Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1987, Blaðsíða 28
40
MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 1987.
Dægradvöl
Svífðu
seglum
þöndum
- seglbrettasiglarar heimsóttir
Svífðu seglum þöndum, svífðu burt
frá ströndum, segir í þekktu kvæði
eftir Örn Arnarson. Höfundur hafði
að vísu ekki seglbrettakappa í huga
þegar hann orti kvæðið, en ljóðlín-
urnar eiga engu að síður vel við
um þá sem svífa um víkur og vötn
á litlum brettum með þanin segl.
Seglbrettasiglingar njóta vaxandi
vinsælda og þeim fer ört fjölgandi
sem stunda þetta skemmtilega
sport. Við fórum í Nauthólsvíkina
einn sólskinsdaginn, en þar er allt-
af þó nokkuð um seglbrettasiglara
og meðal annars rekinn þar segl-
brettaskóli og leiga.
„Það er fólk á öllum aldri sem
sækir þessi námskeið, það hefur
verið hér hjá mér fólk á sextugs-
aldri,“ sagði Árni B. Erlingsson í
samtali við DV, en hann rekur
Seglbrettaskólann ng_ hsfttf—gertr
undanfarin fjögur sumur. Við kom-
um þar við þegar fyrsta námskeiðið
var að hefjast til að fræðast nánar
um seglbrettasiglingar.
Siglingar á seglbrettum eru til-
tölulega ný íþrótt, ekki bara hér á
landi heldur í heiminum. „Segl-
brettið var fundið upp 1967, að mig
minnir,“ sagði Árni. „Síðan tók
nokkur ár að koma í gang ein-
hverri framleiðslu og það var ekki
fyrr en eftir 1970 sem þessi íþrótt
fór að breiðast út. Það var keppt á
seglbrettum á síðustu ólympíuleik-
um í fyrsta sinn. Hér fóru menn
ekki að stunda seglbrettasiglingar
svo neinu nemur fyrr en upp úr
1980. Það er höfuðatriði að vera í
almennilegum galla, svokölluðum
þurrbúningum, og þeir fengust
ekki hér á viðráðanlegu verði fyrr
en þá. Það er ónotalegt að vera í
blautbúningum því þó maður sé
kannski ekki að drepast úr kulda
þá er engu að síður kalt og fólk
nennir ekki að stunda þetta ef því
líður hálfilla á meðan.“
- Hverjir eru það einkum sem
stunda seglbrettasiglingar?
„Flestir eru á aldrinum sextán til
þrjátíu ára en það er ekki þar með
sagt að fólk verði að vera á þeim
aldri. Eins og ég sagði áðan þá hef
ég verið með fólk á sextugsaldri á
námskeiðum hjá mér og allt niður
í unglinga. Við tökum hins vegar
ekki yngri en tólf ára. Og þetta eru
nær eingöngu strákar. Þær eru
teljandi á fíngrum annarrar handar
þær stelpur sem stunda þetta eitt-
hvað. Þær hafa margar prófað en
standa stutt við. Ég veit ekki af
hverju þetta er. Stelpur geta þetta
ekkert síður en strákar. Það þarf
enga krafta í þetta. Stelpum er
kannski verr við að fara ofan í
vatnið, hræddar við kuldann eða
að bleyta á sér hárið eða eitthvað."
Þarf engan Jón Pál til
„Seglbrettasiglingar eru ekki erf-
ið íþrótt. Að mörgu leyti er það
svipað með seglbrettin og skíði.
Maður getur nokkuð ráðið þyí
hváð maour leggur á sig. Maður
þarf ekki að fara í bröttustu brekk-
una eða mesta rokið. Ég myndi
telja þetta frekar áreynslulítið
sport, það þarf engan Jón Pál til
að geta siglt bretti."
- En er erfitt að læra á seglbretti?
„Nei, það hlýtur að vera auðvelt
að læra þetta úr þvi mér tekst að
kenna fólki þetta á fjórum kvöld-
um. Að þeim tíma liðnum er fólk
venjulega farið að geta siglt í þá
átt sem það vill án þess að detta, á
meðan veðrið er viðráðanlegt. Síð-
an kemur þetta bara með æfing-
unni.“
- Er þetta hættulegt sport?
