Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Blaðsíða 44
52 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987. Kosningafundur togafundinum stóð í Reykjavík og 80 prósent þjóðarinnar eru fylgjandi okk- ur í þessu máli. Sóknarkonur og íhaldið Jenný Baldursdóttir spyr Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur: Telur Aðalheiður að hagsmunum Sóknarkvenna sé best borgið hjá íhaldinu og hver er afstaða Aðalheiðar til veru ameríska hersins á íslandi og kjamorkuvopnalausra Norðurlanda? - Mér hefur nú alltaf gengið illa að semja fyrir Sóknarkonur, hver sem haldið hefur um stjómvölinn. Um vem hersins vil ég segja það að ég er ein- lægur friðarsinni. Eg vil að öllum hervopnum sé eytt, hvar sem þau em á jarðarkringlunni. Ég vil að við hlust- um á og tölum við hvern sem er og hvaðan sem hann er ef hann talar fyr- ir friði og reynum að kynna okkur það sjálf hvort hann meinar það sem hann segir. Island er í Atlantshafsbandalag- inu og ég held að meirihluti þjóðarinn- ar vilji vera þar. Heimavinnandi húsmæður Björg Ólafsdóttir spyr Guðninu Halld- órsdóttur: Hvað hafa kvennalistakonur gert fyrir heimavinnandi húsmæður? - Kvennalistakonur hafa gert ýmis- legt. Þær hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um lífeyrisrétt- indí heimavinnandi húsmæðra. Þær hafa einnig lagt fram tillögu imi fæð- ingarorlof til handa heimavinnandi húsmæðrum. Öll okkar stefna miðar að vemdun heimilisins, vemdun fjöl- skyldunnar og ég veit ekki betur en heimavinnandi húsmæður tilheyri þeim hópi. Kratar, konur og Albert Leifur Jónsson spyr Jón Sigurðsson: Nái Alþýðuflokkurinn sér aftur á strik fyrir kosningar og taki þátt í stjómarmyndun kemur Borgaraflokk- urinn þá til álita sem samstarfsflokkur og Albert sem ráðherra? Og hvemig líst þér á samstjóm Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og Kvennalista sem Jón Baldvin hefur verið að gæla við að undanfömu? - Ég útiloka engan flokk fyrirfram frá samstarfi en tel að Borgaraflokkurinn sé ákaflega ólíklegur samstarfsaðili að kosningum loknum. Hvað varðar Albert Guðmundsson sem ráðherra bendi ég á að samkvæmt venju ráða flokkamir því sjálfir hverjir sitja í ráðherrastólum. En ég held að á með- an það ástand varir sem varð til þess að Albert sagði sig sjálfur frá ráð- herradómi sé það ákaflega óæskilegt að hann verði ráðherra. Hvað varðar síðari spuminguna þá vil ég svara henni þannig að næst á eftir meirihlutastjóm Alþýðuflokksins vildum við helst starfa í tveggja flokka stjóm þar sem málefni okkar fengju mikla vigt. En ef menn þurfa að mynda þriggja flokka stjóm þá kemur sam- starf Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og Kvennalista mjög vel til greina að því gefriu að málefhagrundvöllurinn verði í anda jafnréttis og verði með ábyrgri fjármálastjóm. Framsókn í sjónvarpi Guðmundur Gestsson spyr Guðmund G. Þórarinsson: Hvers vegna braut Framsóknar- flokkurinn samkomulag stjómmála- flokkanna um að auglýsa ekki í sjónvarpi? - Mér er ekki kunnugt um neitt slíkt samkomulag. Ég hef verið að grennsl- ast fyrir um þetta vegna þess að ég hef heyrt orðspor eitthvað i þessa átt en ég hef ekki séð neitt samkomulag um þetta. Ég hefði gaman