Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1987, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987.
13
Myndar Kvennalistinn
næstu ríkisstjórn?
Alþingiskosningum er lokið og rík-
isstjórnin hefur misst meirihluta á
Alþingi. Þetta er niðurstaðan og
svona eru 'stjómmálin. Samt var rík-
isstjómin vinsæl og henni tókst að
lækka dýrtíðina og halda fullri
vinnu. Hún hafði allt með sér og
stóra flokka sér að baki en örlögin
réðu. Þau flýr enginn. Eða vom
þetta mannanna verk þrátt fyrir allt?
Mannleg mistök, eins og stundum
er sagt.
Alþýðuflokkurinn
Þessar kosningar marka þáttaskil
fyrir Alþýðuflokkinn. Hann kemur
vel út og er nú stærri en Alþýðu-
bandalagið, sem ekki hefur gerzt
lengi. Þetta em stórar fréttir. Samt
ber annað hærra hjá Alþýðuflokkn-
um. Hann hefur lýst yfir að hann sé
tilbúinn til að fara í stjóm og taka
á sig ábyrgð á ríkisstjórn. Þetta hef-
ur flokkurinn gert að vel athuguðu
máli og með meiri hógværð og raun-
sæi en oft áður. Það ætti því að vera
góður möguleiki að Alþýðuflokkur-
inn breyti til og gerist stjórnarflokk-
ur í stað þess að stunda stjórnarand-
stöðu.
Það er ekki hægt að tala um kosn-
ingamar og Alþýðuflokkinn án þess
að minnast á tiltölulega nýjan for-
mann hans, Jón Baldvin Hannibals-
son. Hann hefur átt mestan þátt í
því að hrista flokkinn, vekja hann
og koma honum frá deilum innan
flokks í sókn til áhrifa og stjómar-
þátttöku. Þetta var sérstaklega
undirstrikað fyrir kosningamar þeg-
Kjallaiiim
Lúðvík
Gizurarson
hæstaréttarlögmaður
ar Jón Baldvin Hannibalsson vék
úr fyrsta sæti flokksins í Reykjavík
og studdi tillögu um að bjóða þar
fram Jón Sigurðsson, áður þjóð-
hagsstjóra. Jón Sigurðsson er af
öllum talinn mjög hæfúr maður.
Hann er flestum öðrum þaulkunn-
ugri í stjómkerfinu og liðsinni hans
er heppilegt Alþýðuflokknum þegar
finna þarf leiðir til að koma tillögum
og kosningamálum Alþýðuflokksins
i framkvæmd. Stjómkerfið er orðið
flókið og það þarf oft sérfræðinga til
að fá það til að láta að s'tjóm og
hreyfast.
Kvennalistinn
Eins og sagt hefur verið frá í blöð-
um kom Jón Baldvin Hannibalsson,
formaður Alþýðuflokksins, með þá
tillögu fyrir kosningar að Sjálfstæð-
isflokkur, Alþýðuflokkur og
Kvennalisti mynduðu nýja stjóm.
Margir hafa rætt tillöguna þessa
dagana og telja hana koma til
greina. Því er hún rædd hér sem
hugsanlegur möguleiki um nýja
stjórn.
Kvennalistinn hefur hingað til lát-
ið sér nægja að hafa óbein áhrif.
Konumar hafa kynnt baráttumál sín
og látið þau berast inn í aðra flokka
og út í þjóðfélagið. Með þessu móti
hafa þær haft veruleg áhrif. Um það
em allir sammála og úrslit kosning-
anna sýna þetta bezt.
Margar kvennalistakonur telja
þetta nóg í bili og vilja ekki tefla
þessum góða árangri í hættu með
stjórnarþátttöku sem getur snúist til
beggja átta með árangur. Þetta er
visst raunsæi sem ber að meta.
Á hinn bóginn er til svar við þessu
og það er ekki nema eitt. Lausnin
er sú að Kvennalistinn fengi forystu
í stjóminni og forsætisráðherra.
