Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1987, Page 28
28
ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1987.
Sviðsljós
Jóakim prins
Danaveldi er nú kominn heim
frá Ástralíu. Liðnir eru sæludag-
ar sólbrúnku og sveitasælu en
alvara lífsins tekin við. Prinsinn
hefur verið settur á sinn stað í
hernum - svo sem vera ber -
og þar er hann pískaður áfram.
Stóribróðir - Friðrik erfðaprins -
getur nú tekið gleði sína á ný
en hann átti bágar öfundar-
stundir þegar hann sat fastur
undirströngum heraga og skoð-
aði myndir af bróðurnum þar
sem hann spókaði sig alsæll
meðal andfætlinga eins og Dan-
mörk með öllum sínum íbúum
kæmi honum sama og ekkert
við lengur.
Ólyginn
sagði...
Prins Filippo:
Með lassa-
rónum og rottum
Rómaborgar
Plastpokar, teppisbútar og snúrur eru meginuppistaðan i hýbýlum prinsins
og vinirnir eru flækingarnir á bökkum Tiberfljótsins.
Italski prinsinn Filippo Odescalchi
getur valið um búsetu í fimmtán
höllum víðs vegar um Ítalíu en hann
leitar ekki eftir slíkum lúxus - þvert
á móti. Hann var fimmtán ára þegar
hann hætti á drengjaskóla Vatikans-
ins og hljópst að heiman. t fjögur ár
var Filippo leitað en án árangurs og
að lokum gafst fjölskyldan upp á að
reyna að endurheimta svarta sauð-
inn.
Tveimur árum síðar stóð dökkhært
ungmenni frammi fyrir dómara í
Rómaborg og svaraði til saka fyrir
búðahnupl. Aðspurður um nafn og
stöðu svaraði sá tötrum klæddi
hnuplari: „Filippo Odescalchi prins.“
Fæstir lögðu trúnað á orð ung-
mennisins en fjölskyldunni var gert
viðvart. Sektir voru greiddar í snatri
og týndi sonurinn sóttur. Það eru
ekki allir fingralangir sem yfirgefa
fangelsið í límúsínu með einkabíl-
stjóra undir stýri eins og gerðist í
þessu tilviki.
Um nokkurt skeið virtist allt ganga
upp og Filippo giftist, eignaðist ynd-
islega eiginkonu og þrjú börn. En
skömmu eftir fæðingu yngsta barns-
ins endurtók sig gamla sagan -
Filippo hvarf til baka í faðm lassar-
óna og rottna í undirheimum
Rómaborgar. Hann er orðinn tuttugu
og átta ára gamall og komst nýlega
í kast við hinn langa arm laganna
fyrir búðahnupl. Dómarinn skipaði
honum að snúa heim til konu og
barna og slíta kunningsskap við all-
an undirmálslýð. Heimkynnin við
Tiberána voru aftur yfirgefin og
Filippo fór heim í höllina.
Odescalchifjölskyldan, sem er ein
valdamesta og ríkasta ætt ítala, var
yfir sig ánægð með málalok. En þá
kom babb í bátinn - eiginkonan
hvarf og hefur nú verið týnd í nokkra
mánuði. Hennar er leitað logandi
ljósi um alla Ítalíu en ennþá hefur
hvorki heyrst frá konunni stuna eða
hósti. Hvort hún varð fyrir slysi eða
fór að dæmi eiginmannsins og slóst
í hóp með rónum og ræningjum veit
enginn. Fjölskyldan hefur þungar
áhyggjur en segir að ástæðan fyrir
hegðan Filippos hafi verið af geð-
rænum toga og ef til vill eigi kona
hans við svipað vandamál að stríða.
Hver veit?
Joan Collins
sló hressilega í gegn þegar
vinnufélaginn Diannah Caroll
átti afmæli á dögunum. Joan
mætti til leiks banahress og spil-
aði á píanóið í veislunni - við
mikla aðdáun viðstaddra. Eftir
drykklanga stund fór bombunni
að leiðast þófið og steig á fætur
til þess að næla sér í einn lau-
fléttan. Öllum til mikillar und-
runar hélt tónlistin áfram að
hljóma eins og ekkert hefói ísko-
rist og fóru þá tvær grímur að
renna á viðstadda. Þarna var þá
alsjálfvirkur skemmtari að verki
og þurfti síst af öllu á fingrum
Joan að halda til þess að geta
staðið í stykkinu.
