Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1987, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1987.
5
Fréttir
Vinstri sósíalistar:
Hópur
til starfa í
Alþýðubandalaginu
„Félagið gengur ekki í Alþýðu-
bandalagið sem slíkt að svo komnu
en það var ákveðið að töluvert marg-
ir vinstri sósíalistar gangi í flokkinn
og að þeir, ósamt þeim sem fyrir voru,
leggi áherslu á að nýta alla mögu-
leika í Alþýðubandalaginu til þess
að vinna sjónarmiðum okkar fylgi,“
sagði Ragnar Stefánsson jarð-
skjálftafræðingur í morgun.
I félaginu Vinstri sósíalistar eru
um 100 manns. Um helgina var hald-
inn fundur í því og rætt um inngöngu
í Alþýðubandalagið. „Við ræddum
ítarlega um þessi nýju viðhorf sem
skapast hafa með kosningunum. Eft-
ir þær hefur komið fram veruleg
gagnrýni innan flokksins sem er
sams konar og við höfum haldið uppi
í garð Alþýðubandalagsins. Það eru
því breytt viðhorf og líklegra að okk-
ar sjónarmið njóti sín,“ sagði
Ragnar.
Hann er einn af fjórum kjörnum
stjórnarmönnum Vinstri sósíalista
en 3-4 til viðbótar eru fulltrúar ein-
stakra hópa í félaginu. í því er hins
vegar enginn formaður.
-HERB
Úrskurður launanefndar:
Laun hækka um 2,85%
um næstu mánaðamót
Launanefnd Alþýðusambandsins,
Vinnuveitendasambandsins og
Vinnumálasambandsins hefur úr-
skurðað að laun skuli hækka um
2,85% um næstu mánaðamót. Eftir
það verða lágmarkslaun 27.866 krón-
ur á mánuði hjá ófaglærðum en
36.681 króna hjá faglærðum fyrir
fullt starf. Samkvæmt desember-
samningunum áttu laun að hækka
um 1,5% en vegna þess að vísitala
framfærslukostnaðar hefur farið
1,33% upp fyrir hið svonefhda rauða
strik er hækkunin 2,85%.
í greinargerð launanefndar kemur
fram að mikil óvissa ríkir nú um
framvindu mála í efnahags- og kjara-
málum. Segir þar að saman fari
óvissa um stjórnarmyndun og hver
verði stefna nýrrar ríkisstjómar, auk
þess sem fram sé komin krafa um
endurskoðun kjarasamninganna frá
þvf i desember.
Þá segir að útlit sé fyrir 16% verð-
bólgu fram yfir mitt þetta ár en að
hún fari niður í 11% á 3ja ársfjórð-
ungi og gæti farið niður í 10%
síðustu mánuði þessa árs ef vel tekst
til um aðgerðir til að koma á jafn-
vægi í viðskiptum við útlönd og um
aðgerðir á sviði ríkisíjármála. Því
er spáð að verðbólgan á árinu verði
13,5 til 15% en tekið er fram að lítið
megi út af bregða til þess að hún
verði enn meiri.
Segir nefndin að þessar horfúr í
verðlagsmálum séu mun lakari en
reiknað hafi verið með í desember-
samningunum. Þær feli það í sér að
verðlagshækkanir verði tvöfalt
meiri á árinu en reiknað hafi verið
með þá. Ástæðumar fyrir því eru
lækkun dollars gagnvart öðrum
myntum, almenn þensla í efnahags-
lífinu og launahækkanir sem samið
hefúr verið um í kjarasamningum
síðustu mánuðina, einkum í samn-
ingum opinberra starfsmanna.
-S.dór
Stofnfundur Fiskmiðlunar Akureyrar var haldinn um helgina og reyndust margir hafa áhuga á að gerast hluthafar i
fisksölufyrirtækinu.
Hilmar Daníelsson, stjornarmaður Fiskmiðlunar Norðurlands:
„Ég er bjartsýnn"
Jón G. Haukssan, DV, Akureyii
„Ég er bjartsýnn á fyrirtækið, að
því standa fyrst og fremst fiskselj-
endur, þ.e.a.s. útgerðar- og sjómenn,"
sagði Hilmar Daníelsson á Dalvík
við DV í gær.
