Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987. 5 DV Sljómmál Urslit kosninganna í Norðurlandskjördæmi vestra: Stefán úti í kuldanum á 46 atkv. Borgaraflokks? Páll Pétursson Pálmi Jónsson Ragnar Arnalds Páll Pétursson (B), Pálmi Jónsson (D) og Ragnar Arnalds (G) eru þeir þrír þingmenn í Norðurlandskjör- aæmi vestra sem taldir eru öruggir inn á þing í kosningunum. Fjórir þingmenn eru kjördæmakjörnir og virðist baráttan um fjórða sætið standa á milli Stefáns Guðmunds- sonar (B) og Andrésar Magnússonar (S) Borgaraflokki. Það sem meira er er að Andrés virðist inni miðað við nýjustu skoðanakönnun félagsvís- indadeildar um helgina. Könnunin var gerð sérstaklega fyrir kjördæm- ið. Mjótt er á mununum á milli þeirra. Þannig þarf Stefán í Fram- sóknarflokki aðeins að taka um 46 atkvæði frá Borgaraflokknum svo að hann sé inni. Spennandi þetta. Alls eru um 7.300 á kjörskrá í Norðurlandskjördæmi vestra. Ef miðað er við um 87 prósent kjörsókn má búast við að greidd atkvæði verði í kringum 6.200 talsins. Úrslit i kosningunum 1983 urðu þessi: A 411 atkv. (0) B 1.641 atkv. (2) BB 659 atkv. (0) D 1.786 atkv. (2) BJ 177 atkv. (0) G 1028 atkv. (1) 5.702 Á kosningafúndinum á Hvamms- tanga á laugardag kom fram hjá Jóni Sæmundi Sigurjónssyni, Al- þýðuflokki, að hann telur að Framsókn fái 2, Alþýðubandalag 1 og Sjálfstæðisflokkur 1. Sá fimmti er uppbótarþingmaður og taldi Jón að baráttan um hann stæði á milli 2. manns Sjálfstæðisflokks og sín, fyrsta manns Alþýðuflokks. Á sama tíma var félagsvísindadeild að gera könnun í kjördæminu fyrir Dag. Alls 373 voru spurðir. Sam- kvæmt könnuninni verður fylgi flokkanna í kosningunum þetta: A 614 ( 9,9%) B 1.730 (27,9%) D 1.190 (19,2%) G 936 (15,1%) V 577 ( 9,3%) s 874 (14,1%) Þ 260 ( 4,2%) M 19 ( 0,3%) 6.200 atkvæði Þetta er athyglisverð könnun fyrit þær sakir hve Borgaraflokkurinn ei sterkur. Hann er samkvæmt þessu með mann inni, Andrés Magnússon lækni á Siglufirði, nokkuð sem fram- bjóðendur hugleiddu ekki einu sinni á fundinum á Hvammstanga á laug- ardaginn. Lítum á úrslitin og fylgið á bak við hvem þingmann samkvæmt nýju kosningalögunum sem kosið verður eftir. Byrjað er á að deila tölunni £ (fjöldi þingmanna) upp í 6.200 at- kvæði. Út fæst kjördæmatalan 124( og grunntalan 826. Atkvæði lægstr flokkanna eru þá dregin frá, í þessi Fréttaskýring Jón G. Hauksson tilviki Alþýðuflokks, Kvennalista, Þjóðarflokks og Flokks mannsins. Út fæst ný kjördæmatala, 946, og ný grunntala, 630. Gmnntalan er fundin til að vita hvort viðkomandi flokkur á séns eða ekki. 1. þingmaður B 1.730 -946 Afg.784 (Páll Pétursson) 2. þingmaðm' D 1.190 -946 Afg.244 (Pálmi Jónsson) 3. þingmaður G 936 -946 Afg.-lO (Ragnar Amalds) 4. þingmaður S 874 -946 Afg. - 72 (Andrés Magnússon) Við sjáum að Stefán Guðmunds- son, þingmaðurinn frá Sauðárkróki, er líklegur til að fá uppbótarsætið með 784 atkvæði á bak við sig og keppir við Andrés sem er inni á 874 atkvæðum. Þegar upþbótarmanninum er út- hlutað skiptir þó fylgi flokkanna annars staðar á landinu máli. Tekin em saman ónýtt atkvæði annars staðar á landinu og þar skipta auð- vitað ónýtt atkvæði hjá flokkunum í Reykjavik og Reykjanesi mestu máli. Heiftarleg barátta Stefáns Guðmundssonar Gefum okkur að Steingrímur Her- mannsson í Reykjaneskjördæmi eða Guðmundur G. Þórarinsson í Reykjavík næðu ekki kjöri. Þar með hefði Stefán fyrir norðan séns. Ef Steingrímur og Guðmundm- ná kjöri, sem telja verður líklegt sam- kvæmt nýjustu skoðanakönnunum. er Stefán orðinn kaldur. Það sem Stefán verður þess vegna að gera er að hirða 46 atkvæði frá Borgaraflokknum. Munurinn er nú 90 atkvæði á flokkunum hvað fjórða þingsætið varðar. Þar með væri Stef- án þá inni. Af ofangreindum útreikningum sjáiun við einnig hvað annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins, Vil- hjálmur Egilsson, er vonlaus. Hann á nánast enga möguleika, nema þá að ógrynni ónýttra atkvæði fyrir sunnan hjá Sjálfstæðisflokknum flytjist norður. Tómas Ingi Olrich. þriðji maður flokksins í Norður- landskjördæmi eystra, er þó líklegri til að fá þessi ónýttu atkvæði, hvað þá Björn Dagbjartsson,. 