Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1987, Síða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987.
Fréttir
Höfn í Homafirði:
Hart deilt um fullyrðingar í burðarþolsskýrslunni:
Humarver-
tíöin hefur
fariö vel
af stað
Humarvertíðin hefur farið mjög vel
af stað og afli verið öllu meiri en var
ó sama tíma í fyrra, en það þótti góð
vertíð.
Að sögn Sverris Aðalsteinssonar hjá
ffystihúsi kaupfélagsins á Höfh í
Homafirði voru um helgina komnar á
land 88 lestir af humri af 15 bátum.
Aflahæstur var þá Sigurður Ólafsson
með 8.5 tonn f fimm sjóferðum.
Kvóti Hornafjarðarbáta er 240 lestir,
þannig að þriðjungur kvótans er þegar
kominn á land. Eins og áður hefur
komið fram í fréttum er verð á humri
ffjálst á þessari vertfð. Kaupfélagið á
Höfn hefur samið við sína viðskipta-
báta um að greiða 595 krónur fyrir
humar f 1. flokki. sem er 25 grömm
og yfir humarhalinn. Fyrir 2. flokk.
10-25 grömm, eru greiddar 285 krónur
og 120 krónur fyrir 3. flokk, 10 grömm
og minni eða gallaðan humar. Þetta
er um 10% hærra verð en var á vertíð-
inni í fyrra.
Flestir humarkaupendur biðu eftir
verðinu á Homafirði, enda eru Horn-
firðingar langstærstu humarkaup-
endur og verkendur á landinu. Mun
humarverðið vera svipað á öllum stöð-
unum á þessari vertíð.
-S.dór
Peningainarkaöur
INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtryggð (%) hæst
Sparisjóðsbækur óbund. 10 12 Ib.Lb
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn • 11 15 Sb
6 mán uppsogn 12 20 Ib
12 mán. uppsogn 14 25.5 Sp.vél.
18 mán. uppsögn 22 24.5 Bb
Avisanareiknmgar 4 10 Ab
Hlaupareikningar Innlán verðtryggð 4 7 Sp
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1.5 2 Ab.Bb. Lb.Sb. Úb.Vb
6 mán. uppsögn Innlán með sérKjörum 2.5 4 10 22 Ab.Úb
Innlángengistryggð
Bandaríkjadalur 5.5 6.5 Ib
Sterlingspund 7,5 10 Vb
Vestur-þysk mörk 2.5 3.5 Ab.Vb
Danskarkrónur 9-9.5 Ab.Sb, Sp.úb
ÚTLÁNSVEXTIR Útlán óverðtryggð (%) lægst
Almennir vixlar(forv) 21 24 Bb.Úb
Vidskiptavixlar(forv.)(1) 24 26 eða kge
Almenn skuldabréf 21.5 25 Ub
Vidskiptaskuldabréf(1) kge Allir
. Hlaupareiknmgaríyfirdr.) Utlán verötryggo 21.5 25 Ub
Skuldabréf
Að 2 5árum 6.5 7,5 Lb
Til lenari tíma Útlán til framleiðslu 6.75 7.5 Ub
ísl. krónur 18.5 24 Ab
SDR 7.75 8 Bb.Lb. Ub
Bandarikjadalir 8 9 Sb
Sterlingspund 10,25 11.5 Lb
Vestur-þýsk mörk 5.25 5.75 Bb.Lb
Húsnæðislán 3.5
Lifeyrissjóðslán 5 6.75
Dráttarvextir 33.6
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala júni 1687 stig
Byggingavísitala 305 stig
Húsaleiguvisitala Hækkaði 3% 1 april
HLUTABRÉF
Soluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 110kr.
Eimskip 248 kr
Flugleiðir 170 kr
Hampiðjan 114 kr.
Iðnaðarbankinn 134 kr.
Verslunarbankinn 116 kr
Úgerðarf. Akure. hf. 150 kr.
Skagstrendingur hf. 350 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki kaupir viðskiptavixla
gegn 24% ársvöxtum, Samv.banki 25% og
nokkrir sparisj. 26%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank-
inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Versl-
unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn
birtast i DV á fimmtudögum.
Hver ber ábyrgð a
öllu þessu fúski?
Frá því að félagsmálaráðuneytið
birti skýrslu, sem Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins (RB) vann fyrir
ráðuneytið um burðarþol tíu bygg-
inga í Reykjavík, hafa orðið miklar
umræður um þetta mál og ekki að
ástæðulausu.
