Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1987, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 1987. BORGARA FLOKKURim STOFNFUNDUR. Mánudaginn 15. júní 1987 verður haldinn stofnfundur Félags Borgaraflokksins I Reykjavík. Fundurinn fer fram í Veitingahúsinu Glæsibæ, að Álf- heimum 74, og hefst klukkan 20.30 stundvíslega. Dagskrá: - Setning. - Ræða, Albert Guðmundsson alþingismaður. - Settar samþykktir fyrir félagið. - Kosning formanns. - Kosning stjórnar. - Almennar umræður. Stuðningsmenn Borgaraflokksins eru hvattir til að fjöl- menna. Undirbúningsnefnd að stofnun Félags Borgaraflokksins í Reykjavík. Fyrir endurvarps- kerfi Stöðvar 2 UHF-loftnet fyrir rásir 36-69. Fyrir endurvarps- kerfi Stöðvar 2 UHF-loftnet fyrir rásir 36-69. rstaklega næmt. Breiðbandsloftnet fyrir RUV og Stöð 2 VHF fyrir rásir 5-12 Breiðbandsloftnet fyrir RUV og Stöö 2 VHF fyrir rásir 5-12. Sérstaklega næmt. Væntanlegt samsett loftnet VHF - UHF fyrir allar rásir Eigum á lager mikið úrval loftneta fyrir útvarp og sjónvarp, úti og inni, fyrir bílinn og farsímann.. SKIPHOLTI SÍMI 29800 Utlönd Bettino Craxi, leiðtogi ítalska sósíalistaflokksins, greiðir atkvæði i kosningunum í gær. Símaniynd Reuter Kjörsókn var fremur dræm á Ítalíu í gærdag, fyrri dag kosninganna sem nú fara fram þar. Kjörfúndi lýkur í landinu um hádegi í dag, mánudag. Talið var í morgun að hitabylgja, sem gengið hefúr yfir landið, muni valda þvi að þátttaka í kosningunum verði með minna móti. Stjómmálaleiðtogar á Ítalíu, sem segja að kosningar þessar séu ein- hverjar þær mikilvægustu sem haldn- ar .hafa verið í landinu í fjögurra áratuga sögu lýðveldis þar, hafa birt ítrekaðar hvatningar til kjósenda að nota kosningarétt sinn. Um 45,5 millj- ónir manna eru á kjörskrá. Kosningabaráttan í landinu hefúr einkennst ákaflega af átökum milli sósíalista og kristilegra demókrata, sem hafa verið áhrifamesti flokkur landsins. Flokkarnir hafa verið aðilar að samsteypustjómum á Ítalíu í tvo áratugi en bitrar deilur milli flokk- anna hafa skapað aðstæður sem talið er að geti orðið til þess að róttækar breytingar verði á ítölskum stjóm- málum. Ef flokkamir tveir geta ekki komið sér saman um stjórn að aflokn- um þessum kosningum myndu kommúnistar fá tækifæri til að setjast í ríkisstjóm, í fyrsta sinn frá árinu 1947. Italski kommúnistaflokkurinn er sá stærsti í Evrópu og skoðanakann- anir síðustu dagana fyrir kosningar sýndu að flokkurinn virtist ætla að keppa hart við kristilega demókrata um að verða stærsti flokkur landsins. Bretland: Kosningarnar staðfesta dýpið milli ríkra og fatækra Jón Ormur Halldórssan, DV, Lundúnum; Þó að íhaldsflokkurinn hafi unnið mikinn og sögulegan sigur í kosning- unum, staðfesta úrslitin aukið dýpi á milli ríkra og fátækra. Fylgi flokksins er bundnara við ákveðin svæði og ákveðnar stéttir en verið hefúr á síð- ari áratugum, Þannig skiptast þingsæti fyrir utan London með þeim hætti, að íhalds- flokkurinn fékk 170 sæti en Verka- mannaflokkurinn 3. í Skotlandi, Wales og nyrstu héruðum Englands var skiptingin hinsvegar þannig , að Ihaldsflokkurinn fékk 26 en Verka- mannaflokkurinn 101. Öll þingsæti