Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1987, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1987, Page 19
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987. 19 »Éger hrædd" „Ég er hrædd,“ segir Klara Har- aldsdóttir sem býr á Kaldbak og heldur sig í tjaldi ásamt öðru heimil- isfólki. Hún þekkir vel til þeirra náttúru- hamfara sem geta orðið á svæðinu undir Heklu. Arið 1947 bjó hún á Hólum ásamt foreldrum sínum og var drifin út í tjald þegar Hekla byij- aði að gjósa. Síðan hefur Klara oftast sofið í tjaldi þau sumur sem hún hefur verið á heimaslóðum. - Ekki bara vegna hræðslunnar, mér þykir gott að sofa í tjaldi, segir Klara. -pal Litill aukakostnaður fyrir tryggari hús. Heimilisfólkið á Kaldbak við grunn- inn á nýju skjálftaþolnu íbúðarhúsi sem á að risa fyrir haustið. í baksýn gamli bærinn. Ljósm. JAK Búið að leiða símann út i tjald. „Höfum hérna allt sem við þurfurn," segir Sigriður. Dæturnar Klara, inni i tjaldinu, og Ösp hjá mömmu sinni. Ljósm. JAK Búa í tjaldi og byggja skjálftaþolið hús „Við búum í tjaldi í sumar og ætlum að reyna að ljúka við nýtt íbúðarhús í haust, annað er ekki þorandi. Húsið er sérstaklega teiknað með tilliti til jarðskjálfta," sagði Sigríður Heiðmundsdóttir á Kaldbak í Rangárvallahreppi. „Það fer ágætlega um okkur í tjaldi, börnin hafa gaman af því og maður leggst tryggari til svefns. Annars finnst mér fólk hér ekki taka hættunni á jarðskjálfta nógu alvarlega. Það er talað um hættuna en lítið gert.“ Eftir jarðskjálftahrinuna. sem gekk yfir í ágúst i fvrra. ákváðu hjónin Sigríður og Viðar Steinsson að byggja nýtt og jarðskjálftaþolið íbúðarhús úr viði. Þau segjast ekki þekkja til annarra sveitunga sem hafi byggt eða hafa í hyggju að byggja skjálftaþolin hús. Bærinn Kaldbakur er orðinn gamall og að mestu levti hlaðinn. Þar búa þrjár kynslóðir: Sigríður og Viðar og tvö börn þeirra. auk foreldra Sigríðar. Heiðmundar Klemenssonar og Klöru Haraldsdóttur. í sumar eru þar einnig tveir kaupamenn. Ragn- ar H. Júlíusson og Óttarr Þ. Sigurðsson. Lítill aukakostnaður Hjónin á Kaldbak fengu Bygg- ingastofnun landbúnaðarins til að teikna hús og taka tillit til þess að það ætti að standa á jarðskjálfta- svæði. Viðar sagði lítinn auka- kostnað fylgja því að byggja svona hús. Efniskostnaður væri nánast sá sami og annars en vinnan eitt- hvað aðeins meiri. ..Vitanlega getur maður ekki byggt hús sem þvldi hvers kyns jarðskjálfta. Það er ekki hægt að vita fyrirfram hvernig skjálftinn verður. Engu að siður finnst okkur mikilvægt að búa okkur undir hann eftir bestu getu." sagði Viðar. Forlagatrú Viðar er í minnihluta hrepps- nefndar Rangárvallahrepps og að hans tillögu var samþykkt af hreppsnefndinni að hrinda af stað könnun á burðarþoh húsa í sveit- inni með jarðskjálfta í huga. Enn hefur þessi könnun ekki verið gerð og kvaðst Viðar ekki búast við atf^" af yrði. ..Það er ríkjandi forlagatrú í þessum málum. Viðhorfið. ..það fer sem fer og stendur sem stendur". er algengt. Eftir síðustu skjálfta er þetta aðeins að breytast en það er enn langt í land að fólk sé tilbúið að fara að gera eitthvað í þessurn málum." -pal Jarðskjálftamir 1896: FJórir létust en „sumum lá vid vHfirringu“ I lok ágúst og byrjun september 1896 urðu geysiöflugir jarðskjálftar á Suðurlandi sem lögðu byggð í rúst allt frá Ölfusi að vestan og austur undir Heklu. Sterkustu skjálftamir eru taldir hafa verið á bilinu 7-7,5 á Richterskvarða. Samkvæmt skýrslum, unnum eftir jarðskjálftann, gjöreyðilögðust 1300 bæjarhús af 7700 í Árnes- og Rangár- vallasýslum og tæp 3000 voru mjög skemmd. Þrátt fyrir þessa miklu eyðileggingu létu ekki nema fjórir lífið; hjón á Selfossi, unglingur í Vestamannaeyjum og kona ein í Flóa. Mun fleiri slösuðust meira og minna og sumir lágu lengi á eftir. Það var talið hafa bjargað mörgum mannslífum að fólki tókst skjótt að komast úr íbúðarhúsum og gat það haldið sig úti vegna þess hve veðrið var gott þetta skjálftahaust 1896. Kýrnar öskruðu Lýsingar sjónarvotta á jarðskjálft- unum bera það með sér að fólk átti sér einskis ills von þegar ósköpin dundu yfir. Dómsdagshræðsla greip um sig meðal fólks og er kannski ekki að undra þegar þessi atburða- lýsing er lesin: „Jörðin var sem sollinn sær, menn köstuðust til og slengdust niðiu og urðu að halda sér, að þeir vltu ekki sem kefli, fénaður fældist, féll, eða stóð nötrandi af hræðslu með alla fætur sem mest útundan sér til að detta ekki, og trylltu augnaráði; hestamir frísuðu og fnæstu, kýrnar öskruðu hamslausar, kindurnar stöppuðu í jörðina og blésu og engin skepna þorði undir þak.“ I bók Þorvalds Thoroddsen, Jarð- skjálftar á Suðurlandi, segir að „jarðskjálftarnir höfðu mikil áhrif á taugakerfi manna, bæði karla og kvenna, þó mest á konur, svo sumum lá við vitfirringu, en sumar voru lengi á eftir veikai’ af svefnleysi, hjartslætti og annari taugaveiklun". (91) -pal Arnarbæli i Ölfusi lagðist gjörsamlega i rúst i skjálftunum 1896. Flóðbylgja reis í Ölfusá sem virtist ætla að sópa fólki burt. Þáverandi prestur i Arnarbæli, Ólafur Ólafsson, sagði svo frá: „Fólkið stóð úti um jörðina i hópum, lostið ótta og skelfingu og fól sig guði.“ Ljósm JAK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.