Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Blaðsíða 32
40 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987. ] Hafnarfjörður - ssss Matjurtagarðar Leigjendum matjurtagaröa í Hafnarfiröi tilkynnist hér með aö þeim ber að greiða leiguna fyrir 10. maí nk. ella má búast viö að garðlöndin verði leigð öðrum. Bæjarverkfræðingur Shell AÐALFUNDUR OLÍUFÉLAGSINS SKELJUNGS HF. Aðalfundur félagsins verður haldinn föstudaginn 8. maí nk. kl. 17.00 að Suðurlandsbraut 4, 8. hæð. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins og póst- lögðu fundarboði til hluthafa. Stjórnin EYFIRSKT ÚTSÆÐI Aðeins úrvals eyfirskt útsæði og stofnútsæði frá viðurkenndum útsæðisframleiðendum í Eyjafirði. Heimsendingarþjónusta minnst 25 kg. Eyfirska karktöflusalan, Vesturvör 10, Kópavogi. Símar 641344 og 641703. 34. LEIKVIKA -11. APRÍL 1987 VINNINGSRÖÐ: 2 2 1 - X 2 1 - X X X - X 2 1 1. VINNINGUR: 11 RÉTTIR, kr. 71.745,- 14420(1/10) 127202(6/10)+ 127205(6/10)+ 223542(14/10) 125252(6/10) 127204(6/10)+ 127706(6/10) 2. VINNINGUR: 10 RÉTTIR, kr. 2.089,- 1142 45374 + 55966 98719+ 126001 + 218298' 8486 46382'1 58145 98722+ 126002 + 223659- 12983 47631• 58470 101121 126168 223797 14419 49573 96299 125051 + 127611 594067 42351 + 50571‘+ 96358 125078 129618" 594078 43686 + 53834 97970 125253 215393 594079 45353 53845 98713 + 125254 218286'+. 622385 622622' 654497 Úr33. viku 9725 + 53155 + • = 2/10 " = 4/10 Kærufrestur er til mánudagsins 4. mai 1987 kl. 12.00 á hádegi. íslenskar Getraunir, íþróttamiðstöðinni v/Sigtún, Reykjavík Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöö fást hjá umboósmönnum og á skrifstofunni i Reykjavík. Vinningsupphæöir geta lækkaö, ef kærur veröa teknar til greina. Handhafar nafnlausra seöla ( + ) veröa aö framvísa stofni eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Islenskra Getrauna fyrir lok kærufrests. „Tímaskekkja“ tuttugustu aldar- innar - í hveiju felst hún? „Tímaskekkja" er slagorð sem ýmsir nota gegn okkur kvenna- listakonum. - Hvers vegna skyldi þessi svokallaða tímaskekkja vera svo kröftug sem raun ber vitni? Sé um tímaskekkju að ræða er hún eingöngu fólgin í því að við konur skyldum ekki taka málin í okkar hendur löngu fyrr. Fagurgali stjórnmálamanna um fjölskylduna heyrist eingöngu á hátíðarstundum og í seinni tíð jafn- vel í kosningaræðum. Þrátt fyrir ellefu alda búsetu og tilvist kvenna í þessu landi þykir enn ekki sjálf- sagt að konur taki þátt í stjórnun samfélagsins. En hver er ástæðan fyrir því að jafnvel konum þykir sitt eigið afskiptaleysi af stjórn- málum sjálfsagt? Konur hafa gegnum aldirnar haft mikilvægu hlutverki að gegna við barnaupp- eldi og heimilisstörf. Þær hafa því hvorki tíma, peninga né áhuga fyr- ir að taka þátt í deilum um persón- ur eða stóla þar sem málefnin eru látin sitja á hakanum. Er það annars ekki undarlegt að ekki þótti ástæða til fyrr en í byrj- un þessarar aldar að konur kysu til Alþingis? Er það ekki enn und- arlegra að á allra síðustu árum skyldi þörf á sérstakri löggjöf um jafnrétti? Og hvernig skyldi fram- kvæmd þeirra laga vera háttað? Pappír með fögrum fyrir- heitum Hérna komum við einmitt að kjarna málsins. Löggjöf sem snertir ýmis mannleg málefni virðist oft sett til þess eins að eiga í lagasafni pappir með fögr- um