Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1987, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1987, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987. AUGLYSING frá Útvegsbanka íslands um greiðslustað skuldaskjala. Samkvæmt 8. gr. laga nr. 7, 1 8. mars 1987, um stofn- s n hlutafélagsbanka um Útvegsbanka Islands skal greiðslustaður skuldaskjala í eigu eða til innheimtu hjá Útvegsbankanum vera í Útvegsbanka Islands hf. eftiryfirtöku hansá Útvegsbankanum þann 1. maí nk. Útvegsbanki íslands. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Starfsmaður óskast í fullt starf við Afangastaðinn, Amtmannsstíg 5A, sem er heimili fyrir konur sem hafa farið í áfengismeðferð. t Félagsráðgjafamenntun eða sambærileg háskóla- menntun áskilin eða reynsla á sviði áfengismeðfe^ðar. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 26945 f.h. virka daga. Umsóknarfrestur er til 18. maí nk. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. 8LAÐSÖI Sdjið ■" Vinnið ykkur inn vasapeninga. Komið á afgreiðsluna um hádegi virka daga. AFGREIÐSLA Þverholti 11 SÍMI27022 Nauðungaruppboð á fasteigninni Skaftahlíö 9, efri hæð, þingl. eigandi Hallgrímur Hansson, fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, fimmtud. 30. apríl '87 kl. 11.45. Uppboðsbeiðendureru Lúðvík Kaaber hdl. og Hjalti Steinþórsson hdl. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð á fasteigninni Logafold 5, þingl. eigandi Skúli G. Jóhannsson, fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, fimmtud. 30. apríl '87 kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur eru Tómas Þorvaldsson hdl., Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hdl., Iðnaðarbanki íslands hf„ Ólafur Thoroddsen hdl„ Sigríður Thorlacius hdl„ Sigurður H. Guðjónsson hdl„ Gjaldheimtan í Reykjavík, Reynir Karlsson hdl. og Ólafur Axelsson hrl. ______________________Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Mávahlíð 23, 2.hæð, tal. eigandi Örn Sigurðs- son, fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlið 6, 3. hæð, fimmtud. 30. apríl '87 kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. ___________________Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Neðstaleiti 28, þingl. eigendur Ingvar Her- bertsson og Svanborg Daníelsd., fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, fimmtud. 30. apríl '87 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur eru Gjald- heimtan í Reykjavík og Veðdeild Landsbanka Islands. ______Borgarfógetaembættið I Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Seljalandi 1, 2.t.v„ þingl. eigendur Hannes Einarsson og Guðrún Sigurðard., fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, fimmtud. 30. apríl '87 kl. 10.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Neðstaleiti 5, 3.t.h„ þingl. eigendur Þórir Ing- varsson og Guðný Diðriksdóttir, fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlið 6, 3. hæð, fimmtud. 30. apríl '87 kl. 10.45. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Utlönd Waldheim óvelkom- inn í Bandankjunum Kurt Waldheim, forseti Austurrikis, kominn á svarta listann hjá Bandaríkjamönn- um. Ólaíiir Amaison, DV, New York Dómsmálaráðuneyti Bandarríkj- anna setti í gær Kurt Waldheim, forseta Austurríkis, á lista yfir fólk sem meinað er að koma inn í Banda- ríkin. Ástæðan fyrir þessum aðgerðum ráðuneytisins er sú að það hefur undir höndum sannanir um að Waldheim hafi tekið þátt í aðgerðum gegn gyð- ingum og öðrum borgurum Grikk- lands og Júgóslavíu í síðari heims- styrjöld. Ráðuneytið hefur haft Waldheim til rannsóknar í eitt ár og mun það hafa fúndið ný, óbirt sönnunargögn gegn forsetanum. Þessari ákvörðun var í gær fagnað meðal gyðinga og annarra þeirra sem barist hafa fyrir því að Waldheim yrði settur á svarta listann. Meðal þess sem Waldheim er sakað- ur um að hafa staðið fyrir í stríðinu eru aftökur á gíslum og öðrum óbreyttum borgurum, flutningur á gyðingum í þræla- og útrýmingarbúðir og framsal á stríðsfóngum úr herjum