af að sjá undirskrifað samkomulag um þetta efni ef til er. . Albert grunaður Páll Sigurðsson spyr önnu Kristjáns- dóttur: Væri C-listinn reiðubúinn að setjast í ríkisstjóm undir forystu Alberts Guðmundssonar? DV Ragnar Grímsson sem utanríkisráð- hema en ég er alveg örugg á því að ef hann færi eftir mínum skoðunum og ég fengi að ráða því hvernig hann hegðaði sér sem utanrikisráðherra mundi ég styðja það. Konur í Sjálfstæðis- flokknum? Margrét Sæmundsdóttir spyr Friðrik Sophusson: Af hverju em ekki fleiri konur á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn? Hafa þær ekki gefið kost á sér í ömgg sæti og hvað hyggst Sjálfstæðisflokk- urinn gera til þess að uppræta launa- misrétti á milli kynjanna hér á landi? - Við sjálfstæðismenn höfiun átt flest- ar konur á Alþingi og fleiri em þar væntanlegar í framtíðinni. Þannig miðar okkur áfram. Hins vegar hefur það verið svo í þeim prófkjörum, sem hafa verið, að þær hafa ekki komist lengra en raun ber vitni þó ekki hafi þær verið færri í framboði. Konurnar innan flokksins vinna að því að halda áfram og komast lengra. Hvað varðar launamisréttið verður það að fara í gegnum samningsaðila. Fnrmkvæðið verður að koma frá þeim sjálfum. Grafið undan Ríkisútvarpinu Stefán Jón Friðriksson spyr Álfheiði Ingadóttur: Er Alþýðubandalagið enn andvígt fijálsu útvarpi? - Alþýðubandalagið hefur aldrei verið mótfallið fijálsu útvarpi. Hins vegar erum við ekki fylgjandi því að með þessum hætti sé skipulega verið að grafa undan Ríkisútvarpinu sem er það eina sem nær til allra lands- manna. Við viljum færa samkeppnina einnig út fyrir Reykjavíkursvæðið og þannig jafna útvarpið á milli lands- hlutanna. Mengunin í barnahæð Þorvaldur Örn Árnason spyr Guðrúnu Halldórsdóttur: Ætlið þið að gera eitthvað til þess að hefta hömlulausa fjölgun einkabíla vegna þeirrar mengunar og heilsu- tjóns sem af þeim hlýst? Ætlið þið að styrkja samkeppnisstöðu almennings- vagna við einkabíla og þá hvemig? - Kvennalistinn hefur þónokkuð miklar áhyggjur af þeirri mengun sem einkabílafaraldurinn hér í Reykjavík hefur í för með sér. Við munum íhuga þá möguleika hvort ekki sé hægt að styrkja kaup á öðruvísi bílum, bílum sem ekki púa slíkum ódaun yfir lands- menn og ekki síst böm vegna þess að þið vitið að púströr em yfirleitt í barnahæð en ekki hæð fúllvaxinna manna og við munum reyna eins og við getum að koma í veg fyrir þennan ódaun sem í borginni er. Er Jón í vonlausu sæti? Alexander Alexandersson spyr Jón Sigurðsson: Formaður Alþýðuflokksins hefur sagt að ef hann nái ekki kosningu til þings muni hann segja af sér for- mennsku flokksins. Er formaðurinn að hegna sínum eigin stuðningsmönn- um fyrir sín eigin afglöp með því að stilla sjálfum sér í vonlaust sæti? - Ég held að spumingin sé ekki rétt. Formaðurinn hefur alls ekki stillt sér í vonlaust sæti. Þvert á móti er hann því sem næst, ef ekki algjörlega, ör- uggur með þingsæti, eins og Iandið liggur núna. Hins vegar er hann djarf- ur maður og það kemur fram í spumingunni að hann er tilbúinn að taka nokkra áhættu til þess að vinna góðum málstað fylgi. Það er það eina sem honum mun takast. Námslánin lögum samkvæmt Jón Bergsteinn spyr Guðmund