Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1987, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1987, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987. 15 svo að koma úti á landi þurfti Reyk- víkinga til að stjórna þeim. Það er svo ýmislegt annað sem þarf að læra annað en siglingafræð- ina. Það þarf að læra að vera um borð. Það er til dæmis allt annað að vera með tog aftan í eða með línu og færi. Og það er allt annað að vera á stóru skipi sem siglir til útlanda eða á litlum dalli sem fer bara rétt út fyrir hafnarkjaftinn. En því miður eru það oft algerlega ólærðir menn sem stjórna litlu döllunum, menn sem ekki kunna einföldustu siglinga- reglur. Sannleikurinn er sá að það er svo lítið gert í því að tryggja öryggi sjó- manna þó mikið sé gert til þess að bjarga sjómönnum, það vantar for- varnarstarfið.“ Um forvarnir - Er ekki verið að auka forvarnar- starfið nú í seinni tíð? „Það hefur verið lögð aukin áhersla á að reyna að bjarga því sem bjargað verður, svona eins og á spit- ulunum. Þar dettur engum í hug að segja fólki að forðast veikindi en meðul eru gefin og fólki bjargað á spítulum ef það er að deyja úr veik- indunum. Þar er um björgun að ræða en ekki vörn. Ég álít að það ætti að gera meira að því að forðast slysin en að segja mönnum sífellt að það hljóti að verða sly_s.“ - I hverju ætti forvarnarstarfið þá að vera fólgið? „í fyrsta lagi finnst mér að það ætti að reyna að hvetja sjómenn til að skerpa athyglina og vera varkár- ari. Ég álít til dæmis að það ætti frekar að segja bílstjórum að fara hálftímanum fyrr á fætur til þess að þurfa ekki að aka eins og brjálæðing- ar til þess að koma ekki of seint til vinnu. Hér á landi virðast allir vera á fleygiferð til þess að mæta ekki meira en tuttugu mínútum of seint. Þá er bensínið stigið i botn. Um- ferðarráð ætti því frekar að segja fólki að fara fyrr á fætur heldur en að spenna beltin.“ Tækjadýrkunin - Er þetta eitthvað hliðstætt vanda- málum sjómanna? „Það er náttúrlega ekki þessi hasar á sjónum. En nú er orðið svo mikið af tækjum um borð í skipunum. Mennirnir treysta algerlega á tækin en ekki á sjálfa sig. Athyglisgáfan hefur minnkað frá því sem var. Ef þú ferð í búð i dag getur enginn lagt saman tvær tölur, hvað þá meira. I gamla daga gátu búðarmenn lagt saman heilu dálkana í huganum. Þeir urðu að treysta á sjálfa sig en í dag treysta menn á vélarnar. í dag segja sjómenn „hverju spáði hann?“ en það segir enginn „hvernig líst þér á hann?“. Munurinn er kannski ekki svo mikill nema að í öðru tilvikinu er reynt á athyglis- gáfuna en í hinu á minnið.“ - En getur aukinn tækjakostur ekki verið til bóta fyrir sjómenn? „Jú, jú, ég er ekki í nokkrum vafa um það. Tækjakosturinn er fyrst og fremst til hagræðingar. En tækin mega ekki verða til þess að menn taþi athyglinni. Þau eiga að vera til þess að létta undir með mönnum en þeir mega ekki treysta í blindni á þau. Hvað gerist svo ef tækin bila? Þegar ég var til sjós þá vissu vanir sjómenn eða fundu það á sér þegar grynnkaði undir bátunum. Sjólagið varð öðruvísi og það urðu jafnvel litabreytingar á sjónum. Ég er smeykur um að sjómenn finni þetta ekki á sér lengur. Þeir treysta alveg á tækin og athyglin minnkar. Ef tækin bila þá getur farið illa.