Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987. Gamli Sjálfstæðisflokkurinn Fallistar í framboði Þegar FViðrik Sophusson stýrði stuttbuxnadeild Sjálfstæðisflokksins á árunum upp úr 1970 varð til stórt slagorð og baráttumál í þeirra hópi sem Friðrik var helsti talsmaður fyr- ir; Báknið burt. Það táknaði einfald- lega að draga úr ríkisumsvifum. Út á stór orð sem þessi ætlaði Friðrik sér að verða mikill stjómmálaskör- ungur. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Ríkisumsvif jukust mjög á þessum árum, m.a. undir forystu Sjálfstæðisflokksins. „Báknið burt“ varð að hallærislegu öfugmæli og Friðrik er andvana fæddur stjóm- málaskörungur. Dugði ekki til Friðrik Sophusson er hinn dæmi- gerði stjómmálamaður sem verður undir. Hann hefur tilhneigingu til að tapa. Úr stóli varaformanns Sjálf- stæðisflokksins hefur hann tvívegis tapað fyrir Albert Guðmundssyni í baráttunni um fyrsta sætið í próf- kjörum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ætti þó staða varafor- manns að vera trygging fyrir 1. sætinu í prófkjöri þar sem formaður- inn er ekki í kjöri, þ.e.a.s. ef vara- KjaHaiinn Ingibjörg Þorvaldsdóttir verkakona formaðurinn er tekinn alvarlega og metinn sem alvöm stjómmálamað- ur. En varaformennskan dugði Frið- rik Sophussyni ekki. Og hún dugði ekki heldur í baráttunni um for- mennsku í flokknum við Þorstein Pálsson 1983. Þá var Friðrik vara- formaður og hefði átt að ganga upp ef allt hefði verið eðlilegt En lands- fundur sjálfstæðismanna hafnaði honum og sótti annan mann, Þor- stein Pálsson, nýstiginn af forstjóra- stóli í Vinnuveitendasambandinu. Friðrik kyssti á vöndinn og lét sér lynda að vera áfram varaformaður eftir að hafa beðið lægri hlut fyrir Þorsteini. Varaformanninum vantreyst Varaformannsstaðán dugði hon- um heldur ekki til áhrifa í flokknum þegar núverandi rikisstjóm var mynduð og 6 ráðherrastöðum var útbýtt Enn á ný var varaformannin- um vantreyst Hann var ekki tekinn alvarlega þegar kom að því að út- deila ábyrgð og völdum á vegum Sjálfstæðisflokksins. Friðrik var veginn og léttvægur fundinn. Hann var talinn hæfur sem pólitískur sendisveinn og annars flokks stjóm- málamaður. Og Friðrik lætur sér það lynda. Friðrik Sophusson er stjómmála- maður sem hefur ríka tilhneigingu til að tapa, og sætta sig við töpin. Nú er hann loksins kominn í fyrsta sæti sjálfstæðismanna í Reykjavík. Friðrik leiðir listann til taps og ó- famaðar, því menn breyta ekki um stíl á einni nóttu. Friðrik tapaði fyr- ir Albert í baráttunni um 1. sætið. Það þurfti að hrekja Albert úr flokknum til að koma Friðrik í fyrsta sætið. Aumingjalegri getur forystan varla orðið. Garmurinn hann Ketill Ekki má gleyma garminum honum „Báknið burt“ varö aö hallæris- legu öfugmæli og Friðrik er andvana fæddur stjórnmálaskör- ungur." Katli, manninum í öðm sæti listans, Birgi ísl. Gunnarssyni, sem í sögunni verður minnst fyrir þá skömm að tapa borginni í hendur vinstrimanna árið 1982. Annar sem vanur er að tapa. Það em hnípnir menn i vanda sem skipa forystu í framboði Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Framboðslist- inn er ekki sigurstranglegur með tvo efstu menn sem hafa gleymt því hvemig á að ná árangri. Þekkja ekkert annað en að tapa. Fallkandídatar í forystu. Það er ömurlegt hlutskipti fyrir gamla Sjálfstæðisflokkinn sem muna má flfil sinn fegri. Ingibjörg Þorvaldsdóttir „Fallkandídatar í forystu. Það er ömur- legt hlutskipti fyrir gamla Sjálfstæðis- flokkinn sem muna má fífil sinn fegri.