Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Blaðsíða 11
MIÐVTKUDAGUR 15. APRÍL 1987. 11 Utlönd Siðvenja! Siðvenja! Tevje mjólkurpóstur í Fiölaranum á þakinu söng um Tradition (siðvenju) enda eru gyðingarnir kunnir fyrir fastheldni sína á siðvenjurnar. Framund- an er páskahátíðin hjá þeim sem öðrum en meðal gyðinga eru páskarnir haldnir hátíðlegir til minja um það þegar Móses leiddi ísraelsþjóð út úr Egyptalandi. Myndin hér er tekin i Bnei Brak-hverfinu i Tel Aviv þar sem hverfisbúar voru að hreinsa matarpotta og mataráhöld önnur í sjóðandi vatni til þess að tryggja að þau væru fullkomlega hrein fyrir hina helgu máltíð. Bann við grímu- klæddum mótmælendum Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmannahöfn: Lögreglan í Kaupmannahöfn bíður spennt eftir afdrifum lagafrumvarps, sem lagt hefur verið fyrir sambands- þingið í Vestur-Þýskalandi. Laga- frumvarp það bannar notkun gríma eða hettna sem gera mótmælendur óþekkjanlega við löglegar mótmæla- aðgerðir. Slíkt bann mun mögulega verða að veruleika í Kaupmannahöfn og þá sem ákvæði í lögreglusamþykkt borgarinnar. Eftir einföldun á lögreglusamþykkt Kaupmannahafnar frá 1938 féll niður ákvæði þess efnis að ekki væri leyfi- legt að sýna sig grímuklæddan, eða í klæðum er gengju í berhögg við sómakennd fólks, eða orsökuðu truflun á lögum og reglu. Ole Nör- gaard, varalögreglustjóri Kaup- mannahafnar, segir að erfitt hafi verið að koma upp um skemmdar- verk og óeirðir síðustu mánaða vegna þess að sökudólgarnir hafa verið hettuklæddir. Aður en breytingar verða gerðar segir Nörgaard lögregluna ætla að bíða og sjá hverju fram vindur um þýska lagafrumvarpið því lögreglan þar hefur kvartað yfir grímunotkun mótmælenda. Segir Nörgaard ekki óhugsandi að fleiri gömul ákvæði lögreglusam- þykktarinnar, eins og bann við að fleygja rusli á almannafæri, verði sett í samþykktina að nýju. Björn Elmquist, frá réttarfarsnefnd danska þingsins, segist vera fylgj- andi banni við hettum, en bendir um leið á nokkur atriði er orsaka vanda við mat á því hvað sé gríma eða and- litsdula. Ekki er t.d. hægt að setja reglur um hversu langt upp á andlit- ið trefill má ná á köldum vetrardegi. Enn stolið úr vopnageymslum Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmannatiö&r Einni litilli fallbyssu og sex vélbyss- um var stolið úr vopnageymslu heimavarnarliðsins í Kaupmanna- höín um helgina. Þar sem mikilvæg stykki höfðu verið fjarlægð úr vopn- unum er ekki hægt að nota þau. Getur lögreglan ekki sagt til um hvort meiru af skotvopnum eða skot- færum hafi verið stolið. Fallbyssan, sem stolið var, er af þeirri gerð er borin er á öxl éða stendur á þrífæti og er notuð gegn skríðdrekum. Hefur lögreglan nær ekkert að moða úr við lausn málsins annað en að þjófamir hafa líklega notað sér bíl. I haust var tvisvar brotist inn í vopageymslur hersins í Kaup- mannahöín en þeir stuldir komust upp. Tilkynning FRÁ SEÐLABANKA ÍSLANDS OG WÓÐHAGSSTOFNUN í dag miðvikudaginn 15. apríl flytur Þjóðhagsstofnun í nýja Seðlabankahúsið og fær um leið nýtt símanúmer 699500. Nýtt símanúmer Seðlabankans verður frá sama tíma 699600, en bankinn flytur þá að hluta í nýja húsið. Gjaldeyriseftirlit og Ríkisábyrgðasjóður verða um sinn áfram í Austurstræti 14 svo og afgreiðslur bankans í Hafnarstræti 10 og verður tilkynnt um flutning þessara deilda síðar. Nýtt póstfang Seðlabankans og Þjóðhagsstofnunar er: Kalkofnsvegur 1, 150 Reykjavík. 15. apríl 1987 SEÐLABANKI ÍSLANDS ÞJÓÐHAGSSTOFNUN Verðdæmi: 4 í íbúð kr. 27.400.- pr. mann fyrir 25 aaga. Á þessum tíma er meðalhiti um Það er mikið vor í lofti, gróður 23° og meðalhiti sjávar um 17°. allur ferskur og í miklum blóma og litskrúð með ólíkindum. Útsýn fyrir þig Pantið straxl Feróaskrífstofan Austurstræti 17 - Sími 26611 Y>& fe* i 25 dagar á hálfvirði á Costa del Sol ★ Brottfarardagur 26. apríl. Við höfum fengið viðbótargistingu á hinu frábæra hóteli Timor Sol.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.