Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987. Tippað á tólf Gary Bannister og féiagar hjá QPR eiga erfiöan leik fyrir höndum gegn Chelsealiðinu. TIPPAÐ _, ATOLl Umsjón: Eiríkur Jónsson Getraunaspá fjölmiðlanna LEIKVIKA NR.: 35 Aston Villa . Everton 2 2 2 2 2 2 X Leicester West Ham 1 X 1 1 2 1 2 Liverpool .Nottingham F 1 1 1 1 1 1 1 Luton .Coventry 1 1 1 1 1 1 1 Manchester City... .Watford X X X 1 2 X 1 Newcastle .Manchester Utd X X X 1 2 2 X Norwich .Sheffield Wed 1 1 1 1 1 1 1 Queens Park R .Chelsea 1 2 1 X 1 1 1 Wimbledon Arsenal X 2 1 2 2 2 X Leeds .Ipswich 1 1 1 1 X 1 1 Reading .Portsmouth 2 2 1 2 1 2 2 Sheffield Utd .Oldham 1 X X 2 X 1 1 Hve margir réttir eftir 34 leikvikur: 166 162 164 155 161 174 158 Enska 1. deildin HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR L II J T Mörk _______________________U J T Mörk S 35 13 3 1 42 -10 Everton.............. 8 4 6 24 -17 70 36 12 3 3 36 -15 Liverpool............ 8 4 6 26 -21 67 33 11 3 4 32 -13 Tottenham............ 7 3 5 24 -20 60 36 13 4 1 25 -10 Luton................ 3 7 8 16 -27 59 35 10 5 2 24 -7 Arsenal.............. 6 5 7 21 -18 58 36 8 9 1 25 -18 Norwich.............. 6 6 6 22 -29 57 35 10 7 1 31 -12 Nottingham F......... 5 3 9 24 -29 55 35 9 4 4 25 -16 Wimbledon............ 6 4 8 21 -25 53 34 12 2 3 28 -14 Coventry............. 2 6 9 10 -22 50 36 9 5 4 28 -21 Queens Park R........ 4 4 10 14 -24 48 34 11 3 4 34 -16 Manchester Utd....... 1 8 7 12 -20 47 34 9 4 3 29 -15 Watford.............. 4 4 10 25 -31 47 35 7 4 7 24 -26 Chelsea.............. 5 6 6 20 -27 46 35 8 2 7 28 -26 West Ham............. 4 6 8 19 -32 44 35 9 3 5 37 -21 Southampton.......... 3 2 13 22 -41 41 34 7 7 3 28 -17 SheffieldWed......... 3 4 10 16 -32 41 36 7 7 4 27 -23 Oxford..........:.... 2 5 11 10 -36 39 35 8 4 6 30 -25 Newcastle............ 1 6 10 11 -30 37 36 8 6 4 35 - 21 Leicester........... 2 1 15 13 - 45 37 36 5 7 6 21 -20 Charlton............ 3 3 12 14 -30 34 36 6 7 5 20 -22 AstonVilla.......... 1 5 12 18 -46 33 35 6 5 6 22 -21 ManchesterCity........ 0 8 10 7 -29 31 Enska 2. deildin HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR L U J T Mörk_______________________________U J T Mörk S 36 11 6 1 35 -15 Derby............. 10 3 5 20 -15 72 35 16 2 0 34 -8 Portsmouth........... 5 6 6 12 -13 71 35 11 5 2 30 -14 Oldham............... 8 3 6 26 -22 65 36 11 4 3 25 -8 Ipswich.............. 5 6 7 27 -28 58 36 12 4 2 38 -19 Plymouth............. 3 7 8 18 -28 56 36 10 3 5 31 -18 Crystal Palace....... 7 1 10 16 -27 55 34 12 4 2 33 -12 Leeds................ 2 6 8 9 -23 52 36 9 7 2 29 -18 Sheffield Utd........ 4 4 10 17 -27 50 35 10 5 2 32 -13 Stoke............... 3 5 10 18 -27 49 35 9 4 5 23 -13 Millwall............. 4 3 10 11 -22 46 36 7 8 3 25 -18 Birmingham.......:..... 3 7 8 20 -33 - 45 35 9 2 6 25 -20 Blackburn............ 3 6 9 12 -26 44 35 7 5 5 25 -17 W.B.A................ 4 5 9 18 -23 43 34 9 3 5 27 -19 Reading.............. 3 4 10 17 -32 43 36 7 6 5 23 -20 Barnsley............. 3 6 9 17 -26 42 36 5 7 6 16 -16 Grimsby.............. 5 5 8 19 -31 42 35 7 5 5 19 -16 Sunderland........... 3 5 10 20 -32 40 35 7 5 6 29 -25 Bradford............. 3 4 10 18 -28 39 35 9 3 5 18 -40 Shrewsbury........... 2 3 13 13 -35 39 36 7 6 5 32 -28 Huddersfield......... 2 5 11 13 -30 38 34 6 5 5 16 -21 Hull................. 3 6 9 13 -28 38 35 5 6 7 18 -19 Brighton............. 2 5 10 13 -27 32 Jafhteflin banabiti tippara Fimm jafntefli um síðustu helgi, þar af fjögur í röð, gerðu að engu vonir um tólf rétta. Alls voru 7 raðir með ellefu réttum leikjum og fyrir það eru afhentar 71.745 krón- ur en 103 raðir fundust með 10 réttum og fær hver tippari 2089 krónur. Alls var potturinn 717.382 krónur. Um páskana eru leiknar tvær umferðir. Leikið verður á laugar- daginn og mánudaginn annan í páskum. Páskaleikimir hafa oft mikil áhrif á lokastöðu liðanna en leikmenn þeirra liða sem ekki eru í baráttu slaka oft á og fá sér stóra steik í matinn og páskaegg og búð- ing í ábæti. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra enda eru úrslit stundum óvænt. Chris Waddle hjá Tottenham á góða leiki öðru hverju en hverfur þess á milli. 