Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1987, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1987, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987. Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Laufbrekku 26, þingl. eigendur Þórmundur Hjálmtýsson og Hólmfríður Jónsdóttir, fer fram í skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 í Kópavogi, fimmtud. 4. júni kl. 10.20. Uppboðsbeiðendur eru Eggert B. Ólafsson hdl„ Landsbanki Islands, Ólafur Axelsson hrl. og Bjarni Asgeirsson hdl. Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð á fasteigninni Kársnesbraut 106, þingl. eigandi Skipafélagið Víkur hf„ fer fram í skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 í Kópavogi, fimmtud. 4. júní kl. 10.35. Uppboðsbeiðendur eru Jón Ólafsson hrl. og Brynjólfur Kjartansson hrl. Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð á fasteigninni Ásbraut 13, 1. hæð t.v„ tal. eigandi Gunnar Emilsson, fer fram í skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 í Kópavogi, fimmtud. 4. júní kl. 10.40. Uppboðsbeiðandi er Ari ísberg hdl. Bæjarfógetinn i Kópavogi Nauðungaruppboð á fasteigninni Smiðjuvegi 20, hluta, þingl. eigandi Þórarinn Þórarinsson, fer fram i skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 í Kópavogi, fimmtud. 4. júní kl. 10.45. Uppboðsbeiðendur eru Iðnlánasjóður og Bæjarsjóður Kópavogs. Bæjarfógetinn i Kópavogi Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Melgerði 20, hluta, þingl. eigandi Hannibal Helgason, fer fram í skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 í Kópavogi, fimmtud. 4. júní kl. 10.50. Uppboðsbeiðandi er Jón Ólafsson hrl. Bæjarfógetinn i Kópavogi Nauðungaruppboð sem auglýst var í 35., 45. og 51. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign- inni Heimatúni 2, Bessastaðahreppi, þingl. eign Öldu Guðbjörnsdóttur og Vilhjálms Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka ís- lands, Valgarðs Sigurðssonar hdl„ Iðnlánasjóðs og Þórunnar Guðmunds- dóttur hdl. á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, mánudaginn 1. júni 1987 kl. 17.15. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 150. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 og 2. og 10. tölu- blaði þess 1987 á eigninni Víðiteig 18, Mosfellshreppi, þingl. eign Hafþórs Svendsen, fer fram eftir kröfu Arnar Höskuldssonar hdl. á skrifstofu embættis- ins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, þriðjudaginn 2. júní 1987 kl. 16.30. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 150. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 og 2. og 10. tölu- blaði þess 1987 á eigninni Víðiteig 28, Mosfellshreppi, þingl. eign Reynis Brynjólfssonar, fer fram eftir kröfu Arnar Höskuldssonar á skrifstofu embættis- ins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, þriðjudaginn 2. júní 1987 kl. 16.45. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu, Nauðungaruppboð sem auglýst var í 150. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 og 2. og 10. tölu- blaði þess 1987 á eigninni Hamarsteig 3, Mosfellshreppi, þingl. eign Unu Hrannar Kristinsdóttur og Birgis Haraldssonar, fer fram eftir kröfu Arnar Höskuldssonar hdl„ Brynjólfs Kjartanssonar hrl. og Veðdeildar Landsbanka íslands á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, þriðjudaqinn 2. júní 1987 kl. 16.15. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 150. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 og 2. og 10. tölu- blaði þess 1987 á eigninni Sumarbúðum í Elliðakotslandi, Mosfellshreppi, tal. eign Birnu Magnúsdóttur, fer fram eftir kröfu Arnar Höskuldssonar hdl. á skriístofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, miðvikudaqinn 3. júní 1987 kl. 16.30. _______Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 150. