Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987. 41 Sandkom Afruglarar gagnleg brúð- kaupsgjöf. Gaf tengda- syninum afmglara Sala afruglara gengur ljóm- andi vel á Akureyri eins og í Reykjavík. Nýlega heyrðum við ágæta sögu af móður einni sniðugri sem kom í brúð- kaupsveislu dóttur sinnar og tengdasonar. Hún afhenti brúðhjónunum afruglara og lét þau orð fylgja við tengda- soninn að það hefði verið kominn tími til að drengurinn fengi sér slíkt tæki. Þetta kail- ast víst óverjandi mark. Röntgentækin Dagblaðið Dagur á Akur- eyri er alltaf jafnsiungið við að búa til fyrirsagnir. Á mánu- daginn sagði blaðið frá tækjum röntgendeildar sjúkrahússins á Akureyri. Hafði það eftir yfxrlækninum að tækin væru alls ekki geislavirk en einhver hafði fengið þá skoðun. Hins vegar kom fram að tækin væru kom- in til ára sinna. Fyrirsögnin frábæra var: „Sjúklingar ekki í hættu - tækin geta hrunið hvenær sem Óhressir skátar Skátarnir á Akureyri eru öllu viðbúnir. Þessa dagana eru þeir þó óhressir með ferm- ingarskeyti Pósts og síma. 15 orða skeyti hjá Póstióg síma kostar 100 krónur en 200 krón- ur hjá skátunum. Finnst þeim að hagur þeirra sé að þrengj- ast á markaðnum. Segið svo að svo hátíðleg athöfn, ferm- ingin, geti ekki vaidiðdeilum. Klemma til sölu Verslunin Klemma var aug- lýsttil sölu í Víkurblaðinu á Húsavík á dögunum. Hinir margfrægu lysthafendur voru beðnir að hafa samband. Húsvíkingar eru á einu máii um að verslunin sé til sölu vegna þess að hún sé í bölv- aðri klemmu. Tuttugu umsóknir Framboðsfundurinn á Hvammstanga á laugardaginn var hinn fjörugasti. Ragnar Ragnar Arnalds. Arnalds sagði frá því að hann hefði hringt í Húsnæðisstofn- un sl. föstudag og fengið þær upplýsingar að af þeim þús- undum xunsókna hjá stofnun- inni væru aðeins tuttugu frá Norðurlandi vestra og það sem meira væri aðeins tíu þessara umsækjenda hygðust fjárfesta í kjördæminu. Það fór kurr um salinn við þessi orð Amalds. Albert Guðmundsson, leiðtogi Borgaraflokksins. Þorpara- flokkur Borgaraflokkurinn, sem virð- ist vera að tapa fyigi í sjálfri höfuðborginni, hefur fengið viðumefnið þorparaflokkur- inn í flestum smábæjum landsins. Bragð er að þá þorp- ara er að finna. ss Enn um Borgara- og þorp- araflokkinn. Listabókstaf flokksinsþekkjajú flestir, en hann er S. Nú em menrtá því að klofni flokkurinn fyrir næstu kosningar þá verði sér- framboðið að sjálfsögðu SS. Leikhúsiö Á Akureyri er flokkurinn með skrifstofu sína við hlið söluskrifstofu Leikfélagsins. Að sjálfsögðu eru Akur- eyringar farnir að kalla húsnæðið Borgarleikhúsið. Lág laun á Húsavík Víkurblaðið greinir frá því að mikili skortur sé nú á starfsfólki hjá Kaupfélagi Suður-Þingeyinga þrátt fyrir að auglýst sé sífellt eftir fólki. „Þessi láglaunastefna geng- ur ekki þegar atvinna er næg,“ hefur blaðið eftir starfs- manni sláturhúss kaupfélags- ins. Einhver hagfræðingur myndi nú segja að ástæðan fyrir nægri atvinnu væri ein- mitt að launin væru lág - eða þannig. Einnfrá Hafnarfirði Akureyringur einn, sem var í Hafnarfirði nýlega, sagði að það væri svo skrítið að þegar Hafnfirðingar hölluðu sér ut- an í veggi, létu veggirnir alltaf undan, ástæðan kvað vera sú að sá vægir sem vitið hefur meira. Umsjón: Jón G. Hauksson. Kvikmyndir Regnboginn - Herbeigi með útsýni ★ ★★ Falleg og Ijúf Herbergi með útsýni (Room With A View) Leikstjóri: James Ivory. Handrit Ruth Prawer Jhabvala. Kvikmyndun: Tony Pierce-Roberts. Tónlist Richard Robins. Aóalleikarar: Maggie Smith, Helena Bon- ham Carter, Denholm