustu sína og talið
sig geta spjallað óhindrað um
heima og geima. Póstur og
sími hefur enda fullvissað
menn um að útilokað sé að
hlera símana. En það er nú
öðru nær ef marka má frétt-
imarúrEyjum.
Og svo er það aumingja
fólkið sem liggur á hleri og
gleypir í sig einkasamtöl. Það
hefur líklega löngu gleymt
gullvægu reglunni sem segir
að maður eigi ekki að vera
með nefið á kafi i koppi ná-
ungans.
Sumir hafa fjárfest i tækjakosti
til að hlera farsíma.
Þeir þykja ekki aufúsugestir á
golfvöllum.
Of margar
holur...
Það hljóp heldur en ekki á
snærið hjá þeim Leynismönn-
um á Akranesi um daginn.
Þeir höfðu um nokkurt skeið
átt 9 holu golfvöll. Svo var það
einn morguninn, þegar þeir
mættu til leiks, að völlurinn
hafði heldur betur bætt sig og
töldust þá á honum hvorki
fleiri né færri en 36 holur.
Þegar var farið að athuga
þetta fyrirbæri kom í ljós að
þrír hestarhöfðu sloppið inn
á völlinn um nóttina og áttu
þeir sök á þeim aukaholum,
sem komnar voru í völlinn.
Mátti skilja á Skagablaðinu á
Akranesi að lítil ánægja hefði
verið með þetta framtak
hrossanna. Hins vegar ber að
hafa í huga að það er alténd
auðveldara að fara holu í
höggi eftir en áður.
Nýtegund
skógræktar
Á nýafstöðnu Búnaðarþingi
skaut upp kollinum orð sem
sjaldan hefur heyrst hingað
til. Inn á þingið komst það
þannig að Búnaðarsamband
Suðurlands beindi þeim til-
mælum til þingsins að það
skoraði á Álþingi, landbúnar-
ráðuneyti og ríkisstjórn að
beita sér fyrir stórfelldri áætl-
un á ræktun bændaskóga, eins
og það var nefnt.
Glöggur maður, sem rak
augun í þessa áskorun, hafði
á orði að úr því að nytjaskóg-
ar væru famir að heita
bændaskógar þá hlyti kinda-
kjöt hér eftir að heita bænda-
kjöt.
Pokará
öskudaginn
Sá siður hefur lengi verið
við lýði að hengja poka aftan
í fólk á öskudaginn. Áður fyrr
fylgdi þessu ýmiss konar ser-
emóníur eins og þær að aska
var sett í pokana og síðan áttu
pokaberar að þramma með þá
yfir svo og svo marga þrösk-
ulda til að fullkomna gaman-
ið.
Síðan breyttist þetta og
þótti nóg að koma tómum
poka aftan á einhvern sak-
leysingjann og reka síðan upp
skellihlátur.
Og enn hefur orðið breyting
á gamninu. Það gerðist sumsé
á nýliðnum öskudegi að
starfsstúlka ein í ónefndri op-
inberri stofnun hér í borg
skaust út í apótek. Þar keypti
hún smokka í öllum regn-
bogans litum. Hún blés þá upp
og hengdi síðan aftan á karl-
kyns samstarfsmenn sína í
stofnuninni. Hafði fólk mikið
gaman af þessu tiltæki. Og
kannski er þetta það sem
koma skal á öskudaginn.
Umsjón:
Jóhanna S. Sigþórsdóttir
Kvikmyndir
Stjömubíó - Stattu með mér ★ ★★
í lert að líki
Stattu með mér (Stand By Me)
Leikstjóri: Rob Reiner.
Handrit Reynold Gideon og Bruce A.
Evans, ettir smásögu Stephen King.
Tónlist Jack Nitzsche.
Aðalleikarar: Wil Wheaton, River Phoenix,
Corey Feldman og Jerry O’Connell.
Þær eru orðnar nokkrar kvik-
myndimar er gerðar hafa verið eftir
sögum Stephen King og er Stattu
með mér ein þeirra. Þessi mynd sker
sig þó úr öðrum. Hér er ekki um
spennumynd að ræða sem byggir á
hinu óþekkta eins og allar kvik-
myndir er gerðar hafa verið eftir
sögum King.
Stattu með mér er byggð á smásög-
unni The Body, ef smásögu skyldi
kalla, því að lengdin er mitt á milli
smásögu og heillar skáldsögu. Það
er ekki laust við að grunur læðist
að manni að hér sé um eins konar
endurminningar höfundarins að
ræða.
Sögumaður er þekktur rithöfund-
ur, leikinn af Richard Dreyfuss, sem
kominn er á miðjan aldur. Þegar
hann les um dauða æskuvinur fer
hann að rifja upp atvik í lífi þeirra
og tveggja annarra er þeir vom ung-
ir að árum. Atvik sem breytti þeim
öllum.
Vinirnir fjórir komast að því fyrir
tilviljun hvar lík drengs nokkurs er
sem saknað hefur verið og ákveða
að finna líkið og komast í blöðin.
Vinimir fjórir eru ólíkir og komn-
ir úr sinn hverju umhverfinu.
Sögumaðurinn Gordie (Wil Whea-
ton) er útundan heima hjá sér. Stolt
fjölskyldunnar, eldri bróðir hans,
hafði látist af slysförum og láta for-
eldrar hans sem hann sé ekki til.
