Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1987, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 1987. Frjálst, óháð dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr. Verð I lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Elliheimilið var hér Einn gesta á fundi Atlantshafsbandalagsins í Reykja- vík dáðist að eskimóunum, sem hann taldi nýstigna úr kajökum sínum. „Þeir eru í sjálflýsandi veiðigöllum,“ sagði hann. Hann átti við björgunarsveitarmenn, er stóðu umhverfis Hótel Sögu og nöguðu prinspóló. Hinir skrautbúnu varðmenn íslands þóttu- nokkuð fyndnir, því að sjaldgæft er, að varðsveitamenn séu í sjálflýsandi fötum. Annars staðar í heiminum er lögð áherzla á, að þeir stingi ekki mjög í stúf við umhverfið. Þeir séu á staðnum, en sjáist helzt ekki. Sumir útlendinganna töldu öryggisgæzlu umfangs- meiri hér en verið hefur á hliðstæðum ráðherrafundum bandalagsins. Lögreglumenn léku hlutverk blindra bók- stafstrúarmanna af stakri prýði, eins og heimsstyrjöld væri vís, ef vikið yrði millímetra frá settum reglum. Samt var erlend fréttastofa að grínast með, að íslend- ingar ættu í mesta basli við skipulag fundarins. í frétt hennar var fjallað um, hversu lítil Reykjavík væri fyrir svona stóran fund. Er þó mannfærra umhverfis Nató- fundinn en var, þegar leiðtogar heimsveldanna hittust. Ekki er laust við, að einnig sumum heimamönnum finnist fundur vera of umfangsmikill, ef hann raskar háttum manna, sem eru alsaklausir af þátttöku í til- standinu. Unnt er að efast um, að skynsamlegt sé að sækjast eftir komu margra slíkra, marklítilla stórfunda. Hin tímabundna nálægð við Nató er þó fróðleg þeim, sem vilja fylgjast með alþjóðamálum og ófriðarhættu. Ráðherrafundurinn í Reykjavík í síðustu viku auglýsti fyrir íslendingum, hversu fótafúin eru orðin þessi sam- tök, sem lengi hafa þakkað sér Evrópufriðinn. Á einu ári hefur allt frumkvæði í samskiptum aust- urs og vesturs færst í hendur Gorbatsjovs, flokksleið- toga í Sovétríkjunum. Hann hefur spilað út hverju sáttaspilinu á fætur öðru - við síðbúnar eða alls engar undirtektir viðsemjendanna í Atlantshafsbandalaginu. Georgi Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varð orðvant í Moskvu fyrir nokkrum vikum, þegar Gorbatsjov bauðst til að gefa einhliða eftir skammdræg- ar eldflaugar sínar í Evrópu sem kaupbæti upp á samkomulag um afnám meðaldrægra eldflauga í álfunni. Af sanngirnisástæðum verður þó að taka fram, að nýjasta tilboð Sovétleiðtogans fjallar í raun um að færa kjarnorkuviðbúnaðinn aftur á stigið, sem hann var á fyrir ellefu árum, þegar Sovétmenn hófu einhliða víg- búnaðarkapphlaup, sem hefur raskað öryggi í Evrópu. En óneitanlega hafa síðustu' útspil Gorbatsjovs sett Nató út í horn. Þar á bæ virðist skorta getu til að mæta frumkvæðinu að austan með viðbrögðum og gagn- frumkvæði, sem endurheimti traust Vesturlandabúa á gagnsemi hins aldraða og þreytta bandalags. Fleiri eru nefnilega skondnir en sjálflýsandi varð- menn við Sögu. Ráðamenn Atlantshafsbandalagsins eru sjálfir dálítið broslegir, þegar þeir taka fullir tortryggni og efasemda við austrænum tilboðum, sem eru orðréttar þýðingar á nokkurra ára gömlum Nató-tilboðum. Reykjavíkurfundur bandalagsins staðfesti enn einu