Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1987, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1987, Side 33
MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 1987. 33 Erlendir fréttaritarar Ætluðu ðð SGljð Efft/nhim geislavirkt mjólkurduft Aagtír Eggertaaon, DV, Minchen; I Þýskalandi má enn greina afleið- ingar kjarnorkuslyssins í Chemobyl. Geislavirkt mjólkurduft er nýjasta vandræðabam yfirvalda sem þau hafa nú tekið að sér eftir að upp komst að selja ætti duftið til Egypta- lands. Nú heftn- því verið komið fyrir á svæði hersins og bíður þar úr- skurðar yfirvalda. , Neíhd hjá umhverfismálaráðu- neytinu glímir nú við vandamálið og hafa þrjátíu lausnir verið ræddar en ekki er að vænta niðurstöðu i bráð. Segja má að orsök vandamálsins megi rekja til landbúnaðarráðgjafa sem sögðu bændum að nota geisla- virku mjólkina til ostagerðar. Sér- fræðingar geislastofiiunarinnar í Múnchen ráðlögðu bændunum hins vegar að eyðileggja heyið sem slegið var í maí á síðasta ári. Landbúnaðar- ráðgjafamir vissu að aðal geisla- virknin mundi verða eftir í úrgangsefnum ostagerðarinnar og var mjólkurduftið að lokum unnið úr því. Þar með hafði vandamálið verið búið til. Brátt hlóðust upp staflar af mjólk- urdufti hjá verksmiðjunni í Rosen- heim. Þar sem verksmiðjan sá sér ekki ftert að losa sig við sjö þúsund tonn af mjólkurdufti keypti ríkis- stjómin duftið eins og hvem annan geislavirkan úrgang. Þar með var ekki sagt að ríkisstjómin gæti losað sig við mjólkurduftið. Einfaldast leist mönnum á að brenna duftinu eins og það lagði sig. Það hefði haft það í för með sér að geislavirknin dreifðist um nærliggjandi svæði því ekki er hægt að sía hana úr reykn- um. Einnig var lagt til að hella mjólk- urduftinu niður í gamla saltnámu en þar sem duftið bæði fulnar og gerjast reyndist ekki hægt að geyma það á þennan hátt. Nú á að reyna minnka geislavirknina í mjólkur- duftinu með jónaskiptingu. Með þessari aðferð er duftið leyst upp í vatni og látið renna í gegnum síu. Þar er því skipt í tvo hluta. í þeim hluta sem inniheldur meira salt er jónaskiptingjn framkvæmd. Þarmeð hefur geislavirka efnið cesíum 137 verið fjarlægt og eftir er næstum hrein mjólk. Geislavirka efhið er eft- ir verður getur ekki geijast og hægt er að geyraa það í eiturgeyraslura. Gallinn á gjöf Njarðar er sá að eng- inn veit hvemig hægt er að beita þeasari aðferð í svo stórum stíl. Kost- urinn við hana að er að hún er sú ódýrasta. ' i ■*#* i i í Ölpunum eru litil þorp að breytast í hótelþyrpingar og er hægt að bera mengunina i Alpahéruðunum saman við mengun i stórborgum. Vaxandi mengun í Ölpunum Ásgeir Eggenssan, DV, Munchen: Áhyggjur umhverfisvemdarfólks í Þýskalandi ágerast nú vegna ástands Alpanna. Ferðamönnum fer fækkandi með ári hverju og mengun fjallasvæð- anna í Austurríki, Þýskalandi, Sviss og Frakklandi fer stöðugt vaxandi. Ferðamálaráð í löndunum segja að í skoðanakönnunum meðal ferða- manna komi fram að þeim falli ekki hin óstöðvandi útþensla ferðamanna- iðnaðarins í Alpalöndunum. I Sviss hverfur til dæmis hvem klukkutíma einn ferkílómetri af nvtjalandi undir malbik. Umhverfisvemdarmenn segja að með bvggingu nýrra skíðalyfta sé ve- rið að eyðileggja Alpana. Með hverju tré sem hverfur missir jarðvegurinn ístað og getur ekki bundið vætuna. Afleiðingin er jarðskrið. Ekki skal undra að sumuni ofbjóði þær 23 millj- ónir skíðamanna sem fluttir em með 4 þúsund skíðalyftum upp brekkumar i Áusturríki. Talið er að sámtals megi finna um 15 þúsund skíðalyftur í Ölp- unum. Vegir eru breikkaðir og lítil þorp em að breytast í hótelþjTpingar. Hið lífsnauðsynlega jafnvægi náttú- mnnar er að raskast. Hægt er að bera mengunina í Alpa- hémðunum saman vnð ástandið í stórborgunum. Davos var einn af fáum stöðum sem lögðu í að láta rannsaka loftmengunina á svæðinu. Niðurstað- an varð sú að bera má hana saman við mengunina í stórborg á borð við Zúrich. Mengunin er einnig þess vald- andi að aðeins annað hvert tré í Bæjaralandi telst vera heilbrigt. Er skíðatímanum lýkur koma skemmdimar á náttúmnni í ljós og þar sem fjallgöngumenn búast við að sjá skóga og sel rísa skíðalvftur við himinn. Sumartíminn í Ölpunum næg- ir ekki til að græða sárin og er jarðvegurinn því enn viðkvæmari fyrir uppblæstri. Urval MARSHEFTIÐ ER KOMIÐ - MEÐ ÚRVALSEFNI EINS OG VENJULEGA BORGIN ÞAR KVERKATAK GULLÆÐIÐ ÁSTIN Á ÞESS VEGNA ÓBILANDI SEM TÍMINN GLÆPAHRING- í AMAZÓN MEÐAL OKKAR GAFST ÉG UPP Á KJARKUR STÓÐ KYRR ANNAÁ Slóð gullsins er ofbeldi Enn ein úrvalsgreinin eft- HJÓNABANDINU JÓNI DUNN Herculaneum, borgin við Napólíflóa á Ítalíu, sem lenti undir gjóskubergi árið 79, er smám saman að koma í Ijós aftur. Heimsókn þangað er eins og að ferðast 19 aldir aftur í tímann. NEW YORK „Stóra eplið" er smogið mafíuormi sem lifir á allri kaupsýslu og iðnaði stærstu borgar Banda- ríkjanna. Þar með tekur hann toll af öllum þeim sem þar lifa og starfa eða koma þangað sem gestir. stráð og „slysum" þar sem félagar og sam- starfsmenn skera hver á annars súrefnisslöngur. Þetta er vestraumhverfi þar sem menn eru reiðu- búnir að taka réttlætið í sínar eigin hendur. ir David Reuben. Nú fjallar hann um endingu ástarinnar sem kannski endist svona misvel af því að menn kunna ekki að greina á milli draum- óraástar og raunsæisást- ar. Ólík sjónarmið, fram- hjáhald og fjarvistir - allt þetta verkaði saman til að skemma hjónaþand Kristjáns og Sesselju. En þó Sesselja væri manni sínum ekki ótrú gerði hún að öðru leyti öll „sí- gild" mistök sem hægt er að gera í hjónabandi. Unga konan stórslasað- ist á skíðum og var í fyrstu ekki hugað líf. En hún lifði á viljanum og byggði sig upp með óbil- andi kjarki, ekki aðeins til að lifa áfram heldur einnig til að verða afreks- maður í íþróttum. Úrval ÞÚ VERÐUR AÐ LESA ÞAÐ. KAUPTU ÞAÐ Á NÆSTA BLAÐSÖLUSTAÐ - NÚNA!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.