Hilmar er í stjórn Fiskmiðlunar
Norðurlands sem stofnuð var á Dal-
vík um sl. helgi. Alls skráðu sig
þrjátíu og tveir aðilar fyrir hlutafé
að upphæð tólf hundruð og fjörutíu
þúsund. En að sögn Hilmars er stefnt
að því að hlutafé félagsins verði tvær
milljónir króna.
„Þeir lifa sem standa sig betur,“
sagði Hilmar þegar hann var spurð-
ur hvort hann óttaðist ekki sam-
keppnina við fiskmarkaðinn á
Akureyri sem hefur störf bráðlega.
Hibiai- bætti við að um væri að
ræða óþarfa framtakssemi hjá Akur-
eyringum. Þeir ættu ekkert erindi á
þennan markað. -sme
Óskemmtileg reynsla fréttaritara DV á Ítalíu:
Btur af lögreglu og
filman gerð upptæk
„Ég gat lítið gert annað en bölvað
þeim hressilega á íslensku og haft mig
á brott en fólkið á staðnum stöðvaði
þá þegar þeir ætluðu að fara aftur á
eftir mér,“ sagði Baldur Róbertsson,
fréttaritari DV í Genúa á Ítalíu, í
gær, en hann varð fyrir þeirri
óskemmtilegu reynslu síðastliðinn
föstudag að lögreglan í Genúa réðst á
hann þar sem hann var að sinna störf-
um sínum og gerði upptæka filmu úr
myndavél hans.
»Ég var að ljósmynda mótmæla-
göngu sem haldin var vegna spreng-
ingarinnar í olíuhreinsunarstöðinni
hér skammt frá heimili mínu,“ sagði
Baldur Róbertsson, fréttaritari DV á
Ítalíu.
Baldur ennfremur „og töldu lögreglu-
menn að ég hefði verið að mynda þá
í aðgerðum gegn göngufólkinu. Þeir
eltu mig nokkum spöl, náðu mér ekki,
en fúndu mig svo aftur á jámbrautar-
stöð innan um þá sem voru að
mótmæla. Þar rifu þeir af mér mvnda-
vélina, tóku filmuna úr henni og
eyðilögðu það sem ég hafði verið að
taka. Upp úr því spunnust svo deilur
milli mín og þeirra sem þátttakendur
í mótmælunum blönduðust í. Þegar
þeir ætluðu svo að taka mig aftur
stöðvaði fólkið þá svo ég komst á
Margir vilja í físksöluna
Jón G, HaukssanJDVAkureyri;
Ellefu sóttu um stöðu framkvæmda-
stjóra hjá Fiskmarkaði Norðurlands
sem verður með starfsemi sína á Akur-
eyri. Að sögn Gunnars Arasonar
verður ráðið í starfið í næstu viku.
Gunnar sagði að staðan hefði verið
auglýst sem trúnaðarmál og við það
yrði staðið, engin nöfn yrðu gefin upp
um hverjir hefðu sótt um.
-sme
Mjög góður grálúðuafli
Hluturinn 250 þúsund
Togarinn Venus frá Hafnarfirði
kom nýlega úr veiðiferð með 305 lestir
af grálúðu sem er mjög góður afli.
Talið er að þetta megn nemi um 420
til 430 tonnum upp úr sjó og að háseta-
hluturinn nemi um 250 þúsund
krónum. Venus hefur verið á grálúðu-
veiðiun undanfarið.
-ój
KVÖLDSKUGGAR
Stærð: 41x53 cm. Verð: 1.253,-
Saumuð i gíamal rósa bómullariafa með aroruqarni.
ÞÚ OG ÉG
Staerð: 44x60 cm.
Verð: 1.685,-
Saumuð í mildan bláan bó-
mullarjafa með ullar- og
aroragarni.
Á PÁLMASTRÚND
Stærð: 47x56 cm.
Verð: 1.800,-
Saumuð í Ijósferskjulitaðan
bómullarjafa með ullar- og
bómullargarni.
POSTSENDUM.
Hiannprbaberölunín (£rla
Snorrabraut 44 — pósthólf 5249 Simi 14290.