Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1987, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987. Erlend bóksjá iiii ítJMálíllMnPHÍ Geivihnatta- sjonvarpið THE BEGINNER'S GUIDE TO SATELLITE TV. Höfundur: Rlchard Maybury. Penguln Books, 1987. Mikið heíur óneitanlega breyst í sjónvarpsmálum heimsbyggðar- innar síðustu árin og þær breyting- ar hafa ekki farið fram hjá okkur. Hér heíur önnur sjónvarpsstöð hafið göngu sína og nokkrir tugir aðila, fyrirtæki sem og einstakling- ar, hafa keypt sér móttökustöðvar til að taka á móti sjónvarpssend- ingum frá gervihnöttum. Þessi bók íjallar einmitt um gervihnattasjónvarpið. Höfundur- inn lýsir stöðu þeirra mála nú frá tæknilegu og praktisku sjónarmiði og gefur nauðsynlegustu upplýs- ingar um þann tækjabúnað sem til boða stendur. Hann spáir jafn- framt í framtíðina og telur að innan fáeinna ára verði orðin enn frekari bvlting í þessum málum með tilkomu gervihnatta sem sérs- taklega eru hannaðir til sjónvarps- sendinga. Þá muni tæki til að taka á móti slíkum sendingum verða um einn fimmti núverandi verðlags (í Bretlandi kosti slíkur tækjabún- aður nú um 65 þúsund krónur en muni kosta um 13 þúsund innan fimm ára). Gagnleg handbók fyrir þá sem hyggjast huga að slíkum tækja- búnaði í náinni framtíð. Afrísk list A SHORT HISTORY OF AFRICAN ART. Höfundur: Werner Glllon. Penguln Books, 1987. Ritun listasögu Afríku er mörg- um erfiðleikum háð. Rannsóknir' fomleifafræðinga hafa verið mjög af skomum skammti, einkum vegna fjárskorts, og svipaða sögu er að segja um rannsóknir á öðrum sviðum, sérstaklega þó í ríkjunum sunnan Sahara. Höfundur þessar- ar bókar metur það svo að rann- sóknir á afrískri list gegnum tíðina sé að minnsta kosti einni öld á eftir hliðstæðum rannsóknum í öðrum heimsálfum. Þrátt fyrir þetta er af mörgu að taka í þessari stóm og margbreyti- legu heimsálfu. Síðustu áratugina hefur áhugi á afrískum listaverk- um liðins tíma einnig stórlega aukist og þar með rannsóknir fræðimanna. í þessari bók er vissulega mikinn fróðleik að finna um þróunarsögu listar á ýmsum helstu menningar- svæðum Afríku. Gillon, sem hefur um áratuga skeið rannsakað af- ríska list og á reyndar sjálfur mikið safn afrískra listaverka, rekur hér helstu menningarstrauma í álf- unni, allt frá Egyptalandi hinu foma til komu Evrópumanna með nýja siði og þá fjölbreyttu listsköp- un sem einkennir hvert tímaskeið og menningarsvæði. Bókin er skreytt rúmlega 250 stórgóðum myndiun. Peter Wright gegn bresku stjórninni A SPY'S A SPY’S REVENGE. Höfundur: Rlchard V. Hall. Penguin Books, 1987. REVENGE Afhjúpanir so- véskra njósnara í bresku leyniþjón- ustunni hafa mw?M « « löngum verið vin- !mWÆ HlulOfO sælt umræðuefni. V.HollO Um þá félagana Philby, Burgess, Mac- lean, Blake, Blunt, og nú síðast Hollis, hafa verið skrifaðar óteljandi blaða- greinar og fjölmargar bækur. Ekki er ætlun mín að gefa viðhlít- andi skýringar á þessum áhuga. Þar mun þó tvennt skipta verulegu máli. Annars vegar vekur það auðvitað for- vitni hvers vegna þessir menn gengu sovésku leyniþjónustunni á hönd og sviku þar með land sitt og þjóð. Hins