Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1987, Side 32
32
MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 1987.
Erlendir fréttaritarar
Skiptar skoðanir
um réttlæti
viðskiptabanns
-viðskiptabannið gegn Suður-Afríku bitnar meir á Svíum sjálfum
„Það minnsta sem við getum farið fram á er að þið aðstoðið þá ekki við
að framleiða byssukúlurnar sem þeir skjóta börnin okkar með.“ Þannig
hafa ítrekaðar beiðnir leiðtoga blökkumanna í Suður-Afríku til umheimsins
hljóðað og nú hafa Sviar ákveðið að setja á viðskiptabann gegn Suður-
Afriku.
Gurmlaugur A Jónssan, DV, Lundi:
Nú í vikunni mun sænska ríkis-
stjórnin greina frá því á hvem hátt
viðskiptabanni hennar gegn Suður-
Afríku verður hagað. Skiptar
skoðanir hafa verið í Svíþjóð um
hvort einhliða sænskt viðskiptabann
sé réttlætanlegt og enginn vafi er á
því að Ingvar Carlsson forsætisráð-
herra hefúr verið mjög tvístígandi í
málinu, þó svo hann léti undan
þrýstingi að lokum.
Markmið sænsku ríkisstjómar-
innar hefúr verið að berjast fyrir
þessu máli innan Sameinuðu þjóð-
anna og virtust íngvar Carlsson og
Sten Andersson utanríkisráðherra
lengi bjartsýnir á að Öiyggisráð SÞ
mundi samþykkja viðskiptabann á
S-Afríku. Forðuðust þeir í lengstu
lög að ræða hvað sænska ríkis-
stjómin hy gðist fyrir ef Öryggisráðið
yrði á endanum ekki sammála um
viðskiptabannið. Þó lét ekki síst
Andersson í það skína að þá kæ-
must Svíar ekki hjá því að lýsa
einhliða yfir viðskiptabanni á S-
Afrí'ku. - Um það hafa leiðtogar
blökkumanna, svo sem Desmond
Tutu biskup og Alan Busak, ítrekað
beðið.
Brot á hefðbundinni stefnu
Nú hefur sem sé sænska ríkis-
stjómin ákveðið að verða við þessari
áskorun blökkumanna í S-Afríku
þótt enn sé ekki fyllilega ljóst hvem-
ig banninu verði háttað. Ljóst er að
það sem fyrst og frímst hefúr staðið
í Ingvari Carlssyni í þessu máli er
að einhliða bann Svíþjóðar, án sam-
þykkis Öryggisráðsins, er augljóst
brot á hinni hefðbundnu utanríkis-
stefnu Svía, hinni svokölluðu
Undén-línu. Östen Undén var utan-
ríkisráðherra Svíþjóðar samfleytt frá
1945 til 1962 og markaði manna
mest þá utanríkisstefriu sem eftir-
komandi ríkisstjómir hafa síðan
fylgt. - Hún felst fyrst og fremst í
hlutleysi gagnvart stórveldunum og
að taka ekki þátt í refsiaðgerðum,
eins og viðskiptabönnum, nema Ör-
yggisráð SÞ samþykki þær.
„Við verðum að gera okkur grein
fyrir því að með þessari ákvörðun
göngum við þvert á hefðbundna ut-
anríkisstefnu Svía. Það getum við
því aðeins réttlætt með því að að-
stæður í Suður-Afríku séu alveg
einstæðar og að þetta verði eina frá-
vik okkar frá Undén-línunni,“ sagði
Ingvar Carlsson er hann skýrði frá
ákvörðun ríkisstjómarinnar fyrir
skömmu.
Sakaður um seinagang
Carlsson hefur verið sakaður um
seinagang í þessu máli og greinilegt
er að honum hefúr sámað, ekki síst
þegar gefið hefur verið í skyn að
Olof Palme hefði sýnt meiri hörku í
málinu. Það hefur líka komið fram
að miðjuflokkamir tveir í sænskum
stjómmálum, það er þjóðarflokkur-
inn og miðflokkurinn, vildu ganga
harðar fram í þessu máli og ungliða-
og kvennahreyfing jafnaðarmanna-
flokksins vildu sömuleiðis að ekki
yrði beðið með það og létu í ljósi
óþolinmæði yfir seinagangi ríkis-
stjómarinnar.
Á tímbili virtist sem Ingvar Carls-
son stæði næst erkióvininum, íhalds-
flokknum, í þessu máli. Sárindi
Carlssons komu vel í ljós á þingi
Norðurlandaráðs á dögunum er
hann brást öskureiður við er Gunnel
Jonáng, þingmaður miðflokksins,
gagmýndi hann fyrir að koma tóm-
hentur til Helsinki varðandi Suður-
Afríkumálið.