sinni, að kominn er tími til að hrista upp í elliheimili Nató. í áróðurskapphlaupi austurs og vesturs er nauð- synlegt, að Vesturlönd nái á ný frumkvæði í viðræðum um gagnkvæma minnkun vígbúnaðar í austri og vestri. Fyrst og fremst er Atlantshafsbandalaginu brýnt að endurheimta traust Vústurlandabúa sem lifandi stofn- un, er sé í samræmi við öryggisþarfir nútímafólks. Jónas Kristjánsson Astandið í Sjálfstæðisflokknum nú ber þess ekki vitni að i formannsstóli þar sitji maður sem sé sá manna- sættir og málamiðlari sem nauðsynlegt er að hafa í forsæti samsteypustjorna." Að vinna með krötum Eftir ummæli formanns Alþýðu- flokksins undanfarin ár um Fram- sóknarflokkinn, framsóknarmenn og framsóknarstefnuna þá getur það ekki talist annað en eðlilegt að mjög margir af hörðum flokksmönnum Framsóknarflokksins telji það líkt og að kyssa á vöndinn að fara í stjórnarsamstarf með Alþýðuflokkn- um. Ummæli Jóns Baldvins Hannib- alssonar á tvisvar sinnum eitt hundrað fundum um landið hafa yfirleitt verið langt fyrir utan alla málefiialega dómgreind á stjóm- málum, þau hafa borið vitni um hundavaðshátt en það sem skiptir öllu máli, þau hafa ekki náð eyrum fólksins. Á þessum fundaferðum sínum hef- ur gollið úr barka formannsins seint og snemma: Framsókn er dauð, hún er tímaskekkja, það er tímasóun að ræða við Framsókn sem afl í íslensk- um stjómmálum. Það er vert að varpa fram'þeirri spumingu hvort úrslit kosninganna og atburðir síðustu daga hafi rennt stoðum undir þennan málflutning formanns Alþýðuflokksins. Ég hef áður vakið athygli á að verklag og starfsaðferðir formanns Alþýðuflokksins í stjómmálum eru mér lítt að skapi. Úrslit kosninganna og útkoma Alþýðuflokksins í þeim bera þess vitni að ég sé ekki einn um þessa skoðun. Þetta er vandamál Alþýðuflokks- ins. Að velja sér formann sem veður um sveitir hundlaus og illa ríðandi með stórbokkaskap er augljóslega ekki árangursrík baráttuaðferð í stjómmálum. Og það em margir al- þýðuflokksmenn sem hafa gert sér grein fyrir þessu. En þrátt fyrir allt Sögulega séð eiga Framsóknar- flokkur og Alþýðuflokkur margt sameiginlegt. Flokkarnir em í mörgu sprottnir af sömu rótum, þeir hafa átt stærstan þátt í að byggja hér upp mannbætandi velferðarkerfi og vilja standa vörð um það. Líklega hefur engin ríkisstjóm á Islandi átt jafnmiklu fylgi að fagna og stjórn hinna vinnandi stétta sem flokkamir mynduðu 1934. Það er að mínu mati flokkunum nauðsynlegt að fjarlægj- ast ekki um of til að þeir geti haldið sterkri stöðu á miðbiki stjórnmál- anna. Sjónarmið flokkanna fara að mörgu leyti saman í aðgerðum í efnahagsmálum við að draga úr þenslu og halda verðbólgunni niðri. Það er helst í atvinnumálum sem ágreiningur er milli flokkanna og þá einkum í tökum á ofíramleiðslu- vandanum í landbúnaði. Þá greinir flokkana nokkuð á um leiðir að sama markmiðinu í húsnæðismálum. Þetta gera framsóknarmenn sér ljóst og hafa því látið skynsemina ráða þegar til stjómarmyndunarvið- ræðna kom nú eftir kosningar. Og þeir hafa ígmndað gaumgæfilega ummæli formanns Alþýðuflokksins um Framsóknarflokkinn og gert svo eins og svo margir aðrir - látið þau eins og vind um eym þjóta. Reynsla af setu utan stjórnar I þeim stjómarmyndunarviðræð- um, sem staðið hafa yfir að