Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1987, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1987, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1987. DV Fréttir Tímamótaaðgerð á Borgarspítalanum í dag: AffiiHU if ■ (i,< !’ ] ■ IB ÆTWk Hi m JpjP 1 MMM Fotur sttiiKu lengdur um 4 sentímetra Gunnar Þór Jónsson yfirlæknir með lengingartækiö. DV-mynd GVA. Nýsmíði fiskiskipa Búið að samþykkja smíði á 31 skipi hjá Fiskveiðasjóði og búið að gera smíðasamninga á hátt í áttatíu bátum undir 10 tonna markinu í dag verða ný lengingartæki tekin í notkun ó Borgarspítalan- um. Gunnar Þór Jónsson, prófessor og yfirlæknir, mun þá beita tækj- unum í fyrsta skiptí á unglings- stúlku sem er með annan fótinn 4 sentímetrum styttri en hinn eftir ígerð er hún fékk í fæðingu. „Svipuð aðgerð hefur að vísu ve- rið gerð norður á Akureyri með hluta þeirra tækja sem hér um ræðir. Þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem lengingartækin eru not- uð í heild sinni. Þetta er sams konar búnaður og notaður hefur verið í Sovétríkjunum en við vor- um alltaf að biða eftir að fram- Eftir að Fiskveiðasjóður fór aftur að lána til nýsmíði fiskiskipa 1. mars 1986 hefur smíði á 31 skipi verið sam- þykkt hjá sjóðnum og er það miðað við 11. maí síðastliðinn. Hjá sjóðnum liggja óafgreiddar 14 umsóknir. Þessar upplýsingar fékk DV hjá Birgi Guð- mundssyni, starfsmanni Fiskveiða- sjóðs. Til þess að fá lán til nýsmíði hjá leiðsla á honum hæfist á Vesturl- öndum. Tækin okkar eru framleidd í Sviss og eru gjöf frá Lionsklúbb- num Þór,“ sagði Gunnar Þór Jónsson prófessor. Halldór Baldursson, yfirlæknir á Fjórðungssjúkrahúsínu á Akur- eyri, verður Gunnari Þór til aðstoðar við aðgerðina í dag. Þeir félagar hafa ferðast víða um heim og kynnt sér lengingartæki en það var einmitt Halldór sem stóð að lengingaraðgerðinni á Akureyri sem fyrr var frá greint. Önnur slík aðgerð mun vera í bígerð fyrir norðan. -EIR Fiskveiðasjóði verður lánsumsækj- andi að selja úr landi eða úrelda skip á móti. Akveðnar reglur eru um það hvað nýja skipið má vera stærra en það sem fer í staðinn og munar þar litlu eða um 20%. Þá er búið að gera nærri'80 smíða-. samninga um þilfarsbáta sem nær allir eru 9,9 tonn að stærð. Þetta eru bátar sem í raun eru mældir niður sam- kvæmt mælingareglum sem innan skamms verða lagðar niður. Að sögn Páls Guðmundssonar hjá Siglinga- málastofnun er hér um að ræða báta sem eru svipaðir að stærð og venjuleg- ir vertíðarbátar voru íyrir 30 árum síðan. „Það sem okkur hjá Siglingamála- stofnun líst illa á varðandi þessa báta er að vegna nýju gerðanna af tölvu- stýrðum handfærarúllum getur einn maður róið á svona báti yfir sumarið. Hér áður fyrr voru 4 til 5 menn á svona bát,“ sagði Páll Guðmundsson. Þessir 9,9 tonna bátar eru smíðaðir á Isafirði, Skagaströnd, Vestmanna- eyjum, Hafharfirði, Akranesi, Seyðis- firði, í Stálvík og hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík. -S.dór Kjaradeila rafeindavirkja: Verkfall hefst á föstu- daginn Verkfall rafeindavirkja hjá Pósti og síma, vitamálaskrifstofunni og flug- umferðai-stjóm hefst aðfaranótt næstkomandi föstudags hafi samning- ar ekki tekist fyrir þann tíma. Verkfall rafeindavirkja hjá Ríkisútvarpinu og Ríkisspítulunum er boðað viku síðar. A morgun, miðvikudag, er búist við að boðaður verði sáttafundur í deil- unni en deiluaðilar hafa ekkert ræðst , við síðan í síðustu viku. „Ég á von á því að fulltrúar íjármála- ráðuneytisins komi með nýtt tilboð á fimdinn, því ég veit að þeir hafa verið að skoða málið vandlega siðustu daga,“ sagði Magnús Geirsson, form- aður Rafeindasambands íslands, í samtali við DV. Magnús sagði að rafeindavirkjar væm ekki að fara fram á annað en það sem þegar hefúr verið samið um fyrir ákveðna hópa rafiðnaðarmanna sem vinna hjá ríkinu. Hér væri því aðeins um samræmingu á launatöxt- um að ræða. -S.dór Keflavík - Njarðvík: Þrjú minni háttar óhöpp Um miðjan dag í gær varð umferðar- slys í Njarðvík. Bifreið ók á tvö ung böm þegar þau vom að fara yfir götu á merktri gangbraut. Bæði hlutu þau minni háttar skrámur. Skömmu síðar var ekið á bam í Keflavík. Bamið skarst í andliti en ekki em meiðslin talin alvarleg. I gærkvöld varð síðan árekstur í Keflavík, þar skullu saman tveir ný- legir bílar. Ekki urðu slys á fólki en bílamir em mjög mikið skemmdir. -sme Boi|araflokkur býðst til að endurreisa núverandi ríkisstjórn: Afram undir foiystu Framsóknarflokksins Viðræður Sjáifstæðisflokks og Alþýðubandalags: Flokkamir úti- loka ekkert „Þetta var tillaga stjómar þing- flokksins og þessir aðilar, sem getið er um í upphafi bókunarinnar, sam- þykktu þetta allir einróma,“ sagði Albert Guðmundsson, formaður þingflokks Borgaraflokksins, um óvænta bókun sem samþykkt var í gær: „Fundur haldinn í þingflokki Borgaraflokksins 18. maí 1987 ásamt varaþingmönnum flokksins og trún- aðarmönnum samþykkir að falla ftá fyrri samþykktum sömu aðila um að Borgaraflokkurinn stefhi að því að vera í stjómarandstöðu þegar Al- þingi hefiir starfsemi sína á komandi kjörtímabili og lýsir sig reiðubúinn til að styðja að því að sú stjóm sem sat að völdum á síðasta kjörtímabili starfi áfram undir forystu Fram- sóknarflokksins með þátttöku Sjálf- stæðisflokksins og Borgaraflokks- ins. Með þessari nýju afetöðu sinni vill Borgaraflokkurinn stuðla að því að möguleikar til stjómarmyndunar aukist og að land og þjóð fái hið fýrsta ríkisstjóm með endumýjuðu umboði. Með ofangreint í huga lýsir Borg- araflokkurinn sig reiðubúinn til að taka þátt í viðræðum um hugsanlegt málefhasamkomulag þessara flokka þegar í stað.“ -KMU Borgaraflokkurinn hefur nú breytt afstöðu sinni. Fram aö þessu hetur flokkurinn stefnt að stjórnarandstöðu, en lýsir sig nú reiðubúinn að taka þátt i stjómarmyndunarviðræðum við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk. - sogðu Þorsteinn og Svavar eftir fundinn Erkifjendur íslenskra stjómmála, Sjálfstæðisflokkur og Alþýðubanda- lag, sendu fulltrúa sína til könnunar- viðræðna um hugsanlega ríkis- stjómarmyndun í gær. Það voru Þorsteinn Pálsson og Friðrik Sophusson frá Sjálfstæðis- flokki og Svavar Gestsson og Ragnar Amalds frá Alþýðubandalagi sem tóku þátt í þessum könnunarviðræð- um og stóðu þær mun lengur en menn höfðu gert ráð fyrir. Að loknum fundinum útilokuðu þeir Svavar og Ragnar ekki að frek- ari viðræður gætu átt sér stað. Þegar þeir voru spurðir hvort Alþýðu- bandalagið væri nú tilbúið í formleg- ar viðræður um stjómarmyndun með Sjálfstæðisflokknum svömðu þeir: „Ekki öðmvísi en að við hefð- um einhverja von um árangur." Bæði fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags tóku það fram að mjög margt skildi flokkana að en Þorsteinn Pálsson bætti við: „Sam- komulag hefur áður náðst milli flokka um ríkisstjómarmyndun þó mikill ágreiningur sé.“ Þrátt fyrir þessar dræmu undir- tektir fulltrúa flokkanna er langt frá því að samstarf þeirra og Alþýðu- flokks sé útilokað. Eins og áður hefur verið bent á í DV er talið lík- legt að raunvemlegar viðræður milli þeirra komi ekki til fyrr en að nokkr- um tíma liðnum. Ef umboð til stjóm- armyndunar gengi árangurslaust milli manna gætu flokkamir sagt að með samstarfi væru þeir að leysa stjómarkreppu. Það myndi auðvelda baráttuna við þau öfl innan flokkanna sem em mjög andvíg slíku samstarfi Sjálf- stæðisflokks, Alþýðubandalags og AlJjýðuflokks. I dag munu Þorsteinn Pálsson og Friðrik Sophusson eiga könnunar- viðræður við fulltrúa Kvennalistans, þær Guðrúnu Agnarsdóttur, Krist- ínu Einarsdóttur og Danfríði K. Skarphéðinsdóttur. I framhaldi af því ákveður þingflokkur Sjálfstæðis- manna hvort tilefni sé til þess að hefja formlegar stjómarmyndunar- viðræður við einhveija flokka á þessu stigi. -ES

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.