Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1987, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 1987.
39
DV
Fréttir
BCYKMVÍK
5ÆRKIST K
Á ÍSLANDI í 20 ÁR
Borgartúni 20
Sími 2-67-88
Útivist
Gunnar Bender
Við lofum því
sem skiptir mestu
máli:
GÓÐRI
ÞJÓNUSTU
Ý msir smádalir ganga vestur í fjöll-
in í Norðurárdalnum og eru helstir
þeirra Sanddalur, neðan við Sveina-
tungu, og Bjarnadalur hjá Dals-
mynni. Efri hluti Norðurárdals er
fremur þöngur og hrjóstrugur en nið-
urdalurinn er með fegurstu sveitum,
frjósamur og mjög fjölbreyttur að
náttúru. Skóglendi er alimikið í
Norðurárdal að neðanverðu, kring-
um Bifröst, í hraunflæmi því sem
runnið hefur úr gígnurn Grábrók og
stíflaði Norðurárdalinn á sínum
tíma.
Eftir Norðurárdalnum rennur
Norðurá, mikil veiðiá og stórbrotin.
í henni eru tveir kunnir fossar, Lax-
foss og Glanni. Margir ferðamenn
leggja lykkju á leið sína og skoða
þessa fossa þar sem sjá má marga og
Og svo gerast
þeir vart fallegri
og vandaðri
Norðurárdalurinn
Veiðimenn eru farnir að renna í Norðurá í Borgarfirói og þessi mynd er
tekin við opnunina, l.júní. Friðrik Þ. Stefánsson rennir fyrir fisk fyrir neðan
Laxfoss og þurfti hann ekki að biða lengi. DV-mynd ÞE.
Norðurárdalur er lengsti dalur
Mýrasýslu og er allbreiður að neðan-
verðu. Margir landsmenn hafa keyrt
um dalinn, dvalið í honum eða skoðað
sig um þar því i Norðurárdal er ýmis-
legt hægt að sjá. Suðaustan við dalinn
er Gijótháls, samfelldur fjallsrani, en
að norðvestan sundurleit fjöll, fjöl-
breytileg að formi og svip, svo sem
Baula og Hraunsnefsöxl. Baula er
keilumyndað líparítfjall og 934 metra
hátt. Baula er bratt fjall, gróðurlaust
og skriðurunnið og er því seinfarið
uppgöngu en torfærulaust. Margir
labba á fjallið því útsýnið þykir stór-
kostlegt og sést víða. Þjóðsagan segir
að uppi á Baulutindi sé tjörn og í henni
óskasteinn. Sá sem næði steininum í
henni fengi óskir sínar .uppfylltar en
steinninn flýtur ekki upp nema eina
nótt á ári.
væna laxa stökkva þá á sumri hverju.
Veiðisvæðið á milli fossa þykir
hrikalega fallegt og stórbrotið. Orð
Björns J. Blöndal um Laxfoss lýsa
honum best og þarf ekki fleiri orð:
„Við Laxfoss er yndislega fagurt.
Þegar niður hans blandast hinu blæ-
vakta hvísli birkiskógarins með söng
þrasta og annarra fugla, þá hverfur
hugurinn að óskalöndum, sem allir
eiga og þrá innst í hjartarótum. Og
þar ríkir fegurð og friður."
Það er ýmislegt hægt að sjá í Norð-
urárdalnum, hvort sem menn skoða
eða veiða, athuga eða íhuga hina
mörgu leyndardóma dalsins, sem svo
margir hafa kannski bara rennt í
gegnum en ekki gefið sér tíma til að
athuga með eigin augum. Er ekki
kominn tími til? Norðurárdalurinn
stendur öllum opinn sem vilja skoða
sig um. Leyndardómar hans eru fjöl-
breytilegir.
G. Bender.
||
: ; -
DREKKISTKALT
MíiNIHALD 2.25% BU
itKOHÖLINNIHALD 2,25% HUMM
.
: