Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1987, Qupperneq 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 19. MAl 1987.
Fréttir
Fíkniefnamarkaðurinn:
Amfetamín minnkar
en kókaín eykst
Á undanfömum mánuðum hefur
framboð á amfetamíni minnkað mikið
en framboð á kókaíni aukist að sama
skapi, og dæmi em um að nú sé hægt
að fá kókaín á götunni, en slíkt hefur
áður aðeins fengist í mjög lokuðum
klíkum.
Þetta kom ffam í máli Amars Jens-
sonar, yfirmanns fíkniefhalögreglunn-
ar, á námstefnu sem Blaðamannafé-
lagið og fíknivamanefnd standa nú
fyrir.
Amar sagði að starfsmenn fíkniefna-
deildarinnar hefðu að sjálfsögðu velt
þessari þróun fyrir sér og ástæðum
hennar, því amfetamínneysla hefur
aukist hér hröðum skrefum undanfar-
in þrjú ár.
„Við höfum gert fleiri húsleitir það
sem af er árinu en gerðar hafa verið
á sama tímabili undanfarin ár og í
þeim hefur komið ffam að minna og
minna hefur borið á amfetamíni,"
sagði Amar. „Ástæður þessarar þró-
unar geta verið háðar tilviljunum,
ástæðumar geta einnig legið í að ver-
tíð hefur verið í gangi en mikið af
amfetamínneytendum fer út á land að
vinna á vertíðum og einnig getur spil-
að hér inn í að margir af afkastamestu
amfetamíndreifendunum eru nú í
fangelsi. Hins vegar lítum við á þetta
ástand sem tímabundið.“
Hvað kókaínið varðaði sagði Amar
að lítið hefði borið á því þar til á síð-
asta ári er fíkniefhalögreglan fór að
verða vör við aukið magn þess í um-
ferð hérlendis „... við höfum séð það
í ríkari mæli á götunni, sem kemur á
óvart, því þetta er dýrt fíkniefni, helm-
ingi dýrara en amfetamín," sagði
Amar.
Hann taldi líklegt að neysla kókaíns
væri vaxandi hérlendis en aðspurður
vissi hann ekki til þess að nýjasta form
þess, „crack“, hefði komið hingað til
lands.
Klíkur og rugludallar
Erindi Amars fjallaði almennt um
ástand fíkniefhamarkaðarins fi"á sjón-
Neysla á kókaíni fer vaxandi hérlendis.
arhóli fíkniefnalögreglunnar og af- ti
stöðu lögreglunnar gagnvart s-
umfjöllun fjölmiðla. í máli hans kom v
fram að fíkniefnalögreglan einbeitti ti
sér í störfum sínum að því að stöðva
innfluting og dreifingu á fíkniefhum. n
Þessi mál væm nú að verða flóknari e
og flóknari því fíkniefnasalar lærðu o
af reynslunni. e
Hjá honum kom fram að til væm k
menn sem stundað hefðu þessa „versl- á
un“ í allt að 15-20 ár og hefðu ekki
haft annan starfa þann tíma. Hann l
sagði að markaðinum mætti skipta í
tvennt, gamalgrónar klíkur sem erfitt u
væri að komast inn í og hins vegar v
tilviljanakennt fikt hjá einstaka fólki,
sukkurum og mgludöllum. Yfirleitt
væri mun auðveldara að upplýsa mál
tengd seinni hópnum.
Fyrri hópurinn ætti sér það sam-
merkt að stunda ekki önnur lögbrot
en dreifingu og neyslu á fíkniefnum
og væri ekki á sakaskrá fyrir annað,
en hinn seinni tengdist yfirleitt alls
konar afbrotum öðrum, innbrotum,
ávísanamisferli o.fl.
Umfjöllun fjölmiðla hefur áhrif
í máli Amars kom fram að mikil
umflöllun fjölmiðla um fíkniefha-
vandamálið hefði haft þau áhrif að
fíkniefnasalamir hefðu dregið sig í hlé
meðan á umfjölluninni stóð. Og „sniff-
málið“ taldi hann dæmigert um þau
fyrirbyggjandi áhrif sem fjölmiðlar
gætu haft, því að innan við sólarhring
frá því að byrjað var að fjalla um það
var búið að banna sölu á kveikjara-
gasi því sem var undirrót vandans.
Á fyrsta degi námstefnunnar héldu,
auk Ámars, þeir Ómar H. Kristmunds-
son félagsfræðingur, Ásgeir Friðjóns-
son sakadómari og Kristinn Ólafsson
tollgæslustjóri erindi en í upphafi
kynnti Helga Jónsdóttir, aðstoðar-
maður forsætisráðherra, námstefhuna
og greindi frá skýrslu þeirri sem fram-
kvæmdanefhd, sem ríkisstjómin
skipaði til þess að samhæfa aðgerðir
í baráttunni gegn fíkniefnum, hefur
sent frá sér, en DV greindi frá inni-
haldi þeirrar skýrslu í vetur er hún
var lögð fram til bráðabirgða á Al-
þingi.
Ásgeir Friðjónsson, sakadómari í
ávana- og fíkniefhamálum, sagði m.a.