2. maður á lista flokksins, sé hdnn úti sem kjör- dæmakjörinn, eins og sumir vilja meina. Hvað um það. Borgaraflokkurinn og Framsókn berjast nú hatramnn-i baráttu um atkvæðin. Eins og stað- an er samkvæmt þessari könnun þarf Framsókn ekki nema 46 at- kvæði frá Borgaraflokknum. Andrés læknir sterkur Andrés Guðmundsson, læknir á Siglufirði, er vinsæll maður og er örugglega sá sem hefur dregið að upp á síðkastið. Hann er sterkur maður þó aldrei hafi hann komið nálægt pólitík áður. í því liggur styrkleiki Borgaraflokksins. Hann er miklu sterkari i Norðurlandskjör- dæmi vestra en eystra. Ef svo fer sem horfir á þessari stundu eru Jón Sæmundur Sigur- jónsson, efsti maður Alþýðuflokks- ins og Þórðm' Skúlason. annar maður á lista Alþýðubandalagsins, varla inni í myndinni sem uppbótar- þingmenn og það sama verður sagt um Vilhjálm Egilsson. hagfræðing Vinnuveitendasambandsins, annan mann hjá Sjálfstæðisflokki. Kvennalistakonan heit Kvennalistinn fær eins og sjá má drjúgt fylgi, „sín níu prósent“, eins og annars staðar á landinu, sem gera 577 atkvæði ef6.200 kjósa í kjördæm- inu. Fari Málmfríður Sigurðardóttir ekki inn sem uppbótarþingmaður í Norðurlandskjördæmi eystra er kvennalistakonan hugsanlega orðin heit; Anna Hlín Bjamadóttir heitir hún. Aðalástæðan fyrir því hve Borg- araflokkurinn kemur sterkur út í kjördæminu er óánægja sjálfstæðis- manna með Sjálfstæðisflokkinn. Þeir kjósa frekar Borgaraflokkinn en Vilhjálm Egilsson sem skipar annað sæti listans. Vilhjálmur varð fyrir árás margra frambjóðenda á fundinum á Hvammstanga á laugardaginn. Margir sjálfstæðismenn hafa sjálfir sagt að þeir hafi ekkert með fall- kandídat úi' Reykjavík að gera norðm'. Þeir mótmæla þessu með því að kjósa Borgaraflokkinn. Það vakti mikla athygli hve Stef- áni Guðmundssyni, framsóknar- manni á Sauðárkróki, tókst að smala miklu fylgi við sig á Sauðárkróki í einvíginu við Pál Pétursson um fyrsta sæti Framsóknarlistans í vet- m'. Líklegt má telja að Stefán fari nú á fullt á Króknum og herji út atkvæði. Stefán sofnar seint Þá gæti svo farið að einhverjir af þeim tæplega 300, sem nú virðast ætla að kjósa Þjóðarflokkinn. hugsi sig betur imi á kjördag og kjósi Stef- án í stað þess að gefa Þjóðarflokkn- um atkvæði sitt sem síðan gæti hugsanlega dottið dautt niður. Von- brigði þjóðarflokksmanna eru mikil yfi' því að flokkm-inn hefur ekki fengið meira fylgi. miðað við þann hljómgrunn sem stefna hans virðist hafa. Spennan er því í algleymingi í Norðurlandskjördæmi vestra, Stefán Guðmundsson virðist úti í kuldanum núna á aðeins 46 atkvæðimi sem hann þvrfti að fá frá Borgaraflokkn- mn. -JGH 7/7 Israel á söguslóðir Biblíunnar Jerúsalem - Betlehem - Hebron - Dauðahafið - Massada - Jeríkó - Nazaret - Kapernaum - Golanhæðir - Akkó - Haifa - Netanya - Tel Aviv - Jaffa. Nú eru síðustu forvöð að skrá sig í þriggja vikna ferð til ÍSRAEL (með viðkomu í London) sem farin verður 1.-22. maí. Það er einn besti tími ársins til að heim- sækja israel. Frábær og róleg ferð á góðu verði. FYRIR FÓLK Á ÖLLUM ALDRI. Ferðast verður á söguslóðum Biblíunnar og síðan dvalið á bestu baðströnd Ísrael, NETANYA: Meöalfjöldi solardaga i mai 30 dagar Meðalhiti 25-32 stig. AÐEINS 4 sæti laus Ferðaskrifstofa Snorrabraut 27-29, sími 26100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.