Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1987, Blaðsíða 6
6
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987.
Utlönd
Loftárás
m Hií iii..
a fiotta-
manna-
búðir
Að minnsta kosti ellefu manns
létust þegar ísraelskar herþotur
réðust á bækistöðvar skœruliða og
palestínskar flóttamannabúðir í
Suður-Líbanon í gœr. Var það
skömmu eftir að ísraelskir her-
menn höfðu drepið þrjá skæruliða
sem ætluðu að laumast inn í ísra-
el, að því er Israelsmenn fullyrða.
Meða) þeirra ellefú sem létust
voru tvö börn. Fiest dauðsfoliin
urðu er flugskeyti lenti við inn-
ganginn á ioftvamaskýli í flótta-
mannabúðunum. Fjörutíu manns
særðust í loftárásinni.
óttast var að fómarlömb árásar-
innar væm fleiri og grófu skæm-
liðar og íbúar flóttamannabúð-
anna með berum höndum eftir
þeim í húsarústunum en tólf hús
vom jöfriuð við jörðu og tugir
húsa urðu fyrir skemmdum.
Engir skæruliðar særðust í loft-
árásinni en ráðist var á bækistöðv-
ar skæmliða Yassers Arafat.
Israelar gerðu ioftárás á venjuleg
íbúasvæði í Líbanon þann 6. maí
síðastliðinn. Sjö manns biðu bana
í þeirri árás. Þann 1. maí létust
sextán skæruliðar og tvö böm í
loftárás Israela.
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækur 10 12 Lb
óbgnd. Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 10-15 Sb
6 mán. uppsögn 11-20 Ib
12mán. uppsögn 14-25,5 Sp.vél.
18 mán. uppsögn 22-24,5 Bb
Ávisanareikningar 4-10 Ab
Hlaupareikningar 4-7 Sp
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1,5-2 Ab.Bb, Lb.Sb, Ob.Vb
6 mán. uppsögn Innlán meö sérkjörum 2.5-4 Ab.Úb
10-22
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalur 5,5-6.25 Ib
Sterlingspund 8,5-10,25 Ab
Vestur-þýsk mörk 2,5-4 Ab
Danskarkrónur 9-10,25 Ab
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir víxlar(forv.) 20-24 Bb.Sb, Úb
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 22,5-26 eða kge
Almenn skuldabréf(2) 21-27 Úb
Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir
. Hlaupareikningar(vfirdr.) 21-24,5 Bb.Sb
Utlán verðtryggð Skuldabréf
Að2.5árum 6-7 Lb
Til lengri tíma 6,5-7 Bb.Lb, Sb.Úb
Útlán til framleiðslu
Isl. krónur 16,25-26 lb
SDR 7,75-8,25 Bb.Lb. Úb
Bandaríkjadalir 8-8,75 Bb.Sb
Sterlingspund 11,25-13 Bb.Vb
Vestur-pýsk mörk 5,5-6,5 Bb.Lb, Úb.Vb
Húsnaeðislán 3.5
Lífeyrissjóðslán 5-6,75
Dráttarvextir 30
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala maí 1662 stig
Byggingavísitala 305 stig
Húsaleiguvísitala Hækkaði 3% 1. apríl
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 110 kr.
Eimskip 246 kr.
Flugleiöir 170kr.
Hampiðjan 114 kr.
Iðnaðarbankinn 124 kr.
Verslunarbankinn 114 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavlxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa
þó viðskiptavixla gegn 21 % ársvöxtum. (2)
Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskil-
alána er 2% bæði á verðtryggð og óverð-
tryggð lán, nema I Alþýðubanka og
Verslunarbanka.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank-
inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Versl-
unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn
birtast í DV á fimmtudögum.
Búist við ósigri
kommúnistaflokks
Embættismenn í Manila á
Filippseyjum spáðu því í gær að
kjörsókn í þingkosningum þeim
er fram fara í landinu á mánu-
dag yrði mjög mikil. Telja þeir
víst að kjörsóknin verði allt að
níutíu prósent, eða að meira en
tuttugu milljónir manna muni
greiða atkvæði. Er jafnframt
búist við að kommúnistar bíði
ósigur í kosningunum, ef kjör-
sóknin reynist góð.
Filippseyingar hafa sýnt þing-
kosningum þessum mikinn
áhuga, bæði stjómmálamenn og
almennir kjósendm-. Liðlega tvö
hundruð frambjóðendur slást
um tuttugu og fjögur sæti í öld-
ungadeild þingsins og nær tvö
þúsund bjóða sig fram til neðri
deildar þingsins, þótt aðeins tvö
hundruð sæti séu í boði.
Segja embættismenn að meira
að segja skæruliðar, sem eiga í
erjum við stjómvöld, og kom-
múnistar hafi tekið þátt í
kosningabaráttunni og telja það
sönnun þess að Filippseyingar
vilji útkljá mál sín á friðsamleg-
an og þingræðislegan máta.
