Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Blaðsíða 16
16 MIÐYIKUDAGUR 15. APRÍL 1987. Spumingin Hvað ætlarðu að gera í páskafríinu? Örn Sigurðsson nemi: Ja, ætli ég verði ekki bara að nýta mér páskafrí- ið sem best í próflestur og verkefna- vinnu ýmiss konar. Hólmfríður Gísladóttir húsmóðir: Ég býst við að verða heima og njóta þess að slappa af og hafa það náð- ugt. Hver veit nema maður skelli sér á skíði ef veður leyfir. Ólöf Bjartmarsdóttir: Ég er nú óá- kveðin þessa stundina. Ætli maður reyni ekki að gera allt mögulegt í þessu fríi og nýta það vel. Haukur Jónsson forstöðumaður: Ég stefni að því að fara á skíði gefist þess kostur. Ætli maður reyni ekki annars að slappa af með góða bók í hönd. Magnús Bjarki Jónsson nemi: Ég ætla sko að glápa á vídeó með nóg af sælgæti að ógleymdu poppkorn- inu. Það er allavega gott að fá smá frí ffá skólanum. Óskar Jónsson nemi: Til að mynda japla á páskaeggi, það er hægt að gera svo margt. Það er ágætt að fá frí úr skólanum en ég held að ég muni reyna að læra eitthvað líka í páskaífíinu. Lesendur Stefán Karlsson, 8352-2356, skrifar: Já, ábendingin hérna á síðunni er ljót lýsing á vagnstjóra og það varð smáhvellur innan SVR þegar við, hópur vagnstjóra, létum þetta í vagnana hjá okkui-. Nokkrír innan fyrirtækisins gagnrýndu þessa lýs- ingu harðlega og töldu hana niður- lægjandi. Þessum aðilum fannst hins vegar ekkert athugavert við það að samninganefnd borgarstarfsmanna rétti þeim sömu lýsinguna - öðruvísi orðaða. Þar var hún í því formi að vagnstjórum er skipað á neðsta þrep launastigans, á laun sem nánast er ókleift að lifa af og eiga því ekki heima í launatöflu. Einhveijir úr þessum hópi vildu meina að við eign- uðum farþegum þessi viðhorf til okkar en við, sem gæddir erum heil- brigðri skynsemi, vitum að farþegar eru það líka. Það er því greinilegt að í stómm hópum leynist misjafn sauður og gildir þar einu hvort um er að ræða vagnstjóra. farþega og alla aðra. Ég leyfi mér að fullyrða að minnsta kosti 90% farþega og vagnstjóra em gæddir heilbrigðri skynsemi þannig að hjá mér og mínum félögum var Ábending Abending! Þetta fyrirbæri á básnum kallast „vagnstjóri", það heyrir ekki neitt, veit ekki neitt og sér mjög takmarkað. Reynið ekki aö ná vitsmunalegu sambandi við það, því það skilur ekki neitt. Fólk sem tekur sér far meó þessum fyrirbærum gerir það á eigin ábyrgð og megi gæfan vera ykkur _________hliðholl. ___ „Já, ábendingin hérna á síðunni er Ijót lysing á vagnstjóra og það varð smáhvellur innan SVR þegar við, hópur vagnstjóra, létum þetta í vagnana hjá okkur.“ enginn ótti við það að færa í orð það sem skein út úr tilboði samninga- neíndar og hvernig hún metur okkar starf. Við vinnum að jafnaði stanslaust 50 mínútur af hveijum klukkutíma, og ef einhveijar tafir em þá kemur það niður á hvíldartímanum. Þetta þekkist hvergi nema í akkorði. Ég ræddi við skrifstofustúlku sem sagð- ist myndu krefjast aukaþóknunar ynni hún við þessi skilyrði, og er hún þó á 30% hæm launum en ég. Þótt engin átök séu fólgin í vagn- stjórastarfinu krefst það mikillar athygli og álagið er gífurlegt í mik- illi umferð. Mannleg samskipti ern einnig stór þáttur í starfinu og við þann þátt þarf stöðuga skapgerð og umburðar- lyndi svo samskipti við farþega bitni ekki á aðalstarfinu sem er að koma vagni og farþegum heilum í höfn. Oft em samskiptaörðugleikar, en þó furðulitlir rniðað við íjölda farþega og vagnstjóra. Það er því ljóst að þeir sem geta ekki umgengist aðra óttalaust og eðlilega hafa lítið í starfið að gera. Stefán Karlsson, vagnstjóri 100. Afram