fyrirheitum. Hvort sem um er að ræða jafnréttislög, lög um málefni fatlaðra eða grunn- skólalög, alls staðar vantar alltof mikið á að þeim sé fram- fyigt. Við kvennalistakonur höfum frá upphafi lagt megináherslu á að for- gangsröð verkefna verði breytt. Að fyrst og fremst verði tekið tillit til þarfa manneskjunnar þar sem mál- um er ráðið. Hið sérstaka hlutverk kvenna, sem felst í því að fæða börn, mótar viðhorf kvenna til umhverfis síns og lífsins alls. Hin svokölluðu kvennamál verða því aldrei úrelt og því er sjálfsagt að taka tillit til þess sem konur hafa fram að færa. Að borin sé virðing fyrir þeirri reynslu sem mótar lífsskoðun kvenna. Það er löngu tímabært að hið mikilvæga starf sem konur inna af hendi inni á heimilunum verði metið að verðleikum. Jafnframt því er nauðsynlegt að fram fari gagn- gert endurmat á öllum þeim störf- um sem konur sinna. Nýgerðar launakannanir sýna fram á gíf- urlegan launamun kvenna og karla. Þessi munur undirstrikar viðhorf þjóðfélagsins til kvenna og vinnuframlags þeirra. Á þessum vettvangi höfum við konur mikið verk að vinna. Starfsaðferöir sem byggja á valddreifingu Með störfum sínum bæði innan og utan Alþingis hefur Kvennalist- inn skapað sér ákveðinn sess í íslensku þjóðlífi. Eitt sérkenni þessa nýja afls í íslenskum stjórn- Kja]]aiinn Danfríður Skarphéðinsdóttir kennari málum eru starfsaðferðirnar sem byggja á valddreifingu. Valddreifingin tryggir ekki að- eins ábyrgð, áhuga og þróttmikið starf margra heldur hentar hún konum sérstaklega vel. - Vald- dreifingin á ekki aðeins við um innra starf okkar í Kvennalistan- um. Við viljum auka valddreifingu á öllum sviðum þjóðfélagsins. Stöndum saman um allt það góða sem við höfum Það er löngu kominn tími til að íbúar dreifbýlis standi ekki álengdar sem áhorfendur þegar teknar eru ákvarðanir sem skipta sköpum um líf þeirra og afkomu. I þeirri hugarfarsbyltingu sem Kvennalistinn stefnir að er afar brýnt að hver einstaklingur skilji mikilvægi sitt. Við verðum að standa saman um allt það góða sem við höfum, landið sjálft og ekki síð- ur fólkið sem það byggir. Saman ■verðum við að standa gegn utanað- komandi vá af völdum fíkniefna, kjarnorkuvopna eða annars þess sem reynst gæti mannkyninu skeinuhætt. Stærsta auðlind hverrar þjóðar er fólkið sjálft. Sérframboði kvenna er ekki beint gegn körlum heldur er það til orðið fyrir konur. Við vitum að allt sem bætir hag kvenna og bama mun skila sér í réttlátara þjóðfélagi fyrir okkur öll. I ljósi þeirrar byggðaröskunar sem nú á sér stað er uppbyggingar þörf úti á landsbyggðinni. Fái viðhorf kvenna að njóta sín þar sem og á öðrum sviðum þjóðlífsins er um leið tryggt að mannleg verðmæti verða fyrst og fremst lögð til grund- vallar þegar ákvarðanir eru teknar. Danfríður Skarphéðinsdóttir. Greinarhöfundur er kennari og skipar 1. sæti Kvennalistans á Vesturlandi. „Hið sérstaka hlutverk kvenna, sem felst i því að fæða börn, mótar við- horf kvenna til umhverfis síns og lífsins alls. Hin svökölluðu kvennamál verða því aldrei úrelt og því er sjálfsagt að taka tillit til þess sem konur hafa fram að færa.“ „Sé um tímaskekkju að ræða er hún ein- göngu fólgin í því að við konur skyldum ekki taka málin í okkar hendur löngu fyrr.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.