undan- fómu milli Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, virðist manni sem Alþýðuflokkurinn hafi þroskast af langri vem sinni KjaUaiiim Gissur Pétursson fomaður Sambands ungra framsóknarmanna utan stjómar og sjái að til að ná saman um baráttuaðferðir við lands- stjómina þarf málamiðlun. Oddviti Alþýðuflokksins í Reykjavík, Jón Sigurðsson, ræður þar vafalaust miklu. Jón hefur víðtæka reynslu sem embættismaður og mikla þekk- ingu á stjómkerfinu og stjómmál- um. Hann hefur tekið formann sinn á beinið og sýnt honum fram á að leiðin til valda og áhrifa í stjóm- málum liggur ekki í málflutningi af því tagi sem viðhafður var á funda- ferðum í fyrra og hittifyrra. Al- þýðuflokkurinn sýnist nú ganga til stjómarviðræðna fullur samstarfs- vilja og með ríka ábyrgðartilfinn- ingu og það er vel. Á þeim nótum vilja framsóknarmenn að við þá sé talað. Nýjar kosningar? Gangi þessar viðræður ekki upp vegna ágreinings um fyrstu aðgerðir í efnahagsmálum milli Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokksins annars vegar og Sjálfstæðisflokksins hins vegar er fyrir Framsóknarflokkinn einungis eitt að gera. Krefjast nýrra kosninga. Það er margyfirlýst skoð- un meirihluta landsmanna að formaður Framsóknarflokksins, Steingrímur Hermannsson, sé sá sem helst eigi að sitja í forsætisráðherra- stóli. Það er sömuleiðis mikill misskilningur sjálfstæðismanna að með því að gera Þorstein Pálsson að forsætisráðherra þá geti hann skapað sér og flokki sínum jafn- mikið traust og vinsældir og Stein- grímur hefur skapað flokki sínum. Ástandið í Sjálfstæðisflokknum nú ber þess ekki vitni að í formanns- stóli þar sitji maður sem sé sá mannasættir og málamiðlari sem nauðsynlegt er að hafa í forsæti sam- steypustjórna. Það er ekki sýnilegt að ef þessar viðræður springa á áðumefndum ágreiningi sé gerlegt að mynda minnihlutastjórn núverandi stjóm- arflokka með stuðningi einstakra þingmanna annarra flokka eða flokksbrota. Og víst er að ungir framsóknarmenn em ekki tilbúnir að styðja aðild Framsóknarflokksins að stjóm sem ekki tekur þegar af öllu afli og með öllum hagstjómar- tækjum, sem tiltæk em, á þenslunni sem hér ríkir og síhækkandi verð- bólgu. Stjómarmyndunarviðræðumar undanfamar vikur hafa leitt það í ljós að takist ekki þetta mynstur verður að leggja spilin á ný fyrir þjóðina. Kjósendum kann að þykja það uppgjöf í stöðunni og ekki í anda framsóknarseiglunnar en stað- reyndin er sú að það er engum til góðs að mynda stjóm sem eyðir mestum tíma sínum í að þrátta um smáatriði og sparðatíning. Það væri líkt og að spara aurinn og henda krónunni sem er gamla viðreisnar- hagstjómaraðferðin. Framsóknarflokkurinn gengur í hugum manna nú undir nafninu Kletturinn og það á við. Þetta nafn hæfir flokknum og nýjar kosningar myndu renna enn styrkari stoðum undir það. Ungir framsóknarmenn væm til- búnir með klukkustundar fyrirvara í nýjar kosningar ef því væri að skipta. Við skulum bíða og sjá. Gissur Pétursson. „Sögulega séð eiga Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur margt sameiginlegt. Flokkarnir eru í mörgu sprottnir af sömu rótum, þeir hafa átt stærstan þátt í að byggja hér upp mannbætandi velferðar- kerfi. . .“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.