G. Þór- arinsson: Munuð þið Finnur Ingólfsson, nái hann kjöri 25. apríl næstkomandi, beita ykkur fyrir því að lögin um Lánasjóð íslenskra námsmanna verði virt þannig að námsmenn fái þau lán sem þeim ber lögum samkvæmt? Ólafur Ketilsson, hinn þjóðkunni bílstjóri, lét ekki illviðri og hálku aftra sér frá þvi að mæta á DV-fundinn. í skjóð- unni hafði hann meðferðis spurningar sem hann lagði fyrir frambjóðendur. - Við eigum nú eftir að sjá hvort við setjumst á þing að loknum kosningum. Hvað varðar að sitja í ríkisstjóm und- ir forystu Alberts Guðmundssonar tel ég það afar ólíklegt á meðan hann hefúr réttarstöðu grunaðs manns. Að banna fjárlagahalla Katrín Guðjónsdóttir spyr Pétur Guð- jónsson: Þið talið um að banna fjárlagahall- ann. Hvemig er það hægt? Það er von að spurt sé. En það er eins hægt að setja lög sem koma í veg fyrir fjárlagahalla eins og að setja lög sem gera ráð fyrir honum. Það er eins og sá sem gerir heimilisbókhald. Hann getur gert ráð fyrir að fara framyfir í lok hvers mánaðar en hann getur einnig gert ráð fyrir að draga saman seglin. Lvfeyrir um land allt Guðmundur Helgason spyr Álfheiði Ingadóttur: Hver er afstaða Alþýðubandalagsins til hugmynda Alþýðuflokksins um einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn? - Við hjá Alþýðubandalaginu erum hrædd um að einn lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn myndi auka mjög á miðstýringu í lífeyrissjóðakerfinu og þjóðfélaginu yfirleitt og það er of mik- ið af henni nú þegar í okkar augum. Við höfum sagt að það verði að jafna lífeyrisréttindi allra landsmanna. Það þarf að grisja þessa sjóði, það þarf að fækka þeim, það má sameina þá marga hverja en valdið yfir sjóðunum á að sjálfsögðu að vera hjá fólkinu sjálfú en ekki hjá einhverri þingkjörinni stjórn hér í Reykjavík. Verðbólga og fjárlagahalli Júlíus Þórðarson spyr Friðrik Soph- usson: Nú er verðbólgan komin í 20 prósent og verður orðin meiri í kosningunum eftir 10 daga. Og hver á að borga fjár- lagahallann? - Ég býst við að verðbólgan verði á svipuðu stigi eftir níu daga en því er hins vegar spáð að hún geti farið lækk- andi það sem eftir er ársins og við vonum að það standist. Það er hins vegar ljóst að fjárlagahallann verður þjóðin sjálf að borga. Það var til hans stofnað til að koma verðbólgunni nið- ur með samningum fyrir rúmu ári. Stjórnmálamenn búa ekki til peninga til að greiða hallann niður. Við verð- um öll að gera það sameiginlega og hljótum að gera það. Draga úr ríkisrekstri Kjartan Halldórsson spyr Aðalheiði Bj arnfreðsdóttur: Ert þú, Aðalheiður, sammála stefnu Borgaraflokksins um að atvinnustarf- semi sé betur komin í höndum ein- staklinga en ríkis og sveitarfélaga? - Ég hef séð svo mikið af þessu hjá ríkinu, bæði lág laun, lélega vinnuað- stöðu og að sífellt er verið að rífa af og taka frá manni og allt unnið óskipulega. Ég sé ekkert eftir því þó eitthvað verði dregið úr ríkisrekstri. Ólafur Ragnar utanríkisráðherra? Anna Björnsdóttir spyr Guðrúnu Halldórsdóttur: Gæth þú stutt Ólaf Ragnar Gríms- son í embætti utanríkisráðherra? - Ég verð að segja eins og er að ég hef ekki gert mér hugmyndir um Ólaf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.