1 Aston Villa - Everton 2 Aston Villa á ekki sjö dagana sæla um þessax mundir í næstneösta sæti deildarinnar á meðan Everton trónir á toppnum og hefur unniö fimm síöustu leiki sína. Af síöustu sex viðureignum liöanna á Villa Park hefúr Everton unniö þrjá leiki en ViIIa einn. Útisigur. 2 Leicester - West Ham 1 Leicester hefur náð 20 stigum úr síðustu níu heimaleikjum sem er mjög góöur árangur. West Ham hefur einungis unnið einn leik af síðustu tíu leilcjum liösins. í liðinu eru margir góðir knattspymumenn en lykilmenn liðsins, svo sem Alvin Martin, Frank McAvennie og Alan Devonshire, hafa verið meiddir af og til í vetur þannig að liðið er ekki betur statt en raun ber vitni. Heimasigur. 3 Liverpool - Nottingham Forest 1 Liverpool hefur tapað síðustu fjórum leikjum liðsins og slíkt flokkast undir náttúruhamfarir í Liverpoolborginni. Notting- ham Forest hefur ekki verió sannfærandi á Anfield undanfarin ár og hefur tapaö þar síðustu fimm árin. Heima- sigur. 4 Luton - Coventry 1 Heimavallarárangur Luton er mjög góður, einungis eitt tap það sem af er vetri. Coventry hefur staðið sig bærilega í deildinni en betur í bikarkeppninni þar sem liðið er komið í úrslit eftir sigurleik gegn Leeds um síðustu helgi. Nú fær liðið bakslag í Luton. Heimasigur. 5 Manchester City - Watford X Manchester City er fast við botninn á 1. deildinni en Wat- ford töluvert ofar. Liðið á í vandræðum með markmenn um þessar mundir. Aðalmarkvörðurinn Coton meiddur og hinir ekki sérlega snjallir. Manchester City hefur ekki unn- ið neina af síðustu ellefu viðureignum sínum og tapaði meðal annars heima fyrir Southampton um síðustu helgi. Jafntefli. 6 Newcastle - Manchester United X Newcastle hefur komið sér af botninummeð nokkurri sigur- göngu undanfarið. Liðið hefur ekki tapað leik í síðustu sjö viðureignum sínum. Manchester United hefur ekki spilað í hálfan mánuð en hefur ekki tapað nema tveimur af síðustu tólf leikjum sínum. Newcastle er ávallt erfitt heim að sækja enda vel stutt af tugum þúsunda áhorfenda. Jafritefli. 7 Norwich - Sheffield Wednesday 1 Norwich kom úr 2. deild í vor og hefur staðið sig frábær- lega vel í vetur. Liðið er í 6. sæti og vann Liverpool um siöustu helgi. Sheffield Wednesday er ákaflega slappt um þessar mundir og viróast leikmenn liðsins beinlínis vera ofþjálfaðir. Sheffieldliðið hefur einungis unnið tvo af síðustu þrettán leikjum sínum. Heimasigur. 8 QPR - Chelsea 1 OPR hefur verið frekar slakt í síðustu fimm leikjum sínum en enginn þessara leikja vannst af hálfu QPR. Chelsea hef- ur átt góða spretti undanfarið, tapaði að vísu sínum síðasta leik en vann fjóra í röð þar á undan. OPR leikur skemmti- lega á gervigrasinu heima. í liðinu eru margir nettir spilarar sem snúa á stórkarla Chelsea. Heimasigur. 9 Wimbledon - Arsenal X Wimbledon er spútnildið ársins í Englandi. Hefur skellt Lundúnaliðunum Charlton, Watford, Tottenham, Chelsea og West Ham. Ekki slakt, en Arsenal er eftir. Nú er tækifær- ið því þrátt fyrir sigurinn í Litflewoodsbikarkeppninni hafa óhagstæðir vindar blásið um marmarahallir barónanna á Highbury og liðið hefur einungis unnið einn leik í deildinni síðan í janúar. Jafritefli í baráttuleik. 10 Leeds - Ipswich 1 Leeds er nokkuð sterkt á heimavelli og hefur unnið fjóra síðustu heimaleiki sína en gerði fjögur jafrttefli í röð þar á undan. Ipswich er ekki sterkt á útívöllum, hefur einungis unnið 5 leiki af átján í vetur. Ipswich er í fjórða sæti í 2. deild með 55 stig en Leeds litlu neðar með 51 stig, en á tvo leiki til góða. Heimasigur. 11 Reading - Portsmouth 2 Portsmouth er í 2. sæti í 2. deildinni en hefur ekki verið sannfærandi á útivöllum. Liðið hefur unnið fimm leiki, gert sex jafntefli en tapað sex leikjum. Reading er um miðja deildina og hefur staðið sig best á heimaveUi. Liðið hefur ekki að neinu að keppa en Portsmouth berst fyrir því að vinna deildina. Útisigur. 12 Sheffield United - Oldham 1 Sheffield United hefur verið sterkt í síðustu leikjum sínum. Liðið er í áttunda sæti eins og er og hefur ekki tapað nema tveimur af 18 heimaleikjum. Oldham er í þriðja sæti og hefur tapað sex leikjum á útivelli. Liðið er ekki í nógu miklu jafnvægi um þessar mundir og tapar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.