vegar hefur afhjúpun þessara manna tekið langan tíma. Nýjar upplýsingar, ný nöfn, hafa birst með nokkurra ára millibili og haldið áhuganum og for- vitninni vakandi. Hryllingssögumar úr bresku leyniþjónustunni hafa þann- ig verið eins konar framhaldsreyfari sem almenningur hefur fylgst með af engu minni áhuga en skáldsögum þeim sem rithöfundurinn Le Carré hefur samið um þessa sömu atburði og kenndar em við Smiley. Afhjúpun sovéskra njósnara í bresku leyniþjónustunni - og leitin að fleiri slíkum - hefur að sjálfsögðu ekki gengið átakalaust fyrir sig. Þeir em til innan leyniþjónustunnar sem utan sem telja að alls ekki hafi tekist að koma upp um þá alla. Einn þeirra er Peter Wright sem starfaði hjá MI5 í tvo áratugi en hefur um nokkurt ára bil lifað á eftirlaunum sínum í Ástral íu. Þótt hann hafi á síðari leyniþjón- ustuárum sínum verið sannfærður um að þar væri enn háttsettur yfirmaður sovéskur njósnari, fékk hann ekki færðar á það nægar sannanir að mati yfirmanna sinna. Hann var hins vegar sjálfúr sömu skoðunar og fyrr þegar hann hætti störfum og hélt málinu vakandi. Þannig var hann meðal ann- ars helsti heimildarmaðui- Chapman Pinchers sem birti í „Their Trade is Treachery" upplýsingar um njósnafer- il Blunt og þá rannsókn sem ffam fór á því á sínum tíma hvort tilteknir yfir- menn, þar á meðal Sir Roger Hollis, æðsti maður MI5, væru sovéskir njósnarar. En Wright lét ekki staðar numið þar. Hann samdi sjálfsævisögu þar sem hann greindi frá starfi sínu fyrir bresku leyniþjónustuna, þar á meðal leitinni að sovésku moldvörpunum. í ævisögunni rakti hann einnig ýmis lögbrot leyniþjónustumanna, þar á meðal allvíðtækt samsæri gegn Harold Wilson, þáverandi forsætisráðherra Bretlands. Þegar breska ríkisstjómin ffétti af væntanlegri útkomu bókar- innar í Ástralíu höfðaði hún mál gegn Wright til þess að fá útgáfúna stöðv- aða. Þessi bók segir ffá þessum sögulegu réttarhöldum sem mikið var fjallað um í fjölmiðlum á liðnum vetri. Fulltrúar bresku ríkisstjómarinnar við réttarhöldin, fóm mjög halloka og dómsúrskurðurinn varð Wright í vil. Affýjun bresku ríkisstjómarinnar verður tekin fyrir í sumar, og fari nið- urstaðan þar á sömu leið munu endurminningar Wright væntanlega sjá dagsins ljós fyrir næstu jól. Margir bíða spenntir eftir að lesa þá bók. Ekki vegna þess að þar komi ffam nýjar sannanir um að Hollis, eða aðrir breskir leyniþjónustumenn, hafi verið njósnari Sovétmanna. Þeim upp- lýsingum hefur Wright í öllum aðalat- riðum þegar komið á ffamfæri annars staðar. Ástæðan er miklu ffekur sú að bókin ætti að veita innsýn í hugs- anagang og starfshætti innan bresku leyniþjónustunnar þar sem menn hafa jafnvel talið sig hafa rétt til þess að vinna gegn ríkisstjóm landsins af því einu að hún var ekki hægristjóm. Einnig mun Wright væntanlega rekja þar náið innanmein leyniþjónustunn- ar, gagnkvæma tortryggni milli manna og valdabaráttu þar sem flest meðul vom talin leyfileg. Höfundur þessarar bókar skrifaði um Wright-réttarhöldin fyrir The Gu- ardian og Time í Ástralíu. Hann er reyndur blaðamaður, sem hefur áður skrifað bækur um starfsemi