Bitnar meira á Svíum
En Carlsson er varkár stjóm-
málamaður. Hann sér betur en ýmsir
aðrir að bannið bitnar meira á Svíum
sjálfum en Suður-Afríku. Það sem
mælir gegn banninu er fyrst og
fremst eftirfarandi: bannið er eins
og áður sagði brot gegn Undén-
línunni, það mun hafa í för með sér
aukið atvinnuleysi í Svíþjóð og
sænsk fyrirtæki í Suður-Afríku
verða að hætta starfeemi sinni. Mjög
vafasamt er talið að sænskt bann
muni hafa nokkur áþreifanleg efna-
hagsleg áhrif fyrir Suður-Afríku.
Auk þess er hætt við að bannið skapi
fordæmi í sænskri utanríkispólitík.
„Við munum reyna að skapa ný
atvinnutækifæri í stað þeirra er
hverfa í Svíþjóð í kjölfar bannsins
en það er ljóst að þetta mun hafa
áhrif. Við getum ekki lofað öllum
þeim atvinnu er koma til með að
missa störf sín vegna bannsins,"
sagði forsætisráðherrann sem hefur
greinilega viljað sýna svart á hvítu
að það hefúr verið um ýmislegt að
hugsa í málinu áður en ákvörðun
var tekin.
ítrekaðar óskir
Það sem mælir með banni er hins
vegar fyrst og fremst að leiðtogar
blökkumanna hafa ítrekað óskað
eftir því og skorað á sænsku ríkis-
stjómina. „Það minnsta sem við
getum farið fram á er að þið aðstoð-
ið þá ekki við að framleiða byssukúl-
umar sem þeir skjóta böm okkar
með,“ sagði einn þeirra.
Þó svo að bannið hafi ekki mikil
efnahagsáhrif fyrir Suður-Afríku þá
er ljóst að bannið hefúr siðferðileg
áhrif. Við þetta bætist að Svíar hafa
löngum viljað vera framarlega i
flokki í baráttunni gegn óréttlæti
hvar sem er í heiminum og margir
Svíar hafa kvartað yfir að Danir og
Norðmenn séu nú komnir ffarn úr
Svíum í þessari baráttu. Bannið hafi
ekki heldur í för með sér brot gegn
hlutleysiskröfunni gagnvart stór-
veldunum.
En hvað sem slíkum vangaveltum
líður þá er nú ljóst orðið að Sviar
setja viðskiptabann á Suður-Afríku
en ekki hefiir verið skýrt frá hvemig
bannið verður í smáatriðum.
Fiskurinn flýr
innhöf Danmerkur
Haukur L Haukssan, DV, Kaupmannahcfo:
Sjómenn þeir er stunda veiðar í inn-
höfúnum í Danmörku eiga í miklum
erfiðleikum um þessar mundir. Aðal-
gjaldkeri danska fiskveiðisambands-
ins segir að um þriðjungur hinna
fjögur þúsund félagsmanna hafi sótt
um lántöku í banka þar sem fjármál
þeirra em í miklum ólestri.
Þriðji ísveturinn í röð á stóran þátt
í erfiðleikum sjómannanna en aðalor-
sökin er fiskleysið. Þegar ísinn hverfur
er nánast enginn fiskur í sjónum.
Mengun sjávarins í Danmörku hefur
orsakað fiskidauða og fiskiflótta í stór-
um stíl.
Dýrtspaug
Sem dæmi um örvæntingu sjómann-
anna má nefna að margir þeirra pína
báta sína í gegnum ísbreiðumar á leið
til veiða. 1 mörgum tilfellum hafa bát-
amir skemmst. Dælumar hafa gengið
með fullum krafti meðan aðrir bátar
hafa dregið viðkomandi í land. Flestir
sjómannanna hafa ekki ísskaðatrygg-
ingu svo þessar misheppnuðu veiði-
ferðir em frekar dýrt spaug.
Stjómarmeðlimir í fiskveiðisam-
bandinu segja að sjómennimir þeytist
nánast um allt í leit að fiski. Ef orð-
rómur berst um fisk á einum ákveðn-
um stað má á augabragði sjá yfir
hundrað báta við veiðar þar. .