Chris (River Phoenix) er foringi
drengjanna. Hann kemur frá óreglu-
heimili og er viss um að hann eigi
enga framtíðarmöguleika. Teddy
(Corey Feldman) er sá sem alltaf
teflir á tæpasta vað. Hann á föður
sem reyndi að drepa hann og er á
geðveikrahæli. Sá fjórði er Vern
(Jerry O’Connel) feitlaginn drengur,
talar mest og er huglaus að mati
hinna.
I helgarævintýri drengjanna koma
skýrt fram persónur hvers eins, kost-
ir og gallar. Vandamálin, sem þeir
eiga hver og einn við að glíma, koma
upp á yfirborðið. Öll sú eftirvænting,
sem gerði leitina að líkinu spenn-
andi, hverfur um leið og þeir finna
líkið sem er af jafhaldra þeirra sem
hafði orðið fyrir jámbrautarlest.
Stattu með mér fer hægt af stað
en einlægni og eftirvænting drengj-
anna er smitandi. Leikur drengjanna
fjögurra er hreint út sagt ffábær og
væri lítið eftir af myndinni ef ekki
kæmi til einstaklega samstilltur
leikur þeirra. Þessir strákar eru eng-
ir viðvaningar. Saman eiga þeir að
baki ó annan tug kvikmynda. Má
nefha myndir eins og Gremlins, Go-
onies, The Buddy System, The Last
Starfighter og The Mosquito Coast.
Leikstjórinn Rob Reiner á að baki
eina ágæta unglingamynd, The Sure
Thing. Hann hefur greinilega tekið
mikla áhættu með Stattu með mér.
Sögusviðið er þröngt og alltaf er
mikil áhætta að vera með krakka í
aðalhlutverkum. Þessi áhætta hefur
samt borgað sig. Stattu með mér er
heilsteypt kvikmynd. Um leið og hún
lýsir vel tímabili í lífi þessara fjög-
urra drengja lýsir hún þeirri ævin-
týraþrá sem sameiginleg er öllum
jafhöldrum þeirra. Tekið er á vanda-
máhun drengjanna á látlausan en
eðlilegan máta. Allt þetta gerir
Stattu með mér að trúverðugri kvik-
mynd sem gleymist ekki strax.
Hilmar Karlsson
Drengirnir leggja á ráðin um örlagarika helgarferð.
★★★★ Frábær ★★★ Góö ★★ Miðlungs ★ Léleg 0 Afleit
Auglýsing
um framlagningu kjörskrár
í Hafnarfirði
Kjörskrá fyrir Hafnarfjörö vegna alþingiskosninga, sem
fram eiga að fara 25. apríl 1987, liggurframmi almenn-
ingi til sýnis á bæjarskrifstofunni að Strandgötu 6,
Hafnarfirði, alla virka daga nema laugardaga frá 13.
mars til 6. apríl nk. kl. 9.30-15.30.
Kærurvegna kjörskrárinnarskulu hafa borist skrifstofu
minni eigi síðar en 6. apríl nk.
Hafnarfirði, 10. mars 1987.
Bæjarstjóri.
VIKAN
AUGLÝSINGADEItD
Þverholti 11, sími 27022
F YRIRTÆKI -
ATVINNUREKENDUR!
VIKAN
er ekki sérrit, heldur fjölbreytt, víðlesið
heimilisrit, og býður hagstæðasta aug-
lýsingaverð allra íslenskra tímarita.
getrauna-
VINNINGAR!
29. LEIKVIKA - 7. MARS 1987
VINNINGSRÖÐ: 111-111-X1X-2X1
1. VINNINGUR: 12 RÉTTIR,
40540(4/11)+ 56645(4/11)
42775(4/11) 95131(6/11)
53200(4/11) 98807(6/11)
2. VINNINGUR: 11 RÉTTIR,
kr. 37.780
130184(6/11) 219698(13/11) 220002(8/11) + 221804(13/11) 221819(14/11) 589660(3/11)
kr. 1.044,-
3524 <+ 15752 46247 58648’ 125609 128862 + 220008 + 589666
3527 + 16443 + 46701 58835 125610 129295 220009 + 589672
3910 17624 46745 59176 125613 130183’ 220010+ 589688
4173 17985 46764’ 59362’ 125616 202982 + 220011+ 589720
4434 1840 47687 + 61572 + 126049 203221’ 220843 + 589757
4235 + 40548 + 49682’ 61625 + 126081 + 211368 + 221185 589862
4253 40554 + 52013 61732 126095 211370’ 221189 589981
4285 40557 + 52558 + 62122 126109 211943 + 221261’ 591184
6856’ 40562 + 52750 95251 126117 212208’ 221697 591195
6873 40574 + 53076 95252 126182 214492 221713’ 659060
7036 41347 53858’+ 96625 126302 219164 221719 660229
9208 + 41350 54934 96630 126306 219398 221767 660282
10502 42191 55590 98586 126449 + 220001’+ 221775’
10903 43786 55635 100041 126614 220003’+ 221911’ Úr 28. v.:
12603 + 45478’ 55780+ 101956 127065 220004’+ 222019 95252
12620 45506 55869 125103 127275 220005’ + 188749
15313 45778 56559 + 125235 127399 220006’+ 531867 ’ = 2/11
15747 46236 57707 125321’ 127837 220007’+ 589662 <=3/11
íslenskar Getraunir, íþróttamiðstöðinni v/Sigtún, Reykjavík
Kærur skulu vera skriflegar, Kærueyðublóö fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni i
Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina
Kæmfrestur ei til mánudatjsins 30. mars 1987 kl. 12 00 á hádegi.
Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að framvísa slofni eöa senda stofninn og fullar
upplýsingar um nafn og heimilisfang til íslenskra Getrauna fyrir lok kærufrests.