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 og 2. og 10. tölu- blaði þess 1987 á eigninni Flugubakka 6 (hesthús), Mosfellshreppi, þingl. eign Kristins Sigurðssonar, fer fram eftir kröfu Arnar Höskuldssonar hdl. á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, miðvikudaginn 3. júní 1987 kl. 15.00. Sýslumaðurinn I Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 150. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 og 2. og 10. tölu- blaði þess 1987, á eigninni Flugubakka 10 (hesthús), Mosfellshreppi, tal. eign Sveinjóns Jóhannessonar, fer fram eftir kröfu Amar Höskuldssonar hdl. á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, miðvikudaginn 3. júní 1987 kl. 14.15. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eigninni Saurbæ í Kjalarneshreppi, þingl. eign dánarbús Guðlaugar Jónsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 3. júní 1987 kl. 13.00. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara á eigninni Klausturhvammi 9, Hafnarfirði, þingl. eign Guð- jóns Arinbjörnssonar, fer fram á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, mánudaginn 1. júní 1987 kl. 14.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Feröamál dv Evrópulestir breyta um svip Framundan eru kaflaski! í lestar- sögu Evrópu. Transevrópulestirnar T.E.E., sem hafa ekið um álfuna um þriggja áratuga skeið, vérða nú leystar af hólmi og við tekur nýtt kerfi Eurocity. T.E.E. voru fyrsta farrýmislestir sem óku milli helstu borga álfunnar. í þeim var lögð áhersla á þægindi og góða þjónustu og voru þær taldar með þvi besta sem þekktist í lestar- ferðum í heiminum. I hinu nýja kerfi verður einnig boðið upp á annað far- rými og verður það þriðjungi ódýrara en fyrsta farrými. Frönsku hraðlestirnarTGV, en það stendur fyrir train a grand vitesse eða háhraðalestir, eru inni í nýja kerfinu. Þetta eru hraðskreiðustu lestir álfunnar, aka á næstum 300 kílómetra hraða. Fimm þeirra munu aka á milli Parísar og Genfar. Þónokkuð af gömlum nöfnum T.E. E. lestanna koma til með að haldast óbreytt í nýja kerfinu. Sem dæmi um það má nefna Cisalpin, Transalpin, Blauer Enzian og Rembrandt. Önnur munu hverfa. Þar á meðal eru þekkt nöfn eins og Rheingold, sem ók milli Amsterdam og Basel en hefur nú verið leyst af hólmi. Nýjar nafngiftir verða af ýmsum gerðum. Margar lestir koma til með að heita í höfuðið á þekktum mönn- um úr þróunarsögu evrópskrar einingar. Dæmi um þetta er Robert Schuman lestin sem ekur milli París- ar og Lúxemborgar en hugmyndir Schumans um sameiginlegan Evr- ópumarkað fyrir stál og kol voru undanfari Evrópubandalagsins. Önnur nöfn eru til dæmis Frans Hals sem var flæmskur málari. Lest- in sem ber nafn hans kemur til með að tengja saman Amsterdam, Frank- furt, Núrnberg og Múnchen. Jóhann Strauss ekur milli Vínar og Kölnar og Erasmus ekur frá Innsbruck um Múnchen og Wúrzburg til Amster- dam. Annar flokkur nafna eru landa- fræðiheiti. Þannig ekur Mont Blanc mil)i Genfar og Hamborgar og Hansa milli Kaupmannahafnar og Ham- borgar. Nýja kerfið tekur gildi á morgun og tekur það til 56 daglesta og átta næturlesta sem koma til með að tengja saman 200 borgir í þrettán löndum. Forsvarsmenn kerfisins segjast reyna að tryggja að lestirnar séu sem fljótastar og þægilegastar. Til þess að geta þetta hefur verið komið á ákveðnum reglum um lestirnar. Þær eiga að vera loftkældar, bjóða upp á mat, halda um 85 kílómetra meðal- hraða og stoppa sem minnst. Dæmi um verð: Fargjald í TGV lest milli Parísar og Lauzanne kostar um kr. 2.000 aðra leiðina á fyrsta farrými en um kr. 1.400 á öðru farrými. Fargjald í Bavaríu hraðlestinni milli Múnchen og Zúrich er kr. 2300 á fyrsta farrými en kr. 1500 á öðru farrými. -PLP __••••*•« ••••••••*« • ♦•••• «aM» ■ . >••••«•• • • « ••••••• I >#•♦••••••• •• * EuroCity Merki Eurocity. Punktar tengja stafina og gefur það hraða í skyn. E-ið verð- ur blátt að lit en C-ið gyllt. Þetta merki verður málað á lestirnar og starfsfólk þeirra ber það í barmi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.