Hvemig könnunin á burðarþoli
var framkvæmd hefur vakið deilur
meðal manna. Hafsteinn Pálsson hjá
RB stýrði könnuninni. Hafsteinn
hefúr sagt að hann hafi valið öll
húsin sem könnunin náði til. Haf-
steinn fékk til liðs við sig sex
verkffæðinga. Flestir þeirra starfa á
stóru verkffæðistofunum hér í
Reykjavík. Athygli hefur vakið að
Fréttaljós
Sigurjón M. Egilsson
engin þeirra bygginga, sem könnun
var gerð á, er hönnuð af þessum
stóru verkfræðistofum. Þess vegna
em til menn sem draga í efa að þeir
verkffæðingar, sem unnu að gerð
skýrslunnar, hafi ekki verið með í
ráðum um val á byggingum og að
þeir hafi notað þetta tækifæri til að
koma höggi á ákveðna menn en því
hefur Hafsteinn alfarið neitað. Einn-
ig hafa menn dregið í efa að Haf-
steinn Pálsson hafi ekki vitað hverjir
væm hönnuðir þeirra bygginga sem
hann valdi. Menn segja að Hafsteinn
komist ekki hjá því, starfs síns
vegna, að vita hluti sem þessa.
„Reglur þverbrotnar11
Síðastliðinn föstudag gekkst Verk-
ffæðingafélag íslands fyrir fundi um
burðarþolsskýrsluna. A fúndinum,
sem var fjölsóttur, fluttu framsögu
Hafsteinn Pálsson, Þórður Þ. Þor-
bjamarson borgarverkffæðingur,
Gunnar Torfason, formaður Félags
ráðgjafarverkffæðinga, Viðar Ólafs-
son, formaður Verkffæðingafélags
íslands, og Ragnar Sigbjömsson, for-
stöðumaðui' Verkffæðistofnunar
Háskólans.
Ragnar deildi hart á verkffæðing-
ana sem unnu að skýrslunni. Ragnar
sagði meðal annars að í skýrslunni
væm þverbrotnar þær reglur og
hefðir sem almennt em viðurkennd-
ar sem homsteinn vísindalegra
rannsókna. Ragnar sagði einnig að
í skýrslunni hefðu verið bornar fyrir
borð þær siðferðilegu skyldur sem
hvíla á verkfræðingum og vísinda-
mönnum. Ragnar sagði á fundinum
að skýrslan væri móðgun við félags-
mólaráðherra. Ráðherra ætti kröfu
á vandaðri vinnubrögðum.
Hafsteinn Pálsson hjá Rannsókna-
stofnun byggingariðnaðarins vildi
ekki tjá sig um gagnrýni Ragnars
Sigbjömssonar þegar DV hafði tal
af honum í gær. „Ég tel ekki rétt
að svara á þessu augnabliki, ég er
ekkert að flýta mér,“ var svar Haf-
steins. Hann bætti við að svar ffá
nefndarmönnum væri væntanlegt
bráðlega.
Engar teikningar til
Við lestur skýrslunnar vekur furðu
að í flestum tilfellunum tíu vom
ekki til allar teikningar hjá bygging-
arfulltrúanum í Reykjavík. I einu
tilfelli var ekki til ein einasta teikn-
ing að öllu húsinu. Það er húsið að
Eldshöfða 16. Verkfræðingur þess
húss er Björgvin Víglundsson, fyrr-
verandi starfsmaður hjá byggingar-
fulltrúa.
Er nema von að spurt sé hvemig
þetta megi vera? Byggingarfúlltrú-
inn í Reykjavík, Gunnar Sigurðsson,
hefur ítrekað sagt að innan embætt-
isins hafi orðið trúnaðarbrestur milli
sín og starfsmanna. Þegar Gunnar
var spurður um þetta atriði í Kast-
ljósþætti í sjónvarpinu sagði hann:
„Hvemig á einn maður að fylgjast
með öllu sem gerist?“ Ekki er hægt
að lesa annað úr orðum Gunnars en
að hann vilji færa þau mistök, sem
gerð hafa verið hjá embætti bygging-
arfulltrúa, sem mest á starfsmenn
sína. Gunnar sagði í sama sjónvarps-
þætti að hann væri tilbúinn til að
axla ábyrgð og jafnvel láta af störf-
um en hann bætti við að aldurs
vegna hefði hann hvort eð er verið
búinn að hugleiða að hætta.
Eftir að umræðurnar hófust hefur
einum starfsmanni hjá byggingar-
fulltrúa verið vikið frá. Það er
Hallgrímur Sandholt deildarverk-
fræðingur. Hallgrímur var að vísu
ekki rekinn úr starfi hjá borginni,
hann verður fluttur til. Hallgrímur
tekur nú út sitt sumarfri. A meðan
er verið að finna pláss fyrir Hallgrím
Var það tilviljun hvaða hus voru mí
innan borgarkerfisins. Þetta hafa
menn kallað peðsfórn.
Eru forsendur við gerð skýrsl-
unnar rangar?
Menn eru ekki sammála um að
þær forsendur, sem verkfræðingam-
ir sem unnu skýrsluna gáfu sér, séu
réttar.
Landinu er skipt í þrjú jarð-
skjálftasvæði. Svæði 1 er sá hluti
landsins þar sem nónast engin jarð-
skjálftahætta er. Reykjavík hefur
hingað til talist til svæðis 2. A svæði
þrjú, t.d. Suðurlandi og Norðurlandi
eystra, er jarðskjálftahætta hvað
mest. Verkfræðingamir, sem unnu
skýrsluna, settu Reykjavík mitt á
milli svæða 2 og 3.
Um þetta em menn ekki sammála.
1 grein, sem Júlíus Sólnes skrifaði í
DV, segir: „Ef Suðurlandsundirlend-
ið er talið á svæði 3, með 100 % ólag,
er víst að Reykjavík er í versta falli
á svæði 2 með 50 % álag. Þess má
geta að í jarðskjólftasögu landsins,
en Sigurður heitinn Þórarinsson
prófessor hefur rannsakað annála
og sögurit hennar vegna, allt frá ell-
eftu öld, er aldrei minnst á tjón af
völdum jarðskjólfta á bæjum í
Reykjavík.“ Síðar í grein Júlíusar
segir: „... teljast verður ólíklegt, að
húsbyggingum i Reykjavik sé mikil
hætta búin af völdum jarðskjálfta".
Þessar staðreyndir, sem Júlíus
bendir á, em helstu rök þeirra sem
segja að þeir sem unnu skýrsluna
hafi ætlað byggingunum að standast
óþarflega strangar kröfur.
Hönnunarfúsk
Flestir ef ekki allir þeir verkfræð-
ingar, sem haft var samband við,
vom sammála um að í byggingariðn-
aðinum viðgengist fúsk. Það ætti
ekki bara við um hönnunarvinnuna
þótt hún væri umræðuefnið hér.
Gunnar Torfason verkfræðingur,
einn þeirra sem unnu að gerð skýrsl-
unnar, hefúr sagt að hér á landi
„viðgengist drullusokkadýrkun" í
þessum málum.
En af hveiju stafar fúskið? í fyrr-
nefndri grein Júlíusar Sólness segir:
...fólk, sem heldur sig vera að
spara fé með því að kaupa ódýra
hönnun, gerir þar sín stærstu mistök
í húsbyggingunni. Það fær nákvæm-
lega það sem það greiðir fyrir.
Hönnunarfúskið kostar húsbyggj-
andann yfirleitt margfaldan hönn-
unarkostnaðinn."
Júlíus Sólnes segir að burðarþols-
til burðarþolsathugunar?
fúskið fari oft þannig fram „... að
hönnuður reiknar lítið sem ekki
neitt, en mokar jámum í húsið, oft
á vitlausum stöðum, til þess að
tryggja sig.“
Hverjir bera ábyrgðina?
Einn þáttur umræðunnar er hver
ber ábyrgð ó hönnunargöllum. I
byggingalögum nr. 54/1978, í 5. mgr.
12. gr., er tekið fram að þeir sem
heimild hafi til að gera uppdrætti
skuli árita þá með eigin hendi og
bera á þeim ábyrgð. I lögunum er
ábyrgðin ekki skilgreind né gmnd-
völlur hennar.
Stanley Pálsson verkfræðingur
flutti erindi á námstefhu á vegum
endurmenntunamefndar Háskólans.
Erindi Stanleys var um ábyrgð
hönnuða. í erindinu segir Stanley
m.a.: „Þegar leggja skal mat á það
hvort hönnuðir em skaðabótaskyld-
ir vegna starfs síns ber fyrst og
fremst að líta til samnings aðila og
túlka hann. Hönnuður getur aug-
ljóslega orðið bótaskyldur á gmnd-
velli ákvæða í samningi þar sem
hann ábyrgist berum orðum ákveð-
inn árangur eða gæði verksins.