Þessu gætu konumar varla hafnað
ef til boða stæði enda meiri stuðning-
ur og virðing við baráttu þeima en
nokkuð annað sem til greina gæti
komið.
Sjálfstæðisflokkurinn
Gert er ráð fyrir því í þessari til-
lögu, sem hér er til umræðu, að
Sjálfstæðisflokkurinn tæki þátt í rík-
isstjórninni. Væntanlega yrði hann
þá stærsta aflið á bak við ríkisstjóm-
ina, enda öflugur og með mikla
reynslu í stjómarstörfum og valda-
mikill í ríkiskerfinu.
Ég ætla ekki að blanda mér í mál
Sjálfstæðisflokksins en vil einungis
benda á að samstarf Sjálfstæðis-
flokks við Alþýðuflokk og Kvenna-
lista myndi breyta ímynd Sjálfstæð-
isflokksins og hann næði með því
lengra til vinstri. Núna finnst mörg-
um kjósendum á miðjunni að flokk-
urinn sé of mikið til hægri eða
þannig mætti túlka úrslit kosning-
anna.
Mikilhæfui' formaður Sjálístæðis-
flokksins, Ólafúr Thors, myndaði
„Það er vist að Guðrún Agnars-
dóttir af Kvennalista myndi ekki
siður sóma sér vel sem torsætis-
ráðherra heldur en Vigdis Finn-
bogadóttir hefur gert sem forseti."
fyrir um 40 árum ríkisstjóm með
Alþýðuflokki og þáverandi Alþýðu-
bandalagi, svokallaða Nýsköpunar-
stjórn. Þetta gerði hann ekki
einungis af sögulegum ástæðum
heldur breytti hann ímynd Sjálf-
stæðisflokksins með þessu og hélt í
kjósendur sem hefðu annars hikað
við að fylgja hreinum hægri flokki.
Niðurstaða
Það er nauðsynlegt að mynda
strax nýja ríkisstjórn, halda áfram
uppbyggingu og hefja marga ný-
sköpun í atvinnu og þjóðmálum.
Jafnrétti kvenna er þar mjög ofar-
lega á blaði.
Það er víst að Guðrún Agnars-
dóttir af Kvennalista myndi ekki
síður sóma sér vel sem forsætisráð-
herra heldur en Vigdís Finnboga-
dóttir hefur gert sem forseti.
Þróunin verður að halda áfram.
Nýir foringjar koma og með þeim
nýjar hugsjónir og nýir siðir.
Lúðvík Gizurarson
„Lausnin er sú að Kvennalistinn fengi
forystu í stjórninni og forsætisráðherra.“
Islenskt góðæri
Það er mikið talað um góðæri á
Islandi. Það er vissulega góðæri á
mörgum sviðum en þetta góðæri
virðist einungis eiga að haldast við
þessi sömu svið. Það er niðurskurður
á mjög mörgum sviðum félagsgeir-
ans, m.ö.o. stefnan virðist vera sú
sama og oftast áður í góðærum á
íslandi, að flýta sér að virkja skjót-
fenginn gróða góðærisins til öfga-
fenginnar uppbyggingar verslunar-
og þjónustugreina, sbr. hina öru þró-
un í stórmarkaðaæði og uppbygg-
ingu bankakerfisins. Um þetta eru
mýmörg dæmi úr þjóðfélaginu í dag.
Þetta er mjög einhæf þensla sem á
sér stað á meðan undirstöðuþættir í
þjóðfélaginu sitja á hakanum og
koma okkur í koll seinna meir,
menntunar-, félags- og heilbrigðis-
mál mæta afgangi. Síðan er vaninn
að verða hissa þegar allt er komið í
óefni og tala um vondu verðbólguna.
