Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1987, Side 14
14
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987.
Spumingin
Fylgdistu með fegurð-
arsamkeppninni?
Stefán Þórðarson:
Þetta var of seint hjá þeim hjá sjón-
varpinu því ég er orðinn svo kvöld-
svæfur - annars hef ég oft fylgst með
þessum keppnum. Sama er að segja
um marga aðra góða þætti í dag-
skránni, þeir eru of seint fyrir eldra
fólkið."
Ragnar Friðriksson:
Já... jú... bara... þetta voru ágætis
úrslit. Sú fegursta vann!
Jón Ragnar Gunnarsson:
Mér tjnnst þetta mjög góð keppni
- er sá::ur við þessi úrslit en það var
ég ekki síðast.
Kolbrún Jarlsdóttir:
Þetta er erfítt því ég var að vinna
í þessu fyrir sjónvarpið. En sjálf er
ég á móti fegurðarsamkeppninni -
finnst ekki rétt að ungar stúlkur séu
notaðar sem sýningargripir.
Guðrún Atladóttir - með Hildi Guð-
mundsdóttur:
Jú, eitthvað af henni. Þetta var
ágætt - bara sanngjörn keppni.
Nei. Hafði áhuga á þessum keppn-
um en hef hann ekki lengur. Þetta
er árleg keppni sem ég fylgist ekki
með lengur.
Lesendur________________________dv
Minningar úr Skuggahverfi
frábært útvarpsleikrit og flutningur
2532-2975 skrifar:
Það er svo sem ekkert nýtt að
maður taki sér smáhvíld frá þvi sem
maður er að bauka í það og það
skiptið ef maður hefur opið fyrir
gamla gufuradíóið sem nú er kallað
RÚV, rás 1.
Einfaldlega vegna þess að þar er
oftar en ekki besta útvarpsefhið þeg-
ar allt kemur til alls.
Þannig var það sl. fimmtudags-
kvöld þegar flutt var leikritið
Minningar úr skuggahverfi eftir Er-
lend Jónsson. Hafði lesið í dagskrá
að þetta leikrit yrði flutt en gaf því
ekki nánar gaum fyrr en það byrjaði
bara allt í einu á sínum tíma, kl. 20.
Nú, það er ekki að orðlengja að
strax í upphafi varð ekki hjá því
komist að leggja frá sér „hobbíið"
og hlusta því efnið og flutningur var
með því betra sem gerist.
Erlingur Gíslason og Margrét
Guðmundsdóttir fóru einstaklega
vel með hugljúft og persónulegt sam-
tal tveggja einstaklinga sem hittast
eftir fjörutíu ára aðskilnað, ef svo
má segja. Meira að segja „karlálft-
in“, sem Karl Guðmundsson túlkaði
í stuttu innskoti, var eins og nauð-
synlegur hlekkur til að fúllkomna
lungjörðina.
En eftir á að hyggja. Það eru leik-
rit af þessari gerð og stærðargráðu
sem eru einkar vel fallin til útvarps-
hlustunar.
Auðvitað hefði þetta leikrit fullt
eins vel getað verið sjónvarpsleikrit,.
Þau eru einmitt svona, mörg sem
boðið er upp á, t.d. í Bretlandi. Það
þarf ekki endilega miklar og íburð-
arfullar senur eða klettabjörg sem
einhver guðs volaður hendir sér fram
af til að losna við vandamálin. Bara
samtal milli fólks. En það þarf að
vera gert af viti og hafa vissan næm-
leika til að hlustendur eða áhorfend-
ur njóti þess.
Og eftir á að hyggja, öðru sinni.
Svona leikrit hefði sem best einnig
sómt sér á sviði hvaða leikhúss sem
er, þó með einhverri viðbót. Af
mörgu hefði verið að taka sem fram-
haldi.
Þau hafa ekki öll verið margmenn
leikritin, t.d. í Þjóðleikhúsinu, en
gengið samt. Húsvörðurinn, sællar
minningar, svo dæmi sé tekið. En
þar fóru á kostum þeir Valur Gísla-
son og Bessi Bjamason.
Minningar úr Skuggahverfi er sagt
hafa fengið 4. verðlaun í leikritasam-
keppni Ríkisútvarpsins á sl. ári. -
Hvað um hin þrjú, hafa þau verið
flutt og þá hvenær - eða koma þau
síðar?
Já, það virðist vera nóg af efniviði
í þessum dúr. En það fer lítið fyrir
honimi í sjónvarpinu. En það er
kannske vegna þess að það er eins
og þar verði allt að byggjast á mann-
mergð, flóknum tækjabúnaði og
„tilstandi".
„Tónlist lykill að hamingjunni“
Gunnar Sverrisson skrifar:
Ég tel að framlag Tónlistarskól-
ans til tónlistarmála hverju sinni í
menningarlífi borgarinnar sé yfir-
leitt lofsvert og mikill fengm' f>TÍr
unnendur fi'ambærilegra verka
gömlu meistarana ekki síður en
framlag margra þeirra yngri.
Ég átti því láni að fagna að vera
einn af mörgum áheyrendum á tón-
leikum Tónlistarskólans í Há-
skólabíói. Vel þjálfuð hljómsveit
skólans flutti þar mörg hugþekk
verk undir stjóm Mark Reedman
ásamt tveimur aðilum til einsöngv-
araprófs og tveim til einleikaraprófs.
Ég ætla mér aðeins að stikla á því
stóra, mér finnst þessi tveir ein-
söngvarar sem fi-am komu eiga mikla
framtíð fyrir sér svo fremi þeim end-
ist líf og heilsa.
