Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1987, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987.
13
Þessir heiðursmenn kyrjuðu sálma
fyrir framan eitt aðalbókasafn bæj-
arins í hádeginu upp á hvern dag.
ÍBR KRR
REYKJAVÍKURMÓT
MEISTARAFLOKKUR
Laugardag kl. 15
5.-6. sæti
Transmissions Gallery heitir aðset-
ur nokkurra ungra uppreistarmanna
í skoskri myndlist sem virðast hafa
svipuð markmið og aðstandendur
Suðurgötu 7 hér forðum daga.
Þessir ofurhugar telja að allt of
mikið hafi verið gert úr uppgangi í
skoskri myndlist á undanförnum
árum, hún standi alls ekki undir
þeirri athygli. Auk þess eru þeir
handvissir um það að minnst af þeim
peningum, sem úthlutað hefur verið
til menningarhátíðarinnar 1990,
muni lenda hjá yngri kynslóð lista-
manna.
Þar muni þekktir og ráðsettir
myndlistarmenn ganga fyrir.
Hið þekkta, skoska ljóðskáld, Ed-
win Morgan, sem rétt áður hafði
komist í fréttirnar fyrir að neita að
lesa upp með sovésku skáldkonunni
Irinu Ratushinsku, nýsloppinni úr
fangabúðum í Sovét („Mér leiðist
íjölmiðlafár í kringum skáldskap. Og
Ratushinska er einfaldlega ekki gott
skáld.“), var líka efins um þýðingu
menningarhátíðarinnar fyrir bók-
menntir í Glasgow.
Eftirvænting
„Hætt er við að bókmenntirnar
falli í skuggann fyrir sjónlistum, tón-
list og leikhúsi sem væri synd því
nú er mikið að gerast í bókmenntum
hér í borginni, miklum mun meira
en annars staðar í Skotlandi."
Morgan nefndi sem dæmi hinar
epísku skáldsögur Alisdairs Gray
(„Lanark“, „1982 Janine“),
Ijóðabækur skáldkonunnar Liz Loc-
head og smásögur og leikrit Jims
Kelman.
En Morgan og listamennirnir
ungu, svo og Roddy Forsyth, sem
skrifar um menningarmál og fótbolta
Glasgowbúar eru ekki ennþá yfir
það hafnir að kíkja í glas. Þessir
glaðlegu herramenn báðu mig að
taka af sér mynd þar sem þeir væru.
að halda upp á sonarbrúðkaup ann-
ars þeirra.
Edwin Morgan, skáld og ötull þýð-
andi úr rússnesku, í íbúð sinni í einu
úthverfa Glasgowborgar: „Skoskir
rithöfundar eru mun bjartsýnni nú
en þeir voru fyrir nokkrum árum og
lítil bókaforlög spretta upp eins og
gorkúlur."
Nokkrir háskólastúdentar syngja
rokk i skifflestíl fyrir framan einn af
ótal mörgum bönkum.
ARMANN - FYLKIR
Sunnudag kl. 20.30
3.-4. sæti
VÍKINGUR - KR
Á GERVIGRASINU í LAUGARDAL
fyrir Glasgow Herald (einhverjir Is-
lendingar hafa sennilega heyrt
lýsingar hans á fótbolta fyrir BBC á
stuttþylgju ...), voru samt á einu
máli um það að við tilhugsunina um
alla þessa menningu þefði lista-
mönnum í Glasgow hlaupið mikið
kapp í kinn.
„Þetta kapp getur stuðlað að mik-
illi endurnýjun í menningarmáium
Glasgowborgar og þá um leið Skot-
lands alls,“ sagði Roddy Forsyth.
Forsyth vildi heldur ekki líta á
hátíðina 1990 sem einangrað og inn-
flutt fyrirbæri heldur sem eðlilegt
hámark langrar þróunar.
„Á síðustu tuttugu árum hafa verið
að skapast hér í Glasgow ákveðin
lífsskilyrði fyrir blómlega menning-
arstarfsemi," segir hann.
„Gegn því að losna við mengunina
fengum við Burrellsafnið sem dró
mikinn fjölda ferðamanna til borgar-
innar sem þýddi auknar tekjur og
aukið sjálfstraust borgarbúa. Fvrir
áratug var líka rýmkað um áfengis-
og veitingahúsalöggjöf þannig að við
eignuðumst alvörubar-, kaffihúsa- og
veitingahúsamenningu og þeir sem
kunnu að meta slíkt fóru að leita sér
að föstum samastöðum í borginni.
Fyrir framsýni þeirra sem mótuðu
húsnæðisstefnu í Glasgow var líka
farið að gera upp gamlar verka-
mannablokkir í miðbænum og brevta
þeim í smáíbúðir.
Það ýtti svo undir enn frekara inn-
streymi ungs fólks sem hefur verið
kjölfestan í menningarlífi Glasgow-
borgar. Útnefning borgarinnar til
menningarborgar Evrópu er einfald-
lega staðfesting á því sem hér hefur
verið að gerast."
-ai
Alltaf eitthvað nýtt hjá PFAFF!
OVERLOCKVÉLARNAR
FYRIR HEIMILI LOKSINS KOMNAR
Hobbylock vélin er kærkomin viðbót fyrir alla sem
sauma mikið. Vönduð og þaulprófuð vél sem fæst
í tveimur útgáfum.
Lítið inn og kynnist þessari frábæru vél.
ÍlURQ
KRI=PI I eða aðrir afborgunarsamningar.
Yerslunin
PFAFF
Borgartúni 20, s. 26788
Sólarströnd við Svartahaf
2 vikurkr. 29.360,-
3vikurkr. 34.610,-
Ferðaval
býður nú ferðir til Svarta hafsins sem
er á sömu breiddargráðu og vinsælustu
baðstrendur Miðjarðarhafsins. Sjórinn við
strendur Slunchev Bryag (sólarströndina)
er ómengaður og strendurnar tandurhrein-
ar. Boðið er upp á tveggja eða þriggja vikna
ferðir og er flogið á laugardögum til Lux-
emborgar en þaðan til Varna sem er ein
stærsta og elsta borgin við Svarta hafið.
Síðan er ekið til íbúðarhúsanna í Elenite
hverfinu sem er nýjasti hluti sumarleyfis-
borgarinnar Sólarströnd.
Hálft fæði er innifalið í verðinu, en hægt er
að fá fullt fæði fyrir ca. kr. 1.300,- í tvær vikur
og kr. 2.000,- í þrjár vikur. Fólki ör ráðlagt
að kaupa fullt fæði vegna hins hagstæða
verðs. Gestir okkar geta borðað á hvaða
veitingahúsi sem er á svæðinu en þar eru
yfir fjörutíu veitingastaðir með hið fjöl-
breyttasta fæðuval, allt frá alþjóðlegum
mat til sérrétta heimamanna og ljúffengra
fiskrétta.
Brottfarir: 23. júní, 4. júlí, 14. júlí, 21. júlí,
4. ágúst, 11. ágúst, 25. ágúst, 1. sept.ember
-mÍ ' :im.
Leitiö upplýsinga og fáið bækling
LINDARGATA 14,
FERÐA&WALhf
SÍMAR 12534 OG 14480