Julio Iglesias
er grútspældur yfir hvarfi eigin-
konunnar fyrrverandi en hún
hætti við að taka saman við
hann aftur. Sú góða kona opin-
beraði snarlega með fyrrum
ráðherra á Spáni og er þar um
að ræða töffara sem Julio segir
að sé ekki einu sinni sætur -
hvað þá annað. En það fara
ekki allir í fötin hans Julios hvað
sykrað útlit snertir og sama má
segja um fasteignaviðskipti. Sér
til huggunar kaupir nú Julio
hallir í hinum ýmsu heimshorn-
um og flytur milli dvalarstaða í
fullkomnu eirðarleysi.
f Lo
■ :'-v.
Hin eina sanna ást er sögð geta
lifað af alla erfiðleika og það er svo
sannarlega raunin hvað varðar
Sam Lorgen og Ingeborg Pedersen.
Þau kynntust á unga aldri heima
í Noregi, opinberuðu trúlofun sína
en vildu láta hjónabandið biða þar
til væntanlegur brúðgumi hefði
lokið námi.
Fjögurra ára frestun brúðkaups
getur verið afdrifarík. Ingeborg
smitaðist af ferðalöngun margra
landa sinna og þegar Ameríkuferð
bauðst varð freistingin öllu yfir-
sterkari. Sam hvatti Ingeborg til
að grípa tækifærið og ætlunin var
að hún kæmi aftur eftir að henni
hefði tekist að vinna inn aura fyrir
heimferðinni.
Þetta var árið 1924 og auðæfin
létu bíða eftir sér. Svo fór að Inge-
borg sendi hringinn heim ásamt
bréfi þar sem hún sagðist gefast
upp á erfiðleikunum. Tveimur
árum síðar giftist hún vestra og
Sam gekk í hjónaband heima í
Noregi átta árum síðar. Þau lifðu
bæði i hamingjusömu hjónabandi,
áttu börn og barnabörn en gleymdu
aldrei fyrstu ástinni.
Þegar Sam var orðinn ekkill leit-
aði hann upplýsinga um Ingeborg
hjá fjölskyldu hennar í heimal-
andinu og þar var honum sagt að
Ingeborg væri orðin ekkja fyrir
allmörgum árum. Hann skrifaði
henni og spurði hvort hún hefði
áhuga á því að hitta sig eftir öll
þessi ár.
Ingeborg var síður en svo áhuga-
laus og tók næstu vél til Noregs.
Þar á flugvellinum komust þau að
því að lengi lifir í gömlum glæðum
og gengu í hjónaband hálfu ári síð-
ar. Ingeborg og Sam eru 84 og 82
ára gömul en sprellfjörug ennþá.
„Það kemur stundum upp í hug-
ann hvað hefði gerst ef ég hefði
ekki farið til Ameríku," segir Inge-
borg. „En fortíðinni fær enginn
breytt og fjölskyldur okkar hafa
það ágætt saman. Og hópurinn er
væntanlega mun stærri fyrir vik-
ið!“
Arið 1924 fór Ingeborg til Ameríku en Sam gleymdi henni
aldrei.
Glæðurnar
voru ekki kulnað
ar eftir sextíu og
tvö ár
-timinn
virtist hafa staðið
í stað.
Túristamir
og krían
Krían kemur yfirleitt fyrst á vorin
en túristarnir fylgja fast á hæla
henni. Þessi tveir voru á vappi fyrir
framan aðsetur forsetans á Laufás-
vegi þegar Sveinn ljósmyndari var
þar á ferð og virtust viðbúnir öllum
hugsanlegum veðrabrigðum. Varla
eiga þeir möguleika á að slá út
kríuna sem er líklega heimsins mesti
ferðalangur - hún fer árlega milli
heimskautanna og er í loftinu megin-
hluta leiðarinnar.