Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1987, Side 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500
krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið-
ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritsliórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sínrii 27022
Frjálst, óháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 19. MAI 1987.
Keflavíkiirfliigvölliir:
Kakkalakkar
yfir
girðinguna
Óvenjumikið er um kakkalakka á
Keflavíkurflugvelli um þessar
mundir. Hafa þeir einnig borist niður
í Njarðvík þar sem meindýraeyðir
hefur lagt fyrir þá eiturgildrur.
„Það er óhjákvæmilegt annað en
að þessar skepnur berist út af Vellin-
um með fólki sem þar vinnur.
Kakkalakkamir lifa góðu lífí á
Keflavikurflugvelli þar sem húsa-
kostur er víða mjög bágborinn. I
sumum tilvikum eru þetta ekki ann-
að en hundakofar," sagði Magnús
Guðjónsson, heilbrigðisfulltrúi í
Keflavík.
Að sögn Magnúsar lifa kakkal-
akkar góðu lífi í óþrifum, sérstaklega
er tengjast eldamennsku. Fituskán
er myndast við loftræstingu yfir
eldavélum er þeirra yndisreitur.
Kakkalakkar eiga hins vegar erfitt
uppdráttar í góðum, íslenskum hús-
um þar sem hreingemingar teljast
til daglegra verka: „Kakkalakkar
þola til dæmis ekki venjulegar jóla-
og páskahreingemingar," sagði
Magnús Guðjónsson.
-EIR
Hannes Hlífar
sigrar enn
og er efstur
Sigurganga Hannesar Hlífars Stef-
ánssonar heldur áfram á heimsmeist-
aramóti unglinga í skák í Innsbruck
í Austurríki og hann er enn efstur á
mótinu ásamt Adams frá Englandi
með 7 vinninga af 8 mögulegum.
I gær sigraði hann Frakkann
Lautier, en Adams sigraði Hollend-
inginn Wely, sem fyrir þá umferð var
3ji maðurinn í efsta sætinu. I dag
er frídagur en 9. umferð verðm- tefld
á morgun og er talið að Hannes tefli
þá við Bandaríkjamanninn Gurevic,
en sn er stigahæsti keppandinn á
mótinu.
Guðfríður Lilja tefldi í gær við Ili-
evu frá Búlgaríu. Skákin fór í bið
en er talin dautt jafhtefli. Guðfríður
er með 4 vinninga og biðskák eftir
8 umferðir. -S.dór
LOKI
Er ákvæði um þessa fjölg-
un í varnarsamningnum?
Tilboð Borgarafiokksins:
Sjálfstæöismenn
útiloka ekkert
Þingmenn Sjálfstæðisflokks
virðast hikandi við að taka afstöðu
til tilboðs Borgaraflokksins um að
ganga inn í núverandi ríkisstjórn.
„Eg er að heyra þetta núna og
vil bara ekkert tjá mig um þetta,“
sagði Eggert Haukdal.
„Menn eiga auðvitað ekkert að
útiloka og ræða saman í róleg-
heitura. Það hastar ekkert að
mynda ríkisstjóm,“ sagði Eyjólfur
Konráð Jónsson.
„Málið er auðvitað til umræðu í
okkar þingflokki og hjá okkar for-
ystu og þú getur haft það orðrétt
eftir mér að mér finnist kjaftæðið
í sambandi við allar þessar stjórn-
armyndanir og yfirleitt í sambandi
við pólitíkina vikum og mánuðum
saman með þeim hætti að ég vil
ekki segja orð um þetta á þessu
stigi. Menn eiga ekkert sfð vera að
mynda ríkisstjórnir í fjölmiðlum,"
sagði Eyjólfur.
„Það er mín skoðun að Sjálfstæð-
isflokkurinn eigi að hafa stjómar-
forystu í þeirri ríkisstjóm sem
hann fer f,“ sagði Pálmi Jónsson.
„Síðan veltur það auðvitað á
málefnum og, könnunarviðræður
standa nú yfir. Ég tel að enn sé of
snemmt að segja til um það til
hvaða niðurstöðu þær kunna að
leiða. Ég tel að allir möguleikar
geti komið til greina,“ sagði Pálmi.
„Það er spuming hvenær á að
taka mark á svona yfirlýsingum.
Borgaraflokkurinn er margsinnis
búinn að taka það fram að besti
kosturinn við stjórn landsins sé
fjórir flokkar,“ sagði Egill Jónsson.
„Þessi yfirlýsing að forminu til
hefði getað gengið meðan formaður
Frarasóknarflokksins var með
stjórnarmyndun vegna þess að
þessi afstaða er skilyrt við það að
hann fari með forystuna.
Tíminn verður að leiða í Ijós
hverjir kunna að eíga málefhalega
samleið við myndun næstu ríkis-
stjórnar. Ennþá hefur ekkert verið
útiiokað í þeim efhum,“ sagði Egill.
