Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1987, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1987, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987. Veiðivon Veiðisumarið 1987 - hvað segja veiðiklærnar? Silungsveiðivötnin hafa verið opin í nokkurn tíma og laxveiðin hefst innan skamms. Spennan er mikil því spáð er góðu sumri og stórum löxum. Við fengum nokkrar veiðiklær til að svara einni spurningu sem margir hafa velt fyrir sér: Hvern- ig verður veiðisumarið 1987? Hans Kristjánsson. „Ætli sá stóri sleppi ekki í sumar“ - segir Hans Kristjánsson „Mér líst vel á sumarið og það verð- ur mikið um stórlaxa, örugglega gott veiðisumar," sagði Hans Kristjánsson. „Þetta verður meiriháttar sumar ef allt verður eðlilegt, fyrst mjög gott en svo versnar veiðin vegna þess að enginn snjór er i fjöllum. Það á að fara eitt- hvað og ætli Laxá í Dölum verði ekki framarlega á listanum. AUt er samt þetta dálítið óráðið ennþá. Maður reynir að fá þann stóra í sumar en ætli hann sleppi ekki eins og síðustu sumur, ég á frekar von á þvi.“ „Stangaveiði- menn mega standa betur saman“ - segir Einar Guðmundsson „Þetta verður miðlungsveiðisumar og svipar líklega til síðasta sumars. Það verður töluvert af stórum laxi og allar ytri aðstæður eru góðar. Það hefur verið hlýtt í hafínu kringum landið og fiskurinn ætti að koma fyrr vegna þess en það er ótrúlegt hvað laxinn kemur alltaf á réttum tíma,“ sagði Einar Guðmundsson, „Það á að fara í nokkra veiðitúra í sumar og renna meðal annars í Stóru-Laxá í Hreppum, Elliðámar, Leirvogsá og Miðfjarðará. Mér finnst að stangaveiðimenn megi standa betur saman en þeir gera og við getum ekki þolað það ár eftir ár að veiðileyfin hækki ótrúlega mikið miðað við annað verðlag. Þetta kem- ur við beinið á veiðimönnum þegar þetta er farið að kosta 2-3 sólar- landaferðir á sumri.“ Einar Guðmundsson. „Byrja 6. júní í Norðurá“ - segir Ingólfur Arnarson „Mér líst vel á sumarið. Veiðitíminn hjá mér byrjar í Norðurá i Borgar- firði 6. júní og svo koma fleiri veiðitúrar í kjölfarið, eins og í Flóku og Brennuna. Svo er fluguveiðitúr í Norðurá seint í ágúst,“ sagði Ingólf- ur Amarson. „Þetta verður vonandi gott í Norð- urá í byrjun og það er spennandi að fara svona snemma. Fiskifræðingar spá góðu veiðisumri og ætli það verði ekki stór lax til að byrja með en fari svo smækkandi þegar líður á tím- ann.“ Ingólfur Arnarson. Davíð Oddsson borgarstjóri. „Það er kominn fiðringur í mann“ - segir Davíð Oddsson borgarstjóri „Mér líst mjög vel á þetta veiði- sumar, eins og það síðasta. Þetta verður mikið stórlaxasumar og ég ætla töluvert í veiði því í fyrra komst ég ekki eins mikið og ég vildi vegna afmælis Reykjavíkurborg- ar,“ sagði Davíð Oddsson borgar- stjóri. „Það er kominn fiðringur í mann í sambandi við Elliðaámar og ég á von að fá fisk, þó það verði kannski ekki 5 mínútur yfir sjö éins og fjölmiðlar vilja.“ Valgerður F. Baldursdóttir. „Gaman að veiða í Laxá í Aðaldalu - segir Valgerður F. Baldursdóttir „Þetta hlýtur að verða gott sum- ar, sjórinn er búinn að vera svo hlýr að það er gott fyrir fiskana. Stórlax- amir koma fyrst á veiðitímanum og það verður spennandi að byrja veið- ina snemma. Árnar á Austurlandi verða ennþá á uppleið og þetta veður gott sumar,“ sagði Valgerður F. Baldursdóttir." Ég mun fara víða til veiða, eins og í Miðíjarðará, Set- bergsá, Laxá í Aðaldal og Hofsá í Vopnafirði, Stóru Laxá og Straum- fjarðará. Ég hlakka mest til að fara í Stóm- Laxá í Hreppum og í Laxá í Aðaldal, Nessvæði. Þar er gaman að veiða því maður veit aldrei hvað laxinn er stór þar.“ „Flugan verður víða reynd í sumar“ - segir Sigurður Sigurjónsson „Mér líst vel á sumarið og það á að veiða bæði silung og lax, verð líklega meira í silungnum en laxin- um. Ég hef farið það sem af er sumri nokkrar ferðir í vötnin í kringum bæinn og veiðin hefur verið ágæt,“ sagði Sigurður Sigurjónsson. „Ég hlakka mest til að fara á urriða- svæðið í Mývatnssveit. Þar er stórkostlegt að veiða og maður veit aldrei hvað stórir bíta á. Svo er veiðiferð í Laxá í Aðaldal, á Hraunið, í september sem gæti orð- ið góð, þar em víst stórlaxar. Maður verður mikið að vinna í sumar svo veiðin verður að vera númer tvö á eftir vinnunni. Það verður samt reynt víða. Flugan verður reynd í sumar, hvort sem það verður í vötnum eða ám. „Allar ár verða fullar af laxi“ - segir Leifur Benediktsson „Mér líst vel á sumarið og er mjög bjartsýnn, það verða stórar göngur. Fiskifræðingar segja að allar veiðiár verði fullar af laxi frá ósi og upp um alla hylji,“ sagði Leifur Benedikts- son. „Þetta verða í bland stórlaxar og smálaxar, stórlaxar til að byrja með og svo kemur smálaxinn. Ég fer í Álftá á Mýmm og Leirvogsá, Álftá er skemmtileg veiðiá. Svo er það efra svæðið í Laxá í Mývatnssveit en þar hef ég ekki veitt áður, bara á því neðra. Mér finnst verð á veiðileyfum vera orðið alltof hátt.“ Sigurður Sigurjónsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.