íhaldsmanna í þessum landshlutum vom í úthverfúm stórborga og í smá- bæjum en öll þingsæti Verkamanna- flokksins í Englandi vom í stórborg- um. íhaldsflokkurinn hefúr nú ekkert þingsæti í stórborgum norður Eng- lands og Verkamannaflokkurinn ekkert sæti utan helstu borga lands- ins. Ósigur íhaldsmanná í Skotlandi var mikill, flokkurinn hélt aðeins 10 sæt- um, en þingmenn Skota eru 72. Vamarmálaráðherra landsins komst inn á örfáum atkvæðum en hann hlaut góða kosningu í síðustu kosningum. Verkmannaflokkurinn hefur nú að- eins stuðning 15 prósent þeirra sem em í efstu þrepum þjóðfélagsins, hvað snertir tekjur og menntun. fhalds- flokkurinn hefur fylgi nær 60 prósenta þessa fólks en aðeins 20 prósent þeirra sem tilheyra neðstu þrepum þjóðfé- lagsins. Þar hefur Verkamannaflokk- urinn 60 prósent fylgi. Meðal þeirra sem eiga sitt eigið íbúðarhús styðja meira en helmingur Ihaldsflokkinn en rúmlega fimmtungur Verkamanna- flokkinn. Þetta snýst við þegar litið er til þeirra sem búa í leiguhúsnæði. Allur þorri svartra manna í Bret- landi kaus Verkamannaílokkinn. í fyrsta sinn í sögunni komust svartir menn á þing, tveir karlmenn og ein kona. Filippseyingar taka Shultz með fyrirvara Filippseyingar hafa tekið George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, og vilyrðum hans um fjárhags- aðstoð og annan stuðning Bandaríkj- anna með fyrirvara en ráðherrann hélt í heimsókn til Filippseyja beint af ráðherrafundi NATO í Reykjavík fyrir helgina. Forystumenn á Filippseyjum hafa lýst því yfir að íbúar eyjanna eigi ekki að hoppa um eins og simpansar í hvert sinn sem aðstoð frá Bandaríkjunum ber á góma. Segja þeir stjómvöld í Bandaríkjunum ekki lengur reyna að leyna afskiptum sínum af stjómmálum og öðrum innanríkismálum á Filipps- eyjum og því beri að sýna mikla varúð í því að þiggja frekari aðstoð frá þeim. í síðustu viku gáfu bandarísk stjóm- völd her Filippseyja tíu gamlar þyrlur, til þess að aðstoða í baráttunni gegn kommúnistum á eyjunum. Fréttaskýr- endur þar telja gjöf þessa dæmigerða fyrir þau viðhorf Bandaríkjamanna að Filippseyingar séu annars flokks bandamenn, nánast leppar, en ekki sjálfstæð vinaþjóð eins og látið er i veðri vaka. Stuðningsmenn Marcosar, fyrrum forseta Filippseyja, sem settur var af á síðasta ári, fóm þess á leit við Shultz að hann hlutaðist til um að Markos fengi að snúa aftur heim úr útlegð sinni á Hawaiieyjum. Fullyrða þeir að Markosi hafi verið rænt og því beri Bandaríkjamönnum að skila honum aftur. Síðast þegar Shultz heimsótti Filippseyjar reiddust stjómvöld þar því ákaflega að ráðherrann hafði með sér hunda sem þjálfaðir em til sprengjuleitar. Þótti það bera þess greinilega vott að ráðherrann teldi Filippseyinga þess ekki umkomna að tryggja öryggi sitt. í þetta sinn tóku fjölmiðlar á eyjun- um sérstaklega fram að hundamir væm ekki með ráðherranum. Margir Filippseyingar binda helstu vonir sínar við að komast til Banda- ríkjanna og fá þar atvinnu. Segja sumir þeirra að mótmæli gegn komu Shultz beri merki þeirra vona því helsta slagorðið sem notað er sé: „Farðu heim, Kani, og taktu mig með þér.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.