Albert! Guðmundur Guðmundsson, 3066-6127 skrifar: í viðtali við DV 3. apríl sl. útilokar Sverrir Hermannsson menntamála-' ráðherra samstarf Borgaraflokks og Sjálfstæðisflokks eftir kosningar. Hvemig getur Sverrir aftekið stjórnarsamstarf við einn eða annan flokk eftir kosningar? Hefur hann heimild til að gefa út slíkar yfirlýs- ingar? Ég hef ekki heyrt á þetta minnst hjá fulltrúaráði Sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík og ekki voru gerðar neinar samþykktir á lands- fundi flokksins þó að ekki hafi verið búið að stofna Borgaraflokkinn. Ég held að Sverrir Hermannsson ætti að bera saman sakargiftir Glist- mps og þær ásakanir sem Albert Guðmundsson þarf að sæta. Ég hef þann gmn að Sverrir hafi ekki hug- mynd um um hvað hann er að tala, frekar en oft áður. Það er nokkuð ljóst að ef Albert hefur brotið lög þá ætti allur þing- flokkurinn að segja af sér fyrir yfirhylmingu. Sem þýðir samsekt þar sem þetta var rætt á þingflokksfundi sl. haust og aftur síðar. Þessar yfir- lýsingar Sverris Hermannssonar og að hans mati annarra forystumanna Sjálfstæðisflokksins lýsa hinu marg- umtalaða siðgæði flokksins. „Það er nokkuö Ijóst að ef Albert hefur brotið lög þá ætti allur þingflokkur- inn að segja af sér fyrir yfirhylmingu.“ Það er loforð til kjósenda Sjálf- stæðisflokksins að ekkert á stefnu- skrá Borgaraflokksins verði framkvæmt ef Sjálfstæðisflokkurinn verður í næstu ríkisstjóm. Ekkert fyrir fatlaða, ekkert fyrir aldraða, ekkert fyrir þá er minna mega sín vegna veikinda eða eiga í erfiðleikum af öðrum ástæðum. Nú er það víst að Sjálfstæðisflokk- urinn vill láta kjósa um menn en ekki málefni en ég veit að Albert stendur við sín stefnumál og því er Borgaraflokkurinn skárri kosturinn. Óhentugur kjördagur Sverrir Ólafsson hringdi: Var virkilega ekki hægt að velja heppilegri kjördag en þetta, þ.e. 25. apríl. Hvað hggur á? Það er alveg fullvíst að hagur allra landsmanna hefur ekki verið tekinn í dæmið til að það gengi upp. Hvað um fólk sem býr úti á landi en eins og allir ættu að vita þá eru veðurskilýrðin mismunandi eftir því hvar þú ert á landinu. Og ef það viðrar illa, (en íslenska veðr- áttan er alveg óútreiknanleg) eigum við þá bara að sleppa því að fara á kjörstað? Hver tryggir kosningarétt okkar? Maður skyldi ætla að atkvæðin skiptu meira máli en þetta. Blaðaútgáfa leggst einnig niður sex daga fyrir kjördag vegna pásk- anna, það kemur sér kannski best fyrir stjómraálamennina að við vitum sem minnst um stefriu þeirra og frarabjóðendur. Það er allavega búið að útiloka alla alraennilega stjórnmálaumræðu. Svo ekki sé minnst á nemendur sem em í próflestri á þessum tíma og geta því lítið fylgst með pólítí- kinni þessa dagana. Því er eðlilegt að maður spyrji frambjóðendur, hvað erað þið að fela fyrir okkur? Ánægð með Óánægju- kórinn María Pétursdóttir hringdi: Ég vil þakka fyrir alveg stórgóða sýningu, Óánægjukórinn, sem mér fannst alveg bráðfyndinn gamanleik- ur. Mér finnst einmitt vanta meira af svona léttum stykkjum til sýningar. Ónægjukórinn fjallar um leikflokk áhugaleikara sem er að æfa Betlaraó- perana eflir John Gay. Atburðir leiksins ganga síðan aðallega út á uppburðalítinn skrifstofumann sem gengur til liðs við leikflokkinn og á eftir að koma öllum á óvart. Mér fannst sýningin takast vel í alla staði og hafa allt er góður gamanleik- ur krefst, er litríkt, fjöragt og umfram allt þrælfyndið stykki. .Óánægjukórinn hefur allt er góður gamanleikur krefst, er litríkt, fjörugt og umfram allt þrælfyndið stykki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.