Elliott og Julian Sands. James Ivory hefur nokkra sérstöðu meðal þekktra bandarískra leik- stjóra. Fyrir það fyrsta hefur hann starfað yfirleitt alls staðar annars staðar en í Bandaríkjunum. Lengst af hefur hann verið í Indlandi þar sem hann gerði á sjöunda áratugn- um nokkrar athyglisverðar myndir. Þekktust þeirra er sjálfsagt Sha- kespeare Wallah. Á Indlandi kynnt- ist hann einnig því fólki sem hann heíur starfað með síðan, handrita- höíundinum Ruth Prawer Jhabala, sem er þýsk að uppruna, og íramleið- andanum Ismail Merchant, sem er Indverji Er það árangursríkt sam- starf sem skilað hefur myndum sem lofaðar hafa verið. Markaður fyrir myndir James Ivory hefur ávallt verið þröngur, þó nokkuð hafi áhugi fyrir myndum hans aukist eftir að hann flutti sig til Evrópu. Til að mynda naut Heat And Dust þónokkurra vinsælda. Það er þó fyrst með Herbergi með útsýni sem James Ivory slær í gegn í hei- malandi sínu og er skemmst að minnast þess að myndin hlaut þrenn óskarsverðlaun af átta tilnefiiingum fyrir stuttu. Herbergi með útsýni er gerð eftir skáldsögu E.M. Forster, þeim hins sama er skrifaði Dýrasta djásnið sem kvikmynduð var fyrir sjónvarp og naut mikilla vinsælda út um allan heim. Sjálfsagt hefur það hjálpað til að Herbergi með útsýni er eins vin- sæl og raun bert vitni. Helen Bonham Carter og Maggie Smith i hiutverkum sinum i Herbergi með úrtsýni. Herbergi með útsýni fjallar um nokkra einstaklinga í byijun aldar- innar. Ung stúlka, Lucy Honey- church, er á ferðlagi í Florens ásamt gæslukonu Miss Hartlett. Á hóteli þar sem þær búa kynnast þær meðal annars rithöfundinum Lavissh, prestinum Beebé og feðgunum Emerson. Myndast fljótt spenna milli Lucy og George Emerson. Örlögin eða tilviljanimar ráða því að þetta fólk hittist aftur á Englandi' á heimaslóðum Lucyar, sem nú er heitbundin Cecil Vyse, náunga sem flestir myndu segja að væri eins breskur og hægt væri að vera. Koma George setur heldur betur strik í áætlanir Lucyar og þótt hún hylji sig blekkingarvefi flýr hún ekki ör- lög sín.... Að horfa á Herbergi með útsýni er eins og að horfa á klassísk mál- verk við undirspil klassískrar tón- listar. Ivory nær með aðstoð kvikmyndatökumanns síns, Tony Pierce Roberts, að skapa það and- rúmsloft sem virkilega þarf við slíkar myndir, þar sem dyggðir em í háveg- um hafðar í orði en ekki í gerðum. Margar persónur verðar lifandi í meðförum leikaranna. Maggie Smith og Denholm Elliott gera sín- um hlutverkum þannig skil að flestir aðrir falla í skuggann. Það er helst að. aðalpersónur sögunnar, Lucy og George, nái ekki að verða lifandi. Helen Bonham Carter og Julian Sands gera þeim ágæt skil. Gallinn er bara sá að Lucy og George eru ekki mjög áhugaverðar persónur. Herbergi með útsýni er samt sem áður v.el heppnuð kvikmynd og er James Ivory vel kominn að þeim vinsældum og viðurkenningum sem myndin hefur fengið. Hilmar Karlsson ★★★★ Frábær ★★★ Góð ★★ Miðlungs ★ Léleg 0 Afleit cosmolux s sólaríum perunaeinu sinni þá skilur þú hvers vegna þúsundir sóldýrkenda um allan heim SJÁ EKKI SÓLINA FYRIR COSMOLUXS COSMOLUX S Er ný hátækniþróuð pera sem eykur vellíðan, auk þess sem hún gefur fallegri lit, Á STYTTRI TÍMA COSMOLUX LAMPARNIR ERU AÐ SJÁLFSÖGÐU VIÐURKENNDIR AF HEILBRIGÐISYFIRVÖLDUM. HÖFUM EINNIG Á BOÐSTÓLUM COSMOLUX-R, COSMOLUX-RA OG COSMOLUX-RS SÓLARÍUM SPEGLAPERUR. PÁLL STEFÁNSSON Umboðs- & Heildverslun Blikahólum 12,111 Reykjavik. simi (91)72530 Sólaéu á , Pólódós frá Sanitas Sanitas

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.