Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1987, Side 18
18
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987.
Suðiiriand:
Beðið eftir
stóra
skjálftanum
Innan 25 ára verður stór og öflugur landskjálfti á Suðurl-
andi. Líklegt er að upptök skjálftans verði á sömu slóðum
og upptök skjálftans 1896 og að styrkleikinn verði áþekkur
og 1896. Þessu slá vísindamenn föstu og byggja á söguleg-
um heimildum annars vegar og þekkingu á hreyfíngum
jarðskorpunnar hins vegar.
í vikunni heimsótti DV íbúa jarðskjálftasvæðisins.
-pal
Áætluð upptök stærstu skjálfta á Suðurlandi síðan árið 1700. Tölur undir ártölum sýna áætlaðan styrkleika á
Richter. Hvar ber næsta stóra skjálfta niður? Heimild: Náttúra íslands
Vona
það besta
- segir Gréta á Geldingalæk
„Þegar við fundum skjálftann á
mánudaginn vorum við með gesti
inni í húsi. Það þustu allir út á tún
því húsið nötraði allt.“ sagði Gréta
Kristjánsdóttir á Geldingalæk í
Rangárvallahreppi.
Gréta sagði fólk í sveitinni tala
um skjálftana fyrst eftir að þeir
finnast en síðan hættir það að leiða
hugann að þeim.
Sjálf sagðist Gréta ekki hafa gert
neinar sérstakar ráðstafanir vegna
mögulegs skjálfta.
..Maður verður bara að vona það
besta og að húsið haldi.“
-pai
Ég verð bara að vona að húsið
haldi, segir Gréta Kristjánsdóttir.
Byggingafulltrúinn á Selfossi:
Burðarþolið í lagi
á byggingum bæjarins
Sinnuleysi um íbúðarhús
Árið 1982 var gerð könnun á bygg-
ingum Selfossbæjar og athugað hve
vel þær væru undir landskjálfta bún-
ar. Að sögn Bárðar Guðmundssonar
byggingafulltrúa, reyndust allar
byggingar vera nægilega sterkar til
að þær stæðust þann skjálfta sem
búast mætti við. Minna er vitað um
skjálftaþol íbúðarhúsa Selfyssinga
því aðeins einstök hús hafa verið
athuguð og þá að frumkvæði íbú-
anna sjálfra.
- Það var ekki fyrr en með nýju
byggingarreglugerðinni frá 1978 að
farið var að ganga ríkt eftir að hús-
byggjendur skiluðu inn burðarþols-
teikningum. Þau hús, sem byggð eru
eftir þann tíma, ættu að vera nokkuð
trygg. Um eldri hús er ekkert hægt
að segja.
Bárður sagðist ekki vita til þess
að aðrar opinberar byggingar en þær
sem bærinn á hefðu verið kannaðar.
Reglugerðin frá 1978 kveður á um
að byggingafulltrúar skuli ekki
teikna þurðarþol húsa sem þeir taka
út sjálfir. Á þessu hefur orðið mis-
brestur í Reykjavík, eins og kunnugt
er. Aðspurður sagðist Bárður geta
fullyrt að síðastliðinn áratug hefði
hvorki hann né forverar hans í emb-
ættinu teiknað hús sem þeir sjálfir
taka út.
Sinnuleysi
Bárður sagði að Almannavamir
hefðu lagt að bæjaryfirvöldum að
gera úttekt á öllum húsum á Sel-
fossi og kvaðst Bárður hlynntur
slíkri úttekt. Bæjarstjóm hefur hing-
að til ekki viljað eyða tíma og
peningum í þetta verkefni.
- Þetta mál hefur oft komið upp en
aldrei komist á rekspöl. Það er fyrst
og fremst sinnuleysi um að kenna.
Auk þess yrði að fá utanaðkomandi
aðila til að annast úttektina og
kostnaðurinn vex mönnum í augum,
segir Bárður.
Bæjarbúar sjálfir skiptast í tvö
hom. Sumir gera þær ráðstafnir sem
hægt er að gera til að undirbúa sig
undir skjálfta. Aðrir láta sér fátt um
finnast og ætla að taka því sem að
höndum ber.
Á skrifstofu byggingafulltrúa ber-
ast stundum beiðnir um að íbúðar-
hús yrðu athuguð með tilliti til
styrkleika þeirra. Sagði Bárður að
hann sinnti þessum beiðnum eftir
getu og gæti annað þeim á meðan
þær eru ekki fleiri en raun er á.
-pal
Kirkjan á Selfossi á aö vera skjálftaþolin, samkvæmt athugun. Enn hafa
íbúarhús á Selfossi ekki verið prófuð. Ljósm. e.j.
Það hiynur
allt í stóra
skjálftanum
- segir Steindór Guðmundsson
„Það hrynur allt í þeim stóra,“
segir Steindór Guðmundsson, bóndi
á Egilsstöðum, en það er næsti
byggði bær við Amarbæli. í skjálft-
anum 1896 gjöreyðilögðust öll
bæjarhús á Egilsstöðum en útihús
sluppu flest óskemmd.
„Það er helst að tréhúsið á bak
við og stálgrindarskemman myndu
standa uppi,“ heldur Steindór áfram,
þar sem hann stendur fyrir utan tví-
lyfta steinhúsið sem er bærinn sjálf-
ur. Steindór sagði fáa hafa tekið eftir
skjálftanum á mánudaginn, fyrir ut-
an þá sem vom innandyra.
í Ölfusinu hefur Steindór búið alla
sína tíð og hann sagði fólk þar skki
hugsa mikið um jarðskjálfta. Ekki
kannaðist Steindór við að hús væm
byggð sérstaklega til að þola jarð-
skjálfta, hvorki fyrr né síðar.
„Sá verður munurinn á næsta
stóra skjálfta og skjálftanum 1896
að í dag getur miklu meira eyðilagst
en þá,“ sagði Steindór Guðmunds-
son.
„Hús í Ölfusi hafa aldrei verið byggð
til að þola jarðskjálfta,“ segir Steind-
ór á Egilsstöðum. Ljósm JAK
Bygging og hönnun mannvirkja:
Island verra en Mexíkó
Islensk nefnd fór til Mexíkó til að
sjá verksummerki eftir skjálftann þar
í september 1985. í nefndinni voru sér-
fræðingar á sviði almannavama,
verkfræði og jarðeðlisfræði. Þegar
heim kom gerði nefndin samanburð á
hönnun og byggingu mannvirkja á
íslandi og Mexíkó. Eins og sést á töfl-
unni er ástand þessara mála verra á
íslandi en Mexíkó.
JARÐSKJÁLFTAHÖNNUN MANNVIRKJA
Mexíkó
ísland
Staðlar Góðir
Hönnun Ábótavant
EftirlitTeikning Lélegt
Efni Ekkert
Rannsóknir Jarðeðl. Allgóðar
Verkfr. Góðar
Lélegir (engir/rangir)
Ábótavant
Ixdegt
Ekkert
Allgóðar
Mjög litlar/engar