“ Hvernig stefnuskrá Borgaraflokksins varð til Niðurstaða skoðanakannana um fylgi flokkanna fyrir nokkrum dög- um kom eins og þruma úr heiðskím lofti. Hún sýndi að nýr flokkur, þá tveggja daga gamall, var orðinn marktækt afl í íslenskum stjóm- málum. Fyrst í stað fannst mér að skýring- una væri að finna í göllum hins íslenska stjómkerfis og óttaðist að hér væri á ferðinni bylting sem ætti eftir að koma niður á þjóðinni í heild. En brátt varð mér þó annað ljóst Á sama hátt og jarðskjálfti eyðir spennu í jarðskorpunni hefur Borg- araflokkurinn komið lýðræðinu til liðs með því að eyða eða a.m.k. minnka áhrif örfárra einstaklinga sem i skjóli flokksræðis hafa haft einokun á skoðunum og athöfhum í stjómmálum. Athyglisvert Fyrr en varði var ég settur í nefnd til að leggja drög að stefnuskrá fyrir KjaUarinn Kristján Ingvarsson verkfræðingur þennan nýja flokk sem á því stigi var lítið meira en hugarfóstur. Þetta fannst mér athyglisvert þar sem ég þekkti engan í nýja flokknum per- sónulega en hafði þó talað í síma við einn frambjóðendanna, Júlíus Sólnes, fyrir nokkrum árum um allt annað en stjómmál. Óhugsandi er að nefhd þessi hefði komist að nokkurri niðurstöðu á öðrum timum en neyðartimum í stjómmálum. En vom þetta neyðar- tímar eða hafði fólkið sameinast um eitthvað annað? Stefnuskráin Þama vom saman komin til að semja stefhuskrá verkalýðsformað- ur, atvinnurekandi, guðfræðingur, náttúmvemdarmaður, hvalveiði- sinni, vísindamaður og leikmaður svo einhverjir séu nefndir. Og stefiiuskráin átti að liggja fyrir eftir 21 klukkutíma. Á fjölmennum fundi frambjóðenda daginn eftir var stefiiuskráin sam- þykkt á sex klukkustundum. Sú staðreynd að nýstárleg, heil- steypt og athyglisverð stefriuskrá sé sprottin af slíku samstarfi má teljast undraverð. í umræðunum um mál- efnin, sem tekin em fyrir í stefhu- skránni, urðu málamiðlanir örfáar enda em málamiðlanir sjaldnast „ Á sama hátt og jarðskjálfti eyðir spennu i jarðskorpunni hefur Borgaraflokkurinn komið lýðræö- inu til liðs...“ rökréttar og yfirleitt óframkvæman- legar. Eftir liggur stefriuskrá, samin af hópi manna með ólík sjónarmið en sömu markmið. Vorum sammála Og markmiðin em á hreinu. Þau em betra og fegurra mannlíf fyrir islensku þjóðina þar sem hver og einn fær að njóta hæfileika sinna, virðing fyrir þeim takmörkunum, sem náttúra landsins setur okkur, og frelsi frá sem flestum fjötrum kúgunar frá öðrum mönnum eða hópum. Um þessi markmið vorum við öll sammála. Kristján Ingvarsson. „ Sú staðreynd að nýstárleg, heilsteypt og athyglisverð stefnuskrá sé sprottin af slíku samstarfi má teljast undraverð.“ urPáskd-yr fstemmning‘ í Garöshorni GARÐSHORN fiS FOSSVOGI sími 40500 A GARÐSHORN , FOSSVOGI SIL sími 40500 40500 Gleöilega páska Blómaúrval Páskaliljur Páskaskraut Páskaskreytingar Kertaúrval Opið skírdag kl. 10-21. Lokaðföstudaginn langa. Opið laugardag kl. 10-21. Lokað páskadag. Annar í páskunu opiðkl. 10-21. GARÐSHORN fifi FOSSVOGI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.