Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1987, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1987, Side 17
ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987. 17 Iþróttir IBR KRR „Ég er hálfdaufur enda átti ég von á aðverðaíhópnum“ - segir Lárus Guðmundsson sem ekki var valinn í leikinn gegn Frökkum „Ég er hálfdaufur enda átti ég von á að verða í hópnum þótt ég kynni að sitja á bekknum þegar á hóhninn yrði komið. Ég hef margsagt að í landslið eigi enginn erindi sem skortir leikæfingu. Sjálfur gæfi ég ekki kost á mér ef ég stæði í slíkum sporum. Ég hef átt við meiðsl að stríða um hríð en nú hef ég náð mér á strik og því leikið með mínu liði í síðustu við- ureignum þess.“ Þetta sagði Lárus Guðmundsson í spjalli við DV í gær. Eins og flestum . er kunnugt um var rétt eina ferðina géngið fram hjá honum við val ís- lenska landsliðsins í knattspymu. „Ég lék síðast með íslenska liðinu á dögum pýramídanna," segir Lárus og hlær við, „ekki vegna þess að ég hafi ekki gefið kost á mér því ég er reiðubú- inn að leika með landsliðinu hvenær sem til mín verður leitað. Sem stendur verð ég þó að una við dóm landsliðs- nefndar enda gengur ekki að hengja haus þótt maður verði út undan við val liðsins. Ég hef nú spilað tólf landsleiki og verð að vona að þeir verði fleiri áður en yfir lýkur. Það hefur ávaflt verið mér ómældur heiður að leika fyrir hönd íslands, bæði heima og á erlend- • „Ég lék siðast með islenska liðinu á dögum pýramidanna," segir Lárus Guðmundsson sem enn er úti á gadd- inum hjá KSÍ. Lárus er ekki sáttur við sinn hlut en segist þó reiðubúinn að leika með landsliðinu hvenær sem til hans verður leitað. um vettvangi. Ég hlýt því að bíða áfram eftir kallinu." Fer að öllum likindum til Kajserslautern „Ég stend nú á vegamótum hvað mín mál varðar hjá Bayer Uerding- en,“ segir Lárus og ræðir þar félaga- skipti sem nú virðast í sjónmáli. „Ég eygi enga framtíð hjá Uerdingen og er því búinn að fá mig fullsaddan á félaginu. Eins og málum er nú kom- ið stefnir allt í að ég fari til Kaisers- lautem. Ég hef þá trú að leikstíll þess liðs falli vel að mínum og vona því að félagaskiptin komi á daginn. For- seti Kaiserslautem hefur rætt við mig og sagt sölumálin jákvæð. Telur hann líkur á að saman gangi í viðræðum milli félaganna. Forráðamaður Uerd- ingen hefur hins vegar orðað að félagið megi illa missa mig. Hann hef- ur á hinn bóginn heitið því að setja mér ekki stólinn fyrir dyrnar. Ég vona bara það besta en hef þó í huga að ekkert sé tryggt fyrr en samningar nást milli þeirra aðila sem hlut eiga að þessu máli,“ sagði Lárus Guð- mundsson að lokum. -JÖG „Það er framtíð fyrir Lárus í landsliðinu“ - segir Sigi Held landsliðsþjálfari og spáir góðum úrslitum gegn Frökkum Siguröur Már Jónsson, DV, Paris: „Jú, vissulega tel ég að þetta eigi eftir að verða erfiðui' leikur. Ég tel eigi að síður að við eigum möguleika á morgun, svo framarlega som leik- menn eiga góðan leik og berjast vel gegn Frökkum," sagði Sigi Held, landsliðsþjálfari í knattspymu, þegar hann var spurður um möguleika ís- lenska liðsins gegn Evrópumeisturum Frakka. Held var spar á yfirlýsingar og bætti við að það væri svo margt sem þyrfti að taka með í reikninginn í leik eins og þessum.' - Varðandi val þitt á landsliðs- hópnum hefur það vakið nokkra athygli að þú sérð ekki pláss fyrir Láms Guðmundsson í liðinu en ákveð- ur þess í stað að nota leikmenn sem ekki hafa náð að leika mikið að und- anfömu. Hverju má það sæta? „Ég get einungis bent þér á að í lið- inu er mikið af sóknarleikmönnum. Þama em Pétur, Sigurður Grétarsson og Amór. Ég tel einfaldlega að ég þurfi ekki fleiri í þetta skipti. Ég veit að Lárus hefur leikið síðustu fjóra leiki með liði sínu og er í framför. Ég tel einnig að það sé tvímælalaust