Stór hluti fólks lifir á launum sem
gætu sæmt föngum vel. Lágmarks-
launin eru um 26.000 kr. Það kostar
20.000 kr. að borga mánaðarleigu af
tveggja herbergja íbúð. Það kostar
um 35.000 kr. á mánuði að kaupa
tveggja herbergja íbúð þó notuð séu
hagstæðustu lánakjör á markaðn-
um. Það er því skilyrði í íslensku
þjóðfélagi að vinna a.m.k. 12 tíma
vinnudag, erfa ríka ættingja eða eiga
ótakmarkaðan aðgang að fjöl-
skylduauð ef meiningin er að leigja
eða kaupa íbúð og lifa í henni. Það
fer bara í verra ef viðkomandi getur
ekki uppfyllt þessi skilyrði af ein-
hverjum orsökum og lítið annað en
betl sem sá hinn sami getur lagt fyr-
ir sig.
Gallar í kerfinu
Af hverju er boðið upp á þetta?
Er það vegna þess að rekendur versl-
unar- og þjónustufyrirtækja eru
forréttindastétt sem ákveður sín
laun vegna úreltrar hefðar þar að
KjaUaiiim
Magnús Einarsson
nemi
lútandi. Er engin ástæða til að setja
spumingarmerki við að rekendur
fyrirtækja hafi einir aðgang að góð-
ærinu vegna galla í kerfinu sem er
réttlættur með hefðinni einni? Það
er mjög ört vaxandi þróun sem á sér
stað í dag í átt til einhvers konar
upplýsingaþjóðfélags, sbr. tölvur o.
s.frv. Hvemig er háttað undirbún-
ingi fólks fyrir þjóðfélag sem verður
óhjákvæmilegt eftir 10-20 ár? Það
gefúr augaleið að endurskoðun og
allsherjar uppstokkun er nauðsynleg
til þess að ekki skapist upplausn í
samfélaginu vegna þess að fjár-
magnsdreifingin híndrar að eðlileg
þróun eigi sér stað. Þessi svokallaða
upplýsingaöld verður búin að taka
á sig mun skýrari mynd eftir nokkur
ár og íslendingar virðast ætla að
mæta því með stórmörkuðum og tog-
urum o.s.frv. á meðan menntamál,
félagsmál og heilbrigðismál em af-
velta en em þó þeir þættir sem gæfú
þjóðinni hvað mestan arð á nýjum
tímum.
Fyrirtækin geta fært út kvíamar
vegna þess að góðærinu er beint til
þeirra, með sköttun, álagningu o.þ.h.
sem er ekki undir sömu viðmiðunar-
reglum, miðað við forsendur, og hjá
hinum almenna borgara. Það er ekki
Markaður er ekkert lögmál
Kanna þarf rækilega að hve miklu
leyti bankar og auðhringar, s.s. SÍS
og ýmis stórfyrirtæki, stjóma þeim
markaði sem þeir eiga þó að stjóm-
ast af. Möguleikar þessara aðila til
að hafa gífurleg áhrif á markaðinn
em vissulega mjög miklir.
yÞað er ekki hægt að græða peninga á
Islandi án leyfis ríkisins, þ.e. ríkið ákveður
hvaða stéttir hafa þau forréttindi að mega
græða með þeim forsendum sem gengið er
út frá þegar reglur um viðmiðun í t.a.m.
sköttun eru settar.“
hægt að græða peninga á íslandi án
leyfis ríkisins, þ.e. ríkið ákveður
hvaða stéttir hafa þau forréttindi að
mega græða með þeim forsendum
sem gengið er út frá þegar reglur
um viðmiðun í t.a.m. sköttun eru
settar. Það að reglur em ekki settar
er þvi vissulega regla í sjálfu sér.
Það er nauðsynlegt að breyta nú-
verandi skattalöggjöf þar sem
viðmiðunum væri gjörbreytt m.t.t.
aðstæðna. Það er líka nauðsynlegt
að skoða söluskattsmál og tolla nið-
ur í kjölinn því þar em viðmiðanir
vissulega út í hött og reyndar allt
mat gamalt og skaðandi fyrir kerfið.