F>Tsta verk tónleikanna var
píanókonsert í A-dúr kv. 488 eftir
Mozart, falleg tónsmíð auðheyrilega
spiluð af þjálfaðri kunnáttu sem
gerði þessa tónffemd hugþekka í
minningunni.
Síðasta verkið, nokkru eftir hlé,
hinn rismikli og fjölmagnaði píanó-
konsert í des dúr eftir hljómsveitar-
stjórann og lagasmiði Katsjatúbian
en hann er löngu horfinn feðra sinna
til. Fannst mér þessi smíð vera há-
mark þessara tónleika svona rétt í
lokin, en mér finnst alveg eins og
þeir hafi getað vakið þá lífsfyllingu
meðal áhorfenda - það jákvæða gild-
ismat að vera lykill að hamingjunni.
í lokin vil ég þakka þeim aðilum
Tónlistarskólans sem áttu sinn þátt
í því að ég fékk setið þessa góðu
tónleika er vel þjálfaðir meistarar,
hver á sinn hátt, stóðu að og sem
gerðu mér þennan dagamun fram-
kvæmanlegan.
Því má þó einnig bæta við að
hæfni þeirra mörgu er fram komu í
þessari hljómsveit er meðal annars
árangur af áralöngu starfi svo-
nefndra Sukorvski námskeiða á
vegum Sinfóníuhljómsveitar æsk-
unnar.
Truflanir í simtækjum á Grandavegi eru svo miklar að ekki heyrist orðaskii.
Póstur og sími:
Nákvæmnin ekki
bara hjá greiðendum
Friðbjörn Guðmundsson:
„Síminn hjá mér bilaði seinnipart-
inn á laugardag. Ég bý við Granda-
veg og varð var við að sama ástand
var hjá öðrum í nágrenninu. A
sunnudag hringdi ég í Póst og síma
og þá var mér tjáð að það væri bilað-
ur jarðstrengur. Það sama kvöld var
sama ástand - truflanir svo miklar
að varla heyrðist eitt orð. Svo
hringdi ég aftur daginn eftir og þá
var ekki farið að athuga þetta. Þeir
hjá símanum vissu ekki einu sinni
hvort yrði farið í að athuga þetta í
dag eða á morgun.
Það er lokað á mann fyrir minnstu
skuld hjá Pósti og síma - jafnvel
nokkrar krónur - og svo er afgreiðsl-
an ekki betri en þetta. Þar sem þeir
vilja nákvæmni hjá viðskiptavinum
sínum er lágmarkskrafa að fyrirtæk-
ið sýni sömu reglur í þjónustunni
við símnotendur. Og reyndar éru litl-
ar líkur til þess að símreikningurinn,
sem íbúum við Grandann berst fyrir
þetta tímabil, verði nokkuð lægri í
krónum talið þótt síminn sjálfur
hafi ekki verið nothæfur vegna bil-
ana. Það er slæmt að þurfa að þola
þetta af hálfu þessa einokunarfyrir-
tækis.“
Skrítin
toll-
afgreiðsla
Gamall viðskiptavinur tollpóststof-
unnar hringdi:
Mér finnst svolítið einkennilegur
afgreiðslumáti hjá Tollpóststofunni
núna. Utan á húsinu og inni segir að
breyttur afgreiðslutími sé til 16.30. í
fyrradag var mér vísað frá eftir hálf-
tíma bið á þeirri forsendu að tollararn-
ir hættu störfum klukkan fjögur.
Síðan fer ég í gær aftur og fæ þá
afgreiðslu - eftir hálftíma bið - og á
meðan ég beið var tveimur vísað frá
um rétt eftir fjögur á þeirri forsendu
að nú væru tollaramir farnir. Sem
sagt, það þýðir í raun að tollafgreiðsl-
an sé lokuð klukkan íjpgm'-
Þessir menn, sem ég sá vísað frá,
vissu greinilega varla hvaðan á þá
stóð veðrið og gengu furðu Iostnir út.
Þama er varan ekkert skoðuð fyrr en
þú kemur þannig að í sumum tilvikum
em þetta hlutir sem ekki þarf að tolla
og þá er raunverulega nóg að kvitta
bara fyrir og labba út. Með þessu
móti er alls ekki opið til hálflímm
þótt einhverjir starfsmenn séu eftir á
staðnum.
Fegurðar
vitleysan
endalausa
Lesandi skrifar:
Fegurðarsamkeppnimar em komn-
ar út í öfgar og ég er orðinn dauð-
þreyttur á öllu þessu mgli um þær í
fjölmiðlunum. Hégómadýrkunin geng-
ur úr hófi þegar ekki er um annað
hugsað heilu vikurnar og mánuðina
og ýtt er undir fáránleg viðhorf hjá
ómótuðum stelpukrökkum. Það segir
talsvert um eðli þessa alls að keppni
milli karlmanna á þessu sviði er varla
til í dæminu.
Næstum því hvert einasta smáblað
og tímarit er með sína keppni - og það
jafnvel fleiri en eina ár hvert. Svo
koma undankeppnir og aðalkeppnir í
óendanlegri endaleysu svo venjulegt
fólk ætlar vitlaust að verða af leiðind-
um þegar þessu er steypt yfir það úr
hljóðvarpi og sjónvarpi - að ekki sé
talað um heilu síðumar í blöðunum.
Væri ekki ráð fyrir konur að snúa
sér að einhverju uppbyggilegra? Það
er kannski allt í lagi að hafa eina og
eina slíka keppni en fyrr má nú vera.
Og eitthvað hlýtur það að segja mönn-
um að karlmenn hafa aldrei látið
draga sig út í svona vafstur - eða
hvað?