Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1987, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1987, Page 40
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 1987. Kristín Halldórsdóttir: Siðum karlana betur „Þetta eru ósköp eðlileg svör miðað t'^H’ið umtal og spár um næsta stjórnar- mynstur. Kvennalistinn hefur lítið verið inni í þeirri mynd, sem á sér eðlilegar skýringar, fyrst og fremst þær að vinnubrögð okkar eru svo gjö- rólík vinnubrögðum gömlu flokkanna að efalaust finnst mörgum ótrúlegt að þeir gætu starfað með okkur. Blessað- ir karlamir eiga mikið ólært enn í vinnubrögðum - við þmfum að siða þá betur áður en við getum farið að stjórna landinu með þeim.“ -baj Ólafur Ragnar Grímsson: Jón Baldvin eyðilagði jafnaðar- mannastjórn „Þessi niðurstaða sýnir að það hefur komist til skila að forysta Alþýðu- flokksins og forvsta Framsóknar- flokksins eru að keppa hvor við aðra um að fá að stjóma landinu með Sjálf- stæðisflokknum eftir kosningar og sú kenning Þoi-steins Pálssonar, að Al- þýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokk- urinn séu helstu keppinautamir í íslenskum stjómmálum, virðist ekki eiga við,“ sagði Ólafur Ragnar Gríms- son, varaþingmaður Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík. „Keppnin stendur á milli Alþýðu- flokksins og Framsóknarflokksins um það hvor flokkurinn fær meira fylgi til þess að geta myndað ríkisstjóm með Sjálfstæðisflokknum. Það kemur ekki á óvart að jafnaðarmannastjóm fær ekki meira fylgi í þessari könnun þar sem Jón Baldvin Hannibalsson hafhaði þeirri hugmynd og eyðilagði því þann möguleika að almenningur (___fengi trú á að það stjórnarmynstur væri raunhæft, ekki síst vegna þess að á sama tíma ítrekaði Alþýðuflokk- urinn ósk sína um samstarf við Sjálf- stæðisílokkinn," sagði Ólafur Ragnar. -Oj LOKI Þeir hafa heimsendingar- þjónustuna með sínum hætti hjá Póstinum í Firðinum! Þrítugur bílstjóri dæmdur í 3 'A árs fangelsi fyrir að nauðga þriggja ára bami: „Hefði hiklaust átt að fá hámaiksrefcingu „Maðurinn er Ifklega búinn að skaða bamið fyrir lífstíð. Hann hefði hiklaust étt að fá hámarksrefsingu," sagði Díana Sigurðardóttir, frum- kvöðull að stofhun baráttusaxntaka gegn kynferðisglæpum, spurð um dóm yfir kynferðisafbrotamanni er kveðinn var upp í sakadómi Hafhar- fjarðar í gær og sagt er frá á bls. 3 í DV í dag. Þar var þrítugur bíl- stjóri dæmdur í 3 'A árs fangelsi fyrir að nauðga þriggja ára stjúpdóttur sinni haustið 1984. Svala Thorlaeius hæstaréttardóm- ari, sem mjög hefúr látið mál kynferðisglæpamanna sig varða, tók undir með Díönu; „Þetta er vægur dómur.“ Dóminn kvað upp Finnbogi Alex- andersson héraðsdómari og hefúr hann neitað að gefa upp nafii hins dæmda að svo stöddu. Samkvæmt heimildum DV er hér um atvinnubíl- stjóra að ræða sem ekki hefúr áður orðið uppvís að kynferðislegu óeðli gagnvart bömum. Hanner jxiþekkt- ur meðal lögreglumanna í Hafhar- firði sem segja hann vera kominn af „vandræðaheimili", eins og þeir orða það. Búast má við að dómurinn verði mjög til umræðu á framhaldsstofh- fundi baráttusamtaka gegn kynferð- isglæpum sem haldinn verður í Hlaðvarpanum 18. mars. Samtökin hafa þegar ákveðið að opna skrif- stofu með sima og símsvara og ráögert er að hefja útgáfú blaðs sem dreift verður á öll heimili í landinu. -EIR Helga Kolsöe tókst i gær að bjarga þessari bréfdúfu úr fálkaklóm. Helgi sá hvar fálki elti dúfuna þar sem hann var staddur á Háleitisbrautinni um miðjan dag. Fálkinn sló dúfuna, en Helgi náði henni vankaðri en á lífi. Dúfan var merkt og komst til eiganda síns eftir hildarleikinn. DV-mynd Brynjar Gauti Halldor Ásgrímsson: Kemur ekkert á óvart 4 „Þetta kemur ekkert á óvart. Ég, hélt þó raunar að mun fleiri vildu | núverandi stjóm en stjóm sjálfstæðis- manna og krata. Annars fer stjómar- myndun auðvitað alveg eftir úrslitum , kosninganna og tilgangslítið að vera I með svona spádóma fyrr en þær em : um garð gengnar," sagði Halldór Ás- grímsson, ráðherra og varaformaður j Framsóknarflokksins, um skoðana- könnun DV. „Frá okkar bæjardyrum mun mál- efnalegur gmndvöllur ráða því hvort i við verðum í næstu stjóm eða ekki. Ef við komum sterkir frá kosningun- um finnst mér líklegt að v'ið verðum i stjóm. Ef hins vegar Alþýðuflokkur- inn kemur sterkur frá þeim er jafn- líklegt að hann verði í ríkisstjórn. I Þessi öfl vegast á í kosningunum," sagði Halldór. -HERB: Guðmundur Einarsson: Viðreisn stendur fyrír festu \ Veðrið á morgun: Rigning á Suðaustur- landi Á fimmtudaginn verður sunnan- og suðvestanátt um land allt. Rign- ing á Suðausturlandi og sunnantil á Austfjörðum en skúrir á Vestur- og Suðvesturlandi. Norðanlands verður skýjað en úrkomulaust að mestu. Hiti verður á bilinu 3-6 stig. „Það er tvennt sem kemur fram í j niðurstöðum þessarar könnunar,“ sagði Guðmundur Einarsson, þing- maður Alþýðuflokksins. „Núverandi ríkisstjórn skorar þriðj- ung atkvæða og það er vegna þess að ’ sitjandi ríkisstjóm gengur yfirleitt vel t í könnunum. Þá virðist viðreisnar- stjóm njóta stuðnings og er það vegna j þess að í hugum fólks stendur við-r reisnarstjómin fyrir festu í stjóm- málum. En hvort sú stjórn verður niðurstaðan eftir kosningar er önnur| saga,“ sagði Guðmundur Einarsson. -ój B Sverrir Hermannsson: Sjátfstæðisflokk- urinn alltaf inni í myndinni „Þeir rjúka alltaf saman þessir vinstri flokkar - sérstaklega í góðæri - og segja: „Nú viljum við!“ En þessar niðurstöður sýna auðvitað að dómur almennings er að okkur hafi gengið vel í núverandi stjórn. Sjálfstæðis- flokkurinn má einkum vel við una, það er helst ekkert nefnt nema hann sé inni í myndinni." -baj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.