Rauðsprettan horfin
Fyrir skömmu var haldinn aðalfúnd-
ur í fiskveiðifélaginu í Sæby nyrst á
austurströnd Jótlands. Áður gerðu
fimmtán til tuttugu dragnótarbátar
út þaðan á rauðsprettu. Nýlega flutti
síðasti báturinn þaðan til annarrar
hafiiar. Sá bátur yeiddi reyndar við
heimabæ sinn í tilefni fúndarins. Afl-
inn nam tíu kílóum af rauðsprettu á
einni viku. Samkvæmt gömlum félags-
manni þaðan voru áður um þrjú
hundmð kíló í hveiju togi og togað
var þrisvar á dag. Segir hann haf-
botninnn vera þakinn fitugu slímlagi
sem drepið hefúr átu rauðsprettunnar
og hún því horfið.
Gefast upp
I Hals, finímtán kílómetrum sunnar,
hafa allir sjómenn gefist upp. Þar lok-
aði fiskvinnslustöðin fyrir tveimur
árum og því ekki hægt að lifa af veið-
unum. I Öster Hump, eilítið sunnar,
nam rauðsprettuaflinn þremur millj-
ónum danskra króna fyrir ekki svo
löngu. Á einu ári féll aflinn niður í
þrjátíu þúsund danskar krónur. Rauð-
sprettan var horfin. Af níu bátum, sem
eiga Öster Ömp sem heimahöfn, gerir
aðeins einn út í dag. Hinir hafa sótt
til annarra hafna.
Sömu sögu er að segja í fleiri fiski-
bæjum við austurströnd Jótlands og
vesturströnd Sjálands. Bátamir verða
að sækja lengra norður í Kattegat til
að fá fisk.
Þriggja tíma stím
Verst er ástandið hjá eigendum
smærri báta. Flest virðist vinna gegn
þeim, þar á meðal hækkandi olíuverð
sem gerir þeim ókleift að sigla langt
norður í Kattegat eftir fiski. í Gill-
eleje, sem er stærsta veiðihöfn á
Sjálandi, þurfti aðeins að sigla í hálf-
tíma til að fá fisk hér áður. Nú þurfa
bátamir að stíma í þrjá tíma á smá
bletti sem hreinlega em þaktir fiski-
bátum.
Talsmaður danska fiskveiðisam-
bandsins segir að nú reyni á stjóm-
málamennina. Þurfi sjómenn að fá
aðstoð ef hafnimar eigi ekki að enda
sem hafnir sportbáta og áhugaveiði-
manna.
mm ■ ■ ■
Norskir sjo-
menn mótmæla
skipaskrá
PéH Vittýálmeaon, DV, Osló:
Þessa dagana er norska við-
skiptaráðuneytið að leggja síðustu
hönd á tillögu um norsk-alþjóðlega
skipaskrá í Noregi. Samtök nor-
skra sjómanna segja tillöguna taka
samningsréttinn frá verkalýðsfé-
lögunum.
Undanfarin ár hafa norskir út-
gerðarmenn krafiat þess að Noreg-
ur taki upp alþjóðlega skipaskrá.
Stjórnvöld hófu undirbúning að
slíkri skrá í haust eftir að mörg
norsk útgerðarfélög umskráðu akip
sín til landa eins og Panama, Líber-
íu og Bermúda. Þessi lönd hafa
svokallaða opna alþjóðlega skipa-
skrá sem gefur útgerðum mögu-
leika á að ráða til sín sjómenn á
lágmarkskjörum þess landa sem
sjómennirnir koma frá. Þó geta
útgerðarfélög ekki ráðið sjómenn á
verri kjörum en alþjóðasamband
samgönguverkamanna leyfir. Al-
þjóðasambandið fylgist með skip-
um sem skráð eru í löndum með
opna alþjóðlega skipaskrá og gerir
oft ráðstafanir til að rétta við kjör
sjómanna.
Norsk-alþjóðlega skipaskráin
verður ekki opin og því mun al-
þjóðasarobandið ekki skipta scr af
skipum sem sigla undir norsku
flaggi. Samtök norskra sjómanna
geta heldur ekki skipt sór af ráðn-
ingarsamningum sjómanna. Þetta
gerir það að verkum að útgerðarfé-
lög verða algjörlega einráð um þau
kjör sem þau bjóða sjómönnum.
Norska sjómannafélagið mótmælir
tillögunni um skipaskrána og telur
ríkisstjórn Verkamannaflokksins
ekki stætt á að aamþykkja tillögu
sem brýtur samningsrétt verka-
lýðafélaga á bak aftur.
Útgerðarmenn eru aftur á móti
ánægðir með tillöguna og þeir
segja að verði hún samþykkt muni
öll norsk skipafélög og mörg erlend
skrá skip sín í alþjóðlega norska
skipaskrá.