Komið hefur til töluverðra
óeirða í kosningabaráttunni og
hafa liðlega fjörutíu manns látið
lífið í þeim. Mannvíg hafa þó
verið færri en venjulega því að
meðaltali láta um hundrað
manns lífið í baráttunni fyrir
hverjar kosningar á Filippseyj-
um.
Tveir starfsmenn stjórnvalda i Manila færa kjörkassa til flutnings út í eitt af héruðum landsins.
Símamynd Reuter
Vilja eyða helmingi
langdrægra kjamavopna
Fulltrúar Bandaríkjanna við af-
vopnunarviðræðumar í Genf lögðu í
gær fram uppkast að sáttmála þar sem
lagt er til að langdrægum kjamavopn-
um verði fækkað um helming.
Ronald Lehman, sem yeitir forstöðu
samninganefhd þeirri er sér um lang-
dræg vopn, skýrði fréttamönnum frá
því að drög þessi gerðu ráð fyrir mikl-
um samdrætti í þessum hluta vig-
búnaðar á sjö ára tímabili.
Þetta em fyrstu samkomulagsdrög
sem lögð em fram á fundum stórveld-
anna síðan tilraunir þeirra til að ná
samkomulagi um samdrátt kjamorku-
vígbúnaðar hófúst að nýju árið 1985.
Lehman sagði í gær að drögin
b'yggðu á því samkomulagi sem varð
á milli Reagan Bandaríkjaforseta og
Gorbatsjov, leiðtoga Sovétríkjanna, á
fundi þeirra á íslandi síðastliðið haust.
Leiðtogamir samþykktu þá að
fækka kjamaoddum á langdrægum
eldflaugum í sex þúsund hjá hvom
stórveldanna og að takmarka fjöida
eldflauga við sextán hundmð.
Nú búa stórveldin, hvort um sig,
yfir um tíu þúsund og fimm hundmð
kjamaoddum á langdrægum eldflaug-
um, í kafbátum, á landi og í flugvélum.
Drögin, sem lögð vom fram í gær,
setja takmarkanir við því hversu
marga kjamaodda er heimilt að setja
á eina tegund farartækja. Er það
ákvæði til þess ætlað að koma í veg
fyrir að Sovétmenn setji alla sína odda
á SS-18 eldflaugar sem em aflmiklar
og hraðfleygar.
Samningamenn Sovétmanna hafa
þegar hafnað öllum hugmyndum um
takmarkanir af þessu tagi og hefur
þetta atriði þegar orðið ásteytingar-
steinn í viðræðum stórveldanna.
Bandaríkjamenn gera í drögunum
ráð fyrir að samdrátturinn taki sjö ár
í stað þeirra fimm ára sem leiðtogam-
ir töluðu um í Reykjavík. Er tíminn
lengdur gagngert til þess að veita Sov-
étmönnum svigrúm til þess að aðlaga
sig fyrmefndum sértakmörkunum.
I morgunsárið, þegar aðeins kettir og syfjaðir sýrlenskir hermenn eru á ferli í Beirút, syngur Abu Ahmad og
slaer á trommuna sína. Á þann hátt vekur hann múhameðstrúarmenn til siðustu máltíðarinnar fyrir Ramadan-
föstuna. Ramadan er heilagur mánuður meðal múhameðstrúarmanna og neyta þeir ekki matar né drykkjar
frá því að dagur rís þar til rökkva tekur. Margir fá sér þó morgunverð þegar þeir vakna við trommuleikinn
en Ahmad telur það skyldu sína að vekja trúbræður sína til að þeir geti búið sig undir föstuna.
Unglingur
skotinn til bana
á ÍHandi
Kaþólskur tmglingur var skot-
inn til bana á heimili sínu í Belfast
á N-írlandi í gær. Þrír aðrir særð-
ust í sömu árás.
Unglingurinn, Gary McCartan,
var sjötti meðlimurinn úr sömu
fjölskyldu sem skotinn er til bana
á síðastliðnum tíu árum. Það voru
þrír vopnaðir menn, að því er talið
er úr röðum mótmæiendatrúar-
marma, sem réðust inn á heimili
McCartan og hófu skothríð á þá
sem þar voru staddir.
Miklar óeirðir voru í Belfast á
fimmtudagskvöld. Lögregian í
borginni segir að yfir sveitir henn-
ar hafi rignt bensínsprengjum og
urðu iögreglumenn að skjóta
plastkúlum að hópum óéirðaseggja
sem stolið höfðu strætisvögnum
og bifreiðum.
í einu tilviki hellti hópur bílræn-
ingja bensíni yfir bifreiðareiganda
og kveiktu í honurry Að sögn iög-
reglu var það mesta mildi að
maðurinn slapp iifandi.