“ Sjómennirnir hafa það betra - Hverjar eru að þínu áliti stærstu breytingarnar sem orðið hafa á hög- um sjómanna þessi fimmtíu ár sem liðin eru frá stofnun Farmanna- og fiskimannasambandsins? „Skipin eru orðin svo miklu stærri. Það komu stór og góð skip þegar nýsköpunarstjórnin var mynduð. Á tímabili var því mun rýmra um sjómennina um borð í skipunum. Nýsköpunarskipin voru miklu stærri og rúmbetri. Sjómönnunum á því að líða betur um borð í skipunum. Svo geri ég ráð fyrir að sjómenn hafi það talsvert betra hvað kaup varðar líka. En nú erum við bara að fara aftur í sama farið og við vórum í fyrir alda- mót. Þessar trillur, sem nú tröllríða öllu, eru ekkert betri en skekturnar sem menn voru á í þá daga. Ef nokk- uð er þá eru þær enn hættulegri vegna þess hve vélarkrafturinn er mikill." Hægt að koma í veg fyrir kvótann - Er þessi fjölgun á trillum kvóta- kerfinu að kenna? „Já, ég held að við hefðum getað losnað við kvótakerfið hefðum við skikkað bátasjómenn til að koma með netin heim. Og þá hefðum við fengið betri fisk. Netin hefðu þá aldr- ei verið látin liggja úti í vondum veðrum en þá liggur dauður fiskur kannski dögum saman í netunum. Bátarnir hefðu haft hæfilegan neta- fjölda vegna þess að þeir hefðu orðið að koma með þau heim í land á morgnana og þá hefðu þeir um leið fengið alveg hundrað prósent nýjan fisk. Ég er viss um að það hefði verið hægt að borga sjómönnunum meira fyrir fiskinn vegna þess hve góður hann væri, það hefði ekki þurft að henda neinum fiski vegna þess að hann hefði drepist í netunum. Þann- ig hefðu færri fiskar drepist en meira fengist fyrir þá. Þannig hefði ekki þurft neinn kvóta á bátunum og skip- unum, nema kannski á togurunum. Ég er klár á því að útkoma sjómanna hefði orðið betri með þessum hætti.- fara út með netin á kvöldin og koma heim með þau aftur á morgnana um leið og fiskinn. Menn eru að kaupa rándýra báta af vanefnum og setja húsin sín og allar eignir að veði fyrir þeim. Svo reyna menn að veiða upp í veðin og skuldirnar, sjá ekki aðra leið til þess en að vera með nógu mörg net, jafn- vel allt að hundrað net. Þeir ná svo aldrei að draga öll þessi net, þurfa jafnvel að fara þrjá róðra til þess og það þýðir aftur að fiskurinn í netun- um er ónýtur. Ég er á móti því að við séum að drepa fleiri skepnur en við getum gert okkur mat úr. Og ég held að við höfum ekki ráð á því. Jafnframt vil ég að fiskurinn sé allur unninn í vaktavinnu. Það á ekki að koma inn með fiskinn á föstudagskvöldum og láta hann bíða fram á mánudag. Það á að gera að fiskinum og ganga frá honum um leið og hann kemur í land.“ Vöruvöndunin mikilvæg - Brennur það kannski mest á okkur núna að auka gæði fiskafurðanna okkar? „Fyrsta atriðið er að gera sitt besta til að standa vörð um gæði þeirrar vöru sem við framleiðum og sendum frá okkur, að ekki sé nú talað um matvæli. Mér var til dæmis sagt að þegar þeir voru að flytja fisk frá Ól- afsvík til Reykjavíkur með bílum hefðu verið gefin fyrirmæli um að hafa ekki nema fimmtíu sentímetra þykkt lag af fiski í bílunum. Það var náttúrlega ekki farið eftir fyrirmæl- unum. Fiskinum var troðið í bílana og var meira en metra þykkt lag í hverjum bíl. Með þessu skemmdu þeir ekki bara fiskinn heldur einnig vegina. Ég held að það sé betra fyrir okkur að fá einn fisk sem er í fyrsta flokks ástandi og fá gott verð fyrir hann heldur en að fá tíu ónýta fiska." Hundavaktin - Hvenær hættirðu á sjónum? „Ég byrjaði á sjónum árið 1919. var þá á hundavakt á skútum. Ég fór í land 1928 og fór þá beina leið til Englands til að læra kompásasmíði." Hvers vegna var þetta kallað hundavakt? „Ég skrifaði einhvern tíma grein um þetta og þar taldi ég allar líkur benda til þess að það væri vegna þess að menn notuðu Síríus i stað Pólstjörnunnar til að reikna út stað- arákvörðun og stefnu. Á norðurslóð- um er Pólstjarnan svö hátt á lofti að það er varla hægt að miða breidd við hana og það þótti mun betra að miða við Síríus. Það