„Það ábyggilega hægt að fara sér
að voða á þessu einhvern veginn,
en mér fmnst þetta ósköp áhættu-
lítið. Ég man ekki eftir neinum sem
hefur meiðst í þessu hér. I Ástralíu
eru nokkrir seglbrettasiglarar étn-
ir af hákörlum á hverju ári, en þú
mátt ekki segja frá því, þá verður
fólk hrætt við þetta,“ sagði Árni
og brosti. Blaðamaður hélt að það
væri lítil hætta á því, Ástralía og
hákarlar væru okkur Islendingum
það framandi. „Það spyrja nú sum-
ir að því hvort það sé ekki eitthvað
að varast hér í Nauthólsvíkinni,"
svaraði Árni. „Einstaka eru líka
ægilega hræddir við selina. Þeir
eru svo forvitnir að þeir koma
Árni, kennari í Seglbrettaskóianum, segir nemanda sinum, Guðna Markússyni, allt um hvernig meðhöndla
á segl.
stundum hingað inn í víkina til að
glápa á okkur.“
Mikil gróska
— Fynr Titan Ség 1 bietiaskólann og
leigu á brettum og búningum, er
Árni nýbúinn að opna verslunina
Sæljónið, sem sérhæfir sig í út-
búnaði fyrir seglbrettasiglingar.
Hann sagði að það væri mikil
gróska í þessari íþrótt og þeim færi
sífellt fjölgandi sem stunduðu segl-
brettasiglingar.
Aðspurður sagðist hann ekki vita
hversu margir stunduðu þetta en
þeir skiptu áreiðanlega hundruð-
um. „Ég er búinn að selja tvö
hundruð bretti og held að það sé
ekki íjarri lagi að áætla að til séu
á fimmta hundrað bretti hér á
landi."
- Er þetta dýrt sport?
„Það fer sjálfsagt eftir því hvern-
ig á það er litið. Brettin kosta þetta
fjörutíu til fimmtíu þúsund, ódýr-
ustu búningamir sex þúsund og
þeir dýrust sextán þúsund. En þá
er líka allt komið sem þarf. Vanir
siglarar kaupa sér stundum sérstök
vesti með krók sem þeir krækja í
seglið. Með því móti eru hendurnar
lausar og menn geta siglt lengur
án þess að þreytast. En fyrst og
fremst er ég að selja hér bretti, hitt
er aukaatriði."
Ég tók eftir því að brettin eru mis-
stór og spurði Árna hvers vegna
það væri?
„Stærstu brettin eru fyrir byrj-
endur því þau eru öruggust. Strax
og brettin eru orðin fetinu minni
eru þau orðin of völt til að byrj-
andi ráði við þau. Minnsta brettið
steinsekkur efjnaður stenduF á
þvi. Það flýtur aðeins á ferðinni
eins og sjóskíði. Því sigldari sem
menn eru því minni bretti vilja
þeir. Þau eru léttari og skoppa
meira og fara hraðar i mikluroki."
Ámi sagði einnig að yfirgnæfandi
meirihluti þeirra sem stunda segl-
brettasiglingar að einhverju ráði
ættu bretti sjálfir. „Þegar fólk er
komið upp á lagið með að sigla
kaupir það sér bretti, eða hættir.
Maður fær ekki bakteríuna fyrr en
maður kemst á fyrsta skriðinn. Og
mín reynsla er að annaðhvort fer
fólk í þetta á fullu eða alls ekki.
Og fólk vill geta farið með brettin
með sér í friið eða ferðalagið."
Kynntist seglbrettinu á
Spáni
Seglbrettasiglarar hafa ekki enn
þá myndað með sér samband heldur
eru þeir félagar í siglingaklúbbum
og aðilar að fþróttasambandi ís-
lands í gegnum þá.
„Það stendur til að reyna að
koma á seglbrettasambandi. Ég
veit ekki hvað verður úr því. Þetta
er alveg ný hugmynd og verið að
vinna í þessu,“ sagði Árni
Hann fræddi okkur ennfremur á
því að innan flestra siglingaklúbb-
anna væru starfandi seglbretta-
nefndir og þær sæju um að
skipuleggja keppnir og deila þeim
niður á klúbbana. í þessum keppn-
um er siglt eftir fyrirfram ákveðn-
um leiðum, venjulegast hring eða
þríhyrningi, og sá yinnur,°-?m ketn-
ur fyrstur í mark.
„Ég held hins vegar að fæstir
hafi áhuga á keppnunum sem slík-
um. Það er eins og með skíðin, það
eru mjög margir sem stunda skíði
en sárafáir sem keppa. Mér finnst
fólk meira vera að þessu
ánægjunnar vegna. Hins vegar ef
þú spyrðir einhvern sem hefur
keppni sem áhugamál, þá segði
hann þér að það væri ekkert gaman
að siglingum nema keppa. Það er
náttúrlega misjafn smekkurinn."
- Hvar kynntist þú þessari íþrótt?