Garantíábyrgð, eða ábyrgð á áskild-
um kostum, er sjaldgæf."
Stanley segir einnig: „Hönnuður
er skaðabótaskyldur vegna þess
tjóns, sem viðsemjandi hans verður
fyrir, sem rekja má til þess að hann
hefur ekki leyst verkefni sitt af hendi
af þeirri faglegu kostgæfni og þekk-
ingu sem ætlast má til af honum,
miðað við menntun hans, reynslu
og þekkingu.“
Einn þáttur í fúskinu er sá að
húsbyggjendur vilja komast af með
sem minnsta greiðslu til hönnuða.
Þetta hefur viðgengist og fyrr í
greininni var vitnað í orð Júlíusar
Sólness um þetta atriði. Stanley
Pálsson segir um þetta: „Telji hönn-
uður eða ráðgjafi að endurgjaldið sé
ekki í samræmi við vinnuframlagið,
eða að hann geti ekki gefið sér nægi-
legan tíma til starfsins, þá leysir það
hann ekki undan ábyrgð. Hann ætti
einfaldlega ekki að taka verkið að
sér.“
Fáirdómartil um
hönnunargalla
Fyrir Hæstarétt hafa fá mál vegna
hönnunargalla farið. Á árinu 1971
var flutt eitt þeirra mála sem flutt
hafa verið í Hæstarétti um hönnun-
argalla. I þeim dómi segir: „B höfðaði
mál til greiðslu skaðabóta gegn
byggingarfulltrúanum á Akureyri
og sýslumanni Eyjafjárðarsýslu, f.h.
sýslunefndar, vegna galla og
skemmda sem komu fram á íbúðar-
húsi B og taldi hann að byggingar-
fulltrúinn bæri ábyrgð á tjóninu á
grundvelli byggingasamþykktar og
1. 108/1945 og að sýslunefnd bæri
jafnframt ábyrgð á störfum hans.
B. hófst handa árið 1966 um bygg-
ingu íbúðarhúss að Dvergasteini í
Eyjafirði. Teikningu fékk hann hjá
Teiknistofu landbúnaðarins í
Reykjavík, að tilvísun byggingar-
fulltrúa sem ákvað einnig staðsetn-
ingu hússins. Hann kannaði jarðveg
á byggingarstæði og ráðlagði bygg-
ingu hússins á „flotgrunni". Bygg-
ingarfúlltrúinn teiknaði undirstöðu
og gólfþlötu gegn gjaldi, kr. 1.000,-.
Hafði frilltrúinn eftirlit með bygg-
ingunni. Eftir að byggingu lauk tók
húsið að síga. Byggingarfulltrúinn
og sýslunefnd voru dæmd ábyrg fyr-
ir tjóni stefnanda vegna þess að
óráðlegt hefði verið að byggja á flot-
grunni eins og á stóð.“
í þessum dómi var byggingarfull-
trúi dæmdur fyrir afglöp í starfi.
Hann ráðlagði byggingarstað, teikn-
aði undirstöðu og gólfplötu og
fylgdist með verkinu (tók það út).
Erfúskið náttúrulögmál?
Svo er ekki. Þetta segir Stanley
Pálsson um leiðir til úrbóta: „Hönn-
uðir verða að eyða tíma í að fylgjast
með á sínu sérsviði. Það er útilokað
að gera kröfu til þess að hönnuður
geti kynnt sér allt sem hefur verið
skrifað um ákveðið tæknivandamál
áður en hann leysir það. Islenskir
hönnuðir mættu gjarnan eyða held-
ur meiri tíma í að fylgjast með
nýjungum á tæknisviðinu.
Það kom fram í könnun, sem gerð
var meðal þýskra ráðgjafa, að þeir
eyddu meira en helmingnum af
vinnutíma sínum í að leita að tækni-
upplýsingum.
Hönnuðir ættu aldrei að afhenda
teikningar nema búið sé að fara yfir
þær af öðrum hönnuði."
I niðurstöðum nefhdarinnar sem
vann burðarþolsskýrsluna, segir:
„Til þess að bæta núverandi ástand
í þessum málum er þörf á að herða
til muna þær reglur sem gilda um
löggildingu hönnuða og auka veru-
lega eftirlit bæði með hönnuðum og
framkvæmdum. Jafhframt er brýnt
að gera verulegt átak í staðalmálum
á sviði þolhönnunar, þ.e. endurskoða
núgildandi staðla og gefa út þol-
hönnunarstaðla sem ekki eru til.“
-sme