hefur enginn mótmælt þessari tilgátu minni ennþá þannig að þar til annað kemur í ljós tel ég þessa ályktun rétta." Kompásasmíðin - Fórstu beint af sjónum til að nema kompásasmíði? „Já, ég fór 1928 til Englands til að læra kompásasmíðina. Þetta eru nú aðallega kompásaleiðréttingar og lagfæringar. Ég er eiginlega eins og úrsmiðirnir. Þeir gera aðallega við úr og klukkur en smíða þau ekki. Ég hef þó oft sett nýja kompása sam- an en fyrst og fremst eru þetta lagfæringar og leiðréttingar." - Hvað var þetta langt nám? „Ég var búinn að læra töluvert í Stýrimannaskólanum en í Englandi var ég yfir sumarið." Kommúnisti - Þú varst talinn róttækur maður á sínum tíma, hinn harðasti komm- únisti. Ertu það ennþá? „Ég var talinn kommúnisti, já. Ég var í Sósíalistaflokknum og var hlynntur Einari Olgeirssyni og Brynjólfi Bjarnasyni. En ég hef aldr- ei gengið í Alþýðubandalagið. Núna er ég lítið að velta pólitík fyrir mér. Og í sambandi við félagsstörfin þá lét ég aldrei neinar flokkspólitískar línur stjórna mér, aldrei nokkurn tíma.“ - Nú ert þú orðinn 83 ára gamall og vinnur allan daginn. Það eru reglur í þjóðfélaginu að fólk hætti að vinna fyrir sjötugt. Þú ert ekkert að hugsa um að hætta að vinna? „Blessaður vertu. Mér finnst það mesta vitleysa hjá stórum fyrirtækj- um að láta ekki gömlu karlana vinna í einhvern tíma á dag. Láta þá mæta á morgnana og skrifa niður hvenær fólkið mætir. Þvi það að mæta á skökkum tíma gerir þjóðfélaginu al- veg stórkostlegt ógagn. Mennirnir eru ekki komnir að vinnu fyrr en hálftíma eða þremur stundarfjórð- ungum seinna en þeir eiga að gera. Þetta gerir alla hluti svo miklu dýr- ari en þeir þurfa að vera. Afköstin verða minni og starfsfólkið fær þar af leiðandi lægra kaup. Þetta verður til þess að konurnar þurfa að fara út á vinnumarkaðinn líka og ég er ekki í neinum vafa um að við fáum engan mann færari, hversu háskóla- genginn sem hann er, til að ala upp börn en mæðurnar sjálfar. Lágmarkskaup í þjóðfélaginu á að miðast við það að maðurinn geti unnið fyrir sér, konu og þremur börnum. Þrjú börn er lágmarkið sem hver hjón eiga að eiga ef þau á ann- að borð geta eignast börn. Það eru jú til hjón sem ekki geta átt börn og þá er þriðja barnið fyrir það fólk sem ekki getur eignast börn sjálft. Þarna á ég hreinlega við viðhald þjóðarinn- ar. Maðurinn á að geta séð þessari fimm manna fjölskyldu farborða með átta tíma vinnu. -ATA Notfærðu þér sumarfargjöld SAS innan Norðurlandanna. Þau eru 75°/. ódýrari en venjuleg fargjöld. r I sumar býður SAS mjög hagstætt verð á ílugferðum milli Norðurlandanna og einnig innanlands í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð. Miðinn gildir í einn mánuð og eina skilyrðið er að viðdvölin sé a.m.k. tvær nætur. Hér eru nokkur dæmi um ódýru SAS sumar- fargjöldin: MILLI LANDA:_______________________________ Kaupmannahöfn — Stokkhólmur .... kr. 3.480,- Kaupmannahöfn — Osló ............kr. 3.480,- Kaupmannahöfn — Bergen ..........kr. 4.060,- Osló — Stokkhólmur ..............kr. 3.510,- INNANLANDS:________________________________ Stokkhólmur — Gautaborg .........kr. 3.110,- Osló - Stavanger ................kr. 2.925,- Kaupmannahöfn — Árósar ..........kr. 2.470,- Þar sem sætafjöldi er takmarkaður er best að bóka strax. Nánari upplýsingar færðu á öllum ferðaskrif- stofum, hjá Flugleiðum og skrifstofu SAS,Laugavegi 3. (Sumarfargjöldin verða í gildi frá 1. júlí til 15. ágúst nema innanlands í Danmörku þar sem þau gilda frá 16. júní til 1. ágúst). * Verð báðar leiðir* miðað við gengi 10. maí 1987. S4S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.