Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1987, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987. 7 Fréttir Verið var aö æfa útgöngu úr flugvél í öryggisþjálfanum þegar Ijósmyndari DV tók þessa mynd og er ekki annað að sjá en að stúlkunni á myndinni þyki þetta hin ágætasta skemmtun. Öiyggisþjátfi tekinn í notkun hjá Flugleiðum: Hátt í 600 manns í þjálfun á 3 mánuðum Sérstakur öryggisþjálfí hefur verið tekinn í notkun hjá Flugleiðum. Hér er um að ræða hluta af flugvélar- skrokk sem er notaður til þjálfunar áhafna við að komast út úr vélinni ef óhapp ber að höndum. Reiknað er með því að allar áhafnir Flugleiða hafi far- ið í gegnum þjálfun i öryggisþjálfanum fyrir lok júnímánaðar en aðstaða þessi var tekin í notkun um miðjan apríl síðastliðinn. Alls er um að ræða hátt í 600 manns. Kennarar eru þeir Þorkell Jóhanns- son og Jón A. Stefánsson. Guðmundur Snorrason, sem er flugþjálfunarstjóri Flugleiða og hefur yfirumsjón með þjálfun áhafha félagsins, sagði í sam- tali við DV, þegar blaðamaður og ljósmyndari skoðuðu aðstöðuna, að þessi öryggisþjálfi væri mikil framfór frá því sem áður var en þá fór þjálfun sem þessi fram í vélunum sjálfúm á Keflavíkurflugvelli. Nú er verið að þjálfa áhafnir Boeing 727 flugvélanna en nýlega lauk þjálfun áhafna DC-8 véla. Á öryggisþjálfanum eru tvennar útgöngudyr og eru aðrar eins og á DC-8 vélum en hin eins og á Boeing 727 vélum. Oryggisþjálfinn er keyptur frá hollenska flugfélaginu KLM. 1 þjálfun þessari eru kennd þau grundvallaratriði sem flugliðar þurfa að kunna þegar yfirgefa á flugvél og felur það í sér kennslu á meðferð tækja, staðsetningu þeirra og fleira. Jafnframt er kennd notkun björgunar- báta. -ój y- ' 4 « - yEftghpG'XSÖÍ t;í- 7 •„ „. -- J . '1 ' * - • - > V • V .*-í-Í • ■ - • : Þorkell Jóhannsson kennari leggur nemendum sinum lifsreglurnar. DV-mynd Brynjar Gauti Nýkomið í húsgagnadeild: Unglingahúsgögn. Reyr-húsgögn. Finnsk leðursófasett. OPIÐ TIL KL. 4 í DAG Matvörumarkaður 1. hæð - Rafdeild 2. hæð - Húsgagnadeild 2. og 3. hæð - Gjafa- og búsáhaldadeild 2. hæð - Ritfangadeild 2. hæð - Munið JL-grillið Leikfangadeild 2. hæð Sérverslanir í JL-portinu Jl! Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 hjálpartækjasýning Fötlun 37 Aðstandendur: ÖB(, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Sjálfsbjörg, landssamband og Reykjavíkurfélag. Landssamtökin Þroskahjálp, Hjálpartækjabankinn, Svæðisstjórnir um málefni fatlaðra, Reykjavík og Reykjanesi. Laugardagur 9. maí kl. 11 - 20 11.00: Erindi: Vöðvagigt, ný viðhorf í verkjameðferð. Magnús Ólason orku- og endurhæfingalæknir. 13.00: Erindi: MBD-börn. Sveinn Már Gunnarsson, barnalæknir. 14.00: Frásögn og upplestur: Márta Tikkanen, rithöfundur og foreldri MBD-barns. 15.00: Erindi: Álag á fjölskyldur fatlaðra. Einar Hjörleifsson, sálfræðingur. 16.00: Skemmtidagskrá: - tónlist - tískusýning - talkór 18.00: Erindi: Ákvarðanatekt foreldra vegna sérþarfa barns síns, - Hvers konar skóli? Keith Humphreys gestakennari við KHÍ. 19.00: Kvikmyndir: „Því fyrr, þeim mun betra" og „Auðvitað getum við". sýningínerf borganeikhúsinu Aðgangur er ókeypis. ð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.