leyniþjón- ustumanna, og rekur hér gang mála af nákvæmni og sanngimi. Að skipta um kyn CONUNDRUM. Höfundur: Jan Morris. Penguin Books, 1987. Hvað fær karl- mann á fertugs- aldri, fjögurra bama fóður í hamingjusömu -’-AIS MUKKI.h hjónabandi, til þess að taka þá örlaga- ríku ákvörðun að skipta kyn að breyta líkama sínum, fyrst með lyfja- töku í nokkur ár og að lokum með skurðaðgerð? Þegar til þess er litið hvað í raun og vem felst í slíkri aðgerð er eðlilegt að spurt sé. Sá sem skiptir um kyn breytir sér úr karli í konu, þarf að gangast undir gífúrlegar líkamlegar og andlegar breytingar. Jafnframt gjörbreytir hann stöðu sinni gagnvart fjölskyldu og vinum og þjóðfélaginu almennt. Hann verður allt önnur per- sóna, bæði sem einstaklingur og þjóðfélagsvera. Hvað er svo mikilvægt að það sé þess virði að leggja slíkt á sig? Jan Morris reynir að svara því í þessari frásögn sinni hvers vegna hún ákvað að taka svo örlagaríkt skref. Þegar bókin birtist fyrst, árið 1974, vakti hún feiknaathygli, enda var Morris þá þegar þekktur höfundur í hinum enskumælandi heimi. Og óneit- anlega dregur hún upp sannfærandi mynd af því að fyrir hana hafi ekkert annað komið til greina: hún hafi verið að fullnægja þörf sem var innra með henni allt frá því hún sem bam gerði sér grein fyrir því að hún væri í „röng- um“ líkama, ætti að vera stúlka en ekki drengur. Frásögn hennar af þeim árum sem þessi breyting stóð yfir er forvitnileg, en þó ekki síður lýsingin á þeirri um- byltingu sem orðið hefur á viðhorfum hennar, tilfinningum og þjóðfélags- stöðu, en hún er sláandi staðfesting á því að „reynsluheimur" kvenna og karla er um margt afar ólíkur. Jan Morris er ein af fáum einstaklingum sem hafa upplifað hvort tveggja. Það er ljóst að margir hafa gengist undir kynskiptiaðferð að lítt athuguðu máli og aldrei borið þess bætur. Jan Morris er ein af þeim heppnu, eins og greinilega kemur fram í sérstökum eftirmála sem hún hefur ritáð fyrir þessa útgáfu Conundrum. Og sem reyndur rithöfundur hefúr hún hæfi- leikann til þess að miðla okkur af þessari sérstæðu lífsreynslu sinni svo að seint líður úr minni. Metsölubækur Bretland 1. Catherine Cookson: THE MOTH. (1) 2. John Le Carre: A PERFECT SPY. (2) 3. Clive Cussler: CYCLOPS. (4) 4. Robert Ludlum: THE BOURNE SUPREMACY. (6) 5. Harvey, Marilyn Diamond: FIT FOR LIFE. (3) 6. Delia Smith: ONE IS FUN. (-) 7. Helene Hanff: 84 CHARING CROSS ROAD. (5) 8. Barbara Tayior Bradford: HOLD THE DREAM. (-) 9. Bryan Forbes: THE ENDLESS GAME. (-) 10. Dale A. Day: PLATOON. (-) (Tölur inrtan sviga tákna röö vlókomandi bök- or vlkuna á undan. Byggt á The Sunday Times.) Bandaríkin: 1. Robert Ludium: THE BOURNE SUPREMACY. 02. Sue Miller: THE GOOD MOTHER. 3. Dick Francis: BREAK IN. 4. Janet Dailey: THE GREAT ALONE. 05. Gerald A. Browne: STONE 588. 6. Judith Michael: PRIVATE AFFAIRS. 7. Dana Fuller Ross: WISCONSIN! 8. Terry Brooks: MAGIC KINGDOM FOR SALE - SOLD! 9. M. Weis, Tracy Hickman: THE MAGIC OF KRYNN. 10. Helen Hooven Santmyer: HERBS AND APPLES. Rit almenns eðlis: 1. JAMES HERRIOT’S STORIES. 2. Bill Cosby: FATHERHOOD. 3. Beryl Markham: WEST WITH THE NIGHT. 4. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELED. DOG 5. Judith Viorst: NECESSARY LOSSES. (Byggt á The New York Tlmes Book Review.) Danmörk 1. Isabel Allende: ÁNDERNES HUS. (2) 2. Patricia Highsmith: TOM RIPLEYS TALENT. (1) 3. Umberto Eco: ROSENS NAVN. (3) 4. Jean M. Auel: HULEBJÖRNENS KLAN. (5) 5. Jean M. Auel: HESTENES DAL. (6) 6. Alice Walker: FARVEN LILLA. (4) 7. Lisa Aither: ANDRE KVINDER. (7) 8. Jan Carlzon: RIV PYRAMIDERNE NED. (8) 9. Kirsten Thorup: BABY. (-) 10. Hanne-Vibeke Holst: TIL SOMMER. (-) (Tölur innan sviga tákna röd viðkomandi bók- ar á listanum vikuna á undan. Byggt á Politik- en Söndag.) Umsjón Elías Snæland Jónsson Frumherjar grísku heimspekinnar EARLY GREEK PHILOSOPHY. Þýðandi og ritstjórí: Jonathan Bames. Penguin Books, 1987. Sköpunarskeið grískrar heim- speki stóð í um eitt þúsund ár. Gjaman er sagt að grísk heimspeki hafi hafist árið 585 fyrir Krist, þeg- ar Þales frá Miletus, sem almennt er talinn fyrsti gríski heimspeking- urinn, sagði fyrir um sólmyrkva og endað árið 529 eftir Krist þegar Jústiníanus keisari bannaði kennslu heimspeki hins heiðna tíma við háskólann í Aþenu. Þessu árþúsundi er gjaman skipt í þrjú tímabil. Þeir heimspekingar sem um er fjallað í þessari bók til- heyra allir fyrsta tímabilinu. Meðal þessara írumheija eru Þa- les, Anaximander, Pyþagoras, Xenofanes, Heraklitus, Parmeni- des, Zeno, Empedokles, Anaxagor- as, Demokritus og fleiri. Þeir eiga það einnig sameiginlegt að einung- is er hægt að gera sér grein fyrir kenningum þeirra við lestur heim- speki- og sögurita annarra höf- unda. Þeirra eigin bækur eru allar týndar. Skoðanir þeirra lifa í brot- um, tilvitnunum eða gagnrýni þeirra sem á eftir komu. Hér eru þessi brot þýdd á ensku og sett í læsilegt samhengi af ritstjóranum sem kennir heimspeki í Oxford. i t:\sMi isDio llll Kí íMAN HtSTOKV: Stjómartíð Ágústínusar THE ROMAN HISTORY: THE REIGN OF AUGUSTUS. Höfundur: Cassius Dio. Penguin Books, 1987. „Romaika" eftir grískættaðan Rómveija, Cassius Dio, er merk- asta heimildin um síðustu ár rómverska lýðveldisins og upp- hafsskeið keisaradæmisins. Sjálfur lifði hann á síðari hluta annarrar aldar og fyrri hluta þeirrar þriðju og fjallaði því um ýmsa sögulega atburði sem voru honum tiltölu- lega nálægir í tíma. Rómveijasaga Dios var áttatíu bækur og lýsti þróun mála frá upp- hafi ríkisins til valdatímabils Alexanders Severus sem ríkti á árunum 222-235. En einungis bæk- ■ ur númer 36-60 eru nú til. Hér eru sjö þessara bóka birtar í enskri þýðingu, númer 50- 56. Þær ná yfir tímabilið frá árinu 32 fyrir Krist til ársins 14 eftir Krist, þ.e. valdatímabil Ágústínusar keisara. Við lestur þessarar sögu fer auð- vitað ekki á milli mála um hvað Dio telur að sagan snúist: stjóm- mál og stríð, fræga menn og merka atburði. Þetta er saga höfðingj- anna. Ræður sumra þeirra á örlagatímum em endursagðar í löngu máli. Stjómmáladeilum og styrjaldarátökum em gérð ítarleg skil, þar á meðal að sjálfsögðu átökum Ágústínusar við fjandvin sinn, Antoníus, og hina egypsku Kleópötm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.