Einnig ætti að koma á fót nefndum
sem könnuðu rækilega bankakerfið,
það að Útvegsbankinn sem ríkis-
banki gat farið á hausinn með þeim
hætti sem raun ber vitni virðist ýta
undir þá skoðun að bankakerfið sé
sjálfstætt ríki í ríkinu sem geti sett
ríkið á hausinn.
Galli ■ þess að fela markaðinum
ákveðin svið þjóðfélagsins er vissu-
lega sá að markaðurinn lætur stjóm-
ast. Markaður er ekkert lögmál því
markaður er ekkert annað en kaup
og sala og það er ljóst að í þeim við-
skiptum gilda það mörg lögmál að
ómögulegt er að ætla sér að reyna
að fella þau öll undir einn hatt. Rík-
ið hlýtur að verða að gera sér grein
fyrir þessu og skilgreina markaðinn
mikið betur til þess að takast á við
raunveruleg vandamál í fjármagns-
dreifingu hér á landi sem í dag er
flokkað undir og afsakað með þessu
asnalega markaðskerfi sem ætti ekki
að vera annað en skemmtilégt hug-
tak til að leika sér með eins og t.d.
Hannes Hólmsteinn er orðinn fræg-
ur fyrir. Nauðsynlegt hlýtur að vera
að gera ítarlega og vel skilgreinda
auðhringalöggjöf ef fela á markaðs-
kei'fi ákveðin svið þjóðfélagsins.
Hvað hefði mátt lagfæra þjónustu
í heilbrigðis-, félags- og menntunar-
málum fyrir andvirði nokkurra
stórmarkaða, skemmtistaða og svo
sem eins banka sem rökrétta afleið-
ingu af minni þenslu. Myndum við
lifa það af? Þó fjárveitingar í heil-
brigðis-, félags- og menntunarmál
skili sér ekki beint og hratt í au-
kinni veltu þá er veltan sem skapast
kringum stórmarkaðinn alls ekki
jafngjöful og hún er sýnileg þó hún
viðhaldi sjálfri sér og þeim sem halda
á henni og rúmlega það. Hins vegar
er heilbrigðisþjónustan fær um að
aðstoða fólk til að vera hæfara, betra
og jafnvel ánægðara, það sama á við
félagsþjónustu og menntun. Það gef-
ur augaleið að slíkt fólk er bæði
betri neytendur, framleiðendur og
starfskraftar. En þetta er velta sem
er ósýnileg vegna þess hve erfitt er
að benda á hana, kannski vegna
þess hve árangur á þessum sviðum
er tímafrekur en að sama skapi ár-
angursríkur. Menntunarmál geta
verið úrslitavaldur varðandi hvar
íslenskt þjóðfélag stendur eftir 20 ár.
Reyndar má spyrja spumingar sem
þessarar: Hve mörg mistök fortíðar-
innar stafa af vanþekkingu? Svarið
verður sjálfsagt sjö stafa tala og
verður enn hærra eftir 20 ár með
þessu áframhaldi.
Það er ekki forsvaranlegt að fólk
vinni 12 tíma vinnudag til þess að
komast af í þessu þjóðfélagi vegna
þess eins að ákveðnir hópar sam-
félagsins takmarka dreifingu íjár-
magnsins við ákveðin svið. Það er
augljóst að neytendumir em jafri-
mikilvæg forsenda þjóðfélagsins og
framleiðendur og seljendur. Það
hlýtur að liggja í augum uppi að
þessari fjármagnsdreifingu verður
að breyta án þess að stjómmála-
flokkar leyfi sér að snúa þessu upp
í hagsmunapot undir formerkjum
mismunandi ýktra, úreltra og gam-
alla stefiia. Magnús Einarsson