bandamanna í hendur sérsveita SS. Austurríska ríkisstjórnin brást við með því að kalla heim sendiherra sinn í Washington til skrafs og ráðagerða. Bandarísk stjómvöld lögðu áherslu á að þetta væri einungis gegn Wald- heim sem einstaklingi fyrir gamla glæpi. Bandaríkin vildu eftir sem áður hafa sem allra best samband við Aust- urríki. Svarti -listinn, sem Waldheim er nú kominn á, inniheldur um fjörutíu þús- und nöfii. Þeir sem á listanum eru fá ekki vegabréfsáritun til Bandaríkj- anna og reyni þeir að komast inn í landið er þeim tafarlaust snúið til baka. Waldheim er fyrsti þjóðhöfðing- inn sem settur er á listann. Á þennan lista eru menn settir fyrir einhverja af þrjátíu og þrem ástæðum, allt frá þvf að vera nasistar til þess að vera haldnir hættulegum smitsjúk- dómum. Flestir á listanum em glæpa- menn, hryðjuverkamenn, kommúnist- ar og fólk sem hefúr verið vísað úr landi í Bandaríkjunum. Sem þjóðhöfðingii hefur Waldheim rétt á að fá bráðabirgðaáritun ef hann hyggst heimsækja Sameinuðu þjóðim- ár. Danskur bílstjóri í sex ára fangelsi í Júgóslavíu Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmarmahöfn: Vagn Kristensen, fimmtíu og átta ára gamall vöruflutningabílstjóri frá Danmörku, hefúr við rétt í Júgóslavíu verið dæmdur í sex ára fangelsi sem ábyrgur fyrir dauða tuttugu og fjög- urra Júgóslava með óábyrgri keyrslu þann 2. febrúar síðastliðinn. Bílstjórinn hafði reynt framúrakstur á sjötíu kílómetra hraða og í hálku. Missti bílstjórinn vald á þrjátíu og átta tonna þungum flutningabílnum þegar hann reyndi að sveigja aftur inn á eigin vegarhelming til að forðast árekstur við rútu sem kom á móti. Keyrði rútan, sem var full af júgóslav- neskum fjölskyldum á leið heim úr fríi, inn í vöruflutningabílinn. Rútubílstjórinn og tuttugu og þrír farþegar biðu bana við áreksturinn, þar á meðal mörg böm. Slysið átti sér stað á svokölluðum dauðavegi í Júgó- slavíu og er talið alvarlegasta um- ferðarslys þar frá stríðslokum. Réttarhöldin vegna slyssins hafa verið mjög tilfinnmgaþrungin, ekki síst vegna allra þeirra bama er dóu. Verjandi bílstjórans telur að dómurinn eigi að virka sem áminning fyrir júgó- slavneska vöruflutningabílstjóra. Sjálfúr segist bílstjórinn vera gerður að skotspæni í málinu. Hafi hann reynt allt til að forðast áreksturinn en sé útlendingur og því tilvalið fóm- arlamb réttvísinnar. Danska utanríkisráðuneytið mun reyna að fá bílstjórann framseldan til afþlánunar í Danmörku á mannúðar- forsendum. Er óttast að heilsa hans, sem ekki er góð fyrir, bresti í harðn- eskjulegum fangelsum Júgóslavíu þar sem fangar em látnir vinna erfiði- svinnu. Kosningaráíslandi fá mikla umfjöllun KetSbjöm Tryggvason, DV, V-Berlín: Fjölmiðlar hér í Þýskalandi sinntu kosningunum á íslandi mikið að þessu sinni. í ílestiun virt- ari dagblöðum landsins mátti í síðustu viku lesa eitthvað um pól- itíkina á íslandi, framboðin og skoðanakannanir. Þar bar málefni Alberla Guðmundssonar og flokks hans hæst og þau aímennt notuð í fyrirsagnir til að auka áhuga le- senda á fréttinni. Kvennalistinn fékk einnig nokkra umræðu í fréttaskýringum en hinir flokkam- ir minni. Úrelit kosninganna voru svo birt í kvöldfréttum á báðum aðalrásum sjónvarpsins á sunnudag, almeimt í útvarpsfréttuni og í sunnudags- og mánudagsútgáfum dagblað- anna. Ferjan komin til hafiiar Feijan Herald of Free Enterprise kom til hafnar í Zeebrugge í gær sjö vikum eftir að henni hvolfdi undan ströndum Belgíu. Kafarar leita enn tuttugu líka sem talin eru vera í ferj- unni en hingað til hafa fundist hundrað sjötíu og sex lík. Rannsókn er nú hafin á orsök slyssins og hefur komið í ljós að sá sem loka átti stafn- lúgunni lá og svaf í klefa sínum. Gerði hann ráð fyrir að einhver amiar myndi loka lúgunni en hún var skilin eftir opin og fossaði þá sjór inn í ferjuna. Einnig hefúr komið fram að skipstjór- inn hafði margsinnis varað útgerðina við að ferjan hefði tilhneigingu til að síga að framan. Símamynd Reuter •

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.