Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1987, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1987, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987. Spumingin Hvað finnst þér um úrsiit kosninganna? Oddgeir Þór Árnason, garðyrkju- stjóri á Akranesi: Þau eru að mörgu leyti áhugaverð. Ég er mjög ánægður með frammistöðu Kvennalistans og finnst mér hann koma sterkur út úr þessum kosningum. Ég bjóst nú hálf- partinn við því að D-listinn tapaði meira fylgi út af S-listanum. Berta Sigurðardóttir kennari: Ég er mjög ánægð með minn flokk, Kvennalistann. Það kom mér samt mikið á óvart hvað D-listinn tapaði . miklu á kostnað S-listans og ég er mjóg óhress með það. Sigurður Lúðvíksson lagermaður: Mér finnst þau afar slæm og á bágt _með að sætta mig við þau. D-listinn missti allt of mikið fylgi, hann hefði Iátt að fá miklu meira þó að Albert hefði klofið sig úr honum. Ég get vel jsætt mig við að G-listinn sé á niður- ? leið, það er gott eitt um það að segja. Guðbrandur Bjarnason verslunar- maður: Mér líst bara vel á þau. Það sér kominn tími til að breyta aðeins |til og fá 3-4 flokka stjórn. Maður 'bjóst allt eins við þessum úrslitum ; svo þau koma manni ekkert á óvart. Jóhann Guðlaugsson ellilífeyrisþegi: :Mér finnast þessi kosningaúrslit í 'einu orði sagt ákaflega ruglingsleg. Það er einnig skrýtið hvað V-listinn . tekur mikið fylgi frá G-listanum en mér finnst stefnuskráin hjá þessum flokkum nánast nákvæmlega eins. $ Ég er ánægður með það að D-listinn skuli hafa farið halloka í þessum kosningum enda er hann með vond- an málstað er illt er að verja. Guðbjörg Ingibertsdóttir húsmóðir: Ég veit ekki, ég hefði nú búist við því að S-listinn fengi meira þó maður geri sig ánægðan með það sem hann fékk. Lesendur Oiyrkjar: Lífeyrisbætur jafnháar lágmarkslaunum Jón Jónsson skrifar: Það er fyrst núna sem maður heyrir eitthvað talað um hversu málefhi fatlaðra hafa verið van- rækt og lítið sinnt. Manni finnst það furðulegt að í velmegunarþjóðfélagi okkar, þar sem alltaf er verið að tönnl- ast á góðæri í landinu, skuli á sama tíma vera mikill niður- skurður fjárframlaga til Fram- kvæmdasjóðs fatlaðra. Hvemig má þetta vera? Svo ekki sé talað um lífeyris- bætur fatlaðra sem eru lægri en lágmarkslaun í landinu. Ef þetta er ekki mismunun, hvað er það þá? Ég er sjálfur öryrki get varla Öryrkjar hljóta ad eiga kröfu á að lífeyrisbæturnar hækki í samræmi við lágmarkslaunin í landinu hverju sinni. náð endum saman með þær ör- orkubætur sem ég hef. Öryrkjar hljóta að eiga kröfu á að lífeyris- bætumar hækki í samræmi við lágmarkslaunin í landinu hverju sinni. Krafa fatlaðra er ekki um for- réttindi heldur um jafnrétti til að lifa í í þessu þjóðfélagi og taka þátt í vexti þess. Lög um Framkvæmdasjóð fatl- aðra tryggja rétt fatlaðra vel, en það er ekki nóg að semja sann- gjöm lög, það verður að ffarn- fylgja þeim einnig, en það virðist hafa dottið upp fyrir að hluta. Ég sem öryrki vona að næsta ríkisstjóm sinni okkur betur en sú síðasta gerði. „Bubbi er alveg æðislegur söngvari og semur floft lög.“ Marklaus gagniýni Leyfið bjórinn- flutning Einar Einarsson hringdi: Hvernig stendur á því að áfengis- siðapostular drottna hér í öllu sínu veldi og stoppa allan bjórinnflutning. Það er svo fáránlegt að fámenn klíka geti predikað um óheilindi bjór- drykkju og komið i veg fyrir að við fáum bjórinn hingað. Mér þykir bjór góður og vil því gjaman geta fengið mér einn góðan, kaldan bjór þegar ég kem heim og vil slappa af. Fólk hlýtur að fá að ráða því sjálft hvort það drekkur bjór eða ekki og það er alveg út í hött ef alþingi ætlar að fara leika stóra bróður með eilífum boðum og bönnum. Landsmenn eiga rétt á því að fá bjór- inn ef þeim sýnist svo og því vil ég biðja ráðamenn þjóðarinnar að hætta þessu mikilmennskubrjálæði og fara að vilja meirihluta landsmanna með því að leyfa bjórinnflutning. „Af hverju fær meirihluti