-KMU
Erkifjendur i islenskum stjórnmálum, Sjálfstæðisflokkur og Alþýðubandalag, sendu fulltrúa sina til
könnunarviðræðna um hugsanlega stjórnarmyndun í gær. Eftir fundinn sögðu þeir Þorsteinn Páls-
son og Svavar Gestsson að ágreiningur flokkanna væri mikill en þó útilokuðu þeir ekki samstarf.
DV-mynd KAE
Veðrið á morgun:
Hægvest-
lægátt um
ailt iand
Á miðvikudaginn verður hæg vest-
læg átt um allt land. Skýjað og dálítil
súld við vesturströndina en annars
þurrt. Víða léttskýjað á Suðaustur-
og Austurlandi. Hiti á bilinu 5-10
stig.
Fræðsluráð mælir með Stuiiu:
Hef ekkert um
þetta háttariag
að segja A
.................I
- segir menntamálaráðherra
Fræðsluráð Norðurlandskjördæmis
eysta mælti með því á fundi sínum i
gær að Sturla Kristjánsson yrði ráðinn
fræðslustjóri og var bókun þess efnis
samþykkt með sex atkvæðum, en sjö-
undi fulltrúinn sat hjá, samkvæmt
upplýsingum sem DV fékk hjá Þráni
Þórissyni, formanni fræðsluráðs í gær.
Aðspurður um efni bókunarinnar að
öðru leyti sagði Þráinn að hann vildi
ekki upplýsa það. „Það er best að
menntamálaráðherra sjái hana fyrst,“
sagði hann.
Þrír umsækjendur voru um starf
fræðslustjóra en hinir tveir hlutu ekk-
ert atkvæði.
„Ég hef ekki séð samþykkt fræðslu-
ráðs og hef ekkert um þetta háttarlag
að segja," sagði Sverrir Hermannsson,
menntamálaráðherra í morgun þegar
hann var spurður um samþykkt
fræðsluráðs Norðurlandskjördæmis
eystra frá í gær. Spumingu um það
hvort farið yrði að samþykkt ráðsins
sagði Sverrir: „Um þetta þarf ekki að
spyrja. Mál Sturlu er fyrir dómstólum
og á meðan niðurstaða liggur ekki
fyrir þarf ekki að búast við því. Ég fæ
gögn frá fræðsluráðinu í dag eða á
morgun og skoða þá málið," sagði
Sverrir.
Búðardalur:
Varanleg
matareitrun
Enn liggur fólk rúmfast eftir matar-
eitrunina er rekja mátti til kjúklinga
er framreiddir voru í fermingarveislum
í Búðardal á páskum. Eru sjúklingam-
ir til meðferðar á sjúkrahúsum í
Reykjavík og á Akranesi.
„Ég hef talið að um 40 manns hafi
veikst hér í Búðardal og 20 manns
utan héraðs. Að sjálfsögðu vonumst
við til að allir nái sér aftur en það er
ekki loku fyrir það skotið að matar-
eitmnin hafi varanleg áhrif á ein-
hverja. Um það er að vísu ekkert
hægt að segja á þessu stigi,“ sagði
Sigurbjöm Sveinsson, læknir í Búðar-
dal, í samtali við DV.
Sjúklingamir sem enn liggja neyttu
kjúklinganna á páskum fyrir rúmum
fiórum vikum og einkenni eitmnar-
innar komu í ljós viku síðar.
-EIR
Fiskverð hækkar á
Bandaríkjamarkaði é
Stærsti viðskiptavinur Coldwater í I
viðskiptavinur
Bandaríkjunum, Long John Silver’s
veitingahúsakeðjan, er nú farin að
greiða markaðsverð fyrir þorskflök og
við það hækkað verð á 3ja og 5 punda
pakkningum til seljenda hér heima um
14%.
Samningurinn sem Coldwater gerði
við Long John Silver’s var orðinn
mjög óhagstæður en hann er nú út-
mnninn en þar var um langtíma
samning að ræða. Þá hefur verð á
þorskblokk á almennum markaði í
Bandarikjunum hækkað úr 1,75 doll-
urum í 1,80 dollara.
Eins og kom fram í viðtali við Magn-
ús Gústafsson, forstjóra Coldwater í
Bandaríkjunum í DV, fyrir skömmu
hefur birgðastaða fyrirtækisins aldrei
verið jafnslæm og nú. Þar ræður mestu
um hve lágt verð Long John Silver’s
greiddi fyrir fiskinn og ekki síður fall
dollarans. Seljendur hér heima töldu
sig fá meira fyrir að selja fiskinn ann-
að. Þetta ætti að breytast nú eftir
þessa miklu hækkun. -S.dór ^