í erindi sínu að frá áramótum væm
komin á annan tug mála hjá dóminum
þar sem kókaín kæmi við sögu. í flest-
um tilfellum væri um lítið magn að
ræða, hið mesta væri 11 grömm sem
náðust í póstsendingu.
-FRI
I dag mælir Dagfari
Botninn uppi í Borgarfirði
Hún er fræg Bakkabræðrasagan
um tunnuna sem lak. Eftir mikil
heilabrot og handagang kvað einn
þeirra bræðra upp úr með það að
ekki væri nema von að tunnan héldi
ekki vatni. Botninn væri uppi í
Borgarfirði!
Bakkabræður nútímans, leifamar
af Alþýðubandalaginu, vom af
hyggjuviti sínu búnir að uppgötva
að botninn á Alýðubandalagstunn-
unni væri einnig uppi í Borgarfirði.
Þeir félagarnir tygjuðu sig vestur á
land um helgina og hófu leit að
tunnubotninum sínum. Sátu þar að
Varmalandi og ræddu um lekann í
kosningunum. Það mun hafa verið
mikið fjör á þessum fundi. Hver
Bakkabróðirinn á fætur öðrum stóð
þar upp og sagði hinum til synd-
anna. Forystan fékk á baukinn,
verkalýðsforystan fékk á baukinn,
Þjóðviljaritstjórnin fékk á baukinn,
lýðræðiskynslóðin, flokkseigendafé-
lagið og hvað þær nú allar heita,
klíkumar í flokknum sem vilja ráða
ferðinni.
Þetta hét á máli formannsins rót-
tækt endurmat. Það endurmat
gengur út á það í stórum dráttum
hvort Alþýðubandalagið á áfram að
taka þátt í pólitík eða hvort leggja
á niður stjómmálaafskipti og snúa
sér að öðm. Þar kemur margt til
greina, svo sem fuglaskoðun, fiski-
rækt eða bridds. Það má til að mynda
geta þess að Breiðfirðingafélagið
hefur haldið góðu lífi um árabil,
löngu eftir að allir Breiðfirðingar em
gengnir úr félaginu. Þetta gerir
Breiðfirðingafélagið með því að
skipuleggja bridds og hefur náð góð-
um árangri á því sviði.
Alþýðubandalagið er að hugsa
eitthvað á þessum nótum, ef marka
má umræður innan flokksins um
þessar mundir. Pólitíkin er orðin
þeim andsnúin. Kjósendur em að
mestu hættir að kjósa flokkinn og
verkalýðsfylgið er flúið í aðra flokka.
Sjálfir vita flokksmenn ekki lengur
hvaða stefhu flokkurinn hefur og ef
hann hefur stefnu þá er þess gætt í
kosningum að minnast ekki á hana.
Það þykir nefnilega einna verst fyrir
framgang flokksins ef kjósendur
komast að því fyrir hveiju hann vill
beijast. Sumir segja þess vegna að
best sé að leggja Álþýðubandalagið
niður og sameina það Alþýðuflokkn-
um. Sú kenning á þó nokkm fylgi
að fagna vegna þess að allaböllum
er sérlega í nöp við Alþýðuflokkinn
og vita sem er að fátt mundi koma
krötunum verr heldur en að fá á sig
kommastimpil þegar búið er að gera
þessa tvo flokka að einum. Seinna
meir væri svo hægt að sprengja og
kljúfa Alþýðuflokkinn einn ganginn
enn og sagan endurtæki sig.
Svo em það hinir sem vilja ganga
til liðs við Kvennalistann. Þeir segja
sem er að Kvennalistinn sé miklu
meiri vinstri flokkur heldur en Al-
þýðubandalagið eða aðrir flokkar
og þar eigi leifarnar af allaböllum
heima. Vinstri sinnað fólk kýs
Kvennalistann og hvers vegna ættu
allaballar að vera rembast við að
halda úti flokki sem enginn nennir
að kjósa vegna þess að það er til
annar og betri vinstri flokkur?
Enn em þó þeir til í flokknum sem
þráast við að kasta rekunum yfir
þennan flokk sem þeir hafa fengið
að erfðum. Flokkseigendafélagið má
vart til þess hugsa að leggja fiokkinn
niður vegna þess að hvað sem líður
fylgisleysinu þá á flokkurinn marg-
víslegar eignir sem flokkseigendur
passa upp á. Allar þessar eignir
mundu lenda í höndunum á vanda-
lausum. Þess vegna vill flokkseig-
endafélagið viðhalda flokknum sem
stofhun, enda þótt pólitik verði lögð
niður.
Engin niðurstaða fékkst á þessum
Bakkabræðrafundi vestur í Borgar-
firði. Botninn fannst ekki og tunnan
lekur enn. Samþykkt var að fresta
landsfúndi fram á haust og flokks-
forystan lifir enn í þeirri von að
íhaldið skjóti yfir hana skjólshúsi í
næstu ríkisstjóm til að framlengja
líf Alþýðubandalagsins. Líkir sækja
líkan heim. íhaldið hefúr verið að
týna fylginu eins og allaballar og er
ennþá að leita að botninum á tunn-
unni. Munurinn er sá einn á
Bakkabræðrum og þessum flokkum
að þeir síðamefndu fundu botninn.
Bakkabræður höfðu nefnilega
greindina fram yfir hina!
Dagfari