Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1987, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1987, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987. Útlönd Barbie settur í sögulegt samhengi Réttarhöldin yfir Klaus Barbie, íyrrum foringja Gestapó í Lyon í Frakklandi, tóku á sig nýja mynd í gær þegar reynt var að setja glæpi hans í sögulegt samhengi með vitnis- burði um hugmyndir þær er nasistar gerðu sér um kynþáttamál, sögu frönsku andspyrnuhreyfingarinnar og lífið í fangabúðum nasista. Geneviéve De Gaulle, frænka Charles De Gaulle, íyrrum forseta Frakklands, var meðal þeirra sagn- fræðinga og annarra sérfræðinga sem gengu í vitnastúku i gær og skýrðu frá þeim atburðum er áttu sér stað íyrir fjórum áratugum. Klaus Barbie, sakbomingurinn sjálfúr, var ekki viðstaddur vitna- leiðslur í gær. Hann neitar að vera viðstaddur réttarhöldin og hefúr tvisvar þurft að draga hann i dómsal með lögregluvaldi þegar nauðsyn- legt hefur verið að láta vitni bera kennsl á hann. Dómarinn i máli Barbies tók það fram í gær að ekki bæri að skoða framburð þeirra vitna sem nú kæmu til réttarins sem tillag í réttarhöldin um glæpi Barbies. Framburður þeirra væri sögulegs eðlis til þess að skýra bakgmnn atburða í Lyon en tengdist ekki beint athæfi Barbies. Jacques Verges, lögfræðingur Barbies, áminnti af þessu tilefni kviðdóm í málinu um að gæta þess að vfirfæra ekki áfellisdóm um hug- myndafræði nasista á Barbie. Bað hann kviðdómendur að minnast þess að þeir væm í réttarsalnum til að fella dóm yfir manni fyrir það sem bái'ii kynni að hafa brotið af sér -jálfur en ekki til þess að kveða upp úrskurð um hugmyndafræði nasista. Geneviéve De Gaulle, frænka Charles De Gaulle, fyrrum Frakklandsfor- seta, bar vitni við réttarhöldin yfir Klaus Barbie I gær. ** Simamynd Reuter Bob Hawke, forsætisráðherra og leiðtogi ástralska verkamannafíokksins, heidur nokkru forskoti á aðra flokka landsins i kosningabaráttunni. Símamynd Reuter Stjórnarflokkur- inn heldur forskoti sínu Skoðanakannanir í Ástralíu sýna að verkamannaflokkur landsins, undir forystu Bob Hawke forsætisráðherra, hefúr um fimm prósentustiga meiri- hluta fylgis í kosningum þeim sem framundan em þann 11. júlí næstkom- andi. Stjómarandstaðan tilkynnti í gær að hún myndi grípa til vemlegra skattalækkana ef hún hlyti meirihluta í kosningunum, þar á meðal lækka tekjuskatt einstaklinga og fyrirtækja úr 55 prósent, sem er hæsta skatt- prósenta, í 38 prósent hátekjuskatt. Myndi það koma öllum fjölskyldum í landinu sem og iðnaði og öðrum fyrir- tækjarekstri til góða, að sögn stjómar- andstöðunnar. Verkamannaflokkurinn segir þessar skattabreytingar myndu verða skref aftur á bak og koma illa við efhahag Ástralíu. Kjósendur í Ástralíu virðast heldur ekki ginnkeyptir fyrir kosningaloforð- um af þessu tagi því fylgi verkamanna- flokksins jókst fremur en minnkaði við þetta áhlaup stjómarandstöðunn- ar. STAÐREYNDIR UM INNIÁNSREIKN FULLIR VEXTIR STRAX FRÁ 0 FULL VERB INNLÁNSDEGI ** 0 VEXTIR EKKIIÆGRI EN Á VERÐTRYGGÐUM^ INNIÁNSREIKNINGUM MEÐ RRIGGJA MÁNAÐA BINDINGU ^ 0ENGINN UTTEKTAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.