„Ég byrjaði á þessu á Spáni 1977
eins og flestir sem byrjuðu áður en
þetta varð vinsælt hér. Ég var líka
svo heppinn að ég fékk nokkuð
góða tilsögn. Það var strákur
þarna á ströndinni þar sem ég var
sem leigði bretti og sagði mönnum
til. Það reyndu fáir við þetta og
þeim sem gerðu það gekk svo illa
að að allir á ströndinni hlógu að
tilburðunum. Þetta var orðið þann-
ig að það lagði enginn í brettin
nema fullur og það varð ekki til
að bæta frammistöðuna. Mér
fannst þetta merkilegt og langaði
til að prófa. Og eins og ég sagði
fékk ég góða tilsögn, enda lítið að
gera hjá stráknum, og ég komst
fljótlega upp á lagið með að sigla.“
Síðan hefur Árni siglt mikið og
undanfarin fjögur sumur fengist
við að miðla landanum af kunnáttu
sinni.
Þetta er æðislega skemmtilegt sport, segir Olafur Guómundsson, sem
stýrir seglbrettinu æfðum höndum um Nauthólsvikina enda þaulvanur
siglari.
Draumurinn að komast ti
- segir Ólafur Guðmundsson seglbrettakappi
„Ég byrjaði í seglbrettasiglingum
í fyrrasumar, þannig að þetta er ann-
að árið mitt,“ sagði ðlafur Guð-
mundsson, tuttugu og eins árs
kranamaður og seglbrettasiglari,
þegar DV hitti hann að máli í Naut-
hólsvíkinni.
„Ég bjó á Akureyri þá og hafði
ætlað mér að kaupa mótorhól. Það
fór hins vegar forgörðum og ég
keypti mér seglbretti í staðinn án
þess þó að vita nokkuð hvað ég var
að fara út í. Þetta var mest fyrir for-
vitni,“ sagði Ólafur og bætti við að
hann sæi sko ekki eftir þessum skipt-
um því seglbrettið væri miklu
skemmtilegra en mótorhjól.
Ekki fékk hann neina kennslu,
enda ekkert slikt að hafa á Akur-
eyri, en hann komst upp á lagið með
þetta smám saman af sjálfsdáðum.
„Þetta er auðvitað miklu meira basl
þegar maður fær enga tilsögn. Ég var
í tvo tíma bara að læra að komast
upp á brettið og ná upp seglinu. En
þegar maður er farinn að geta siglt
eitthvað þá kemur þetta með æfing-
unni.“
Ólafur segist líka læra heilmikið
af því að horfa á videomyndir af segl-
brettasiglingum. „Það eru mest
myndir frá Hawaii og það er alltaf
draumurinn að komast þangað.“
„Ég sigli mest í Nauthólsvíkinni
eða réttara sagt hér fyrir utan. Það
er svo leiðinlegur vindur hér í vík-
inni en um leið og maður er kominn
út fyrir Álftanesið þá hvessir, það
kemur strengur úr Hvalfirðinum.
Við förum venjulega nokkur saman
í þessar lengri ferðir ef ske kynni að
eitthvað kæmi fyrir. Ekki þar fyrir
að maður gæti sjálfsagt synt í land
þó maður væri einn en maður vill
venjulega ekki yfirgefa brettið."
- Er þetta ekkert hættulegt?
„Ef maður fer að þessu með gá-
leysi, lætur ekki vita af sér, fylgist
ekki með veðurspánni og hættir sér
í eitthvað sem maður ræður ekki við
þá getur þetta sjálfsagt orðið hættu-
legt. Það er þannig með allt sport.
Hins vegar hef ég aldrei heyrt um
neinn sem hefur farið sér að voða
hér. Það er helst að menn geti fengið
mastrið í hausinn þegar þeir eru að
byrja og detta oft,“ sagði Ólafur og
glotti.
Sex vindstig og öldugangur
Fyrir vana seglbrettasiglara eru
fimm til sex vindstig bestu aðstæð-
urnar, fyrir byrjendur má ekki vera
mikið hvassara en sem svarar tveim-
ur vindstigum.
„Og þegar maður er orðin vanur
að sigla fer maður að sækjast eftir
öldum til að stökkva. Ég hef ekki
reynt það ennþá en vonast til að fá
tækifæri í sumar. Það eru hins vegar
ekki margir staðir hér sem bjóða upp
á sæmilega stórar öldur.
Maður hefur séð á myndum að þeir
sem náð hafa verulegri leikni eru
farnir að fara tvo hringi í loftinu á
brettunum með segli og öllu saman.