Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Blaðsíða 42
50 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987. Kosningafundur Ránssamningur aldarinnar Haukur Haraldsson spyr Jón Sigurðs- son: Mun Alþýðuflokkurinn rifta „ráns- samningi aldarinnar", samningi Jóns Helgasonar við bændasamtökin um 28 þúsund milljónir króna til kaupa á óbreyttu magni landbúnaðarafurða á næstu §órum árum? - Eg tel að það að framlengja aðlög- unartíma að búháttabreytingunni, eins og nú hefur verið gert, og í kjölfar- ið að gera þennan samning, sé ákaf- lega hæpin ákvörðun fyrir ríkisstjóm sem er að fara frá völdum. Með þessum samningi var ekki bara verið að frysta offramleiðslu á sauð- fjár- og nautgripaafurðum um langan tíma fram í tímann heldur var líka verið að binda okkur fjárhagsbyrðar fram á við. Annars vegar veldur þetta því að .njög óhægt er um vik að hafa nokkurt vit í landbúnaðarstefnu og hins vegar mundi það gera fjármála- stjórnina mjög erfiða. Við munum þess vegna, ef við fáum aðild að stjórn og þau áhrif sem við þurfum, beita okkur fyrir þvi að þetta verði endurskoðað, ekki til þess að fjandskapast við bændur heldur þvert á móti til þess að losa þá úr þeim ógöngum sem núverandi offram- leiðslustefna hefur leitt þá í. Varaflugvöllur Jóhanna Magnúsdóttir spyr Guðmund G. Þórarinsson: Ertu fylgjandi því að mannvirkja- sjóður Atlantshafsbandalagsins kosti gerð varaflugvallar við Sauðárkrók eða annars staðar á Islandi? Ég er alfarið fylgjandi þvi að ísland og Islendingar séu í vamarbandalagi með öðrum vestrænum þjóðum. Ég tel að við eigum samleið með þessum þjóðum og það er þá ákaflega mikil- vægt að þetta bandalag sé sterkt. Ef menn telja að aðstaða til eftirlits- starfa styrkist með slíkum velli þá finnst mér eðlilegt að Atlantshafs- bandalagið taki þátt í slíkum fram- kvæmdum. Ég er alfarið á móti því að Islendingar hafi bandaríska varnar- liðið eða Atlantshafsbandalagið að féþúfu. Sé það hins vegar algerlega óhjá- kvæmilegt og hafi þeir not af slíkum mannvirkjum tel ég að þeir verði að taka þátt í kostnaði; við erum einfald- lega of litlir til að bera slíkan kostnað einir. B J. vinstri flokkur eða hægri? Jón Hauksson spyr Önnu Kristjáns- dóttur: Hvort finnst þér þið standa nær Al- þýðubandalagi eða Sjálfstæðisflokki, það er hvort eruð þið hægra eða vinstra megin í litrófi stjómmálanna? - Bandalag jafnaðarmanna hafhar andstæðunum hægri og vinstri. Við teljum að mál, sem eru borin upp hverju sinni, beri að styðja ef þau em sannanlega fólkinu í landinu til góða. Það er tímaskekkja að tala um hægri eða vinstri. Þáttur Alberts Jóhann Sigurðsson spyr Friðrik Soph- usson: Átti ekki Albert Guðmundsson sinn þátt í velferðarupptalningu ríkis- stjórnarinnar sem þú varst að tíunda hér áðan? Jú, mikinn og góðan þátt, ég er al- veg hissa á honum að hlaupa svona frá þessu öllu saman. Erlend lán í góðæri Óskar Bergsson spyr Álfheiði Inga- dóttur: Er Alþýðubandalagið tilbúið til að tryggja kaupmátt launa frá 1982 með erlendum lánum? - Nei, það er alveg'út í hött að það þurfi að taka erlend lán til þess, sér- staklega eins og nú er. Það er alveg út í hött að vera að taka erlend lán upp á 2.000 milljónir og að vera með fjárlagahalla upp á 3.000 milljónir í bullandi góðæri. Peningamir em til, það þarf bara að sækja þá þangað sem þeir em, það á að sækja góðærið til þeirra sem hafa stolið því. Albert Guðmundsson og Hannibal Valdimarsson hittust í anddyri Háskólabíós og röbbuðu saman stutta stund. Kannski hefur Hannibal miðlað af reynslu sinni við að kljúfa flokka. Uppræting skattsvika Sigurður V. Jónsson spyr Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur: Hvaða stefnu hefur Borgaraflokkur- inn hvað varðar upprætingu skatt- svika? - Ég býst við að Borgaraflokkurinn hafi nákvæmlega sömu stefnu og aðrir flokkar í orði kveðnu hvað varðar skattsvik. Enginn flokkur getur mælt með skattsvikum. Flokkur mannsins og landsbyggðin Ingibjörg Óskai'sdóttir spyr Pétur Guðjónsson: Hvemig viljið þið rétta hlut lands- byggðarinnar? Þar skipta mestu máli fjögur atriði. I fyrsta lagi viljmn við að allt fé lífeyr- issjóðanna verði eftir úti á landi, verði eftir á stöðunum. í staðinn viljum við fjármagna húsnæðiskerfið í gegnum bankana. Þá þurfum við 4-5 % af út- lánastarfsemi þeirra til að koma í staðinn fyrir lífeyrissjóðina. 1 öðru lagi viljum við minnka fjár- magnskostnað í landinu þannig að menn á landsbyggðinni flytji ekki fé sitt til Reykjavíkur og setji það þar í eitthvert fjármálabrask. í staðinn geti þeir sett það í atvinnufyrirtæki úti á landi. Halldór E. Sigurðsson, fyrrum ráðherra Framsóknarflokksins, meðal fundargesta. Anna Kristjánsdóttir, Bandalagi jafnaðarmanna, skýtur einhverju að Friðriki Sophussyni á sviðinu. 1 þriðja lagi þurfum við að styrkja undirstöðuatvinnuvegina, landbúnað og sjávarútveg. Við viljum afkomu- tryggingu í landbúnaði, við viljum endumýja fiskiskipaflotann. í fjórða lagi viljum við jafna aðstöð- una úti á landi svo að hún verði sambærileg við aðstöðuna hér, bæði hvað heilbrigðisþjónustu og menntun varðar, og að fólk geti búið úti á landi eins og menn. Menntakonur í Kvennalista Ólöf Bjarnadóttir spyr Guðrúnu Hall- dórsdóttur: Hvað álítið þið, þessar menntakonur í Kvennalistanum, að þið eigið sam- eiginlegt með fiskverkunarkonum úti á Granda? - Við eigum mjög margt sameiginlegt með fiskverkunarkonum úti á Granda og raunar hafa margar okkar verið fiskverkunarkonur úti á Granda. Kon- ur hafa vissa lífsreynslu sem við byggjum á, hvar í stétt sem þær eru. Flestar konur hafa þá reynslu að ala börn og ala önn fyrir börnum. Það er sáralítill munur á kjörum einstæðra mæðra, sem em menntaðar, og ein- stæðra mæðra sem vinna úti á Granda; hlaupin, stökkin óg áhyggjurnar eru þau sömu og konur eru yfirleitt lág-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.