Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1987, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1987, Page 29
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987 29 DV __________Sviðsljós Rekinn á hol af bola Frægustu nautabönum getur líka förlast. Þannig (ór fyrir spænska nautabananum Carlos Aragon Cancela á tuttugasta nautaati San Isidro-hátíöar- innar sem haldin er árlega á Spáni. Sært og tryllt nautið fann veikan punkt i vörninni hjá Aragon og var ekki seint á sér að reka hornin í kvalara sinn og hefja hann á loft. Aragon er alvarlega slasaður á síöunni eftir aðför bola og bíður þess nú að sárin grói svo hann megi hefna harma sinna. Rob Lowe Ólyginn sagði... Madonna gerir það gott báðum megin við Atlantshafið og hefur nú unnið hug og hjörtu Sovét- manna. Þó ekki opinberlega, því plötur hennar sjást hvergi í sovéskum plötubúðum. Hins vegar rennur síðasta breið- skífa hennar út á svarta markaðnum í Sovét og kostar eintakið einungis því sem nemur tæpum 3000 íslenskra króna. Stórstjörnur r 1 Jerúsalem Heimurinn er lítill, a.m.k heimur fræga fólksins. Á dögunum átti poppstirnið Anne Lennox leið um ísrael í tónleikaferð og í þjóðminjasafni ísraels í Jerúsalem rakst hún á annan góð- kunningja okkar íslendinga, Nigel Hawthorne, betur þekktan í hlutverki hins óborganlega aðstoðarmanns í þáttunum „Já, forsætisráðherra”. Ljósmyndari, sem átti leið hjá, sló tvær flug- ur í einu höggi og smellti þeim saman á filmu. Vökvadrifið úr fundið upp Góðar fréttir fvrir svamlara. Nú er ekki einungis óhætt að dýfa úrinu í vatn heldur er búið að finna upp úr sem beinlínis gengur fyrir vatni. og ef menn stunda alls ekki sund þarf einungis að láta úrið liggja í vatns- glasi á náttborðinu vfir nótt. rétt eins og fölsku tennurnar. Gabi Vollbrecht heitir sá sem á heiðurinn af uppátækinu og er hann V-Þjóð- verji búsettur í Berlin. Það er ekki nóg með að úrið gangi fyrir vatni. heldur nægir hvaða vökvi sem er. bjór eða mjólk. það má jafnvel liggja í koppnum vfir nóttina. Undraúrið. sem sést á meðfylgjandi mynd. ku vera hið eina sinnar tegundar í heiminum. veldur fjölskyldunni ómæld- um áhyggjum um þessar mundir vegna ástarsena sem hann kemur fram í í nýjustu kvikmynd sinni. Þykja sumar þeirra nefnilega heldur i svæsnara lagi. Unnustan, Melissa Gilbert sem flestir kannast við úr hinum hugljúfu framhaldsþáttum, Húsinu á sléttunni, er ævareið yfir því að hún þurfi að deila Robba með þúsundum aðdáenda hans um allan heim og hefur hún grátbeðið hann um að láta klippa þær allra verstu út. Rob verður þó ekki haggað og geta aðdáendur hans því beðið spenntir eftir næstu mynd. Charlene Tilton eða blondínan Lucy í Dallas helgar nú dóttur sinni, Cher- ish, allan sinn tíma. Hún hafði nefnilega nauman tíma til að sinna dótturinni þegar hún fæddist, enda á kafi í að leika í Dallas. Nú er Charlene hins vegar hætt í Dallas þar sem henni þóttu þættirnir vera farnir að gerast fullgrófir og hefur hún sinnt fjölskyldunni meira eftir það. Þær eiga líka mörg sameiginleg áhugamál, mæðgurnar, Cherish þykir vera reglulega sæt, lítil dama, með sérstakan áhuga á að kaupa sér fín föt og klæða sig upp og snyrta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.