Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Blaðsíða 43
MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987. 51 launahópur miðað við það starf sem þær inna af hendi. Það eru ótal hlutir sem eru þeim sameiginlegir. Ráðgjöf Jóns Hermína Pétursdóttir spyr Jón Sig- urðsson: Hefur þú sem fyrrverandi forstöðu- maður Þjóðhagsstofnunar og ráðgjafi ríkisstjómar í efiiahagsmálum lagt til einhveijar af þeim breytingum sem þú boðar nú sem stefriu Alþýðuflokksins? - Já, ýmsar þeirra. Ég gæti nefnt sem dæmi frjálst fiskverð og stofnun fisk- markaðar. Ég gæti nefnt sem dæmi að rýmka um gjaldeyrisviðskipti við önnur lönd, samræma lífeyrisréttindi í landinu og mynda eins konar lífeyrisréttindi fyrir alla íslendinga. Allt eru þetta tillögur sem ég hef sem ráðgjafi ríkisstjóma, bæði þessarar og þeirra sem á undan henni vom, staðið að. Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd Gylfi Guðmundsson spyr Guðmund G. Þórarinsson: Hver er afstaða Framsóknarflokks- ins til kjamorkuvopnalausra Norður- landa? - Framsóknarflokkurinn styður þá hugmynd en það er auðvitað ekki sama hvernig hún er framkvæmd. Tillagan, sem samþykkt var á Al- Ásmundur Stefánsson, frambjóðandi Alþýðubandalagsins og forseti Alþýðusambands islands, i hópi áhorfenda. Karvel Pálmason, frambjóðandi Alþýðuflokksins á Vestfjörðum, laumast til að fylgjast með. þingi á endanum um athugun á kjamorkuvopnalausu svæði á Norð- urlöndunum og þátttöku Islands i því var flutt að frumkvæði framsóknar- manna. Fyrsti flut.ningsmaður var framsóknarmaður. Samtiyggingarkerfi fjórflokksins Guðmundur Halldórsson spyr Önnu Kristjánsdóttur: Hvemig hyggst Bandalag jafnaðar- manna beijast gegn spilltu samtrygg- ingarkerfi fjórflokksins? - Bandalagið var stofnað gegn flokknum og við sem höfum unnið í Bandalaginu höfum alla tíð starfað að því að brjóta niður fjórflokkakerfið. Áframhald á núverandi stjórn Sveinn Finnbogason spyr Friðrik Sophusson: Eru sjálfstæðismenn tilbúnir til áframhaldandi stjórnarsamstarfs und- ir forystu Framsóknarflokks og að tryggja þar með áframhaldandi stöð- ugleika í þjóðfélaginu að loknum kosningum, að því tilskildu að núver- andi meirihluti haldist? - Við erum tilbúin til að mynda stjóm með þeim sem taka sem mest tillit til „Af öllu lágkúrulegu i þessari kosningabaráttu er þetta lágkúrulegast," sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir og veif- aði falsútgáfu af stefnuskrá Borgaraflokksins. Kosningafundur okkar málefha. Það kemur vel til greina að fara með Framsóknar- flokknum í stjóm eftir kosningar ef hann hefur nægilegt fylgi til þess að við náum saman. Jón og Nordal Ólafur Jónsson spyr Jón Sigurðsson: Jón Baldvin hefur lofað þjóðinni því að hann muni reka Jóhannes Nordal seðlabankastjóra, fái hann vald til, en þú hefur lýst þig andvígan formannin- um. Varst þú kannski sendur inn í Alþýðuflokkinn af vini þínum, Jó- hannesi Nordal? - Svarið er nei! Framsóknarkjöt? Margrét Sverrisdóttir spyr Guðmund G. Þórarinsson: Telur þú að ýta eigi undir neyslu á kindakjöti með því að niðurgreiða það á kostnað kjúklinga- og svínakjöts? - Nei, það tel ég alls ekki. Ég tel hins vegar að niðurgreiðslur geti átt rétt á sér en þær eiga ekki að ýta undir neyslu á vissum kjöttegundum. CíA? Egill Jónsson spyr Önnu Kristjúns- dóttur: Nú virðist fylgi vkkar lítið. Hvers vegna gefist þið ekki upp og gangið til liðs við Alþýðuflokkinn? - Fvlgi Bandalags jafnaðarmanna virðist nú ekki vera neitt um þessar mundir. Stefrnunál Bandalagsins eru fyrst og fremst langtímamarkmið og við viljum vinna að þeim. Þó við töp- um þessum kosningum þá förum við bara að undirbúa þær næstu. Við eig- um ekki samleið með öðnun flokkum. við erum siðbótaafl í íslenskri pólitík og við munurn halda áfrant. Að svæfa viðkvæm mál Óskar Bergsson spyr Friðrik Soph- usson: I ræðu þinni minntist þú ekkert á klofninginn í Sjálfstæðisflokknum. Er það háttur Sjálfstæðisflokksins að svæfa viðkvæm rnál með þögninni? Nei. síður en svo. Ég vona að fyrir- spyrjandi hafi tekið eftir því í blöðum og útvarpi að undanfömu að það hefur kvarnast úr Sjálfstæðisflokknum. Ég get hins vegar sagt fyrirspyrjanda það. ef hann fylgist ekki vel með, að við erum að safna okkar liði saman aftur og það gengur mjög vel. batnandi frá einum degi til annars. Hrun vegna Ásmundar? Sigurgeir Jóhannsson spyr Álfheiði Ingadóttur: Getm- verið að framboð Ásmundar Stefánssonar í þriðja sæti G-listans í Reykjavík sé ástæðan fyrir því f/lgis- hruni sem skoðanakannanir sýna? - Eins og nefnt var hér áðan leggur Alþýðubandalagið fyrst og fremst áherslu á málefni en ekki menn í þess- ari kosningabaráttu. Ég hef ekki orðið vör við mikið hmn hjá Alþýðubanda- laginu í þeim hræringum sem orðið hafa á hinu pólitíska sviði og þá sér- staklega í kringum Albert Guðmunds- son. Ég vænti þess að menn líti til málefna Alþýðubandalagsins í þessum kosningum. Frambjóðendur okkar, allir með tölu, munu vinna að fram- gangi okkar mála og ég veit að þeir munu gera það vel. Flokkur mannsins og herinn Guðmundur Sigurðsson spyr Pétur Guðjónsson: Hver er ykkar stefna í hermálinu? - Stefna okkar í hermálinu er þessi: Hún heitir friðlýsing íslands og tekur okkur út úr þessum darraðardansi sem er búinn að vera héma frá árinu 1949; herinn burt eða herinn kjurt. Stefna okkar gerir ráð fyrir að Alþingi ís- lands fari fi-am á það við fulltrúa stórveldanna að þeir skrifi undir frið- arsáttmála er tryggi hlutleysi landsins. Það þýðir að Island standi fyrir utan hemaðarbandalög, enginn her verði hér, Rússamir fari burt með kjam- orkukafbáta sína og hingað komi friðargæslusveitir. Við vorum með undirskriftarsöfnun á meðan á leið-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.