landsmanna því ekki framgengt að bjór verði flutt- ur inn í landið?" Alla og Eva Óskarsdætur skrifa: Við viljum svara lesendabréfi sem Guðjón Stefánsson skrifar um söngv- arann Bubba Morthens. Okkur finnst að sumt fólk, og þar á meðal Guðjón, ætti að hugsa um sjálft sig og hvað það skrifar! Að niðurlægja svona hljómlistarmenn okkar. Segja Bubba raddlausan! Hvílík fyirstæða. Guðjón, við þig viljum við segja, þér væri nær að hlusta á sjálfan þig og athuga hvort þú syngur betur. Og söngvakeppnin.sem þú varst að gagnrýna. Þú álítur að það sé gagns- laust fyrir íslendinga að taka þátt í söngvakeppninni því enginn skiji ís- lensku. Til hvers ert þú að fylgjast með henni? Segjum að þú skiljir ekki frönsku. Þú getur þá ekkert frekar dæmt franska lagið en Frakkar það íslenska. Þetta er því algjör fjarstæða sem enginn ætti að halda á lofti. Kosningaskrum framsóknarmanna Konráð Friðfinnson skrifar: Framsóknarmenn eru nú allt í einu orðnir hrikalegir fríðarsinnar svona rétt fyrir kosningarnar. Við skulum vona að það sama standi eftir. Gott er að vita til þess, ekki veitir af að j^étta þær raðir. Ég hef sótt nokkra slíka baráttu- fundi en aldrei hef ég rekist á hina nýju meðlimi. Er mótmælasam- koman var haldm í kjölfar utan- ríkisráðherrafundar Norðurland- anna í mars síðastliðnum um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd barst íslensku friðarhreyfingunni baiáttuskeyti frá hinni virðulegu ekkju Johns heitins Lennon, Yoko Ono. Hún blessunin mundi eftir skerinu, þó svo að framsóknar- skarfarnir gerðu það ekki frekar en fyrri daginn. Af hveiju kom t.d. ekki háttvirt- ur forsætisráðherra og ávarpaði nefndan fund ellegar einhver úr hans röðum úr því þeir eru friðar- sinnar? Gleymdu þeir að mæta? Eða voru þeir ekki búnir að átta sig á því að þeir elskuðu friðinn er áðurgreind útisamkoraa fór fram. Páskaegg fyrir sykursjúka Sykursjúkur hringdi: Sykurlausa súkkulaðipáskaegg- ið frá Mónu veitti mér mikla ánægju um páskana og gerði mér kleift að taka þátt í páskastemn- ingunni. Ég vil þakka súkkulaði- verksmiðjunni Mónu fyrir þetta framtak sitt og þeim er útbjuggu og gerðu uppskriftina að þessum páskaeggjum fyrir sykursjúka. Páskaeggin voru sérlega vel merkt og gaf þar að finna leið- beiningu um það magn sem borða mátti í hvert skiptd og um innihald páskaeggsins. Það var alveg nýtt fyrir mér að borða slíkt páskaegg en ég hef vanalega ofnæmi fyrir súkkulaði, Þessi prófraun mín kom mjög vel út og á súkkulaðiverksmiðjan Móna mikið lof skilið fyrir þessa nýjung sína. „Aum kjör íslenskra námsmanna“ Margrét H. skrifar: Heldur er dapurlegt að lesa pistil eftir námsmann í Danmörku í DV hinn 31. mars sl. Þar er lýst aumum kjörum ís- lenskra námsmanna þar í landi, að þeir jaíhvel svelti, sumir gefist upp frá hállkláruðu námi vegna skerð- ingar námslána. Ekki er undarlegt að fólk hýsi beiskju og gremju í garð ráðamanna velferðarþjóðfélagsins íslenska. Greinarhöfundur minnist einnig á að íslenski forsætisráðherrann okk- ar, Steingrímur Hermannsson, hafi komið á fund með námsmönnum og eftir skraf og skrum tilkynnt að eng- ir peningar væru til svo hægt væri að bæta hag þeirra. En á sama tíma hafi hann sjálfur búið í svo dýrri svítu á lúxushóteli að gjald fyrir eina nótt hafi nægt 2 námsmönnum til lífsviðurværis í mánuð sé miðað við námslánin núna. Þar er einnig gefið til kynna að kostnaðurinn af stuttri dvöl forsætisráðherrans þar í landi hefði nægt 150 námsmönnum til uppihalds í heilan mánuð. Er þetta ekki hneyksli? Við viljum trúa að ráðherra hafi greitt eitthvað af þessu óhófi úr eigin vasa. Ekki munu danskir bera mikla virðingu fyrir montrófuhætti Islendinga því danskir ráðamenn vita að á hólman- um okkar búa fáeinar hræður stórskuldugar við útiönd. Enda ráku Danir einn ráðherrann sinn fyrir eyðslusemi á hóteli í París. Við viljum meiri aga á þjóðarskút- unni okkar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.