fram- tíð fyrir Láms í landsliðinu. Hann er góður leikmaður en núna vildi ég til dæmis hafa Pétur með ef þú átt við að Pétur sé ekki i mikilli leikæfingu. Varðandi Ágúst Má þá hefur hann leikið bæði í Kuwait og á Ítalíu og er ömgglega nógu sterkur. Þetta er gam- alkunnugt íslenskt vandamál hve erfitt er að halda leikmönnum heima á íslandi í leikæfingu. Það vandamál var ekki leyst að þessu sinni með því að senda þá til Vestur-Þýskalands." - Vilt þú spá einhverju að lokum um úrslit? „Ég held að við fáum góð úrslit," sagði Held og vildi ekki tjá sig meira um leikinn gegn Frökkum á morgun. Pétur og Amór verða í fremstu víglínunni Sigurður M. Jónsson, DV, Paris: Sigi Held landsliðsþjálfari var tví- ræður á svip er hann var spurður um byrjunarlið íslands gegn Frökkum. Svaraði hann engu þar um og sagðist ekki opinbera liðið fyrr en rétt fyrir leik. Þó mátti ráða í íslenska liðið út frá uppstillingu þess á æfingu. Sam- kvæmt henni er hugsanlegt byrjunar- lið með þessum móti: • Bjami Sigurðsson í marki. • Sævar Jónsson, Ágúst Már og Gunnar Gíslason aftastir í vörn. Atli Eðvaldsson og Siggi Jóns á könt- unum með hliðsjón af varnarhlutverki - nokkurs konar bakverðir eins og Held hefur iðkað áður. í framlínunni leika svo þeir Pétur Pétursson og Arnór Guðjohnsen. • Ómar Torfason, Ragnar Margeirs- son og Ásgeir Sigurvinsson verða síðan á miðju vallar, skammt undan skæðum sóknarmönnum íslenska liðs- ins. Er þó ekki ólíklegt að þeir gegni umtalsverðu varnarhlutverki með sama lagi og félagar þeirra á köntun- um, þeir Siggi og Atli. Vitanlega er lið þetta ekki veruleiki en ef hann verður eins og þessj spá- dómur segir til um klæðast þeir Ásgeir og Pétur aftur landsliðspeysunni eftir hlé. Hvorugur þeirra lék með í A- Þýskalandi. Eins og margir muna beið fslenska liðið lægri hlut í glímunni gegn heima- mönnum þar i landi, 0-2. Mikill hugur er nú í mönnum enda er stefnt að því að ná góðum úrslitum í viðureigninni annað kvöld. Áhangendur íslenska liðsins mega þó ekki vænta of mikils. Verða þeir að gæta að andstæðingnum og gera réttmætar kröfur til okkar manna. Frakkar hafa aldrei þótt au- kvisar í knattspymu enda unnu þeir bronsverðlaun á HM í Mexíkó. Að auki eru Fransmenn handhafar álfu- titils í knattspymu eða Evrópumeist- arar í íþróttinni. -JÖG REYKJAVÍKURMÓT MEISTARAFLOKKUR Þriðjudag kl. 20.30. VIKINGUR-ÞROTTUR A GERVIGRASINU I LAUGARDAL LYFTARAR ATH! Nýtt heimilisfang Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra raf- magns- og dísillyftara, ennfremur snúninga- og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara, flytjum lyftara. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð. Tökum lyftara í umboðssölu. LYFTARASALAN HF. Vatnagörum 16, símar 82770-82655. AUGLÝSING frá Útvegsbanka íslands um innlánsreikninga Samkvæmt 7. gr. laga nr. 7, 1 8. mars 1 987, um stofn- un hlutafélagsbanka um Útvegsbanka ’lslands skulu innlánsreikningar við Útvegsbankann flytjast til Út- vegsbanka Islands hf. þann 1. maí nk. nema innstæðu- eigendur óski annars. Jafnframt er bent á að ríkisábyrgð á innstæðum í Útvegsbanka Islands hf. helst til 1. maí 1989. Útvegsbanki íslands. LAUS STAÐA Laus er til umsóknar hálf dósentsstaða í matvæla- fræði við efnafræðiskor raunvísindadeildar Háskóla Islands. Aðalkennslugreinar eru matvælaefnagreining, og gæðamat og matvælalöggjöf. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og náms- feril og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 20. júní nk. 24. apríl, 1987, Menntamálaráðuneytið. VANTAR í EFTIRTALIN HVERFI Laufásveg Markarflöt Lindargötu Miðstræti Sunnuflöt Klapparstig 1-29 Bakkaflöt Karfavog Kleppsveg 62-110 Móaflöt Nökkvavog Hjallaveg 1-25 Tjarnarflöt AFGREIÐSLA Þverholti 11 - Sími 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.